Bára óhrædd við að mæta Miðflokksþingmönnum fyrir héraðsdómi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. desember 2018 19:00 Bára Halldórsdóttir, konan sem gerði Klausturupptökurnar opinberar, ætlar að mæta fyrir dómara í héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag eftir kvaðningu sem hún fékk frá dómstólnum í gær. Miðflokkurinn segir skýrslutöku fyrir dómi nauðsynlega gagnaöflun í málinu. Þetta ákvað Bára eftir að hafa átt fund með lögmanni sínum í dag en væringar voru á lofti um hvort hún þyrfti að mæta í þinghaldið. Þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason, öll úr Miðflokki, eru skráð sem sóknaraðilar í dagskrá dómstólsins á mánudag en ekki liggur fyrir hvort höfðað verði einkamál á hendur Báru. Reimar Pétursson, lögmaður fjórmenninganna sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hygðist ekki tjá sig um málið. Þetta hefur Bára að sega um næstu skref. „Næstu skref eru bara að mæta á mánudaginn. það er svo sem ekkert að gerast að því að þetta var svona hálf skringilega upp sett allt saman, og við bara mætum á mánudaginn og sjáum hvað er að gerast, sagði Bára nú síðdegis. Bréfið sem Bára fékk í gærBára HalldórsdóttirÞar á Bára við að í kvaðningunni frá dómstólnum sem barst í gær er hún rangfeðruð. „Hann kom fyrst til einhverrar Báru Guðmundsdóttur og síðan kom hann aftur til Báru Halldórsdóttur, þannig að ég bjóst alveg við því að þeir myndu senda eitthvað,“ sagði Bára. Málið rætt á þingi í dag Það að þingmenn Miðflokksins hafi leitað til dómstóla með málið kom til umræðu á Alþingi í dag og sagði þingflokksformaður Vinstri Grænna, Bjarkey Olsen, sýna skilningsleysi þeirra sem um ræðir, á alvarleika málsins. Nú síðdegis setti Miðflokkurinn inn færslu á Facebook-síðu flokksins en þar kemur fram að skýrslutakan fyrir dómi sé einungis einn liður í nauðsynlegri gagnaöflun og að þar eigi fastlega ýmislegt eftir að koma fram. Þá kemur fram í færslunni að réttur einstaklinga til friðhelgi ber alltaf að virða og er það þeirra helsti útgangspunktur. Bára segist ekki segist ekki alveg hafa átt von á að málið færi svona langt. „Ég hefði haldið að þeir vildu nú ekkert halda þessu mikið á lofti lengur hvað þeir eru búnir að vera að blaðra, ef þeir gera það þá bara gera þeir það. Er það ekki svoleiðis sem stjórnmálin virka,“ sagði Bára.Ertu smeyk við þetta? „Nei, ég er það ekki,“ sagði Bára. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bára rangfeðruð í boðun héraðsdómara Héraðsdómari áréttar að Bára hafi ekki verið boðuð til skýrslutöku í málinu, líkt og fjölmiðlar hafa haldið fram. 12. desember 2018 12:03 Óska eftir því að Bára gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar bjóst við bréfinu sem hún fékk í dag. 11. desember 2018 18:03 Lögmaður þingmanna Miðflokksins sendi Persónuvernd erindi Krafðist þess að Persónuvernd tæki til rannsóknar hver hefði tekið þá upp. 10. desember 2018 19:04 Segjast ekki skyldugir til að koma fyrir nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins telja sig ekki skylduga til að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 12. desember 2018 16:47 Bára gæti fengið háa sekt Fjórir Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega. 11. desember 2018 12:34 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
Bára Halldórsdóttir, konan sem gerði Klausturupptökurnar opinberar, ætlar að mæta fyrir dómara í héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag eftir kvaðningu sem hún fékk frá dómstólnum í gær. Miðflokkurinn segir skýrslutöku fyrir dómi nauðsynlega gagnaöflun í málinu. Þetta ákvað Bára eftir að hafa átt fund með lögmanni sínum í dag en væringar voru á lofti um hvort hún þyrfti að mæta í þinghaldið. Þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason, öll úr Miðflokki, eru skráð sem sóknaraðilar í dagskrá dómstólsins á mánudag en ekki liggur fyrir hvort höfðað verði einkamál á hendur Báru. Reimar Pétursson, lögmaður fjórmenninganna sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hygðist ekki tjá sig um málið. Þetta hefur Bára að sega um næstu skref. „Næstu skref eru bara að mæta á mánudaginn. það er svo sem ekkert að gerast að því að þetta var svona hálf skringilega upp sett allt saman, og við bara mætum á mánudaginn og sjáum hvað er að gerast, sagði Bára nú síðdegis. Bréfið sem Bára fékk í gærBára HalldórsdóttirÞar á Bára við að í kvaðningunni frá dómstólnum sem barst í gær er hún rangfeðruð. „Hann kom fyrst til einhverrar Báru Guðmundsdóttur og síðan kom hann aftur til Báru Halldórsdóttur, þannig að ég bjóst alveg við því að þeir myndu senda eitthvað,“ sagði Bára. Málið rætt á þingi í dag Það að þingmenn Miðflokksins hafi leitað til dómstóla með málið kom til umræðu á Alþingi í dag og sagði þingflokksformaður Vinstri Grænna, Bjarkey Olsen, sýna skilningsleysi þeirra sem um ræðir, á alvarleika málsins. Nú síðdegis setti Miðflokkurinn inn færslu á Facebook-síðu flokksins en þar kemur fram að skýrslutakan fyrir dómi sé einungis einn liður í nauðsynlegri gagnaöflun og að þar eigi fastlega ýmislegt eftir að koma fram. Þá kemur fram í færslunni að réttur einstaklinga til friðhelgi ber alltaf að virða og er það þeirra helsti útgangspunktur. Bára segist ekki segist ekki alveg hafa átt von á að málið færi svona langt. „Ég hefði haldið að þeir vildu nú ekkert halda þessu mikið á lofti lengur hvað þeir eru búnir að vera að blaðra, ef þeir gera það þá bara gera þeir það. Er það ekki svoleiðis sem stjórnmálin virka,“ sagði Bára.Ertu smeyk við þetta? „Nei, ég er það ekki,“ sagði Bára.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bára rangfeðruð í boðun héraðsdómara Héraðsdómari áréttar að Bára hafi ekki verið boðuð til skýrslutöku í málinu, líkt og fjölmiðlar hafa haldið fram. 12. desember 2018 12:03 Óska eftir því að Bára gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar bjóst við bréfinu sem hún fékk í dag. 11. desember 2018 18:03 Lögmaður þingmanna Miðflokksins sendi Persónuvernd erindi Krafðist þess að Persónuvernd tæki til rannsóknar hver hefði tekið þá upp. 10. desember 2018 19:04 Segjast ekki skyldugir til að koma fyrir nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins telja sig ekki skylduga til að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 12. desember 2018 16:47 Bára gæti fengið háa sekt Fjórir Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega. 11. desember 2018 12:34 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
Bára rangfeðruð í boðun héraðsdómara Héraðsdómari áréttar að Bára hafi ekki verið boðuð til skýrslutöku í málinu, líkt og fjölmiðlar hafa haldið fram. 12. desember 2018 12:03
Óska eftir því að Bára gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar bjóst við bréfinu sem hún fékk í dag. 11. desember 2018 18:03
Lögmaður þingmanna Miðflokksins sendi Persónuvernd erindi Krafðist þess að Persónuvernd tæki til rannsóknar hver hefði tekið þá upp. 10. desember 2018 19:04
Segjast ekki skyldugir til að koma fyrir nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins telja sig ekki skylduga til að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 12. desember 2018 16:47
Bára gæti fengið háa sekt Fjórir Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega. 11. desember 2018 12:34