Útlit fyrir rigningarveður og „milt loft af suðrænum uppruna“ um jólin Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. desember 2018 11:35 Á þessum tímapunkti, tíu dögum fyrir jól, er ekki útlit fyrir snjó í höfuðborginni á aðfangadag. Vísir/vilhelm Tíu dagar eru nú til jóla og þyrstir marga eflaust í að vita hvort þau verði hvít eða rauð. Veðurfræðingar leggja áherslu á að enn sé langt í stóra daginn og því afar vandasamt að slá nokkru föstu um veðurfar yfir hátíðarnar. Eins og staðan er núna lítur þó út fyrir rauðan aðfangadag, með lægðagangi og „mildu lofti af suðrænum uppruna.“Milt loft af suðrænum uppruna heimsækir á aðfangadagEinar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur.Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur birti í morgun langtímaspá til tíu daga á Facebook-síðu sinni. Spáin nær því fram á aðfangadag en Einar gerir ekki ráð fyrir hvítum jólum í ár, þó að veðurkortin séu að vonum fyrirvörum háð. „Nú er langt til seilst, en veðurstaðan býður dálítið upp á kúnstir og „áhættu“ í spágerð,“ skrifar Einar. Hann boðar nýja lægð á fimmtudag í næstu viku, þann 20. desember, sem einkum verði „skeinuhætt“ við Reykjanes. Þá fari veður kólnandi helgina á eftir. Á aðfangadag gerir Einar ráð fyrir lægð á ný. „Bæði stóru langtímalíkönin gera ráð fyrir á aðfangadag að aðstreymi verði af mildu lofti af suðrænum uppruna á nýjan leik.“ Ekki útilokað að hvítni á Þorláksmessu Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að enn sé langt í jólin og því erfitt að spá fyrir um það hvernig veðrið verði yfir hátíðarnar. Hann setur því ríkan fyrirvara á langtímaspána. Þorsteinn segir að enn sé rigning í spánum fram eftir næstu viku. Búast má við skammvinnri norðanátt miðvikudaginn 19. desember með kólnandi veðri en hlýnar á ný fimmtudag á föstudag, líkt og Einar nefndi í sínum spám. Helgina fyrir jól, laugardaginn 22. desember og á Þorláksmessu, kólnar svo að öllum líkindum á ný. „Þannig að það er ekki ólíklegt að það geti hvítnað eitthvað yfir öllu landinu.“ Erfitt sé þó að áætla hvað taki við eftir helgina, þ.e. á aðfangadag og jóladag á mánudag og þriðjudag í þarnæstu viku. Þorsteinn tekur þó undir með Einari og segir að hugsanlega gæti brostið á með sunnanrigningarveðri á aðfangadag.Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur.Vísir/GVA„Ef það væri komin föl þá myndi hún skolast væntanlega í burtu. Eins og þetta lítur út núna á aðfangadag þá er einhver lægðagangur í kortunum. En það er svolítið langt í það enn þá, það eina sem er víst er að það er að kólna núna og þá aukast líkurnar á að það verði föl.“„Hef. Ekki. Hugmynd.“ Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur leggur enn fremur ríka áherslu á að afar erfitt sé að segja nokkuð til um veðurfar yfir jól á þessum tímapunkti. „Vinsælustu spurningarnar sem ég fæ yfir árið eru Hvernig er veðrið um Verslunarmannahelgina og Verða hvít jól. Svarið við báðum er: Hef. Ekki. Hugmynd,“ skrifar Birta Líf í færslu á Twitter. Hún lætur fylgja með mynd af síðasta spákerfinu sem Veðurstofan hefur aðgang að, Þorláksmessukvöld. „En það mun örugglega pottþétt breytast oft,“ bætir Birta Líf við.Vinsælustu spurningarnar sem ég fæ yfir árið eru Hvernig er veðrið um Verslunarmannahelgina og Verða hvít jól. Svarið við báðum er: Hef. Ekki. Hugmynd Hér er síðasta spáskrefið sem við höfum aðgang að, Þorláksmessukvöld, en það mun örugglega pottþétt breytast oft #Veðurlíf pic.twitter.com/6OimXs6Brx— Birta Líf Kristinsdóttir (@birtalif) December 14, 2018 Jól Veður Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Tíu dagar eru nú til jóla og þyrstir marga eflaust í að vita hvort þau verði hvít eða rauð. Veðurfræðingar leggja áherslu á að enn sé langt í stóra daginn og því afar vandasamt að slá nokkru föstu um veðurfar yfir hátíðarnar. Eins og staðan er núna lítur þó út fyrir rauðan aðfangadag, með lægðagangi og „mildu lofti af suðrænum uppruna.“Milt loft af suðrænum uppruna heimsækir á aðfangadagEinar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur.Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur birti í morgun langtímaspá til tíu daga á Facebook-síðu sinni. Spáin nær því fram á aðfangadag en Einar gerir ekki ráð fyrir hvítum jólum í ár, þó að veðurkortin séu að vonum fyrirvörum háð. „Nú er langt til seilst, en veðurstaðan býður dálítið upp á kúnstir og „áhættu“ í spágerð,“ skrifar Einar. Hann boðar nýja lægð á fimmtudag í næstu viku, þann 20. desember, sem einkum verði „skeinuhætt“ við Reykjanes. Þá fari veður kólnandi helgina á eftir. Á aðfangadag gerir Einar ráð fyrir lægð á ný. „Bæði stóru langtímalíkönin gera ráð fyrir á aðfangadag að aðstreymi verði af mildu lofti af suðrænum uppruna á nýjan leik.“ Ekki útilokað að hvítni á Þorláksmessu Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að enn sé langt í jólin og því erfitt að spá fyrir um það hvernig veðrið verði yfir hátíðarnar. Hann setur því ríkan fyrirvara á langtímaspána. Þorsteinn segir að enn sé rigning í spánum fram eftir næstu viku. Búast má við skammvinnri norðanátt miðvikudaginn 19. desember með kólnandi veðri en hlýnar á ný fimmtudag á föstudag, líkt og Einar nefndi í sínum spám. Helgina fyrir jól, laugardaginn 22. desember og á Þorláksmessu, kólnar svo að öllum líkindum á ný. „Þannig að það er ekki ólíklegt að það geti hvítnað eitthvað yfir öllu landinu.“ Erfitt sé þó að áætla hvað taki við eftir helgina, þ.e. á aðfangadag og jóladag á mánudag og þriðjudag í þarnæstu viku. Þorsteinn tekur þó undir með Einari og segir að hugsanlega gæti brostið á með sunnanrigningarveðri á aðfangadag.Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur.Vísir/GVA„Ef það væri komin föl þá myndi hún skolast væntanlega í burtu. Eins og þetta lítur út núna á aðfangadag þá er einhver lægðagangur í kortunum. En það er svolítið langt í það enn þá, það eina sem er víst er að það er að kólna núna og þá aukast líkurnar á að það verði föl.“„Hef. Ekki. Hugmynd.“ Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur leggur enn fremur ríka áherslu á að afar erfitt sé að segja nokkuð til um veðurfar yfir jól á þessum tímapunkti. „Vinsælustu spurningarnar sem ég fæ yfir árið eru Hvernig er veðrið um Verslunarmannahelgina og Verða hvít jól. Svarið við báðum er: Hef. Ekki. Hugmynd,“ skrifar Birta Líf í færslu á Twitter. Hún lætur fylgja með mynd af síðasta spákerfinu sem Veðurstofan hefur aðgang að, Þorláksmessukvöld. „En það mun örugglega pottþétt breytast oft,“ bætir Birta Líf við.Vinsælustu spurningarnar sem ég fæ yfir árið eru Hvernig er veðrið um Verslunarmannahelgina og Verða hvít jól. Svarið við báðum er: Hef. Ekki. Hugmynd Hér er síðasta spáskrefið sem við höfum aðgang að, Þorláksmessukvöld, en það mun örugglega pottþétt breytast oft #Veðurlíf pic.twitter.com/6OimXs6Brx— Birta Líf Kristinsdóttir (@birtalif) December 14, 2018
Jól Veður Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira