Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2018 08:20 Marius og Maren á Íslandi í sumar. Mynd/Marius Fuglestad Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. Þau dvöldu á Íslandi í sumar og ferðuðust um landið, þar sem hann sá Maren síðast á lífi. Lík Marenar og danskrar samferðakonu hennar, Louisu Vesterager Jespersen, fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun en svæðið er vinsæll ferðamannastaður um hundrað kílómetra sunnan af Marrakesh. Þær stunduðu báðar nám í leiðsögumennsku við háskóla í Noregi og voru saman á mánaðarlöngu bakpokaferðalagi um Marokkó.Dreymdi saman um ÍslandsferðLouisa Vesterager Jespersen.Marius Fuglestad er norskur ferðalangur sem heldur úti nokkuð vinsælli Instagram-síðu undir nafninu Eventyrgauken, eða Ævintýragaukurinn upp á íslensku. Hann segir í samtali við VG að þau Maren hafi kynnst í sumar. Þau hafi bæði haft unun af útivist og ákváðu að endingu að láta sameiginlegan draum rætast. „Við töluðum lengi um að fara til Íslands og tveimur dögum síðar vorum við búin að bóka ferðina.“ Marius og Maren komu til landsins í júlí en Maren þurfti að hætta göngunni fyrr en áætlað var vegna meiðsla í fæti. Leiðir þeirra skildu því eftir nokkra daga en Marius hélt sjálfur áfram ferð sinni. Þetta var í síðasta skipti sem hann sá Maren á lífi. „Þetta er síðasta minning mín um hana. Við fórum saman þvert yfir Ísland fyrir fimm mánuðum. Nú er hún farin. Við töluðum um að lífið gæti verið stutt og að við yrðum að lifa því á meðan við gætum.“ Að sögn Mariusar var Maren jákvæð, ljúf og undi sér best úti í náttúrunni. Í kjölfar Íslandsferðarinnar hafi hana dreymt um að ganga á Grænlandsjökul en Marius leggur jafnframt þunga áherslu á að Maren hafi verið afar annt um öryggi sitt á ferðalögum. „Mig hefði aldrei grunað að svona nokkuð myndi henda hana, af öllu útivistarfólki sem ég þekki.“ View this post on InstagramRiver crossing - dangerous, exciting and refreshing A post shared by Marius Fuglestad (@eventyrgauken) on Jul 22, 2018 at 10:42am PDTÞrír Marokkómenn handteknirÞrír eru í haldi lögreglu í Marokkó vegna morðanna á Maren og Louisu. Allir eru mennirnir Marokkómenn og er talið að málið tengist öfgastefnu eða hryðjuverkum. Vegfarandi gekk fram á lík þeirra en þær höfðu búið sér næturstað við göngustíg á fjallinu Toubkal. Áverkar eftir eggvopn fundust m.a. á hálsi þeirra en norskir fjölmiðlar lýsa morðinu sem hrottalegu. Afríka Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Handtekinn í tengslum við morðið á vinkonunum í Marokkó Lík Ueland og Jespersen fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 10:48 Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40 Tveir til viðbótar handteknir vegna morðsins í Marokkó Einn var handtekinn í morgun og því eru þrír í haldi lögreglu vegna málsins. 18. desember 2018 15:21 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Sjá meira
Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. Þau dvöldu á Íslandi í sumar og ferðuðust um landið, þar sem hann sá Maren síðast á lífi. Lík Marenar og danskrar samferðakonu hennar, Louisu Vesterager Jespersen, fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun en svæðið er vinsæll ferðamannastaður um hundrað kílómetra sunnan af Marrakesh. Þær stunduðu báðar nám í leiðsögumennsku við háskóla í Noregi og voru saman á mánaðarlöngu bakpokaferðalagi um Marokkó.Dreymdi saman um ÍslandsferðLouisa Vesterager Jespersen.Marius Fuglestad er norskur ferðalangur sem heldur úti nokkuð vinsælli Instagram-síðu undir nafninu Eventyrgauken, eða Ævintýragaukurinn upp á íslensku. Hann segir í samtali við VG að þau Maren hafi kynnst í sumar. Þau hafi bæði haft unun af útivist og ákváðu að endingu að láta sameiginlegan draum rætast. „Við töluðum lengi um að fara til Íslands og tveimur dögum síðar vorum við búin að bóka ferðina.“ Marius og Maren komu til landsins í júlí en Maren þurfti að hætta göngunni fyrr en áætlað var vegna meiðsla í fæti. Leiðir þeirra skildu því eftir nokkra daga en Marius hélt sjálfur áfram ferð sinni. Þetta var í síðasta skipti sem hann sá Maren á lífi. „Þetta er síðasta minning mín um hana. Við fórum saman þvert yfir Ísland fyrir fimm mánuðum. Nú er hún farin. Við töluðum um að lífið gæti verið stutt og að við yrðum að lifa því á meðan við gætum.“ Að sögn Mariusar var Maren jákvæð, ljúf og undi sér best úti í náttúrunni. Í kjölfar Íslandsferðarinnar hafi hana dreymt um að ganga á Grænlandsjökul en Marius leggur jafnframt þunga áherslu á að Maren hafi verið afar annt um öryggi sitt á ferðalögum. „Mig hefði aldrei grunað að svona nokkuð myndi henda hana, af öllu útivistarfólki sem ég þekki.“ View this post on InstagramRiver crossing - dangerous, exciting and refreshing A post shared by Marius Fuglestad (@eventyrgauken) on Jul 22, 2018 at 10:42am PDTÞrír Marokkómenn handteknirÞrír eru í haldi lögreglu í Marokkó vegna morðanna á Maren og Louisu. Allir eru mennirnir Marokkómenn og er talið að málið tengist öfgastefnu eða hryðjuverkum. Vegfarandi gekk fram á lík þeirra en þær höfðu búið sér næturstað við göngustíg á fjallinu Toubkal. Áverkar eftir eggvopn fundust m.a. á hálsi þeirra en norskir fjölmiðlar lýsa morðinu sem hrottalegu.
Afríka Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Handtekinn í tengslum við morðið á vinkonunum í Marokkó Lík Ueland og Jespersen fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 10:48 Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40 Tveir til viðbótar handteknir vegna morðsins í Marokkó Einn var handtekinn í morgun og því eru þrír í haldi lögreglu vegna málsins. 18. desember 2018 15:21 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Sjá meira
Handtekinn í tengslum við morðið á vinkonunum í Marokkó Lík Ueland og Jespersen fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 10:48
Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40
Tveir til viðbótar handteknir vegna morðsins í Marokkó Einn var handtekinn í morgun og því eru þrír í haldi lögreglu vegna málsins. 18. desember 2018 15:21