Flugvél snúið aftur til Keflavíkur vegna gruns um bilun Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2018 14:08 Engan sakaði um borð að sögn Guðjóns Helgasonar hjá Isavia. Vísir/Vilhelm Einkaflugvél sem tók á loft frá Keflavíkurflugvelli eftir hádegi í dag þurfti að snúa við og lenda aftur í Keflavík eftir að grunur vaknaði um bilun í nefhjóli vélarinnar. Þetta staðfestir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia í samtali við Vísi. Guðjón segir að fimm hafi verið um borð í flugvélinni sem lenti aftur á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 14 í dag. Að sögn Guðjóns vaknaði grunur um að nefhjól flugvélarinnar væri í ólagi þegar vélin var nýkomin í loftið. Flugvélin hringsólaði í nokkurn tíma til að klára eldsneyti áður en henni var lent. Að sögn Guðjóns sakaði engan um borð. Ekki fengust upplýsingar um það hvort atvikið flokkaðist sem öryggislending. Þá segir Guðjón einhvern viðbúnað hafa verið á flugvellinum vegna atviksins.Uppfært klukkan 14:37: Flugvélin, sem er sjúkraflugvél, var enn á flugbrautinni á þriðja tímanum að sögn Guðjóns en verður dregin í stæði. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er komin á vettvang og rannsakar m.a. hvort skemmdir hafi orðið á nefhjólinu við lendingu. Flugbrautin er lokuð sem stendur en Guðjón segir þó engar tafir hafa orðið á Keflavíkurflugvelli vegna þessa. Flugvélin var á leið til Goosebay í Kanada þegar henni var snúið við en Guðjón segir þó að hvorki hafi verið um bráðatilfelli né sjúkraflutning að ræða. Guðjón veit jafnframt ekki betur en að flugið sé á vegum erlendra rekstraraðila. Fréttir af flugi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Einkaflugvél sem tók á loft frá Keflavíkurflugvelli eftir hádegi í dag þurfti að snúa við og lenda aftur í Keflavík eftir að grunur vaknaði um bilun í nefhjóli vélarinnar. Þetta staðfestir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia í samtali við Vísi. Guðjón segir að fimm hafi verið um borð í flugvélinni sem lenti aftur á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 14 í dag. Að sögn Guðjóns vaknaði grunur um að nefhjól flugvélarinnar væri í ólagi þegar vélin var nýkomin í loftið. Flugvélin hringsólaði í nokkurn tíma til að klára eldsneyti áður en henni var lent. Að sögn Guðjóns sakaði engan um borð. Ekki fengust upplýsingar um það hvort atvikið flokkaðist sem öryggislending. Þá segir Guðjón einhvern viðbúnað hafa verið á flugvellinum vegna atviksins.Uppfært klukkan 14:37: Flugvélin, sem er sjúkraflugvél, var enn á flugbrautinni á þriðja tímanum að sögn Guðjóns en verður dregin í stæði. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er komin á vettvang og rannsakar m.a. hvort skemmdir hafi orðið á nefhjólinu við lendingu. Flugbrautin er lokuð sem stendur en Guðjón segir þó engar tafir hafa orðið á Keflavíkurflugvelli vegna þessa. Flugvélin var á leið til Goosebay í Kanada þegar henni var snúið við en Guðjón segir þó að hvorki hafi verið um bráðatilfelli né sjúkraflutning að ræða. Guðjón veit jafnframt ekki betur en að flugið sé á vegum erlendra rekstraraðila.
Fréttir af flugi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira