Prestafélagið mótmælir því að laun kirkjunnar manna skuli fryst Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. desember 2018 10:37 Laun starfsmanna þjóðkirkjunnar eiga samkvæmt ákvæðinu ekki að taka breytingum fyrr en samkomulag næst við þjóðkirkjuna um breytt fyrirkomulag á framlagi ríkisins til kirkjunnar. Vísir/vilhelm Prestafélag Íslands mótmælir harðlega áætlunum um frystingu launa kirkjunnar manna sem kveðið er á um í bráðabirgðaákvæði í kjararáðsfrumvarpi. Frumvarpið er nú til skoðunar á Alþingi og fjallar um afleiðingar þess að leggja niður kjararáð. RÚV greinir frá. Í umræddu bráðabirgðaákvæði segir að laun starfsmanna þjóðkirkjunnar skuli ekki taka breytingum fyrr en samkomulag næst við þjóðkirkjuna um breytt fyrirkomulag á framlagi ríkisins til kirkjunnar. Þá gilda „almenn og önnur starfskjör“ sem fram koma í ákvörðunarorði kjararáðs frá 17. desember síðastliðnum þar til samkomulag hefur náðst.Sjá einnig: Vilja að kjararáð verði lagt niður Í yfirlýsingu sem Prestafélag Íslands sendi nefndasviði Alþingis, og RÚV birti á vef sínum, er þessu mótmælt. „Stjórn Prestafélags Íslands mótmælir harðlega þeim áætlunum að „frysta“ laun biskupa, vígslubiskupa, prófasta og presta þjóðkirkjunnar um óskilgreindan tíma. Eðlilegt er að þeir embættismenn sem hér um ræðir fái sömu meðferð og þeir aðrir sem undir kjararáð heyrðu og að laun þeirra verði endurskoðuð árlega til hækkunar eins og hjá öðrum.“ Ekkert liggi jafnframt fyrir um væntanlega endurskoðun samninga um fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju. Því sé óásættanlegt að „tengja saman og skilyrða“ slíka endurskoðun samninga og launagreiðslur kirkjunnar manna. Með þessu segir Prestafélagið að vegið sé harkalega að þeirri réttarvernd sem núverandi samningar tryggja. „Stjórn PÍ krefst þess að ákvæði þessu til bráðabirgða verði breytt án tafar og að embættismenn þjóðkirkjunnar standi jafnfætis öðrum sem undir kjararáð heyrðu.“ Ekki náðist í Ninnu Sif Svavarsdóttur, formann Prestafélags Íslands, við vinnslu þessarar fréttar. Kjaramál Trúmál Tengdar fréttir Íhuga stefnu vegna afgreiðslu kjararáðs Ekki eru öll kurl komin til grafar vegna lokaákvörðunar kjararáðs. Forstöðumenn funduðu í liðinni viku og veltu upp möguleikum sínum. 13. nóvember 2018 06:00 Formaður Dómarafélagsins vonsvikinn með krónutöluna en fagnar frumvarpinu Formaður Dómarafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum með krónutöluna sem dómurum er ákveðin í frumvarpi um nýtt launafyrirkomulag embættismanna sem áður heyrðu undir kjararáð. 3. desember 2018 06:00 Fimm hundruð fengu jólabónus kjararáðs Fleiri en þjóðkjörnir fulltrúar fá veglegri jólabónus en gerist almennt á vinnumarkaði. Allir sem fengu laun ákvörðuð hjá kjararáði fengu 181 þúsund krónur. 4. desember 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Prestafélag Íslands mótmælir harðlega áætlunum um frystingu launa kirkjunnar manna sem kveðið er á um í bráðabirgðaákvæði í kjararáðsfrumvarpi. Frumvarpið er nú til skoðunar á Alþingi og fjallar um afleiðingar þess að leggja niður kjararáð. RÚV greinir frá. Í umræddu bráðabirgðaákvæði segir að laun starfsmanna þjóðkirkjunnar skuli ekki taka breytingum fyrr en samkomulag næst við þjóðkirkjuna um breytt fyrirkomulag á framlagi ríkisins til kirkjunnar. Þá gilda „almenn og önnur starfskjör“ sem fram koma í ákvörðunarorði kjararáðs frá 17. desember síðastliðnum þar til samkomulag hefur náðst.Sjá einnig: Vilja að kjararáð verði lagt niður Í yfirlýsingu sem Prestafélag Íslands sendi nefndasviði Alþingis, og RÚV birti á vef sínum, er þessu mótmælt. „Stjórn Prestafélags Íslands mótmælir harðlega þeim áætlunum að „frysta“ laun biskupa, vígslubiskupa, prófasta og presta þjóðkirkjunnar um óskilgreindan tíma. Eðlilegt er að þeir embættismenn sem hér um ræðir fái sömu meðferð og þeir aðrir sem undir kjararáð heyrðu og að laun þeirra verði endurskoðuð árlega til hækkunar eins og hjá öðrum.“ Ekkert liggi jafnframt fyrir um væntanlega endurskoðun samninga um fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju. Því sé óásættanlegt að „tengja saman og skilyrða“ slíka endurskoðun samninga og launagreiðslur kirkjunnar manna. Með þessu segir Prestafélagið að vegið sé harkalega að þeirri réttarvernd sem núverandi samningar tryggja. „Stjórn PÍ krefst þess að ákvæði þessu til bráðabirgða verði breytt án tafar og að embættismenn þjóðkirkjunnar standi jafnfætis öðrum sem undir kjararáð heyrðu.“ Ekki náðist í Ninnu Sif Svavarsdóttur, formann Prestafélags Íslands, við vinnslu þessarar fréttar.
Kjaramál Trúmál Tengdar fréttir Íhuga stefnu vegna afgreiðslu kjararáðs Ekki eru öll kurl komin til grafar vegna lokaákvörðunar kjararáðs. Forstöðumenn funduðu í liðinni viku og veltu upp möguleikum sínum. 13. nóvember 2018 06:00 Formaður Dómarafélagsins vonsvikinn með krónutöluna en fagnar frumvarpinu Formaður Dómarafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum með krónutöluna sem dómurum er ákveðin í frumvarpi um nýtt launafyrirkomulag embættismanna sem áður heyrðu undir kjararáð. 3. desember 2018 06:00 Fimm hundruð fengu jólabónus kjararáðs Fleiri en þjóðkjörnir fulltrúar fá veglegri jólabónus en gerist almennt á vinnumarkaði. Allir sem fengu laun ákvörðuð hjá kjararáði fengu 181 þúsund krónur. 4. desember 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Íhuga stefnu vegna afgreiðslu kjararáðs Ekki eru öll kurl komin til grafar vegna lokaákvörðunar kjararáðs. Forstöðumenn funduðu í liðinni viku og veltu upp möguleikum sínum. 13. nóvember 2018 06:00
Formaður Dómarafélagsins vonsvikinn með krónutöluna en fagnar frumvarpinu Formaður Dómarafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum með krónutöluna sem dómurum er ákveðin í frumvarpi um nýtt launafyrirkomulag embættismanna sem áður heyrðu undir kjararáð. 3. desember 2018 06:00
Fimm hundruð fengu jólabónus kjararáðs Fleiri en þjóðkjörnir fulltrúar fá veglegri jólabónus en gerist almennt á vinnumarkaði. Allir sem fengu laun ákvörðuð hjá kjararáði fengu 181 þúsund krónur. 4. desember 2018 06:00