Skallagrímur hafði betur í framlengdum grannaslag | Þrjú lið á toppnum Anton Ingi Leifsson skrifar 12. desember 2018 21:12 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fann sig vel í kvöld. vísir/bára Skallagrímur hafði betur gegn Snæfell í framlengdum grannaslag liðanna í Borgarnesi í kvöld. Lokatölur urðu 90-87 en leikurinn var mjög svo spennandi. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og að honum loknum var staðan 45-44, gestunum úr Stykkishólmi í vil. Liðin skiptust á forystunni í þriðja leikhlutanum og eftir mikla dramatík í fjórða leikhluta jafnaði Shequila Joseph metin í 79-79. Því þurfti að framlengja. Í framlengingunni reyndust heimastúlkur í Skallagrím sterkari og eru þær því komnar með átta stig í sjötta sæti deildarinnar. Snæfell er jafnt Keflavík og KR með átján stig á toppi deildarinnar. Shequila Joseph var frábær í liði Skallagríms. Hún skoraði 35 stig, tók 25 fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir gerði sautján stig, tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Í liði Snæfells var Kristen Denise McCarthy stigahæst með 35 stig. Hún tók að auki átta fráköst og gaf átta stoðsendingar. Angelika Kowalska kom næst með sautján stig. Nýliðar KR mörðu nauman sigur á botnliði Blika, 76-73, í miklum spennuleik í DHL-höllinni í kvöld en KR er á toppnum ásamt Keflavík og Snæfell. Öll liðin eru með átjá stig. Breiðablik er á botninum með tvö stig. Staðan var jöfn í hálfleik, 37-37, og er rúm mínúta var eftir af leiknum var allt jafnt, 71-71. Heimastúlkur reyndust sterkari á lokakaflanum og unnu að lokum þriggja stiga sigur. Orla O'Reilly fór á kostum í liði KR og skoraði 30 stig. Hún tók þar að auki níu fráköst. Sanja Orazovic gerði 28 stig fyrir gestina, tók sjö fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Stjarnan vann nokkuð þægilegan sigur á Haukum í öðrum grannaslag, 73-60, er liðin mættust í Hafnarfirði í kvöld. Stjarnan leiddi með tveimur stigum í hálfleik, 25-27, en mun meira var skorað í síðari hálfleik. Sigurinn var öruggari en lokatölurnar gefa til að kynna. Danielle Victoria Rodriguez skoraði 25 stig og tók þar að auki átta fráköst og gaf tíu stoðsendingar í liði Stjörnunnar en Bríet Sif Hinriksdóttir gerði nítján stig. LeLe Hardy skraði 30 stig fyrir Hauka og tók fimmtán fráköst. Haukarnir eru í næst neðsta sæti deildarinnar með sex stig en Stjarnan er með fjórtán stig í fjórða sætinu. Dominos-deild kvenna Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Sjá meira
Skallagrímur hafði betur gegn Snæfell í framlengdum grannaslag liðanna í Borgarnesi í kvöld. Lokatölur urðu 90-87 en leikurinn var mjög svo spennandi. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og að honum loknum var staðan 45-44, gestunum úr Stykkishólmi í vil. Liðin skiptust á forystunni í þriðja leikhlutanum og eftir mikla dramatík í fjórða leikhluta jafnaði Shequila Joseph metin í 79-79. Því þurfti að framlengja. Í framlengingunni reyndust heimastúlkur í Skallagrím sterkari og eru þær því komnar með átta stig í sjötta sæti deildarinnar. Snæfell er jafnt Keflavík og KR með átján stig á toppi deildarinnar. Shequila Joseph var frábær í liði Skallagríms. Hún skoraði 35 stig, tók 25 fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir gerði sautján stig, tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Í liði Snæfells var Kristen Denise McCarthy stigahæst með 35 stig. Hún tók að auki átta fráköst og gaf átta stoðsendingar. Angelika Kowalska kom næst með sautján stig. Nýliðar KR mörðu nauman sigur á botnliði Blika, 76-73, í miklum spennuleik í DHL-höllinni í kvöld en KR er á toppnum ásamt Keflavík og Snæfell. Öll liðin eru með átjá stig. Breiðablik er á botninum með tvö stig. Staðan var jöfn í hálfleik, 37-37, og er rúm mínúta var eftir af leiknum var allt jafnt, 71-71. Heimastúlkur reyndust sterkari á lokakaflanum og unnu að lokum þriggja stiga sigur. Orla O'Reilly fór á kostum í liði KR og skoraði 30 stig. Hún tók þar að auki níu fráköst. Sanja Orazovic gerði 28 stig fyrir gestina, tók sjö fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Stjarnan vann nokkuð þægilegan sigur á Haukum í öðrum grannaslag, 73-60, er liðin mættust í Hafnarfirði í kvöld. Stjarnan leiddi með tveimur stigum í hálfleik, 25-27, en mun meira var skorað í síðari hálfleik. Sigurinn var öruggari en lokatölurnar gefa til að kynna. Danielle Victoria Rodriguez skoraði 25 stig og tók þar að auki átta fráköst og gaf tíu stoðsendingar í liði Stjörnunnar en Bríet Sif Hinriksdóttir gerði nítján stig. LeLe Hardy skraði 30 stig fyrir Hauka og tók fimmtán fráköst. Haukarnir eru í næst neðsta sæti deildarinnar með sex stig en Stjarnan er með fjórtán stig í fjórða sætinu.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Sjá meira