Fyrstu liðsfélagarnir með þrennu í sama leiknum í ellefu ár Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. desember 2018 09:30 Ekki allir fá að spila með átrúnaðargoðum sínum, hvað þá að skrifa sig í sögubækurnar með þeim vísir/getty LeBron James og Lonzo Ball urðu fyrstu samherjarnir til þess að ná báðir í þrefalda tvennu í einum og sama leiknum í NBA deildinni síðan árið 2007 þegar Los Angeles Lakers unnu Charlotte Hornets í nótt. James setti 24 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar og Ball var með 16 stig, 10 stoðsendingar og 10 fráköst í 128-100 sigrinum í Charlotte. Síðasta parið til þess að ná þessu voru Jason Kidd og Vince Carter fyrir New Jersey Nets í apríl 2007. Tveir leikmenn Lakers hafa ekki náð þrennu saman síðan Magic Johnson og Kareem Abdul-Jabbar gerði það í janúar 1982. „Síðan hann kom hingað hefur þetta verið eins og að lifa í draumi. Ég horfði á hann spila allt mitt líf, hann var átrúnaðargoðið mitt í æsku. Ég held mig hafi hins vegar aldrei dreymt um að við næðum báðir þrefaldri tvennu í sama leiknum,“ sagði Ball sem var að ná sinni fyrstu þrennu á tímabilinu.@KingJames (24p/12r/11a) & @ZO2_ (16p/10r/10a) are the first teammates to record a triple-double in the same game since @RealJasonKidd (10p/16r/18a) & @mrvincecarter15 (46p/16r/10a) on April 7, 2007! #NBAVaultpic.twitter.com/XmCgkaFWSf — NBA History (@NBAHistory) December 16, 2018 Þreföldu tvennurnar héldu sig ekki bara í Charlotte því James Harden er kominn á flug og setti sína aðra þrennu í röð í sigri Houston Rockets á Memphis Grizzlies. Houston hefur nú unnið þrjá leiki í röð eftir 105-97 sigurinn. Harden skoraði 32 af stigunum 105 og bætti við 12 fráköstum og 10 stoðsendingum. Clint Capela bætti við 26 stigum fyrir Rockets og Gerald Green 17. Í liði Memphis var Mike Conley atkvæðamestur með 22 stig.James Harden records his 2nd consecutive triple-double with 32 PTS, 12 REB, 10 AST in the @HoustonRockets road victory! #Rocketspic.twitter.com/MXthxJbpC4 — NBA (@NBA) December 16, 2018 Chicago Bulls náði ótrúlegri endurkomu í seinni hálfleik í Texas og vann San Antonio Spurs með fimm stigum eftir að hafa verið 21 stigi undir. Kris Dunn skoraði 24 stig og Lauri Markkanen 23 í 98-93 leiknum. Chicago vann seinni hálfleikinn 55-31 og vann sinn annan sigur í röð. Leikmenn Chicago töpuðu boltanum aðeins þrisvar í seinni hálfleik og spiluðu frábæran varnarleik, héldu San Antonio í 16 og 15 stigum í þriðja og fjórða leikhluta.Kris Dunn (Season-high 24 PTS) and Lauri Markkanen (23 PTS) spark the @chicagobulls comeback victory in San Antonio! #BullsNationpic.twitter.com/JkhqZ69U6d — NBA (@NBA) December 16, 2018Úrslit næturinnar: Orlando Magic - Utah Jazz 96-89 Charlotte Hornets - Los Angeles Lakers 100-128 Detroit Pistons - Boston Celtics 113-104 Memphis Grizzlies - Houston Rockets 97-105 San Antonio Spurs - Chicago Bulls 93-98 Oklahoma City Thunder - LA Clippers 110-104 Phoenix Suns - Minnesota Timberwolves 107-99 NBA Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
LeBron James og Lonzo Ball urðu fyrstu samherjarnir til þess að ná báðir í þrefalda tvennu í einum og sama leiknum í NBA deildinni síðan árið 2007 þegar Los Angeles Lakers unnu Charlotte Hornets í nótt. James setti 24 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar og Ball var með 16 stig, 10 stoðsendingar og 10 fráköst í 128-100 sigrinum í Charlotte. Síðasta parið til þess að ná þessu voru Jason Kidd og Vince Carter fyrir New Jersey Nets í apríl 2007. Tveir leikmenn Lakers hafa ekki náð þrennu saman síðan Magic Johnson og Kareem Abdul-Jabbar gerði það í janúar 1982. „Síðan hann kom hingað hefur þetta verið eins og að lifa í draumi. Ég horfði á hann spila allt mitt líf, hann var átrúnaðargoðið mitt í æsku. Ég held mig hafi hins vegar aldrei dreymt um að við næðum báðir þrefaldri tvennu í sama leiknum,“ sagði Ball sem var að ná sinni fyrstu þrennu á tímabilinu.@KingJames (24p/12r/11a) & @ZO2_ (16p/10r/10a) are the first teammates to record a triple-double in the same game since @RealJasonKidd (10p/16r/18a) & @mrvincecarter15 (46p/16r/10a) on April 7, 2007! #NBAVaultpic.twitter.com/XmCgkaFWSf — NBA History (@NBAHistory) December 16, 2018 Þreföldu tvennurnar héldu sig ekki bara í Charlotte því James Harden er kominn á flug og setti sína aðra þrennu í röð í sigri Houston Rockets á Memphis Grizzlies. Houston hefur nú unnið þrjá leiki í röð eftir 105-97 sigurinn. Harden skoraði 32 af stigunum 105 og bætti við 12 fráköstum og 10 stoðsendingum. Clint Capela bætti við 26 stigum fyrir Rockets og Gerald Green 17. Í liði Memphis var Mike Conley atkvæðamestur með 22 stig.James Harden records his 2nd consecutive triple-double with 32 PTS, 12 REB, 10 AST in the @HoustonRockets road victory! #Rocketspic.twitter.com/MXthxJbpC4 — NBA (@NBA) December 16, 2018 Chicago Bulls náði ótrúlegri endurkomu í seinni hálfleik í Texas og vann San Antonio Spurs með fimm stigum eftir að hafa verið 21 stigi undir. Kris Dunn skoraði 24 stig og Lauri Markkanen 23 í 98-93 leiknum. Chicago vann seinni hálfleikinn 55-31 og vann sinn annan sigur í röð. Leikmenn Chicago töpuðu boltanum aðeins þrisvar í seinni hálfleik og spiluðu frábæran varnarleik, héldu San Antonio í 16 og 15 stigum í þriðja og fjórða leikhluta.Kris Dunn (Season-high 24 PTS) and Lauri Markkanen (23 PTS) spark the @chicagobulls comeback victory in San Antonio! #BullsNationpic.twitter.com/JkhqZ69U6d — NBA (@NBA) December 16, 2018Úrslit næturinnar: Orlando Magic - Utah Jazz 96-89 Charlotte Hornets - Los Angeles Lakers 100-128 Detroit Pistons - Boston Celtics 113-104 Memphis Grizzlies - Houston Rockets 97-105 San Antonio Spurs - Chicago Bulls 93-98 Oklahoma City Thunder - LA Clippers 110-104 Phoenix Suns - Minnesota Timberwolves 107-99
NBA Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira