Popovich kominn með fleiri sigra en Pat Riley Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. desember 2018 07:30 Greg Popovich vísir/getty Greg Popovich varð í nótt fjórði sigursælasti þjálfari NBA deildarinnar í körfubolta þegar San Antonio Spurs vann 111-86 sigur á Phoenix Suns. Hér þýðir orðið sigursælasti sá sem hefur sigrað flesta leiki, ekki unnið flesta titla eins og oft er einnig átt við með orðinu. Sigurinn var sá 1211. á ferli Popovich og tók hann þar með fram úr Pat Riley á listanum yfir flesta sigra á ferlinum. Spurs vann sinn þriðja sigur í röð og er liðið hálfnað með sex leikja heimaleikjahrinu. Liðið situr 10. í Vesturdeildinni með 14 töp og 14 sigra í vetur. Popovich hefur þjálfað San Antonio síðustu 22 ár og er hann sá þjálfari sem hefur verið lengst í starfi hjá sama félaginu í fjóru stóru íþróttagreinum Bandaríkjanna; körfubolta, hafnarbolta, íshokkí og amerískum fótbolta. Enginn í sögu körfuboltans hefur náð 1200 sigrum eins fljótt og Popovich, hann þurfti aðeins 1743 leiki til þess. Bryn Forbes nældi sér í sína fyrstu tvöföldu tvennu á ferlinum með 24 stig og 11 fráköst. LaMarcus Aldridge var með 18 stig í sigrinum sem var aldrei í hættu í seinni hálfleik, munurinn varð mestur 25 stig.Congrats to @spurs Coach Gregg Popovich for moving up to 4th on the ALL-TIME WINS list! #GoSpursGopic.twitter.com/oJpODG6wW0 — NBA (@NBA) December 12, 2018 Í Houston skoraði James Harden 29 stig fyrir heimamenn í Rockets sem höfðu betur gegn Portland Trail Blazers 111-104. Sjö leikmenn í liði Rockets náðu tveggja stiga tölu í stigaskori í liðssigri sem batt enda á þriggja leikja tapgöngu Rockets. Chris Paul náði þrefaldri tvennu með 11 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar.James Harden (29 PTS) & Damian Lillard (34 PTS) duel in Houston, as the @HoustonRockets come away victorious! #Rocketspic.twitter.com/UBndhbSJAX — NBA (@NBA) December 12, 2018 Toronto Raptors vann stórsigur á LA Clippers 123-99 í Los Angeles. Serge Ibaka var atkvæðamestur fyrir Raptors með 25 stig og 9 fráköst.Serge Ibaka guides the @Raptors to victory in LA with a game-high 25 PTS, 9 REB, 3 BLK! #WeTheNorthpic.twitter.com/MFc9na3Fkr — NBA (@NBA) December 12, 2018Úrslit næturinnar: Houston Rockets - Portland Trail Blazers 111-104 San Antonio Spurs - Phoenix Suns 111-89 LA Clippers - Toronto Raptors 99-123 NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Greg Popovich varð í nótt fjórði sigursælasti þjálfari NBA deildarinnar í körfubolta þegar San Antonio Spurs vann 111-86 sigur á Phoenix Suns. Hér þýðir orðið sigursælasti sá sem hefur sigrað flesta leiki, ekki unnið flesta titla eins og oft er einnig átt við með orðinu. Sigurinn var sá 1211. á ferli Popovich og tók hann þar með fram úr Pat Riley á listanum yfir flesta sigra á ferlinum. Spurs vann sinn þriðja sigur í röð og er liðið hálfnað með sex leikja heimaleikjahrinu. Liðið situr 10. í Vesturdeildinni með 14 töp og 14 sigra í vetur. Popovich hefur þjálfað San Antonio síðustu 22 ár og er hann sá þjálfari sem hefur verið lengst í starfi hjá sama félaginu í fjóru stóru íþróttagreinum Bandaríkjanna; körfubolta, hafnarbolta, íshokkí og amerískum fótbolta. Enginn í sögu körfuboltans hefur náð 1200 sigrum eins fljótt og Popovich, hann þurfti aðeins 1743 leiki til þess. Bryn Forbes nældi sér í sína fyrstu tvöföldu tvennu á ferlinum með 24 stig og 11 fráköst. LaMarcus Aldridge var með 18 stig í sigrinum sem var aldrei í hættu í seinni hálfleik, munurinn varð mestur 25 stig.Congrats to @spurs Coach Gregg Popovich for moving up to 4th on the ALL-TIME WINS list! #GoSpursGopic.twitter.com/oJpODG6wW0 — NBA (@NBA) December 12, 2018 Í Houston skoraði James Harden 29 stig fyrir heimamenn í Rockets sem höfðu betur gegn Portland Trail Blazers 111-104. Sjö leikmenn í liði Rockets náðu tveggja stiga tölu í stigaskori í liðssigri sem batt enda á þriggja leikja tapgöngu Rockets. Chris Paul náði þrefaldri tvennu með 11 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar.James Harden (29 PTS) & Damian Lillard (34 PTS) duel in Houston, as the @HoustonRockets come away victorious! #Rocketspic.twitter.com/UBndhbSJAX — NBA (@NBA) December 12, 2018 Toronto Raptors vann stórsigur á LA Clippers 123-99 í Los Angeles. Serge Ibaka var atkvæðamestur fyrir Raptors með 25 stig og 9 fráköst.Serge Ibaka guides the @Raptors to victory in LA with a game-high 25 PTS, 9 REB, 3 BLK! #WeTheNorthpic.twitter.com/MFc9na3Fkr — NBA (@NBA) December 12, 2018Úrslit næturinnar: Houston Rockets - Portland Trail Blazers 111-104 San Antonio Spurs - Phoenix Suns 111-89 LA Clippers - Toronto Raptors 99-123
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira