Aukið gagnsæi í fjármálum stjórnmálasamtaka Heimir Már Pétursson skrifar 14. desember 2018 13:22 Katrín Jakobsdóttir og ráðherrarnir í ríkisstjórn fögnuðu eins árs afmæli stjórnarsamstarfsins á Fullveldisdaginn. Vísir/Vilhelm Þingflokksformenn allra flokka á Alþingi standa að frumvarpi sem ætlað er að treysta rekstrargrundvöll stjórnmálasamtaka og jafna stöðu lítilla og stórra flokka. Hert er á reglum um upplýsingaskyldu og hvaða lögaðilar styrkja stjórnmálasamtök. Fyrsta mál á dagskrá Alþingis í morgun var tillaga Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um frestun funda Alþingis en stefnt er að því að Alþingi ljúku störfum fyrir jólaleyfi í dag. „Tillagan er svohljóðandi. Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 14. desember 2018 eða síðar ef nausyn krefur til 21. janúar 2019. Tillagan skýrir sig sjálf,“ sagði Katrín. En þetta er lögformlegt skilyrði fyrir því að Alþingi geti gert hlé á fundum sínum. Þá voru greidd atkvæði að lokinni annarri umræðu um frumvarp formanna allra flokka á þingi um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Forsætisráðherra sagði frumvarpið fela í sér aukið gagnsæi varðandi fjármál stjórnmálaflokka. „Meðal annars með því að birta fullan ársreikning opinberlega sem er nýmæli. Sömuleiðis er kveðið á um að stjórnmálasamtökum, kjörnum fulltrúum og frambjóðendum verði óheimilt að taka þátt í birtingu efnis eða auglýsinga án þess að nöfn þeirra komi fram. Sem er fyrsta skrefið í baráttu stjórnmálahreyfinganna gegn nafnlausum áróðri í tengslum við kosningar og stjórnmálabaráttu,“ sagði Katrín. Þá eru nýmæli að birta skuli nöfn allra lögaðila sem styrkja stjórnmálastarfsemi. „Ástæða þess að allir stjórnmálaflokkar á Alþingi standa saman að þessu frumvarpi er nauðsyn þess að efla starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálasamtaka. Efla lýðræðið. Á Íslandi eru færri þingmenn með færri starfsmenn en á hinum Norðurlöndunum og í þokkabót fá stjórnmálaflokkar á Íslandi lægri fjárframlög,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Framkvæmdavaldið á íslandi væri mjög sterkt og í yfirburðarstöðu gagnvart löggjafarvaldinu. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir frumvarpið til mikilla bóta fyrir fulltrúalýðræðið á Íslandi. „Með frumvarpinu bætum við aðstæður lítilla flokka og aukum þannig jafnræði á milli eldri og rótgróinna flokka og nýrra og minni flokka. Þá felur frumvarpið í sér ýmsar betrumbætur. Meðal annars er gegnsæi aukið. Við treystum betur rekstraröryggi flokka í sveitarstjórnarkosningum. Einföldum og skýrum reglur um framlög til stjórnmálaflokka þannig að tengdir aðilar geti ekki svo auðveldlega lagt of mikið fé til flokka. Kveðum á um að birta ársreikninga flokka og fleira,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson. Alþingi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þingflokksformenn allra flokka á Alþingi standa að frumvarpi sem ætlað er að treysta rekstrargrundvöll stjórnmálasamtaka og jafna stöðu lítilla og stórra flokka. Hert er á reglum um upplýsingaskyldu og hvaða lögaðilar styrkja stjórnmálasamtök. Fyrsta mál á dagskrá Alþingis í morgun var tillaga Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um frestun funda Alþingis en stefnt er að því að Alþingi ljúku störfum fyrir jólaleyfi í dag. „Tillagan er svohljóðandi. Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 14. desember 2018 eða síðar ef nausyn krefur til 21. janúar 2019. Tillagan skýrir sig sjálf,“ sagði Katrín. En þetta er lögformlegt skilyrði fyrir því að Alþingi geti gert hlé á fundum sínum. Þá voru greidd atkvæði að lokinni annarri umræðu um frumvarp formanna allra flokka á þingi um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Forsætisráðherra sagði frumvarpið fela í sér aukið gagnsæi varðandi fjármál stjórnmálaflokka. „Meðal annars með því að birta fullan ársreikning opinberlega sem er nýmæli. Sömuleiðis er kveðið á um að stjórnmálasamtökum, kjörnum fulltrúum og frambjóðendum verði óheimilt að taka þátt í birtingu efnis eða auglýsinga án þess að nöfn þeirra komi fram. Sem er fyrsta skrefið í baráttu stjórnmálahreyfinganna gegn nafnlausum áróðri í tengslum við kosningar og stjórnmálabaráttu,“ sagði Katrín. Þá eru nýmæli að birta skuli nöfn allra lögaðila sem styrkja stjórnmálastarfsemi. „Ástæða þess að allir stjórnmálaflokkar á Alþingi standa saman að þessu frumvarpi er nauðsyn þess að efla starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálasamtaka. Efla lýðræðið. Á Íslandi eru færri þingmenn með færri starfsmenn en á hinum Norðurlöndunum og í þokkabót fá stjórnmálaflokkar á Íslandi lægri fjárframlög,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Framkvæmdavaldið á íslandi væri mjög sterkt og í yfirburðarstöðu gagnvart löggjafarvaldinu. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir frumvarpið til mikilla bóta fyrir fulltrúalýðræðið á Íslandi. „Með frumvarpinu bætum við aðstæður lítilla flokka og aukum þannig jafnræði á milli eldri og rótgróinna flokka og nýrra og minni flokka. Þá felur frumvarpið í sér ýmsar betrumbætur. Meðal annars er gegnsæi aukið. Við treystum betur rekstraröryggi flokka í sveitarstjórnarkosningum. Einföldum og skýrum reglur um framlög til stjórnmálaflokka þannig að tengdir aðilar geti ekki svo auðveldlega lagt of mikið fé til flokka. Kveðum á um að birta ársreikninga flokka og fleira,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson.
Alþingi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira