Flugvél snúið aftur til Keflavíkur vegna gruns um bilun Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2018 14:08 Engan sakaði um borð að sögn Guðjóns Helgasonar hjá Isavia. Vísir/Vilhelm Einkaflugvél sem tók á loft frá Keflavíkurflugvelli eftir hádegi í dag þurfti að snúa við og lenda aftur í Keflavík eftir að grunur vaknaði um bilun í nefhjóli vélarinnar. Þetta staðfestir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia í samtali við Vísi. Guðjón segir að fimm hafi verið um borð í flugvélinni sem lenti aftur á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 14 í dag. Að sögn Guðjóns vaknaði grunur um að nefhjól flugvélarinnar væri í ólagi þegar vélin var nýkomin í loftið. Flugvélin hringsólaði í nokkurn tíma til að klára eldsneyti áður en henni var lent. Að sögn Guðjóns sakaði engan um borð. Ekki fengust upplýsingar um það hvort atvikið flokkaðist sem öryggislending. Þá segir Guðjón einhvern viðbúnað hafa verið á flugvellinum vegna atviksins.Uppfært klukkan 14:37: Flugvélin, sem er sjúkraflugvél, var enn á flugbrautinni á þriðja tímanum að sögn Guðjóns en verður dregin í stæði. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er komin á vettvang og rannsakar m.a. hvort skemmdir hafi orðið á nefhjólinu við lendingu. Flugbrautin er lokuð sem stendur en Guðjón segir þó engar tafir hafa orðið á Keflavíkurflugvelli vegna þessa. Flugvélin var á leið til Goosebay í Kanada þegar henni var snúið við en Guðjón segir þó að hvorki hafi verið um bráðatilfelli né sjúkraflutning að ræða. Guðjón veit jafnframt ekki betur en að flugið sé á vegum erlendra rekstraraðila. Fréttir af flugi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Sjá meira
Einkaflugvél sem tók á loft frá Keflavíkurflugvelli eftir hádegi í dag þurfti að snúa við og lenda aftur í Keflavík eftir að grunur vaknaði um bilun í nefhjóli vélarinnar. Þetta staðfestir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia í samtali við Vísi. Guðjón segir að fimm hafi verið um borð í flugvélinni sem lenti aftur á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 14 í dag. Að sögn Guðjóns vaknaði grunur um að nefhjól flugvélarinnar væri í ólagi þegar vélin var nýkomin í loftið. Flugvélin hringsólaði í nokkurn tíma til að klára eldsneyti áður en henni var lent. Að sögn Guðjóns sakaði engan um borð. Ekki fengust upplýsingar um það hvort atvikið flokkaðist sem öryggislending. Þá segir Guðjón einhvern viðbúnað hafa verið á flugvellinum vegna atviksins.Uppfært klukkan 14:37: Flugvélin, sem er sjúkraflugvél, var enn á flugbrautinni á þriðja tímanum að sögn Guðjóns en verður dregin í stæði. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er komin á vettvang og rannsakar m.a. hvort skemmdir hafi orðið á nefhjólinu við lendingu. Flugbrautin er lokuð sem stendur en Guðjón segir þó engar tafir hafa orðið á Keflavíkurflugvelli vegna þessa. Flugvélin var á leið til Goosebay í Kanada þegar henni var snúið við en Guðjón segir þó að hvorki hafi verið um bráðatilfelli né sjúkraflutning að ræða. Guðjón veit jafnframt ekki betur en að flugið sé á vegum erlendra rekstraraðila.
Fréttir af flugi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Sjá meira