Leonard-lausir Raptors fóru létt með Golden State Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. desember 2018 07:30 Kyle Lowry setti 23 stig vísir/getty Topplið Austurdeildar NBA deildarinnar í körfubolta Toronto Raptors átti ekki í neinum vandræðum við að vinna ríkjandi meistara Golden State Warriors á þeirra heimavelli í Oakland í nótt. Aðalsóknarmaður Toronto í vetur, Kawhi Leonard, gat ekki tekið þátt í leiknum en það kom ekki að sök. Kyle Lowry skoraði 23 stig og gaf 12 stoðsendingar og Serge Ibaka bætti við 20 stigum í leiknum sem Raptors stjórnaði frá fyrstu mínútu. Danny Green, Pascal Siakam og Fred VanVleet fóru allir í tveggja stiga tölu í liði Raptors sem vann leikinn 113-93. Toronto hefur nú unnið 23 leiki og tapað 7 og jöfnuðu með því bestu byrjun á tímabili í sögu liðsins. Raptors vann einnig leik þessara liða í Toronto fyrr í vetur en þar var Golden State án bæði Stephen Curry og Draymond Green. Þeir voru hins vegar báðir með í þessum leik. Curry skoraði bara 10 stig, hitti þremur af 12 þriggja stiga körfum sínum. Green náði boltanum einu sinni í körfuna og allt Golden State liðið var með 23 prósenta þriggja stiga nýtingu, 6 af 26 skotum.Lowry | VanVleet | Green | Siakam | Ibaka The BEST from the @Raptors starting 5 as they all score double figures to defeat GSW in Oakland! #WeTheNorthpic.twitter.com/eWWqdf0zPh — NBA (@NBA) December 13, 2018 Í Charlotte fögnuðu heimamenn í Hornets flautuþrist Jeremy Lamb gegn Detroit Pistons aðeins of snemma því dómarar leiksins ákváðu að skoða hvort Hornets ætti að fá tæknivilu fyrir að hafa of marga leikmenn inn á vellinum í einu. Karfan fékk hins vegar að standa og Charlotte fór með 108-107 sigur eftir að hafa verið 10 stigum undir seint í fjórða leikhluta. Um leið og Lamb fagnaði sinni fyrstu flautukörfu í NBA deildinni flautuðu dómararnir og skoðuðu endursýningar af körfunni. Malik Monk og Bismack Biyombo höfðu hlaupið inn á völlinn, tilbúnir að fagna sigrinum ef boltinn færi ofan í körfuna. Tæknivilla var dæmd, Detroit fékk eitt vítaskot sem þeir skoruðu úr, en þristurinn hafði komið Hornets tveimur stigum yfir svo sigurinn var þeirra. Þegar Monk snéri aftur á varamannabekkinn las eigandi Hornets, enginn annar en goðsögnin Michael Jordan, vel yfir hausamótunum á honum og sló hann svo tvisvar létt á hnakkann.Jeremy Lamb wins it late for the @hornets with the clutch jumper!#Hornets30 108#DetroitBasketball 107 Kemba Walker: 31 PTS, 9 AST, 8 REB Blake Griffin: 26 PTS, 10 REB, 7 AST pic.twitter.com/iZCWNE8CAb — NBA (@NBA) December 13, 2018 Anthony Davies var enn og aftur stjarnan í liði New Orleans Pelicans sem hafði betur gegn Oklahoma City Thunder. Davies setti 41 stig á næst bestu vörn deildarinnar, Boston Celtics, fyrir tveimur dögum og í nótt mætti hann bestu vörn deildarinnar. Hann skoraði 44 stig á þá. Davies skoraði úr 16 af 32 skotum sínum, hitti öllum 11 vítaskotum sínum og tók 18 fráköst í 118-114 sigri Pelicans. Julius Randle bætti 22 stigum við og Jrue Holiday 20 svo aðal sóknarþrenning New Orleans skilaði 86 stigum.Anthony Davis drops a season-high 44 PTS and pulls down 18 REB in the @PelicansNBA win over OKC! #doitBIGpic.twitter.com/YIjLgWPZ4q — NBA (@NBA) December 13, 2018Öll úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Detroit Pistons 108-107 Cleveland Cavaliers - New York Knicks 113-106 Indiana Pacers - Milwaukee Bucks 113-97 Philadelphia 76ers - Brooklyn Nets 124-127 Washington Wizards - Boston Celtics 125-130 Memphis Grizzlies - Portland Trail Blazers 92-83 New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 118-114 Dallas Mavericks - Atlanta Hawks 114-107 Utah Jazz - Miami Heat 111-84 Sacramento Kins - Minnesota Timberwolves 141-130 Golden State Warriors - Toronto Raptors 93-113 NBA Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Sjá meira
Topplið Austurdeildar NBA deildarinnar í körfubolta Toronto Raptors átti ekki í neinum vandræðum við að vinna ríkjandi meistara Golden State Warriors á þeirra heimavelli í Oakland í nótt. Aðalsóknarmaður Toronto í vetur, Kawhi Leonard, gat ekki tekið þátt í leiknum en það kom ekki að sök. Kyle Lowry skoraði 23 stig og gaf 12 stoðsendingar og Serge Ibaka bætti við 20 stigum í leiknum sem Raptors stjórnaði frá fyrstu mínútu. Danny Green, Pascal Siakam og Fred VanVleet fóru allir í tveggja stiga tölu í liði Raptors sem vann leikinn 113-93. Toronto hefur nú unnið 23 leiki og tapað 7 og jöfnuðu með því bestu byrjun á tímabili í sögu liðsins. Raptors vann einnig leik þessara liða í Toronto fyrr í vetur en þar var Golden State án bæði Stephen Curry og Draymond Green. Þeir voru hins vegar báðir með í þessum leik. Curry skoraði bara 10 stig, hitti þremur af 12 þriggja stiga körfum sínum. Green náði boltanum einu sinni í körfuna og allt Golden State liðið var með 23 prósenta þriggja stiga nýtingu, 6 af 26 skotum.Lowry | VanVleet | Green | Siakam | Ibaka The BEST from the @Raptors starting 5 as they all score double figures to defeat GSW in Oakland! #WeTheNorthpic.twitter.com/eWWqdf0zPh — NBA (@NBA) December 13, 2018 Í Charlotte fögnuðu heimamenn í Hornets flautuþrist Jeremy Lamb gegn Detroit Pistons aðeins of snemma því dómarar leiksins ákváðu að skoða hvort Hornets ætti að fá tæknivilu fyrir að hafa of marga leikmenn inn á vellinum í einu. Karfan fékk hins vegar að standa og Charlotte fór með 108-107 sigur eftir að hafa verið 10 stigum undir seint í fjórða leikhluta. Um leið og Lamb fagnaði sinni fyrstu flautukörfu í NBA deildinni flautuðu dómararnir og skoðuðu endursýningar af körfunni. Malik Monk og Bismack Biyombo höfðu hlaupið inn á völlinn, tilbúnir að fagna sigrinum ef boltinn færi ofan í körfuna. Tæknivilla var dæmd, Detroit fékk eitt vítaskot sem þeir skoruðu úr, en þristurinn hafði komið Hornets tveimur stigum yfir svo sigurinn var þeirra. Þegar Monk snéri aftur á varamannabekkinn las eigandi Hornets, enginn annar en goðsögnin Michael Jordan, vel yfir hausamótunum á honum og sló hann svo tvisvar létt á hnakkann.Jeremy Lamb wins it late for the @hornets with the clutch jumper!#Hornets30 108#DetroitBasketball 107 Kemba Walker: 31 PTS, 9 AST, 8 REB Blake Griffin: 26 PTS, 10 REB, 7 AST pic.twitter.com/iZCWNE8CAb — NBA (@NBA) December 13, 2018 Anthony Davies var enn og aftur stjarnan í liði New Orleans Pelicans sem hafði betur gegn Oklahoma City Thunder. Davies setti 41 stig á næst bestu vörn deildarinnar, Boston Celtics, fyrir tveimur dögum og í nótt mætti hann bestu vörn deildarinnar. Hann skoraði 44 stig á þá. Davies skoraði úr 16 af 32 skotum sínum, hitti öllum 11 vítaskotum sínum og tók 18 fráköst í 118-114 sigri Pelicans. Julius Randle bætti 22 stigum við og Jrue Holiday 20 svo aðal sóknarþrenning New Orleans skilaði 86 stigum.Anthony Davis drops a season-high 44 PTS and pulls down 18 REB in the @PelicansNBA win over OKC! #doitBIGpic.twitter.com/YIjLgWPZ4q — NBA (@NBA) December 13, 2018Öll úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Detroit Pistons 108-107 Cleveland Cavaliers - New York Knicks 113-106 Indiana Pacers - Milwaukee Bucks 113-97 Philadelphia 76ers - Brooklyn Nets 124-127 Washington Wizards - Boston Celtics 125-130 Memphis Grizzlies - Portland Trail Blazers 92-83 New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 118-114 Dallas Mavericks - Atlanta Hawks 114-107 Utah Jazz - Miami Heat 111-84 Sacramento Kins - Minnesota Timberwolves 141-130 Golden State Warriors - Toronto Raptors 93-113
NBA Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum