Hatrammar nágrannaerjur vegna skötulyktar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. desember 2018 19:30 Alvarlegar nágrannaerjur vegna skötulyktar lenda reglulega á borði Húseigendafélgsins og dæmi eru um að skipta hafi þurft um gólfefni á fjölbýlishúsum vegna óþefs sem liggur í sameign mánuðum saman. Formaður félagsins hvetur fólk til þess að sýna tillitssemi um hátíðarnar. Þrátt fyrir að jólin séu kennd við hátíð ljóss og friðar rísa oft alvarlegar deilur milli nágranna vegna hátíðarhaldanna. Meginorsökum má skipta í tvennt og í öðrum stóra málaflokknum eru deilur vegna of mikillar ljósadýrðar og skreytinga. „Svo eru menn komnir með hljóðkerfi í þetta. Hreindýrin baula og kindur jarma. María mey standandi úti í garði í heilu fjárhúsunum," segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins. Eðli máls samkvæmt eru jólaskreytingarnar einungis uppi við í skamman tíma og því leysist því oft úr deilunni áður en gripið er til aðgerða. „Það verða engin málaferli út af þessu. Þetta verður nöldur og leiðindi sem birtast kannski í deilum síðar meir um eitthvað annað," segir Sigurður.Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins.Hinn málaflokkurinn sem er stærri og alvarlegri eru deilur vegna skötulyktar. „Í einu húsi hérna við Grettisgötu var soðin skata svo duglega að það angaði öll sameignin fram á vor. Það þurfti að skipta um teppi og mála það upp á nýtt. Þetta er náttúrulega bara hryðjuverkaárás á veslings fólkið og ætti ekki að tíðkast." Íbúar í fjölbýlishúsum þurfi að sýna tillitssemi þar sem til mögulegrar bótaábyrgðar gæti komið. „Ef þú veldur tjóni á sameign með einhverjum hætti, ef þú brýtur og bramlar eða eyðileggur með því að leggja lykt á það. Það er kannski hægt að leggja það að jöfnu," segir Sigurður. Leysist ekki úr deilunni á meirihluti íbúa lokaorðið. „Meirihlutinn getur tekið ákvörðun um að það megi ekki sjóða skötu í húsinu ef það veldur óþægindum eða ónæði. Ef einhver brýtur það bann getur hann unnið sér til einhverrar óhelgi. Það er hægt að krefjast þess að hann flytji brott eða selji íbúð sína, ég tala nú ekki um ef það leggjast einhver önnur brot við," segir Sigurðu. Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Sjá meira
Alvarlegar nágrannaerjur vegna skötulyktar lenda reglulega á borði Húseigendafélgsins og dæmi eru um að skipta hafi þurft um gólfefni á fjölbýlishúsum vegna óþefs sem liggur í sameign mánuðum saman. Formaður félagsins hvetur fólk til þess að sýna tillitssemi um hátíðarnar. Þrátt fyrir að jólin séu kennd við hátíð ljóss og friðar rísa oft alvarlegar deilur milli nágranna vegna hátíðarhaldanna. Meginorsökum má skipta í tvennt og í öðrum stóra málaflokknum eru deilur vegna of mikillar ljósadýrðar og skreytinga. „Svo eru menn komnir með hljóðkerfi í þetta. Hreindýrin baula og kindur jarma. María mey standandi úti í garði í heilu fjárhúsunum," segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins. Eðli máls samkvæmt eru jólaskreytingarnar einungis uppi við í skamman tíma og því leysist því oft úr deilunni áður en gripið er til aðgerða. „Það verða engin málaferli út af þessu. Þetta verður nöldur og leiðindi sem birtast kannski í deilum síðar meir um eitthvað annað," segir Sigurður.Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins.Hinn málaflokkurinn sem er stærri og alvarlegri eru deilur vegna skötulyktar. „Í einu húsi hérna við Grettisgötu var soðin skata svo duglega að það angaði öll sameignin fram á vor. Það þurfti að skipta um teppi og mála það upp á nýtt. Þetta er náttúrulega bara hryðjuverkaárás á veslings fólkið og ætti ekki að tíðkast." Íbúar í fjölbýlishúsum þurfi að sýna tillitssemi þar sem til mögulegrar bótaábyrgðar gæti komið. „Ef þú veldur tjóni á sameign með einhverjum hætti, ef þú brýtur og bramlar eða eyðileggur með því að leggja lykt á það. Það er kannski hægt að leggja það að jöfnu," segir Sigurður. Leysist ekki úr deilunni á meirihluti íbúa lokaorðið. „Meirihlutinn getur tekið ákvörðun um að það megi ekki sjóða skötu í húsinu ef það veldur óþægindum eða ónæði. Ef einhver brýtur það bann getur hann unnið sér til einhverrar óhelgi. Það er hægt að krefjast þess að hann flytji brott eða selji íbúð sína, ég tala nú ekki um ef það leggjast einhver önnur brot við," segir Sigurðu.
Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Sjá meira