LeBron James og Lonzo Ball skullu aftur til jarðar í slæmu tapi Lakers í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2018 07:30 LeBron James. Vísir/Getty LeBron James og Lonzo Ball voru ekki alveg í sama þrennustuði í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og nóttina á undan þegar þeir urðu fyrstu liðsfélagararnir í ellefu ár til að bjóða upp á þrennu. Ben Simmons var aftur á móti með glæsilega þrennu í útisigri Philadelphia 76ers og topplið Toronto Raptors tapaði öðrum leiknum í röð. Dallas Mavericks tapaði á heimavelli í endurkomu Dirk Nowitzki. John Wall átti frábæran leik þegar Washington Wizards vann stórsigur á Los Angeles Lakers 128-110. Wall endaði með 40 stig og 14 stoðsendingar en LeBron James var aftur á móti langt frá sínu besta. Bradley Beal skoraði 25 stig og tók 12 fráköst fyrir Wizards og þeir Jeff Green og Sam Dekker voru báðir með 20 stig. Daginn eftir að LeBron James og voru báðir með þrennu, skoraði LeBron James aðeins 13 stig, tók 6 fráköst og gaf bara 3 stoðsendingar. James hefur ekki skorað minna í einum leik á leiktíðinni. Ball var með 10 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar.Denver Nuggets vann topplið deildarinnar, Toronto Raptors, en það vantaði öfluga leikmenn í bæði lið. Ekki þó þeirra bestu menn, Nikola Jokic hjá Denver og Kawhi Leonard hjá Toronto. Nikola Jokic skoraði 26 stig í þessum 95-86 sigri Denver Nuggets á Toronto Raptors. Jamal Murray var með 15 af 19 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Toronto var 70-57 yfir í þriðja leikhluta en Denver liðið náði þá 23-2 spretti og lagði grunninn að sínum tíunda sigri í síðustu tólf leikjum. Kawhi Leonard skoraði mest fyrir Toronto eða 29 stig auk 14 frákasta. Fyrir vikið er Denver Nuggets aðeins á undan Golden State Warriors í baráttunni um efsta sætið í Vesturdeildinni. Toronto Raptors er áfram á toppnum í Austurdeildinni og með besta árangurinn í deildinni en þetta var samt annað tap liðsins í röð.Ben Simmons var með 22 stig, 11 fráköst og 14 stoðsendingar þegar lið hans Philadelphia 76ers vann 128-105 stórsigur á Cleveland Cavaliers á útivelli. Joel Embiid bætti við 24 stigum og Jimmy Butler skoraði 19 stig í endurkomu sinni eftir tveggja leikja fjarveru vegna meiðsla. 76ers liðið tapaði báðum leikjunum án Butler. Simmons setti met með því að vera yngsti leikmaður sögunnar sem skorar 20 stig, tekur 10 fráköst og gefur 10 stoðsendingar í leik án þess að tapa einum einasta bolta.Ben Simmons (22p/11r/14a) becomes youngest in @NBAHistory with 20+ PTS, 10+ REB, 10+ AST, 0 TOs. Previous youngest was Grant Hill (23 years, 58 days) with 24p/13r/11a in a @DetroitPistons win on Dec. 2, 1995. pic.twitter.com/uuQgaN7Sye — NBA.com/Stats (@nbastats) December 17, 2018Josh Richardson skoraði 22 stig og var með 19 stig þegar Miami Heat vann 102-96 útisigur á New Orleans Pelicans. Hassan Whiteside bætti við 17 stigum og 12 fráköstum en hjá Pelíkönunum var Anthony Davis atkvæðamestur með 27 stig, 12 fráköst, 3 varin skot og 3 stolna bolta.Dirk Nowitzki snéri aftur í lið og lék sinn fyrsta leik á tímabilinu. Dallas Mavericks náði ekki að nýta sér það og tapaði 120-113 á móti Sacramento Kings. Buddy Hield og De’Aaron Fox skoruðu báðir 28 stig fyrir Kings liðið sem endaði þarna ellefu leikja sigurgöngu Dallas á heimavelli. Nowitzki missti af fyrstu 26 leikjum tímabilsins eftir að hafa verið að jafna sig eftir aðgerð á ökkla. Þýska goðsögnin var með 3 stig á 8 mínútum í nótt en nýliðinn Luka Doncic var atkvæðamestur hjá Dallas með 28 stig og 9 stoðsendingar.Úrslitin í öllum leikjum NBA í nótt: Denver Nuggets - Toronto Raptors 95-86 Dallas Mavericks - Sacramento Kings 113-120 New Orleans Pelicans - Miami Heat 96-102 Washington Wizards - Los Angeles Lakers 128-110 Indiana Pacers - New York Knicks 110-99 Cleveland Cavaliers - Philadelphia 76ers 105-128 Brooklyn Nets - Atlanta Hawks 144-127 NBA Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
LeBron James og Lonzo Ball voru ekki alveg í sama þrennustuði í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og nóttina á undan þegar þeir urðu fyrstu liðsfélagararnir í ellefu ár til að bjóða upp á þrennu. Ben Simmons var aftur á móti með glæsilega þrennu í útisigri Philadelphia 76ers og topplið Toronto Raptors tapaði öðrum leiknum í röð. Dallas Mavericks tapaði á heimavelli í endurkomu Dirk Nowitzki. John Wall átti frábæran leik þegar Washington Wizards vann stórsigur á Los Angeles Lakers 128-110. Wall endaði með 40 stig og 14 stoðsendingar en LeBron James var aftur á móti langt frá sínu besta. Bradley Beal skoraði 25 stig og tók 12 fráköst fyrir Wizards og þeir Jeff Green og Sam Dekker voru báðir með 20 stig. Daginn eftir að LeBron James og voru báðir með þrennu, skoraði LeBron James aðeins 13 stig, tók 6 fráköst og gaf bara 3 stoðsendingar. James hefur ekki skorað minna í einum leik á leiktíðinni. Ball var með 10 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar.Denver Nuggets vann topplið deildarinnar, Toronto Raptors, en það vantaði öfluga leikmenn í bæði lið. Ekki þó þeirra bestu menn, Nikola Jokic hjá Denver og Kawhi Leonard hjá Toronto. Nikola Jokic skoraði 26 stig í þessum 95-86 sigri Denver Nuggets á Toronto Raptors. Jamal Murray var með 15 af 19 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Toronto var 70-57 yfir í þriðja leikhluta en Denver liðið náði þá 23-2 spretti og lagði grunninn að sínum tíunda sigri í síðustu tólf leikjum. Kawhi Leonard skoraði mest fyrir Toronto eða 29 stig auk 14 frákasta. Fyrir vikið er Denver Nuggets aðeins á undan Golden State Warriors í baráttunni um efsta sætið í Vesturdeildinni. Toronto Raptors er áfram á toppnum í Austurdeildinni og með besta árangurinn í deildinni en þetta var samt annað tap liðsins í röð.Ben Simmons var með 22 stig, 11 fráköst og 14 stoðsendingar þegar lið hans Philadelphia 76ers vann 128-105 stórsigur á Cleveland Cavaliers á útivelli. Joel Embiid bætti við 24 stigum og Jimmy Butler skoraði 19 stig í endurkomu sinni eftir tveggja leikja fjarveru vegna meiðsla. 76ers liðið tapaði báðum leikjunum án Butler. Simmons setti met með því að vera yngsti leikmaður sögunnar sem skorar 20 stig, tekur 10 fráköst og gefur 10 stoðsendingar í leik án þess að tapa einum einasta bolta.Ben Simmons (22p/11r/14a) becomes youngest in @NBAHistory with 20+ PTS, 10+ REB, 10+ AST, 0 TOs. Previous youngest was Grant Hill (23 years, 58 days) with 24p/13r/11a in a @DetroitPistons win on Dec. 2, 1995. pic.twitter.com/uuQgaN7Sye — NBA.com/Stats (@nbastats) December 17, 2018Josh Richardson skoraði 22 stig og var með 19 stig þegar Miami Heat vann 102-96 útisigur á New Orleans Pelicans. Hassan Whiteside bætti við 17 stigum og 12 fráköstum en hjá Pelíkönunum var Anthony Davis atkvæðamestur með 27 stig, 12 fráköst, 3 varin skot og 3 stolna bolta.Dirk Nowitzki snéri aftur í lið og lék sinn fyrsta leik á tímabilinu. Dallas Mavericks náði ekki að nýta sér það og tapaði 120-113 á móti Sacramento Kings. Buddy Hield og De’Aaron Fox skoruðu báðir 28 stig fyrir Kings liðið sem endaði þarna ellefu leikja sigurgöngu Dallas á heimavelli. Nowitzki missti af fyrstu 26 leikjum tímabilsins eftir að hafa verið að jafna sig eftir aðgerð á ökkla. Þýska goðsögnin var með 3 stig á 8 mínútum í nótt en nýliðinn Luka Doncic var atkvæðamestur hjá Dallas með 28 stig og 9 stoðsendingar.Úrslitin í öllum leikjum NBA í nótt: Denver Nuggets - Toronto Raptors 95-86 Dallas Mavericks - Sacramento Kings 113-120 New Orleans Pelicans - Miami Heat 96-102 Washington Wizards - Los Angeles Lakers 128-110 Indiana Pacers - New York Knicks 110-99 Cleveland Cavaliers - Philadelphia 76ers 105-128 Brooklyn Nets - Atlanta Hawks 144-127
NBA Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum