Framkvæmdir stopp í innpökkuðu glæsihúsi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 18. desember 2018 06:15 Fjölnisvegur 11 vekur nú athygli fyrir að vera eins og risastór jólapakki að sjá. Fyrir innan hafa framkvæmdir verið stöðvaðar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Framkvæmdir við hið fræga glæsihýsi við Fjölnisveg 11 hafa verið stöðvaðar þar sem breytingar sem stendur til að gera á því eru enn í grenndarkynningu og því ósamþykktar. Húsið, sem verið hefur í eigu margra þekktustu athafna- og auðmanna landsins undanfarin ár, hefur vakið athygli vegfarenda að undanförnu enda hefur því verið pakkað kyrfilega inn. Reist hefur verið skjólhús utan um húsið fræga. Húsið eignaðist Ingólfur Shahin, eigandi bókunarfyrirtækisins Guide to Iceland, sem notið hefur mikillar velgengni undanfarin misseri og skilað eigendum sínum ríkulegum hagnaði, líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um. Jón Þór Þorvaldsson, arkitekt og titlaður hönnunarstjóri verksins, segir að eitt hafi leitt af öðru við framkvæmdirnar. Framkvæmdir innanhúss hafi leitt í ljós að flestir innveggir hafi verið óeinangraðir og afar hljóðbært milli veggja. Því var kippt í lag, auk þess sem frekari endurnýjun varð á innra rými hússins. „Svo hélt hann áfram upp í gegnum húsið. Bjó til nýjan stiga upp í risið til að geta nýtt það almennilega,“ segir Jón Þór. Þær breytingar sem Ingólfur hefur sótt um að gera á húsinu eru einmitt að setja upp þennan nýja stiga milli hæðar og riss, setja tvo nýja kvisti í þakið að aftanverðu eins og eru framan á því og lækkun garðs framan við húsið. Sem fyrr segir er ekki búið að samþykkja erindið. Loks þegar kom að þakinu komu fleiri vandræði í ljós. „Þá kom í ljós að þakið er nánast ónýtt, bara myglað. Og þar sem hann ætlar að reyna að búa þarna fer hann í að lagfæra þakið. Sækir um leið um leyfi hjá borginni til að gera þessa kvisti.“ Af umsögnum er ekki að sjá að athugasemdir hafi borist vegna kvistanna. Skipta þarf því um þakið og koma fyrir steinflísum sem fluttar eru inn frá Póllandi líkt og vinnuaflið í húsinu. Og til að reyna að nýta verkamennina sem komnir eru hingað til lands á launum ákvað Ingólfur að setja framkvæmdirnar í gang við að laga þakið. „Til að geta unnið þetta svona seint á árinu ákváðu þeir að pakka húsinu inn. Ég hafði aldrei séð svona. En þarna inni er allt annað hitastig og fín vinnuaðstaða,“ segir Jón Þór um innpökkunina. En þegar framkvæmdir voru komnar af stað, bak við huliðshjúpinn, segir Jón Þór líklegt að einhver hafi klagað. „Og það er búið að stöðva framkvæmdirnar og það helgast af því að hið endanlega leyfi er ekki komið. Fyrst hann vildi æða af stað og framkvæma áður en leyfi lá fyrir hef ég kúplað mig frá þessu. Ég var búinn að benda honum á að hann gæti lent í vandræðum án leyfa.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Framkvæmdir við hið fræga glæsihýsi við Fjölnisveg 11 hafa verið stöðvaðar þar sem breytingar sem stendur til að gera á því eru enn í grenndarkynningu og því ósamþykktar. Húsið, sem verið hefur í eigu margra þekktustu athafna- og auðmanna landsins undanfarin ár, hefur vakið athygli vegfarenda að undanförnu enda hefur því verið pakkað kyrfilega inn. Reist hefur verið skjólhús utan um húsið fræga. Húsið eignaðist Ingólfur Shahin, eigandi bókunarfyrirtækisins Guide to Iceland, sem notið hefur mikillar velgengni undanfarin misseri og skilað eigendum sínum ríkulegum hagnaði, líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um. Jón Þór Þorvaldsson, arkitekt og titlaður hönnunarstjóri verksins, segir að eitt hafi leitt af öðru við framkvæmdirnar. Framkvæmdir innanhúss hafi leitt í ljós að flestir innveggir hafi verið óeinangraðir og afar hljóðbært milli veggja. Því var kippt í lag, auk þess sem frekari endurnýjun varð á innra rými hússins. „Svo hélt hann áfram upp í gegnum húsið. Bjó til nýjan stiga upp í risið til að geta nýtt það almennilega,“ segir Jón Þór. Þær breytingar sem Ingólfur hefur sótt um að gera á húsinu eru einmitt að setja upp þennan nýja stiga milli hæðar og riss, setja tvo nýja kvisti í þakið að aftanverðu eins og eru framan á því og lækkun garðs framan við húsið. Sem fyrr segir er ekki búið að samþykkja erindið. Loks þegar kom að þakinu komu fleiri vandræði í ljós. „Þá kom í ljós að þakið er nánast ónýtt, bara myglað. Og þar sem hann ætlar að reyna að búa þarna fer hann í að lagfæra þakið. Sækir um leið um leyfi hjá borginni til að gera þessa kvisti.“ Af umsögnum er ekki að sjá að athugasemdir hafi borist vegna kvistanna. Skipta þarf því um þakið og koma fyrir steinflísum sem fluttar eru inn frá Póllandi líkt og vinnuaflið í húsinu. Og til að reyna að nýta verkamennina sem komnir eru hingað til lands á launum ákvað Ingólfur að setja framkvæmdirnar í gang við að laga þakið. „Til að geta unnið þetta svona seint á árinu ákváðu þeir að pakka húsinu inn. Ég hafði aldrei séð svona. En þarna inni er allt annað hitastig og fín vinnuaðstaða,“ segir Jón Þór um innpökkunina. En þegar framkvæmdir voru komnar af stað, bak við huliðshjúpinn, segir Jón Þór líklegt að einhver hafi klagað. „Og það er búið að stöðva framkvæmdirnar og það helgast af því að hið endanlega leyfi er ekki komið. Fyrst hann vildi æða af stað og framkvæma áður en leyfi lá fyrir hef ég kúplað mig frá þessu. Ég var búinn að benda honum á að hann gæti lent í vandræðum án leyfa.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira