HSÍ fékk hæsta styrkinn úr sögulega digrum Afrekssjóði ÍSÍ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. desember 2018 15:22 Handboltinn fékk mest í ár. vísir/daníel Þór ÍSÍ hefur undanfarið birt hverja fréttina á fætur annarri á heimasíðu sinni þar sem styrkveitingar til hvers og eins sérsambands innan þess vébanda hafa verið kynntar en ekki var haldinn einn blaðamannafundur í byrjun árs eins og tíðkast hefur. Í fréttatilkynningu Íþrótta- og Ólympíusambandsins varðandi styrkveitingar fyrir árið 2018 segir að miklar breytingar hafi átt sér stað hjá Afrekssjóði á árinu en að loknu Íþróttaþingi ÍSÍ 2017 var samþykkt ný reglugerð fyrir sjóðinn og hefur allt ferli í kringum styrkveitingar, kröfur og eftirfylgni tekið breytingum frá fyrri árum, eins og það er orðað. Sjóðurinn heldur áfram að stækka á hverju ári eins og ríkið lofaði árið 2016 en til stóð að úthlutun yrði 300 milljónir í ár. Alls voru rétt tæpum 349 milljónum úthlutað til sérsambandanna 27. Handknattleikssamband Íslands fékk mest fyrir árið 2018 eða 51,6 milljónir króna en Fimleikasambandið kom þar næst með 37,4 milljónir króna. Það er ríflega 20 milljóna króna hækkun á milli ára og spilar þar EM í hópfimleikum væntanlega stóra rullu. Fimleikasambandið kvartaði sáran yfir tæplega átta milljóna króna úthlutun sinni í janúar á síðasta ári og varð uppi fótur og fit þegar að starfsmenn sambandsins ruku á dyr og vönduðu svo starfsmönnum sjóðsins ekki kveðjurnar í viðtali við Vísi. Körfuknattleikssambandið var einnig ósátt við sína 18,5 milljóna króna úthlutun í byrjun árs 2017 en það endaði svo í 31,5 milljónum króna eftir viðbótarúthlutun sama vor. KKÍ fékk 37 milljónir króna fyrir árið 2018. Eins og áður er sérsamböndunum skipt niður í þar til greinda flokka og tekur úthlutun þeirra mið af því. Lægsta styrk ársins 2018 fékk Siglingasambandið eða rétt rúma eina milljón króna. Það var eitt átta sérsambanda sem fengu á milli eina til tvær milljónir króna í styrk þetta árið.Hér má sjá heildarútlutun ársins 2018.Hér má sjá heildarútlutun ársins 2017.Hér má sjá skýrslu Afrekssjóðs um starfsemi sjóðsins, reglur og áherslur. Aðrar íþróttir Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Sjá meira
ÍSÍ hefur undanfarið birt hverja fréttina á fætur annarri á heimasíðu sinni þar sem styrkveitingar til hvers og eins sérsambands innan þess vébanda hafa verið kynntar en ekki var haldinn einn blaðamannafundur í byrjun árs eins og tíðkast hefur. Í fréttatilkynningu Íþrótta- og Ólympíusambandsins varðandi styrkveitingar fyrir árið 2018 segir að miklar breytingar hafi átt sér stað hjá Afrekssjóði á árinu en að loknu Íþróttaþingi ÍSÍ 2017 var samþykkt ný reglugerð fyrir sjóðinn og hefur allt ferli í kringum styrkveitingar, kröfur og eftirfylgni tekið breytingum frá fyrri árum, eins og það er orðað. Sjóðurinn heldur áfram að stækka á hverju ári eins og ríkið lofaði árið 2016 en til stóð að úthlutun yrði 300 milljónir í ár. Alls voru rétt tæpum 349 milljónum úthlutað til sérsambandanna 27. Handknattleikssamband Íslands fékk mest fyrir árið 2018 eða 51,6 milljónir króna en Fimleikasambandið kom þar næst með 37,4 milljónir króna. Það er ríflega 20 milljóna króna hækkun á milli ára og spilar þar EM í hópfimleikum væntanlega stóra rullu. Fimleikasambandið kvartaði sáran yfir tæplega átta milljóna króna úthlutun sinni í janúar á síðasta ári og varð uppi fótur og fit þegar að starfsmenn sambandsins ruku á dyr og vönduðu svo starfsmönnum sjóðsins ekki kveðjurnar í viðtali við Vísi. Körfuknattleikssambandið var einnig ósátt við sína 18,5 milljóna króna úthlutun í byrjun árs 2017 en það endaði svo í 31,5 milljónum króna eftir viðbótarúthlutun sama vor. KKÍ fékk 37 milljónir króna fyrir árið 2018. Eins og áður er sérsamböndunum skipt niður í þar til greinda flokka og tekur úthlutun þeirra mið af því. Lægsta styrk ársins 2018 fékk Siglingasambandið eða rétt rúma eina milljón króna. Það var eitt átta sérsambanda sem fengu á milli eina til tvær milljónir króna í styrk þetta árið.Hér má sjá heildarútlutun ársins 2018.Hér má sjá heildarútlutun ársins 2017.Hér má sjá skýrslu Afrekssjóðs um starfsemi sjóðsins, reglur og áherslur.
Aðrar íþróttir Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Sjá meira