Benzema skaut Evrópumeisturunum upp í þriðja sætið Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 15. desember 2018 19:45 Benzema skoraði eina mark leiksins vísir/getty Real Madrid komst upp í þriðja sæti spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 heimasigur á Rayo Vallecano í kvöld. Real madrid fékk Rayo Vallecano í heimsókn á Santiago Bernabeu. Liðið beið afhroð á sama stað í miðri viku gegn Íslendingaliðinu CSKA Moskvu í Meistaradeildinni. Var því pressa á að Evrópumeistararnir kæmu til baka. Real Madrid byrjaði af krafti og komst yfir strax á 13. mínútu með marki frá Karim Benzema. Mark Benzema reyndist vera það eina í leiknum og mikilvæg þrjú stig í hús hjá Evrópumeisturunum. Með sigrinum er Real Madrid komið í þriðja sæti, en liðið er tveimur stigum á eftir erkifjendum sínum, Barcelona og Atletico Madrid. Barcelona á leik til góða. Spænski boltinn
Real Madrid komst upp í þriðja sæti spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 heimasigur á Rayo Vallecano í kvöld. Real madrid fékk Rayo Vallecano í heimsókn á Santiago Bernabeu. Liðið beið afhroð á sama stað í miðri viku gegn Íslendingaliðinu CSKA Moskvu í Meistaradeildinni. Var því pressa á að Evrópumeistararnir kæmu til baka. Real Madrid byrjaði af krafti og komst yfir strax á 13. mínútu með marki frá Karim Benzema. Mark Benzema reyndist vera það eina í leiknum og mikilvæg þrjú stig í hús hjá Evrópumeisturunum. Með sigrinum er Real Madrid komið í þriðja sæti, en liðið er tveimur stigum á eftir erkifjendum sínum, Barcelona og Atletico Madrid. Barcelona á leik til góða.
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn