Forngripur á Alþingi Ellert B. Schram skrifar 18. desember 2018 07:00 Ef einhverjir hafa orðið hissa á endurkomu minni inn á Alþingi, þá get ég sagt, að ég sjálfur hafi undrast mest. Það var skemmtileg jólagjöf. Þingsaga mín er að vísu skrykkjótt. Inn og út, allt frá árinu 1971. Þá yngstur, nú elstur. Mér er sagt að ég sé elstur allra sem setið hafa á þingi og sennilega er ég að spanna, lengsta tíma, frá því að ég settist á Alþingi fyrir 47 árum og þar til nú. Sem sagt: forngripur. Veru minni á Alþingi, í þetta skiptið, er lokið. Ég mætti ekki í fótboltaskónum, til að sparka í einhvern, né heldur í inniskónum, til að slappa af. Ég átti erindi við ríkisstjórnina og fjármálaráðherra, sem ekki var viðstaddur á þriðjudegi, þegar ég fékk tækifæri til að ganga í ræðustól. En hann var við á fimmtudeginum og þá flutti ég að mestu leyti sömu ræðuna, sem beindist að því að fá svar frá fjármálaráðherra um málefni eldri borgara. Það jákvæða sem fram kom í svari ráðherrans, var undirtekt um að beina þurfi sjónum okkar, að þeim sem eru í veikastri stöðu. Bjarni sagði: „Ég hef ávallt talað fyrir því úr þessum stóli, að eftir því sem styrkur okkar vex, til þess að standa betur á bak við þá sem höllum fæti standa.“ Ræðutími minn var tvær mínútur og aftur ein mínúta í andsvari. Þannig að það var erfitt að fara dýpra í þessa umræðu. Svör Bjarna Benediktssonar, voru með mörgum „efum“ en hann tók undir að „beina þurfi sjónum að þeim sem eru í veikustu stöðu“. Kannski gat ég ekki búist við afdráttarlausari svörum. Kannski vaknar samt einhver von um að þessi mál aldraðra verði tekin föstum tökum, þegar þau eru rædd af alvöru. Kannski hefur erindi mitt inn á Alþingi, óvænt uppákoma og rödd úr hópi aldraðra, einhver áhrif. Mér þótti vænt um að Bjarni skyldi taka undir „þetta göfuga markmið sem háttvirtur þingmaður lýsir hér“. Ég gat líka, í þessari heimsókn í þingið, lagt fram tvær fyrirspurnir, er varða eldri borgara, sem mun verða svarað innan fimmtán daga. Með því að bjóða mig fram í síðustu kosningum og komast inn á þing í nokkra daga er það ábending frá mér að eldri borgarar eigi erindi inn á þingið og það fleiri en einn. Veru minni á Alþingi er lokið. Að minnsta kosti í þetta skiptið. En ég hafði gaman af þessu, mér var vel tekið og ég fann fyrir kurteisi, ánægju og virðingu meðal annarra þingmanna. Ég hef líka fundið fyrir gleði og þakklæti hjá fólki hér og hvar og samstöðu og stuðningi. Handabönd og bros. Fyrir það vil ég þakka. Nær tvö þúsund manns hafa sent mér „like“. Ég get ekki svarað þeim öllum, en geri það núna. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og komandi árs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ellert B. Schram Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Sjá meira
Ef einhverjir hafa orðið hissa á endurkomu minni inn á Alþingi, þá get ég sagt, að ég sjálfur hafi undrast mest. Það var skemmtileg jólagjöf. Þingsaga mín er að vísu skrykkjótt. Inn og út, allt frá árinu 1971. Þá yngstur, nú elstur. Mér er sagt að ég sé elstur allra sem setið hafa á þingi og sennilega er ég að spanna, lengsta tíma, frá því að ég settist á Alþingi fyrir 47 árum og þar til nú. Sem sagt: forngripur. Veru minni á Alþingi, í þetta skiptið, er lokið. Ég mætti ekki í fótboltaskónum, til að sparka í einhvern, né heldur í inniskónum, til að slappa af. Ég átti erindi við ríkisstjórnina og fjármálaráðherra, sem ekki var viðstaddur á þriðjudegi, þegar ég fékk tækifæri til að ganga í ræðustól. En hann var við á fimmtudeginum og þá flutti ég að mestu leyti sömu ræðuna, sem beindist að því að fá svar frá fjármálaráðherra um málefni eldri borgara. Það jákvæða sem fram kom í svari ráðherrans, var undirtekt um að beina þurfi sjónum okkar, að þeim sem eru í veikastri stöðu. Bjarni sagði: „Ég hef ávallt talað fyrir því úr þessum stóli, að eftir því sem styrkur okkar vex, til þess að standa betur á bak við þá sem höllum fæti standa.“ Ræðutími minn var tvær mínútur og aftur ein mínúta í andsvari. Þannig að það var erfitt að fara dýpra í þessa umræðu. Svör Bjarna Benediktssonar, voru með mörgum „efum“ en hann tók undir að „beina þurfi sjónum að þeim sem eru í veikustu stöðu“. Kannski gat ég ekki búist við afdráttarlausari svörum. Kannski vaknar samt einhver von um að þessi mál aldraðra verði tekin föstum tökum, þegar þau eru rædd af alvöru. Kannski hefur erindi mitt inn á Alþingi, óvænt uppákoma og rödd úr hópi aldraðra, einhver áhrif. Mér þótti vænt um að Bjarni skyldi taka undir „þetta göfuga markmið sem háttvirtur þingmaður lýsir hér“. Ég gat líka, í þessari heimsókn í þingið, lagt fram tvær fyrirspurnir, er varða eldri borgara, sem mun verða svarað innan fimmtán daga. Með því að bjóða mig fram í síðustu kosningum og komast inn á þing í nokkra daga er það ábending frá mér að eldri borgarar eigi erindi inn á þingið og það fleiri en einn. Veru minni á Alþingi er lokið. Að minnsta kosti í þetta skiptið. En ég hafði gaman af þessu, mér var vel tekið og ég fann fyrir kurteisi, ánægju og virðingu meðal annarra þingmanna. Ég hef líka fundið fyrir gleði og þakklæti hjá fólki hér og hvar og samstöðu og stuðningi. Handabönd og bros. Fyrir það vil ég þakka. Nær tvö þúsund manns hafa sent mér „like“. Ég get ekki svarað þeim öllum, en geri það núna. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og komandi árs.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun