Bára óhrædd við að mæta Miðflokksþingmönnum fyrir héraðsdómi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. desember 2018 19:00 Bára Halldórsdóttir, konan sem gerði Klausturupptökurnar opinberar, ætlar að mæta fyrir dómara í héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag eftir kvaðningu sem hún fékk frá dómstólnum í gær. Miðflokkurinn segir skýrslutöku fyrir dómi nauðsynlega gagnaöflun í málinu. Þetta ákvað Bára eftir að hafa átt fund með lögmanni sínum í dag en væringar voru á lofti um hvort hún þyrfti að mæta í þinghaldið. Þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason, öll úr Miðflokki, eru skráð sem sóknaraðilar í dagskrá dómstólsins á mánudag en ekki liggur fyrir hvort höfðað verði einkamál á hendur Báru. Reimar Pétursson, lögmaður fjórmenninganna sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hygðist ekki tjá sig um málið. Þetta hefur Bára að sega um næstu skref. „Næstu skref eru bara að mæta á mánudaginn. það er svo sem ekkert að gerast að því að þetta var svona hálf skringilega upp sett allt saman, og við bara mætum á mánudaginn og sjáum hvað er að gerast, sagði Bára nú síðdegis. Bréfið sem Bára fékk í gærBára HalldórsdóttirÞar á Bára við að í kvaðningunni frá dómstólnum sem barst í gær er hún rangfeðruð. „Hann kom fyrst til einhverrar Báru Guðmundsdóttur og síðan kom hann aftur til Báru Halldórsdóttur, þannig að ég bjóst alveg við því að þeir myndu senda eitthvað,“ sagði Bára. Málið rætt á þingi í dag Það að þingmenn Miðflokksins hafi leitað til dómstóla með málið kom til umræðu á Alþingi í dag og sagði þingflokksformaður Vinstri Grænna, Bjarkey Olsen, sýna skilningsleysi þeirra sem um ræðir, á alvarleika málsins. Nú síðdegis setti Miðflokkurinn inn færslu á Facebook-síðu flokksins en þar kemur fram að skýrslutakan fyrir dómi sé einungis einn liður í nauðsynlegri gagnaöflun og að þar eigi fastlega ýmislegt eftir að koma fram. Þá kemur fram í færslunni að réttur einstaklinga til friðhelgi ber alltaf að virða og er það þeirra helsti útgangspunktur. Bára segist ekki segist ekki alveg hafa átt von á að málið færi svona langt. „Ég hefði haldið að þeir vildu nú ekkert halda þessu mikið á lofti lengur hvað þeir eru búnir að vera að blaðra, ef þeir gera það þá bara gera þeir það. Er það ekki svoleiðis sem stjórnmálin virka,“ sagði Bára.Ertu smeyk við þetta? „Nei, ég er það ekki,“ sagði Bára. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bára rangfeðruð í boðun héraðsdómara Héraðsdómari áréttar að Bára hafi ekki verið boðuð til skýrslutöku í málinu, líkt og fjölmiðlar hafa haldið fram. 12. desember 2018 12:03 Óska eftir því að Bára gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar bjóst við bréfinu sem hún fékk í dag. 11. desember 2018 18:03 Lögmaður þingmanna Miðflokksins sendi Persónuvernd erindi Krafðist þess að Persónuvernd tæki til rannsóknar hver hefði tekið þá upp. 10. desember 2018 19:04 Segjast ekki skyldugir til að koma fyrir nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins telja sig ekki skylduga til að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 12. desember 2018 16:47 Bára gæti fengið háa sekt Fjórir Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega. 11. desember 2018 12:34 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira
Bára Halldórsdóttir, konan sem gerði Klausturupptökurnar opinberar, ætlar að mæta fyrir dómara í héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag eftir kvaðningu sem hún fékk frá dómstólnum í gær. Miðflokkurinn segir skýrslutöku fyrir dómi nauðsynlega gagnaöflun í málinu. Þetta ákvað Bára eftir að hafa átt fund með lögmanni sínum í dag en væringar voru á lofti um hvort hún þyrfti að mæta í þinghaldið. Þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason, öll úr Miðflokki, eru skráð sem sóknaraðilar í dagskrá dómstólsins á mánudag en ekki liggur fyrir hvort höfðað verði einkamál á hendur Báru. Reimar Pétursson, lögmaður fjórmenninganna sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hygðist ekki tjá sig um málið. Þetta hefur Bára að sega um næstu skref. „Næstu skref eru bara að mæta á mánudaginn. það er svo sem ekkert að gerast að því að þetta var svona hálf skringilega upp sett allt saman, og við bara mætum á mánudaginn og sjáum hvað er að gerast, sagði Bára nú síðdegis. Bréfið sem Bára fékk í gærBára HalldórsdóttirÞar á Bára við að í kvaðningunni frá dómstólnum sem barst í gær er hún rangfeðruð. „Hann kom fyrst til einhverrar Báru Guðmundsdóttur og síðan kom hann aftur til Báru Halldórsdóttur, þannig að ég bjóst alveg við því að þeir myndu senda eitthvað,“ sagði Bára. Málið rætt á þingi í dag Það að þingmenn Miðflokksins hafi leitað til dómstóla með málið kom til umræðu á Alþingi í dag og sagði þingflokksformaður Vinstri Grænna, Bjarkey Olsen, sýna skilningsleysi þeirra sem um ræðir, á alvarleika málsins. Nú síðdegis setti Miðflokkurinn inn færslu á Facebook-síðu flokksins en þar kemur fram að skýrslutakan fyrir dómi sé einungis einn liður í nauðsynlegri gagnaöflun og að þar eigi fastlega ýmislegt eftir að koma fram. Þá kemur fram í færslunni að réttur einstaklinga til friðhelgi ber alltaf að virða og er það þeirra helsti útgangspunktur. Bára segist ekki segist ekki alveg hafa átt von á að málið færi svona langt. „Ég hefði haldið að þeir vildu nú ekkert halda þessu mikið á lofti lengur hvað þeir eru búnir að vera að blaðra, ef þeir gera það þá bara gera þeir það. Er það ekki svoleiðis sem stjórnmálin virka,“ sagði Bára.Ertu smeyk við þetta? „Nei, ég er það ekki,“ sagði Bára.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bára rangfeðruð í boðun héraðsdómara Héraðsdómari áréttar að Bára hafi ekki verið boðuð til skýrslutöku í málinu, líkt og fjölmiðlar hafa haldið fram. 12. desember 2018 12:03 Óska eftir því að Bára gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar bjóst við bréfinu sem hún fékk í dag. 11. desember 2018 18:03 Lögmaður þingmanna Miðflokksins sendi Persónuvernd erindi Krafðist þess að Persónuvernd tæki til rannsóknar hver hefði tekið þá upp. 10. desember 2018 19:04 Segjast ekki skyldugir til að koma fyrir nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins telja sig ekki skylduga til að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 12. desember 2018 16:47 Bára gæti fengið háa sekt Fjórir Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega. 11. desember 2018 12:34 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira
Bára rangfeðruð í boðun héraðsdómara Héraðsdómari áréttar að Bára hafi ekki verið boðuð til skýrslutöku í málinu, líkt og fjölmiðlar hafa haldið fram. 12. desember 2018 12:03
Óska eftir því að Bára gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar bjóst við bréfinu sem hún fékk í dag. 11. desember 2018 18:03
Lögmaður þingmanna Miðflokksins sendi Persónuvernd erindi Krafðist þess að Persónuvernd tæki til rannsóknar hver hefði tekið þá upp. 10. desember 2018 19:04
Segjast ekki skyldugir til að koma fyrir nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins telja sig ekki skylduga til að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 12. desember 2018 16:47
Bára gæti fengið háa sekt Fjórir Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega. 11. desember 2018 12:34