Dagatal með Pútín selst eins og heitar lummur í Japan Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. desember 2018 09:00 Rússlandsforseti er þekktur fyrir að láta taka sérstakar myndir af sér en hér fer hann í ískalt bað fyrr á árinu. vísir/getty Svo virðist sem að Japanir séu sólgnir í dagatal með myndum af Vladimir Pútín, Rússlandsforseta. Ef marka má sölutölur verslunarinnar Loft, sem er með einkarétt á að selja dagatal fyrir árið 2019 með myndum af forsetanum, er hann vinsælli en helstu stjörnur Japans. Á vef Guardian er greint frá því að dagatölin með Pútín séu vinsælli en dagatöl með japanska leikaranum Kei Tanaka og Yuzuru Hanyu sem er Ólympíumeistari á skautum. Spurningin er hvort einhverjir séu kannski að kaupa dagatölin með Rússlandsforseta í gríni á meðan aðrir eru í raun og veru áhugasamir um líf Pútín. Þannig velta fjölmiðlar í Japan því upp hvort að svo margir Japanir, og þá kannski sérstaklega konur, kaupi dagatalið vegna sérstaks stíls hans og óheflaðrar karlmennsku. Þetta er ekki fyrsta sinn sem dagatal með honum rýkur út þar sem það sama var uppi á teningnum með dagatalið fyrir árið 2017.【大人気】プーチンカレンダーがロフトで売上げ1位!羽生結弦や田中圭を抑えhttps://t.co/BmWLqdObSc 「著名人カレンダー」で全店舗合計1位に。購入層は若い女性といい、犬を溺愛する姿などのギャップが人気だそう。 pic.twitter.com/z19Xj6T2eJ — ライブドアニュース (@livedoornews) December 12, 2018 Japan Rússland Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Svo virðist sem að Japanir séu sólgnir í dagatal með myndum af Vladimir Pútín, Rússlandsforseta. Ef marka má sölutölur verslunarinnar Loft, sem er með einkarétt á að selja dagatal fyrir árið 2019 með myndum af forsetanum, er hann vinsælli en helstu stjörnur Japans. Á vef Guardian er greint frá því að dagatölin með Pútín séu vinsælli en dagatöl með japanska leikaranum Kei Tanaka og Yuzuru Hanyu sem er Ólympíumeistari á skautum. Spurningin er hvort einhverjir séu kannski að kaupa dagatölin með Rússlandsforseta í gríni á meðan aðrir eru í raun og veru áhugasamir um líf Pútín. Þannig velta fjölmiðlar í Japan því upp hvort að svo margir Japanir, og þá kannski sérstaklega konur, kaupi dagatalið vegna sérstaks stíls hans og óheflaðrar karlmennsku. Þetta er ekki fyrsta sinn sem dagatal með honum rýkur út þar sem það sama var uppi á teningnum með dagatalið fyrir árið 2017.【大人気】プーチンカレンダーがロフトで売上げ1位!羽生結弦や田中圭を抑えhttps://t.co/BmWLqdObSc 「著名人カレンダー」で全店舗合計1位に。購入層は若い女性といい、犬を溺愛する姿などのギャップが人気だそう。 pic.twitter.com/z19Xj6T2eJ — ライブドアニュース (@livedoornews) December 12, 2018
Japan Rússland Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira