Bára óhrædd við að mæta Miðflokksþingmönnum fyrir héraðsdómi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. desember 2018 19:00 Bára Halldórsdóttir, konan sem gerði Klausturupptökurnar opinberar, ætlar að mæta fyrir dómara í héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag eftir kvaðningu sem hún fékk frá dómstólnum í gær. Miðflokkurinn segir skýrslutöku fyrir dómi nauðsynlega gagnaöflun í málinu. Þetta ákvað Bára eftir að hafa átt fund með lögmanni sínum í dag en væringar voru á lofti um hvort hún þyrfti að mæta í þinghaldið. Þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason, öll úr Miðflokki, eru skráð sem sóknaraðilar í dagskrá dómstólsins á mánudag en ekki liggur fyrir hvort höfðað verði einkamál á hendur Báru. Reimar Pétursson, lögmaður fjórmenninganna sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hygðist ekki tjá sig um málið. Þetta hefur Bára að sega um næstu skref. „Næstu skref eru bara að mæta á mánudaginn. það er svo sem ekkert að gerast að því að þetta var svona hálf skringilega upp sett allt saman, og við bara mætum á mánudaginn og sjáum hvað er að gerast, sagði Bára nú síðdegis. Bréfið sem Bára fékk í gærBára HalldórsdóttirÞar á Bára við að í kvaðningunni frá dómstólnum sem barst í gær er hún rangfeðruð. „Hann kom fyrst til einhverrar Báru Guðmundsdóttur og síðan kom hann aftur til Báru Halldórsdóttur, þannig að ég bjóst alveg við því að þeir myndu senda eitthvað,“ sagði Bára. Málið rætt á þingi í dag Það að þingmenn Miðflokksins hafi leitað til dómstóla með málið kom til umræðu á Alþingi í dag og sagði þingflokksformaður Vinstri Grænna, Bjarkey Olsen, sýna skilningsleysi þeirra sem um ræðir, á alvarleika málsins. Nú síðdegis setti Miðflokkurinn inn færslu á Facebook-síðu flokksins en þar kemur fram að skýrslutakan fyrir dómi sé einungis einn liður í nauðsynlegri gagnaöflun og að þar eigi fastlega ýmislegt eftir að koma fram. Þá kemur fram í færslunni að réttur einstaklinga til friðhelgi ber alltaf að virða og er það þeirra helsti útgangspunktur. Bára segist ekki segist ekki alveg hafa átt von á að málið færi svona langt. „Ég hefði haldið að þeir vildu nú ekkert halda þessu mikið á lofti lengur hvað þeir eru búnir að vera að blaðra, ef þeir gera það þá bara gera þeir það. Er það ekki svoleiðis sem stjórnmálin virka,“ sagði Bára.Ertu smeyk við þetta? „Nei, ég er það ekki,“ sagði Bára. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bára rangfeðruð í boðun héraðsdómara Héraðsdómari áréttar að Bára hafi ekki verið boðuð til skýrslutöku í málinu, líkt og fjölmiðlar hafa haldið fram. 12. desember 2018 12:03 Óska eftir því að Bára gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar bjóst við bréfinu sem hún fékk í dag. 11. desember 2018 18:03 Lögmaður þingmanna Miðflokksins sendi Persónuvernd erindi Krafðist þess að Persónuvernd tæki til rannsóknar hver hefði tekið þá upp. 10. desember 2018 19:04 Segjast ekki skyldugir til að koma fyrir nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins telja sig ekki skylduga til að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 12. desember 2018 16:47 Bára gæti fengið háa sekt Fjórir Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega. 11. desember 2018 12:34 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Bára Halldórsdóttir, konan sem gerði Klausturupptökurnar opinberar, ætlar að mæta fyrir dómara í héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag eftir kvaðningu sem hún fékk frá dómstólnum í gær. Miðflokkurinn segir skýrslutöku fyrir dómi nauðsynlega gagnaöflun í málinu. Þetta ákvað Bára eftir að hafa átt fund með lögmanni sínum í dag en væringar voru á lofti um hvort hún þyrfti að mæta í þinghaldið. Þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason, öll úr Miðflokki, eru skráð sem sóknaraðilar í dagskrá dómstólsins á mánudag en ekki liggur fyrir hvort höfðað verði einkamál á hendur Báru. Reimar Pétursson, lögmaður fjórmenninganna sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hygðist ekki tjá sig um málið. Þetta hefur Bára að sega um næstu skref. „Næstu skref eru bara að mæta á mánudaginn. það er svo sem ekkert að gerast að því að þetta var svona hálf skringilega upp sett allt saman, og við bara mætum á mánudaginn og sjáum hvað er að gerast, sagði Bára nú síðdegis. Bréfið sem Bára fékk í gærBára HalldórsdóttirÞar á Bára við að í kvaðningunni frá dómstólnum sem barst í gær er hún rangfeðruð. „Hann kom fyrst til einhverrar Báru Guðmundsdóttur og síðan kom hann aftur til Báru Halldórsdóttur, þannig að ég bjóst alveg við því að þeir myndu senda eitthvað,“ sagði Bára. Málið rætt á þingi í dag Það að þingmenn Miðflokksins hafi leitað til dómstóla með málið kom til umræðu á Alþingi í dag og sagði þingflokksformaður Vinstri Grænna, Bjarkey Olsen, sýna skilningsleysi þeirra sem um ræðir, á alvarleika málsins. Nú síðdegis setti Miðflokkurinn inn færslu á Facebook-síðu flokksins en þar kemur fram að skýrslutakan fyrir dómi sé einungis einn liður í nauðsynlegri gagnaöflun og að þar eigi fastlega ýmislegt eftir að koma fram. Þá kemur fram í færslunni að réttur einstaklinga til friðhelgi ber alltaf að virða og er það þeirra helsti útgangspunktur. Bára segist ekki segist ekki alveg hafa átt von á að málið færi svona langt. „Ég hefði haldið að þeir vildu nú ekkert halda þessu mikið á lofti lengur hvað þeir eru búnir að vera að blaðra, ef þeir gera það þá bara gera þeir það. Er það ekki svoleiðis sem stjórnmálin virka,“ sagði Bára.Ertu smeyk við þetta? „Nei, ég er það ekki,“ sagði Bára.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bára rangfeðruð í boðun héraðsdómara Héraðsdómari áréttar að Bára hafi ekki verið boðuð til skýrslutöku í málinu, líkt og fjölmiðlar hafa haldið fram. 12. desember 2018 12:03 Óska eftir því að Bára gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar bjóst við bréfinu sem hún fékk í dag. 11. desember 2018 18:03 Lögmaður þingmanna Miðflokksins sendi Persónuvernd erindi Krafðist þess að Persónuvernd tæki til rannsóknar hver hefði tekið þá upp. 10. desember 2018 19:04 Segjast ekki skyldugir til að koma fyrir nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins telja sig ekki skylduga til að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 12. desember 2018 16:47 Bára gæti fengið háa sekt Fjórir Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega. 11. desember 2018 12:34 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Bára rangfeðruð í boðun héraðsdómara Héraðsdómari áréttar að Bára hafi ekki verið boðuð til skýrslutöku í málinu, líkt og fjölmiðlar hafa haldið fram. 12. desember 2018 12:03
Óska eftir því að Bára gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar bjóst við bréfinu sem hún fékk í dag. 11. desember 2018 18:03
Lögmaður þingmanna Miðflokksins sendi Persónuvernd erindi Krafðist þess að Persónuvernd tæki til rannsóknar hver hefði tekið þá upp. 10. desember 2018 19:04
Segjast ekki skyldugir til að koma fyrir nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins telja sig ekki skylduga til að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 12. desember 2018 16:47
Bára gæti fengið háa sekt Fjórir Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega. 11. desember 2018 12:34
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent