Framkvæmdir stopp í innpökkuðu glæsihúsi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 18. desember 2018 06:15 Fjölnisvegur 11 vekur nú athygli fyrir að vera eins og risastór jólapakki að sjá. Fyrir innan hafa framkvæmdir verið stöðvaðar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Framkvæmdir við hið fræga glæsihýsi við Fjölnisveg 11 hafa verið stöðvaðar þar sem breytingar sem stendur til að gera á því eru enn í grenndarkynningu og því ósamþykktar. Húsið, sem verið hefur í eigu margra þekktustu athafna- og auðmanna landsins undanfarin ár, hefur vakið athygli vegfarenda að undanförnu enda hefur því verið pakkað kyrfilega inn. Reist hefur verið skjólhús utan um húsið fræga. Húsið eignaðist Ingólfur Shahin, eigandi bókunarfyrirtækisins Guide to Iceland, sem notið hefur mikillar velgengni undanfarin misseri og skilað eigendum sínum ríkulegum hagnaði, líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um. Jón Þór Þorvaldsson, arkitekt og titlaður hönnunarstjóri verksins, segir að eitt hafi leitt af öðru við framkvæmdirnar. Framkvæmdir innanhúss hafi leitt í ljós að flestir innveggir hafi verið óeinangraðir og afar hljóðbært milli veggja. Því var kippt í lag, auk þess sem frekari endurnýjun varð á innra rými hússins. „Svo hélt hann áfram upp í gegnum húsið. Bjó til nýjan stiga upp í risið til að geta nýtt það almennilega,“ segir Jón Þór. Þær breytingar sem Ingólfur hefur sótt um að gera á húsinu eru einmitt að setja upp þennan nýja stiga milli hæðar og riss, setja tvo nýja kvisti í þakið að aftanverðu eins og eru framan á því og lækkun garðs framan við húsið. Sem fyrr segir er ekki búið að samþykkja erindið. Loks þegar kom að þakinu komu fleiri vandræði í ljós. „Þá kom í ljós að þakið er nánast ónýtt, bara myglað. Og þar sem hann ætlar að reyna að búa þarna fer hann í að lagfæra þakið. Sækir um leið um leyfi hjá borginni til að gera þessa kvisti.“ Af umsögnum er ekki að sjá að athugasemdir hafi borist vegna kvistanna. Skipta þarf því um þakið og koma fyrir steinflísum sem fluttar eru inn frá Póllandi líkt og vinnuaflið í húsinu. Og til að reyna að nýta verkamennina sem komnir eru hingað til lands á launum ákvað Ingólfur að setja framkvæmdirnar í gang við að laga þakið. „Til að geta unnið þetta svona seint á árinu ákváðu þeir að pakka húsinu inn. Ég hafði aldrei séð svona. En þarna inni er allt annað hitastig og fín vinnuaðstaða,“ segir Jón Þór um innpökkunina. En þegar framkvæmdir voru komnar af stað, bak við huliðshjúpinn, segir Jón Þór líklegt að einhver hafi klagað. „Og það er búið að stöðva framkvæmdirnar og það helgast af því að hið endanlega leyfi er ekki komið. Fyrst hann vildi æða af stað og framkvæma áður en leyfi lá fyrir hef ég kúplað mig frá þessu. Ég var búinn að benda honum á að hann gæti lent í vandræðum án leyfa.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Framkvæmdir við hið fræga glæsihýsi við Fjölnisveg 11 hafa verið stöðvaðar þar sem breytingar sem stendur til að gera á því eru enn í grenndarkynningu og því ósamþykktar. Húsið, sem verið hefur í eigu margra þekktustu athafna- og auðmanna landsins undanfarin ár, hefur vakið athygli vegfarenda að undanförnu enda hefur því verið pakkað kyrfilega inn. Reist hefur verið skjólhús utan um húsið fræga. Húsið eignaðist Ingólfur Shahin, eigandi bókunarfyrirtækisins Guide to Iceland, sem notið hefur mikillar velgengni undanfarin misseri og skilað eigendum sínum ríkulegum hagnaði, líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um. Jón Þór Þorvaldsson, arkitekt og titlaður hönnunarstjóri verksins, segir að eitt hafi leitt af öðru við framkvæmdirnar. Framkvæmdir innanhúss hafi leitt í ljós að flestir innveggir hafi verið óeinangraðir og afar hljóðbært milli veggja. Því var kippt í lag, auk þess sem frekari endurnýjun varð á innra rými hússins. „Svo hélt hann áfram upp í gegnum húsið. Bjó til nýjan stiga upp í risið til að geta nýtt það almennilega,“ segir Jón Þór. Þær breytingar sem Ingólfur hefur sótt um að gera á húsinu eru einmitt að setja upp þennan nýja stiga milli hæðar og riss, setja tvo nýja kvisti í þakið að aftanverðu eins og eru framan á því og lækkun garðs framan við húsið. Sem fyrr segir er ekki búið að samþykkja erindið. Loks þegar kom að þakinu komu fleiri vandræði í ljós. „Þá kom í ljós að þakið er nánast ónýtt, bara myglað. Og þar sem hann ætlar að reyna að búa þarna fer hann í að lagfæra þakið. Sækir um leið um leyfi hjá borginni til að gera þessa kvisti.“ Af umsögnum er ekki að sjá að athugasemdir hafi borist vegna kvistanna. Skipta þarf því um þakið og koma fyrir steinflísum sem fluttar eru inn frá Póllandi líkt og vinnuaflið í húsinu. Og til að reyna að nýta verkamennina sem komnir eru hingað til lands á launum ákvað Ingólfur að setja framkvæmdirnar í gang við að laga þakið. „Til að geta unnið þetta svona seint á árinu ákváðu þeir að pakka húsinu inn. Ég hafði aldrei séð svona. En þarna inni er allt annað hitastig og fín vinnuaðstaða,“ segir Jón Þór um innpökkunina. En þegar framkvæmdir voru komnar af stað, bak við huliðshjúpinn, segir Jón Þór líklegt að einhver hafi klagað. „Og það er búið að stöðva framkvæmdirnar og það helgast af því að hið endanlega leyfi er ekki komið. Fyrst hann vildi æða af stað og framkvæma áður en leyfi lá fyrir hef ég kúplað mig frá þessu. Ég var búinn að benda honum á að hann gæti lent í vandræðum án leyfa.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira