Eineltishugtakið þrengt Kolbrún Baldursdóttir skrifar 18. desember 2018 07:00 Ég hef átt fund með félags- og jafnréttisráðherra til að ræða við hann um reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Tilefnið var annars vegar beiðni um breytingar vegna þrengingar sem gerð var á skilgreiningu eineltis í eineltisreglugerð árið 2015 og hins vegar að rannsakendur væru óháðir. Breytingin sem átti sér stað 2015 fól í sér að það sem var „ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi“ breyttist í aðeins „síendurtekin ámælisverð hegðun“. Túlkunin á þessari þröngu skilgreiningu hefur gengið svo langt hjá mörgum þeim sem rannsaka eineltiskvartanir að þeir hafa fullyrt að háttsemin þurfi að vera viðhöfð vikulega yfir það tímabil sem kvörtunin nær til ef hún eigi að flokkast sem síendurtekin og þ.a.l. undir einelti. Þrenging skilgreiningarinnar hefur haft fælingarmátt. Fólk sem telur sig þolendur segir að það þýði ekki að kvarta þar sem skilgreiningin sé svo þröng. Með vísan til þessa má telja að óheillaskref hafi verið stigið með breytingunni á skilgreiningu eineltis með setningu reglugerðar nr. 1009/2015. Vandséð er hvað vakti fyrir framkvæmdarvaldinu með þrengingu skilgreiningarinnar. Það er óskandi að ráðherra geri þær breytingar á reglugerðinni að skilgreiningin á einelti verði færð í fyrra form og þannig miðað við að einelti sé ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, svo sem áður var mælt fyrir um í reglugerð.Er rannsakandinn óháður? Einnig ræddum við um að margir sem komið hafa að þessum málum hafa orðið varir við að utanaðkomandi sérfræðingar sem rannsaka eineltisásakanir á vinnustað, komast nánast alltaf að sömu niðurstöðu og vinnuveitandinn virðist hafa á eineltismálinu, þ.e. sami aðilinn og kallar sérfræðinginn til og greiðir fyrir rannsóknina. Rannsakandinn er eins og gefur að skilja háður vinnuveitandanum með þóknun sína. Oft er atvikum einnig háttað á þann veg að vinnuveitandinn er tengdur málinu eða kann að hafa sterkar skoðanir á því hvort einelti hefur átt sér stað eða ekki. Á mannamáli, eins og margir þolendur hafa sagt, þá er eins og niðurstaðan sé keypt. Mikilvægt er að tryggja að rannsakandi sé óháður með sama hætti og gert er þegar dómstóll kallar til dómkvaddan matsmann. Tilkynnandi verður að fá tækifæri til að hafa hönd í bagga með hverjir rannsaka mál hans. Hann þarf að geta treyst því að sá sem fenginn er til að rannsaka málið sé sannarlega óháður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef átt fund með félags- og jafnréttisráðherra til að ræða við hann um reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Tilefnið var annars vegar beiðni um breytingar vegna þrengingar sem gerð var á skilgreiningu eineltis í eineltisreglugerð árið 2015 og hins vegar að rannsakendur væru óháðir. Breytingin sem átti sér stað 2015 fól í sér að það sem var „ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi“ breyttist í aðeins „síendurtekin ámælisverð hegðun“. Túlkunin á þessari þröngu skilgreiningu hefur gengið svo langt hjá mörgum þeim sem rannsaka eineltiskvartanir að þeir hafa fullyrt að háttsemin þurfi að vera viðhöfð vikulega yfir það tímabil sem kvörtunin nær til ef hún eigi að flokkast sem síendurtekin og þ.a.l. undir einelti. Þrenging skilgreiningarinnar hefur haft fælingarmátt. Fólk sem telur sig þolendur segir að það þýði ekki að kvarta þar sem skilgreiningin sé svo þröng. Með vísan til þessa má telja að óheillaskref hafi verið stigið með breytingunni á skilgreiningu eineltis með setningu reglugerðar nr. 1009/2015. Vandséð er hvað vakti fyrir framkvæmdarvaldinu með þrengingu skilgreiningarinnar. Það er óskandi að ráðherra geri þær breytingar á reglugerðinni að skilgreiningin á einelti verði færð í fyrra form og þannig miðað við að einelti sé ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, svo sem áður var mælt fyrir um í reglugerð.Er rannsakandinn óháður? Einnig ræddum við um að margir sem komið hafa að þessum málum hafa orðið varir við að utanaðkomandi sérfræðingar sem rannsaka eineltisásakanir á vinnustað, komast nánast alltaf að sömu niðurstöðu og vinnuveitandinn virðist hafa á eineltismálinu, þ.e. sami aðilinn og kallar sérfræðinginn til og greiðir fyrir rannsóknina. Rannsakandinn er eins og gefur að skilja háður vinnuveitandanum með þóknun sína. Oft er atvikum einnig háttað á þann veg að vinnuveitandinn er tengdur málinu eða kann að hafa sterkar skoðanir á því hvort einelti hefur átt sér stað eða ekki. Á mannamáli, eins og margir þolendur hafa sagt, þá er eins og niðurstaðan sé keypt. Mikilvægt er að tryggja að rannsakandi sé óháður með sama hætti og gert er þegar dómstóll kallar til dómkvaddan matsmann. Tilkynnandi verður að fá tækifæri til að hafa hönd í bagga með hverjir rannsaka mál hans. Hann þarf að geta treyst því að sá sem fenginn er til að rannsaka málið sé sannarlega óháður.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar