Getur D-vítamín minnkað líkur á krabbameini? Jóhanna Eyrún Torfadóttir skrifar 13. desember 2018 08:00 Nú þegar skammdegið er að ná hámarki er ágætt að minna á ráðleggingar Embættis landlæknis um daglega inntöku D-vítamíns, annað hvort í formi lýsis eða D-vítamíntaflna. Við getum sjálf framleitt D-vítamín ef sólargeislar skína á húðina, en þar sem lítið sést til sólar á Íslandi á þessum árstíma, þurfum við D-vítamín úr fæðunni og með því að taka lýsi eða D-vítamín. Ráðlagðan dagskammt D-vítamíns má sjá hér, en í stuttu máli er hann 600 alþjóðlegar einingar (15 µg) á dag fyrir fólk á aldrinum 10-70 ára. Yngri þurfa minna og eldri meira.D-vítamín er helst að finna í feitum fisktegundum, eggjarauðu og D-vítamínbættum vörum eins og viðbiti, jurtaolíu, morgunkorni, mjólk, barnagrautum og stoðmjólk. Flestar þessara fæðutegunda innihalda fremur lítið magn af D-vítamíni. Undantekningin er feitur fiskur. D-vítamín hjálpar okkur við að ná kalki úr mat og drykk og tekur þátt í að stýra því hve mikið kalk fer inn í beinin. Oft heyrist að D-vítamín geti komið í veg fyrir ýmsa sjúkdóma, þar með talin krabbamein. Margar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna slíkt og hefur ekki verið hægt að sýna fram á með afgerandi hætti að D-vítamín geti komið í veg fyrir krabbamein almennt. Það eru þó jákvæðar vísbendingar um að hærri D-vítamínstyrkur í blóði geti veitt vernd gegn krabbameini í brjóstum sem greinist fyrir tíðahvörf, og krabbameini í ristli og endaþarmi. Nýleg rannsókn (meta-analýsa) sem sameinar niðurstöður D-vítamínmælinga úr 17 rannsóknum, sýnir fram á tengsl milli hækkaðs D-vítamíns í blóði og færri tilfella krabbameins í ristli og endaþarmi. Niðurstöðurnar voru birtar í hinu virta tímariti Journal of the National Cancer Institute. Rannsóknirnar 17 voru framkvæmdar í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. Meðalaldur þátttakenda var 60 ár þegar blóðprufa var tekin til að mæla styrk D-vítamíns (25-OHD). Samkvæmt viðmiðum telst einstaklingur vera með D-vítamínskort þegar styrkur 25-OHD er undir 30 nmol/l. Ef styrkur D-vítamíns í blóði mælist 50 nmol/l eða hærri þá telst það fullnægjandi með tilliti til beinheilsu.Helstu niðurstöður Í nýju rannsókninni var skoðað hve mörg tilfelli krabbameins í ristli og endaþarmi höfðu greinst í hópum sem skilgreindir voru út frá mismunandi styrk D-vítamíns. Í ljós kom að einstaklingar sem voru með D-vítamínskort (undir 30 nmol/l) voru í 31% aukinni hættu á að greinast með krabbameinið borið saman við hóp einstaklinga sem voru með D-vítamínstyrk á bilinu 50-62,5 nmol/L. Einstaklingar sem voru með D-vítamíngildi á bilinu 75 til 100nmol/L voru í minni áhættu borið saman við þá sem voru með D-vítamínstyrk á bilinu 50-62,5 nmol/l. Ekki var hægt að greina frekari vernd gegn meininu með því að vera með hærri D-vítamíngildi en 100 nmol/L. Við þessa útreikninga var tekið tillit til líkamsþyngdarstuðuls (BMI), hreyfingar og fleiri þátta sem geta haft áhrif á bæði D-vítamínstyrk í blóði sem og áhættu á að greinast með krabbamein í ristli og endaþarmi. Niðurstöður rannsóknarinnar benda því til þess að ekki sé nauðsynlegt að taka ofurskammta af D-vítamíni til að minnka líkur á krabbameini í ristli og endaþarmi. Einnig ber að nefna að nýlega birtist grein í New England Journal of Medicine um tilraunarannsókn þar sem hluti rannsóknahóps tók D-vítamín í töfluformi og hluti hópsins fékk lyfleysu (tilviljun réð því hver valdist í hvorn hópinn). Eftirfylgd með þátttakendum stóð að meðaltali í fimm ár og sýndi að ekki var munur á hópunum með tilliti til krabbameinsáhættu. Helstu gallar rannsóknarinnar voru hversu stutt hún stóð yfir og að rannsóknarhópurinn var í byrjun rannsóknar almennt með fínan styrk af D-vítamíni í blóði.Hve margir greinast með krabbamein í ristli og endaþarmi á Íslandi? Krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabbamein í heiminum. Að meðaltali greinast 165 manns á ári á Íslandi með þennan sjúkdóm. Um 10% af heildarfjölda greindra á ári eru með þetta krabbamein. Samkvæmt fjölda rannsókna er hægt að minnka líkur á krabbameini í ristli og endaþarmi með því að hreyfa sig reglulega, borða trefjaríkt fæði, kalkríkar vörur, lítið af rauðu kjöti og unnum kjötvörum og drekka hóflega af áfengi eða sleppa því. Einnig er mögulegt að góður D-vítamínbúskapur minnki einnig líkurnar á krabbameininu, eins og fram kemur í þessari nýju rannsókn. Þá skal ítrekað að niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ekki sé nauðsynlegt að taka ofurskammta af D-vítamíni til að minnka líkur á krabbameini í ristli og endaþarmi og ekki mælt með slíku nema í samráði við lækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Nú þegar skammdegið er að ná hámarki er ágætt að minna á ráðleggingar Embættis landlæknis um daglega inntöku D-vítamíns, annað hvort í formi lýsis eða D-vítamíntaflna. Við getum sjálf framleitt D-vítamín ef sólargeislar skína á húðina, en þar sem lítið sést til sólar á Íslandi á þessum árstíma, þurfum við D-vítamín úr fæðunni og með því að taka lýsi eða D-vítamín. Ráðlagðan dagskammt D-vítamíns má sjá hér, en í stuttu máli er hann 600 alþjóðlegar einingar (15 µg) á dag fyrir fólk á aldrinum 10-70 ára. Yngri þurfa minna og eldri meira.D-vítamín er helst að finna í feitum fisktegundum, eggjarauðu og D-vítamínbættum vörum eins og viðbiti, jurtaolíu, morgunkorni, mjólk, barnagrautum og stoðmjólk. Flestar þessara fæðutegunda innihalda fremur lítið magn af D-vítamíni. Undantekningin er feitur fiskur. D-vítamín hjálpar okkur við að ná kalki úr mat og drykk og tekur þátt í að stýra því hve mikið kalk fer inn í beinin. Oft heyrist að D-vítamín geti komið í veg fyrir ýmsa sjúkdóma, þar með talin krabbamein. Margar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna slíkt og hefur ekki verið hægt að sýna fram á með afgerandi hætti að D-vítamín geti komið í veg fyrir krabbamein almennt. Það eru þó jákvæðar vísbendingar um að hærri D-vítamínstyrkur í blóði geti veitt vernd gegn krabbameini í brjóstum sem greinist fyrir tíðahvörf, og krabbameini í ristli og endaþarmi. Nýleg rannsókn (meta-analýsa) sem sameinar niðurstöður D-vítamínmælinga úr 17 rannsóknum, sýnir fram á tengsl milli hækkaðs D-vítamíns í blóði og færri tilfella krabbameins í ristli og endaþarmi. Niðurstöðurnar voru birtar í hinu virta tímariti Journal of the National Cancer Institute. Rannsóknirnar 17 voru framkvæmdar í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. Meðalaldur þátttakenda var 60 ár þegar blóðprufa var tekin til að mæla styrk D-vítamíns (25-OHD). Samkvæmt viðmiðum telst einstaklingur vera með D-vítamínskort þegar styrkur 25-OHD er undir 30 nmol/l. Ef styrkur D-vítamíns í blóði mælist 50 nmol/l eða hærri þá telst það fullnægjandi með tilliti til beinheilsu.Helstu niðurstöður Í nýju rannsókninni var skoðað hve mörg tilfelli krabbameins í ristli og endaþarmi höfðu greinst í hópum sem skilgreindir voru út frá mismunandi styrk D-vítamíns. Í ljós kom að einstaklingar sem voru með D-vítamínskort (undir 30 nmol/l) voru í 31% aukinni hættu á að greinast með krabbameinið borið saman við hóp einstaklinga sem voru með D-vítamínstyrk á bilinu 50-62,5 nmol/L. Einstaklingar sem voru með D-vítamíngildi á bilinu 75 til 100nmol/L voru í minni áhættu borið saman við þá sem voru með D-vítamínstyrk á bilinu 50-62,5 nmol/l. Ekki var hægt að greina frekari vernd gegn meininu með því að vera með hærri D-vítamíngildi en 100 nmol/L. Við þessa útreikninga var tekið tillit til líkamsþyngdarstuðuls (BMI), hreyfingar og fleiri þátta sem geta haft áhrif á bæði D-vítamínstyrk í blóði sem og áhættu á að greinast með krabbamein í ristli og endaþarmi. Niðurstöður rannsóknarinnar benda því til þess að ekki sé nauðsynlegt að taka ofurskammta af D-vítamíni til að minnka líkur á krabbameini í ristli og endaþarmi. Einnig ber að nefna að nýlega birtist grein í New England Journal of Medicine um tilraunarannsókn þar sem hluti rannsóknahóps tók D-vítamín í töfluformi og hluti hópsins fékk lyfleysu (tilviljun réð því hver valdist í hvorn hópinn). Eftirfylgd með þátttakendum stóð að meðaltali í fimm ár og sýndi að ekki var munur á hópunum með tilliti til krabbameinsáhættu. Helstu gallar rannsóknarinnar voru hversu stutt hún stóð yfir og að rannsóknarhópurinn var í byrjun rannsóknar almennt með fínan styrk af D-vítamíni í blóði.Hve margir greinast með krabbamein í ristli og endaþarmi á Íslandi? Krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabbamein í heiminum. Að meðaltali greinast 165 manns á ári á Íslandi með þennan sjúkdóm. Um 10% af heildarfjölda greindra á ári eru með þetta krabbamein. Samkvæmt fjölda rannsókna er hægt að minnka líkur á krabbameini í ristli og endaþarmi með því að hreyfa sig reglulega, borða trefjaríkt fæði, kalkríkar vörur, lítið af rauðu kjöti og unnum kjötvörum og drekka hóflega af áfengi eða sleppa því. Einnig er mögulegt að góður D-vítamínbúskapur minnki einnig líkurnar á krabbameininu, eins og fram kemur í þessari nýju rannsókn. Þá skal ítrekað að niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ekki sé nauðsynlegt að taka ofurskammta af D-vítamíni til að minnka líkur á krabbameini í ristli og endaþarmi og ekki mælt með slíku nema í samráði við lækni.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar