Ivanka og Kushner gætu hagnast á skattabreytingum sem þau studdu Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2018 00:00 Jared Kushner og Ivanka Trump. AP/Pablo Martinez Monsivais Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á skattalöggjöf svo að verktakar og bygginafélög sem byggja á fátækum svæðum fá skattafslætti. Einn af helstu stuðningsmönnum þessara breytinga var Ivanka Trump, dóttir forsetans. Þegar Donald kynnti breytingarnar fyrr á árinu gaf hann dóttur sinni orðið sérstaklega og sagði hana hafa barist af mikilli hörku fyrir að fá þær í gegn. Frumvarpið „The Investing in Opportunity Act“ var fyrst lagt fram á þingi þegar Barack Obama var forseti en naut ekki mikillar hylli. Embættismenn í ríkjum og borgum skilgreina tiltekin svæði, svokölluð „Opportunity Zone“ og þeir verktakar sem byggja á þeim svæðum eiga rétt á afsláttum á sköttum. Jared Kushner, eiginmaður Ivönku og þar af leiðandi tengdasonur Trump, hefur einnig barist fyrir skattaafslættinum. Bæði vinna í Hvíta húsinu.Rannsókn AP fréttaveitunnar hefur þó leitt í ljóst að hjónin gætu sjálf hagnast verulega vegna þessa breytinga og verkefnis ríkisstjórnarinnar.Hjónin eiga stóran hlut í fyrirtækinu Cadre, sem tilkynnti nýverið að til stæði að byggja fjölda bygginga innan verkefnisins í Miami og Los Angeles. Þá eiga þau hluti í fjölskyldufyrirtæki Kushner en minnst þrettán byggingar þessa fyrirtækis í New York, New Jersey og Maryland, gætu fallið undir Oportunity Zone og gefið fyrirtækinu mikinn afslátt af sköttum. Engar vísbendingar eru þó um að þau hafi komið að því að velja svæðin sem verkefnið nær til og fjölskyldufyrirtæki Kushner hefur ekki tilkynnt að til standi að leitast eftir umræddum afsláttum. Þau munu þó að öllum líkindum hagnast vegna verkefnisins, þó þau geri ekki neitt. Það er vegna þess að verkefnið hefur leitt til þess að fasteignaverð hefur hækkað mikið á þeim svæðum sem yfirvöld hafa skilgreint sem Oportunity Zone. Siðferðissérfræðingar segja þetta til marks um mikla hagsmunaárekstra en talskona hjónanna sagði þau ekki koma að rekstri fyrirtækja þeirra. Þar að auki fylgi þau ráðleggingum lögmanna um hverju þau megi vinna að og hverju þau megi ekki vinna að. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á skattalöggjöf svo að verktakar og bygginafélög sem byggja á fátækum svæðum fá skattafslætti. Einn af helstu stuðningsmönnum þessara breytinga var Ivanka Trump, dóttir forsetans. Þegar Donald kynnti breytingarnar fyrr á árinu gaf hann dóttur sinni orðið sérstaklega og sagði hana hafa barist af mikilli hörku fyrir að fá þær í gegn. Frumvarpið „The Investing in Opportunity Act“ var fyrst lagt fram á þingi þegar Barack Obama var forseti en naut ekki mikillar hylli. Embættismenn í ríkjum og borgum skilgreina tiltekin svæði, svokölluð „Opportunity Zone“ og þeir verktakar sem byggja á þeim svæðum eiga rétt á afsláttum á sköttum. Jared Kushner, eiginmaður Ivönku og þar af leiðandi tengdasonur Trump, hefur einnig barist fyrir skattaafslættinum. Bæði vinna í Hvíta húsinu.Rannsókn AP fréttaveitunnar hefur þó leitt í ljóst að hjónin gætu sjálf hagnast verulega vegna þessa breytinga og verkefnis ríkisstjórnarinnar.Hjónin eiga stóran hlut í fyrirtækinu Cadre, sem tilkynnti nýverið að til stæði að byggja fjölda bygginga innan verkefnisins í Miami og Los Angeles. Þá eiga þau hluti í fjölskyldufyrirtæki Kushner en minnst þrettán byggingar þessa fyrirtækis í New York, New Jersey og Maryland, gætu fallið undir Oportunity Zone og gefið fyrirtækinu mikinn afslátt af sköttum. Engar vísbendingar eru þó um að þau hafi komið að því að velja svæðin sem verkefnið nær til og fjölskyldufyrirtæki Kushner hefur ekki tilkynnt að til standi að leitast eftir umræddum afsláttum. Þau munu þó að öllum líkindum hagnast vegna verkefnisins, þó þau geri ekki neitt. Það er vegna þess að verkefnið hefur leitt til þess að fasteignaverð hefur hækkað mikið á þeim svæðum sem yfirvöld hafa skilgreint sem Oportunity Zone. Siðferðissérfræðingar segja þetta til marks um mikla hagsmunaárekstra en talskona hjónanna sagði þau ekki koma að rekstri fyrirtækja þeirra. Þar að auki fylgi þau ráðleggingum lögmanna um hverju þau megi vinna að og hverju þau megi ekki vinna að.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira