Meðalmarkvörður væri búinn að fá á sig átta fleiri mörk en Alisson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2018 14:15 Alisson Becker. Vísir/Getty Liverpool er eina ósigraða liðið í ensku úrvalsdeildinni, eitt á toppi deildarinnar og komið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Einn af nýju mönnunum á Anfield á mikinn þátt í því en þar erum við að tala um brasilíska markvörðinn Alisson Becker. Alisson Becker bjargaði Liverpool-liðinu á ögurstundu á móti Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi en hann hélt þar hreinu í tólfta sinn í 22 leikjum með Liverpool. Alisson Becker er að margra mati orðinn einn af allra bestu markvörðum heims en hann fær líka mun meiri athygli fótboltaheimsins spilandi með Liverpool en þegar hann var hjá Roma. Liverpool var tilbúið að borga 66,8 milljónir punda fyrir hann í sumar og félagið sér örugglega ekki eftir því í dag. Tölfræðingarnir á Opta hafa nú reiknað það út að meðalmarkvörður í knattspyrnunni væri búinn að fá á sig átta fleiri mörk en Alisson Becker hefur fengið á sig í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Það má sjá þessa tölfræði Opta hér fyrir neðan.8 - Based on Opta's xG model, the average goalkeeper would have conceded eight more goals than Alisson has for Liverpool in the Premier League & Champions League combined in 2018-19. Wall. pic.twitter.com/H9rdXdXZoC — OptaJoe (@OptaJoe) December 12, 2018Alisson Becker er búinn að fá á sig aðeins 6 mörk í 16 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur haldið hreinu í 10 leikjum eða 63 prósent leikja sinna. Alisson hefur síðan fengið á sig 7 mörk í 6 leikjum í Meistaradeildinni en fimm þeirra komu í útileikjunum þremur og fimm þeirra komu í leikjunum á móti franska stórliðinu Paris Saint Germain. Enginn markvörður er búinn að halda oftar hreinu í ensku úrvalsdeildinni í vetur en Alisson Becker sem hélt hreinu í tíunda sinn í 4-0 sigrinum á Bournemouth um síðustu helgi. Ederson hjá Manchester City og Kepa Arrizabalaga hjá Chelsea koma næstir en þeir hafa haldið átta sinnum hreinu. Ederson hefur fenguið á sig 9 mörk í 16 leikjum en Kepa Arrizabalaga hefur fengið á sig 13 mörk í 16 leikjum.Alisson Becker.Vísir/Getty Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Henderson: Alisson, ég elska þig Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, faðmaði markvörðinn sinn Alisson Becker innilega eftir sigurinn á Napoli í gær en hann var ekki hættur. 12. desember 2018 09:30 Klopp um Alisson: Ef ég vissi að hann væri svona góður þá hefði ég borgað tvöfalt meira Sóknarmenn Liverpool fengu ótal færi til að gera út um leikinn á móti Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi en á úrslitastundu var það markvörðurinn Alisson Becker sem bjargaði liðinu. 12. desember 2018 10:30 Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Uppgjör: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Körfubolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Leik lokið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leiði sinni í bikarúrslit Körfubolti Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Handbolti Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið Fótbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Fleiri fréttir Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Sjá meira
Liverpool er eina ósigraða liðið í ensku úrvalsdeildinni, eitt á toppi deildarinnar og komið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Einn af nýju mönnunum á Anfield á mikinn þátt í því en þar erum við að tala um brasilíska markvörðinn Alisson Becker. Alisson Becker bjargaði Liverpool-liðinu á ögurstundu á móti Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi en hann hélt þar hreinu í tólfta sinn í 22 leikjum með Liverpool. Alisson Becker er að margra mati orðinn einn af allra bestu markvörðum heims en hann fær líka mun meiri athygli fótboltaheimsins spilandi með Liverpool en þegar hann var hjá Roma. Liverpool var tilbúið að borga 66,8 milljónir punda fyrir hann í sumar og félagið sér örugglega ekki eftir því í dag. Tölfræðingarnir á Opta hafa nú reiknað það út að meðalmarkvörður í knattspyrnunni væri búinn að fá á sig átta fleiri mörk en Alisson Becker hefur fengið á sig í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Það má sjá þessa tölfræði Opta hér fyrir neðan.8 - Based on Opta's xG model, the average goalkeeper would have conceded eight more goals than Alisson has for Liverpool in the Premier League & Champions League combined in 2018-19. Wall. pic.twitter.com/H9rdXdXZoC — OptaJoe (@OptaJoe) December 12, 2018Alisson Becker er búinn að fá á sig aðeins 6 mörk í 16 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur haldið hreinu í 10 leikjum eða 63 prósent leikja sinna. Alisson hefur síðan fengið á sig 7 mörk í 6 leikjum í Meistaradeildinni en fimm þeirra komu í útileikjunum þremur og fimm þeirra komu í leikjunum á móti franska stórliðinu Paris Saint Germain. Enginn markvörður er búinn að halda oftar hreinu í ensku úrvalsdeildinni í vetur en Alisson Becker sem hélt hreinu í tíunda sinn í 4-0 sigrinum á Bournemouth um síðustu helgi. Ederson hjá Manchester City og Kepa Arrizabalaga hjá Chelsea koma næstir en þeir hafa haldið átta sinnum hreinu. Ederson hefur fenguið á sig 9 mörk í 16 leikjum en Kepa Arrizabalaga hefur fengið á sig 13 mörk í 16 leikjum.Alisson Becker.Vísir/Getty
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Henderson: Alisson, ég elska þig Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, faðmaði markvörðinn sinn Alisson Becker innilega eftir sigurinn á Napoli í gær en hann var ekki hættur. 12. desember 2018 09:30 Klopp um Alisson: Ef ég vissi að hann væri svona góður þá hefði ég borgað tvöfalt meira Sóknarmenn Liverpool fengu ótal færi til að gera út um leikinn á móti Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi en á úrslitastundu var það markvörðurinn Alisson Becker sem bjargaði liðinu. 12. desember 2018 10:30 Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Uppgjör: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Körfubolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Leik lokið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leiði sinni í bikarúrslit Körfubolti Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Handbolti Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið Fótbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Fleiri fréttir Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Sjá meira
Henderson: Alisson, ég elska þig Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, faðmaði markvörðinn sinn Alisson Becker innilega eftir sigurinn á Napoli í gær en hann var ekki hættur. 12. desember 2018 09:30
Klopp um Alisson: Ef ég vissi að hann væri svona góður þá hefði ég borgað tvöfalt meira Sóknarmenn Liverpool fengu ótal færi til að gera út um leikinn á móti Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi en á úrslitastundu var það markvörðurinn Alisson Becker sem bjargaði liðinu. 12. desember 2018 10:30
Leik lokið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leiði sinni í bikarúrslit Körfubolti
Leik lokið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leiði sinni í bikarúrslit Körfubolti