Hraðasektirnar standa ekki lengur í vegi Audriusar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2018 16:09 Audrius Sakalauskas er orðinn íslenskur ríkisborgari. Skjáskot úr frétt Audrius Sakalauskas er orðinn íslenskur ríkisborgari en tillaga allsherjar- og menntamálanefndar þess efnis var samþykkt rétt í þessu. Audrius, sem er 23 ára og hefur búið á Íslandi frá fimm ára aldri, er með sveinspróf í rafvirkjun og er í meistaranámi í faginu. Hann fékk synjun á umsókn sinni um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun í sumar af þeim sökum að hann var með dóma á bakinu vegna umferðarlagabrota.Fjallað var um stöðu Audriusar í fréttum Stöðvar 2 í sumar þar sem hann taldi hraðasektir sem hann fékk á táningsaldri ástæðuna fyrir synjun ríkisborgararéttar.Á heimasíðu Útlendingastofnunar kemur fram að stofnunin hafi ekki heimild til að veita ríkisborgararétt þegar brot eru endurtekin. Sviðsstjóri hjá stofnuninni sagði að endurtekin brot hefðu áhrif á umsókn og eðli brota hefðu þar engin áhrif. Öll brot féllu undir sama hatt. Audrius segist hafa fengið sektirnar þegar hann var 17 til 19 ára, hans fyrstu ár með bílpróf. Hann hafi verið ungur og vitlaus. „Ég held að flestar sektir hjá mörgum séu þannig. Það er ekki eins og maður sé að gera eitthvað af ásetningi. Fremja eitthvað svakalegt brot,“ sagði Audrius í fréttum Stöðar 2 í ágúst. Hann ætti að geta tekið gleði sína í kvöld eða fljótlega. Audrius er á meðal þeirra 26 sem allsherjar- og menntamálanefnd leggur til að fái ríkisborgararétt. 220 umsóknir bárust á haustþingi. Síðasti þingfundur á haustþingi stendur yfir en síðasta mál á dagskrá er veiting ríkisborgararéttar. Fólkið er á aldrinum 12 til 82 ára og frá sextán löndum. Fjórir eru frá Sýrlandi, þrír frá Afganistan og tveir frá Víetnam, Póllandi, Þýskalandi, Eþíópíu og Tékklandi. Alþingi Tengdar fréttir Synjað um íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasekta 27. ágúst 2018 19:30 Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Sjá meira
Audrius Sakalauskas er orðinn íslenskur ríkisborgari en tillaga allsherjar- og menntamálanefndar þess efnis var samþykkt rétt í þessu. Audrius, sem er 23 ára og hefur búið á Íslandi frá fimm ára aldri, er með sveinspróf í rafvirkjun og er í meistaranámi í faginu. Hann fékk synjun á umsókn sinni um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun í sumar af þeim sökum að hann var með dóma á bakinu vegna umferðarlagabrota.Fjallað var um stöðu Audriusar í fréttum Stöðvar 2 í sumar þar sem hann taldi hraðasektir sem hann fékk á táningsaldri ástæðuna fyrir synjun ríkisborgararéttar.Á heimasíðu Útlendingastofnunar kemur fram að stofnunin hafi ekki heimild til að veita ríkisborgararétt þegar brot eru endurtekin. Sviðsstjóri hjá stofnuninni sagði að endurtekin brot hefðu áhrif á umsókn og eðli brota hefðu þar engin áhrif. Öll brot féllu undir sama hatt. Audrius segist hafa fengið sektirnar þegar hann var 17 til 19 ára, hans fyrstu ár með bílpróf. Hann hafi verið ungur og vitlaus. „Ég held að flestar sektir hjá mörgum séu þannig. Það er ekki eins og maður sé að gera eitthvað af ásetningi. Fremja eitthvað svakalegt brot,“ sagði Audrius í fréttum Stöðar 2 í ágúst. Hann ætti að geta tekið gleði sína í kvöld eða fljótlega. Audrius er á meðal þeirra 26 sem allsherjar- og menntamálanefnd leggur til að fái ríkisborgararétt. 220 umsóknir bárust á haustþingi. Síðasti þingfundur á haustþingi stendur yfir en síðasta mál á dagskrá er veiting ríkisborgararéttar. Fólkið er á aldrinum 12 til 82 ára og frá sextán löndum. Fjórir eru frá Sýrlandi, þrír frá Afganistan og tveir frá Víetnam, Póllandi, Þýskalandi, Eþíópíu og Tékklandi.
Alþingi Tengdar fréttir Synjað um íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasekta 27. ágúst 2018 19:30 Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Sjá meira
Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53