Ekkert verður að því að ÍBV og Grótta mætist í Coca-Cola bikar karla i kvöld en leiknum hefur verið frestað.
Gróttu-liðinu gek illa að koma sér til Eyja vegna veðurs og því hefur verið ákveðið að leikurinn verður spilaður annað kvöld klukkan 18.00.
Þessi sömu lið mættust í síðustu umferð Olís-deildarinnar og þar hafði ÍBV betur en leikurinn er liður í 16-liða úrslitum bikarsins.
Leikur ÍBV 2 og ÍR, einnig í Coca-Cola bikarnum, hefur því verið færður aftur um tvo tíma og verður því bikar tvíhöfði í Eyjum á morgun.
Grótta mun sigla til Eyja síðar í kvöld og Breiðhyltingar sigla þangað á morgun en fyrri leikurinn á morgun verður í beinni lýsingu í Boltavaktinni á Vísi.
Bikarslagnum frestað í Eyjum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Haaland sló enn eitt metið í gær
Fótbolti

Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti



Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti

Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti


Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti