Lesið og skrifað á 21. öldinni Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. desember 2018 07:00 „Í dag má segja að börn séu læs þegar kemur að tækni en ekki skrifandi,“ sagði Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsviðtali á dögunum. Í gær lagði borgarfulltrúinn svo fram tillögu þar sem hún lagði til að forritun yrði almennt kennd í grunnskólum. Meirihluti borgarstjórnar samþykkti tillögu fulltrúa minnihlutans, aldrei þessu vant. Ánægjulegt var að sjá stjórnmálamennina stíga upp úr dægurþrasi í aðdraganda jóla og styðja góða hugmynd. Þau börn sem nú ganga í grunnskóla hafa haft aðgang að tölvu frá því þau fæddust. Samkvæmt nýlegum rannsóknum verða 65 prósent þeirra starfa sem unnin eru í dag ekki til innan fárra ára. Tækniþróun undanfarinna ára og áratuga hefur gjörbreytt heiminum. Þessi þróun mun halda áfram og að endingu gjörbreyta því umhverfi sem við þekkjum. Tölvur og gervigreind munu á næstu áratugum sjálfvirknivæða um helming þeirra starfa sem mannkynið vinnur í dag, líkt og þekkt er. Tæknimenntað fólk hefur mikið um það að segja hvernig atvinnulífið, og þar af leiðandi samfélagið sjálft, mun líta út í fyrirsjáanlegri framtíð. Í dag er lítið, en þó eitthvað, fjallað um forritun í aðalnámskrá grunnskólanna. Skólunum er í sjálfsvald sett hversu mikla forritun skal kenna. Þannig getur það oltið á áhuga og getu kennara hversu mikið forritun er tvinnuð inn í námsefnið. Sumir kennarar leggja mikið upp úr forritun, aðrir ekki. Slíkt bitnar á möguleikum barna þegar þau vaxa úr grasi. Mikilvægt er í þessu samhengi að sveitarstjórnir komi á samtali milli grunnskóla og atvinnulífs um hvernig framtíðin lítur út. Þessi tillaga er gott skref í þá átt, þar sem kennsla í forritun verður innleidd í sátt við starfsfólk grunnskólanna. Forritunarkennsla verði veigamikill þáttur í menntun barna. Til þess þarf að virkja og mennta kennara, foreldra og börnin sjálf. Það er ærið verkefni, en einfaldlega svar við kalli tímans. Flest börn í dag kunna að nota tölvur. Þau horfa á bíómyndir og þætti, skoða samfélagsmiðla, læra jafnvel tungumál og nota ýmis forrit fyrir ólík áhugamál sín. Eins og það er mikilvægt að kunna að nota tæknina er ekki síður mikilvægt að hafa grunnhugmynd um það hvernig hún virkar. Það er einfaldlega mikilvægur hluti af læsi 21. aldarinnar. Börnin okkar eiga að kunna að lesa, skrifa, reikna og forrita. Forritun er nauðsynlegur þáttur í að undirbúa börnin til þess að mæta kröfum sem þeirra bíða. Það er hlutverk sveitarstjórna, foreldra og kennara að fjárfesta í þessari framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
„Í dag má segja að börn séu læs þegar kemur að tækni en ekki skrifandi,“ sagði Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsviðtali á dögunum. Í gær lagði borgarfulltrúinn svo fram tillögu þar sem hún lagði til að forritun yrði almennt kennd í grunnskólum. Meirihluti borgarstjórnar samþykkti tillögu fulltrúa minnihlutans, aldrei þessu vant. Ánægjulegt var að sjá stjórnmálamennina stíga upp úr dægurþrasi í aðdraganda jóla og styðja góða hugmynd. Þau börn sem nú ganga í grunnskóla hafa haft aðgang að tölvu frá því þau fæddust. Samkvæmt nýlegum rannsóknum verða 65 prósent þeirra starfa sem unnin eru í dag ekki til innan fárra ára. Tækniþróun undanfarinna ára og áratuga hefur gjörbreytt heiminum. Þessi þróun mun halda áfram og að endingu gjörbreyta því umhverfi sem við þekkjum. Tölvur og gervigreind munu á næstu áratugum sjálfvirknivæða um helming þeirra starfa sem mannkynið vinnur í dag, líkt og þekkt er. Tæknimenntað fólk hefur mikið um það að segja hvernig atvinnulífið, og þar af leiðandi samfélagið sjálft, mun líta út í fyrirsjáanlegri framtíð. Í dag er lítið, en þó eitthvað, fjallað um forritun í aðalnámskrá grunnskólanna. Skólunum er í sjálfsvald sett hversu mikla forritun skal kenna. Þannig getur það oltið á áhuga og getu kennara hversu mikið forritun er tvinnuð inn í námsefnið. Sumir kennarar leggja mikið upp úr forritun, aðrir ekki. Slíkt bitnar á möguleikum barna þegar þau vaxa úr grasi. Mikilvægt er í þessu samhengi að sveitarstjórnir komi á samtali milli grunnskóla og atvinnulífs um hvernig framtíðin lítur út. Þessi tillaga er gott skref í þá átt, þar sem kennsla í forritun verður innleidd í sátt við starfsfólk grunnskólanna. Forritunarkennsla verði veigamikill þáttur í menntun barna. Til þess þarf að virkja og mennta kennara, foreldra og börnin sjálf. Það er ærið verkefni, en einfaldlega svar við kalli tímans. Flest börn í dag kunna að nota tölvur. Þau horfa á bíómyndir og þætti, skoða samfélagsmiðla, læra jafnvel tungumál og nota ýmis forrit fyrir ólík áhugamál sín. Eins og það er mikilvægt að kunna að nota tæknina er ekki síður mikilvægt að hafa grunnhugmynd um það hvernig hún virkar. Það er einfaldlega mikilvægur hluti af læsi 21. aldarinnar. Börnin okkar eiga að kunna að lesa, skrifa, reikna og forrita. Forritun er nauðsynlegur þáttur í að undirbúa börnin til þess að mæta kröfum sem þeirra bíða. Það er hlutverk sveitarstjórna, foreldra og kennara að fjárfesta í þessari framtíð.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun