Bjarki Már Elísson komst ekki í æfingahóp Guðmundar: 20 manna hópur klár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2018 13:00 Aron Pálmarsson, Björgvin Páll Gústavsson, Aron Rafn Eðvarðsson og Rúnar Kárason eru allir í hópnum Vísir/Daníel Guðmundur Guðmundsson kynnti æfingahóp sinn fyrir HM í handbolta í Kringlunni í dag en íslenska landsliðið mun hefja æfingar á milli jóla og nýárs. Guðmundur var áður búinn að tilkynna 28 manna hóp og fækkaði hann því um átta á listanum að þessu sinni. Þessir tuttugu leikmenn munu væntanlega berjast um sautján laus sæti. Hvert lið má tilkynna inn sextán leikmenn en líklegast er að Guðmundur fari út til Þýskalands með sautján leikmenn. Mesta athygli vekur að Bjarki Már Elísson leikmaður þýska liðsins Füchse Berlin, kemst ekki í tuttugu manna æfingahópinn og þar eru líka bara tveir markverðir. Guðmundur er því þegar búinn að velja þá markverði sem hann ætlar að treysta á á HM í handbolta í janúar. Guðmundur ræddi þá ákvörðun að velja ekki Bjarka. „Þetta var mjög erfitt val. Gríðarlega erfitt. Við Gunnar erum búnir að liggja yfir þessu í langan tíma. Höfum skoðað alla vinkla á þessu. Erum með þrjá frábæra vinstri hornamenn en gátum bara valið tvo,“ sagði Guðmundur á fundinum. Markverðir Íslands á HM 2019 verða því þeir Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson. Guðmundur er með tvo leikmenn í hvoru horni og svo tvo leikmenn með það aðalhlutverk í liðinu að spila vörn. Fjölmennasta leikstaðan er leikstjórnendastaðan en þar eru fjórir leikmenn. Janus Daði Smárason hefur reynslu af stórmótum en þar eru líka ungu strákarnir Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Haukur Þrastarson. Fimm leikmenn úr Olís deildinni eru í æfingahópnum en auk Selfyssinganna Elvars og Hauks eru þar Ágúst Birgisson úr FH, Ýmir Örn Gíslason úr Val og Daníel Þór Ingason úr Haukum. Vísir hafði ekki alveg rétt fyrir sér þegar við spáðum í morgun um hvernig hópurinn myndi líta út. Við vorum með markvörðinn Daníel Freyr Andrésson og hornamanninn Bjarki Már Elísson inni á kostnað þeirra Janus Daða Smárasonar og Arnars Birkis Hálfdánssonar. Strákarnir okkar hefja æfingar 27. desember næstkomandi. HM-hópurinn verður síðan valinn í byrjun næsta árs. Íslenska landsliðið heldur síðan til Noregs 2. janúar og tekur þar þátt í Gjendsidige Cup. Þaðan fer liðið til Munchen í Þýskalandi 9. janúar og er fyrsti leikurinn á HM gegn Spánverjum föstudaginn 11. janúar.Æfingahópur Íslands fyrir HM í handbolta 2019:Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Skjern Aron Rafn Eðvarðsson, Hamburg SVVinstra horn: Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Löwen Stefán Rafn Sigurmannsson, Pick SzegedVinstri skyttur: Aron Pálmarsson, Barcelona Ólafur Guðmundsson, KristianstadLeikstjórnendur: Elvar Örn Jónsson, Selfoss Gísli Þorgeir Kristjánsson, Kiel Haukur Þrastarson, Selfoss Janus Daði Smárason, ÁlaborgHægri skyttur: Arnar Birkir Hálfdánsson, SönderjyskE Ómar Ingi Magnússon, Álaborg Rúnar Kárason, Ribe-EsbjergHægra horn: Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer Sigvaldi Guðjónsson, ElverumLínumenn: Arnar Freyr Arnarsson, Kristianstad Ágúst Birgisson, FH Ýmir Örn Gíslason, ValurVarnarmenn: Ólafur Gústafsson, KIF Kolding Daníel Þór Ingason, HaukarÞessir voru á 28 manna listanum en komust ekki í æfingahópinnMarkmenn: Ágúst Elí Björgvinsson, Sävehof Daníel Freyr Andrésson, ValVinstra horn: Bjarki Már Elísson, Füchse BerlinVinstri skytta: Róbert Aron Hostert, ValHægri skytta: Teitur Örn Einarsson, KristianstadHægra horn: Óðinn Þór Ríkharðsson, GOGLínumenn: Heimir Óli Heimisson, Haukum Sveinn Jóhannsson, ÍR HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson kynnti æfingahóp sinn fyrir HM í handbolta í Kringlunni í dag en íslenska landsliðið mun hefja æfingar á milli jóla og nýárs. Guðmundur var áður búinn að tilkynna 28 manna hóp og fækkaði hann því um átta á listanum að þessu sinni. Þessir tuttugu leikmenn munu væntanlega berjast um sautján laus sæti. Hvert lið má tilkynna inn sextán leikmenn en líklegast er að Guðmundur fari út til Þýskalands með sautján leikmenn. Mesta athygli vekur að Bjarki Már Elísson leikmaður þýska liðsins Füchse Berlin, kemst ekki í tuttugu manna æfingahópinn og þar eru líka bara tveir markverðir. Guðmundur er því þegar búinn að velja þá markverði sem hann ætlar að treysta á á HM í handbolta í janúar. Guðmundur ræddi þá ákvörðun að velja ekki Bjarka. „Þetta var mjög erfitt val. Gríðarlega erfitt. Við Gunnar erum búnir að liggja yfir þessu í langan tíma. Höfum skoðað alla vinkla á þessu. Erum með þrjá frábæra vinstri hornamenn en gátum bara valið tvo,“ sagði Guðmundur á fundinum. Markverðir Íslands á HM 2019 verða því þeir Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson. Guðmundur er með tvo leikmenn í hvoru horni og svo tvo leikmenn með það aðalhlutverk í liðinu að spila vörn. Fjölmennasta leikstaðan er leikstjórnendastaðan en þar eru fjórir leikmenn. Janus Daði Smárason hefur reynslu af stórmótum en þar eru líka ungu strákarnir Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Haukur Þrastarson. Fimm leikmenn úr Olís deildinni eru í æfingahópnum en auk Selfyssinganna Elvars og Hauks eru þar Ágúst Birgisson úr FH, Ýmir Örn Gíslason úr Val og Daníel Þór Ingason úr Haukum. Vísir hafði ekki alveg rétt fyrir sér þegar við spáðum í morgun um hvernig hópurinn myndi líta út. Við vorum með markvörðinn Daníel Freyr Andrésson og hornamanninn Bjarki Már Elísson inni á kostnað þeirra Janus Daða Smárasonar og Arnars Birkis Hálfdánssonar. Strákarnir okkar hefja æfingar 27. desember næstkomandi. HM-hópurinn verður síðan valinn í byrjun næsta árs. Íslenska landsliðið heldur síðan til Noregs 2. janúar og tekur þar þátt í Gjendsidige Cup. Þaðan fer liðið til Munchen í Þýskalandi 9. janúar og er fyrsti leikurinn á HM gegn Spánverjum föstudaginn 11. janúar.Æfingahópur Íslands fyrir HM í handbolta 2019:Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Skjern Aron Rafn Eðvarðsson, Hamburg SVVinstra horn: Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Löwen Stefán Rafn Sigurmannsson, Pick SzegedVinstri skyttur: Aron Pálmarsson, Barcelona Ólafur Guðmundsson, KristianstadLeikstjórnendur: Elvar Örn Jónsson, Selfoss Gísli Þorgeir Kristjánsson, Kiel Haukur Þrastarson, Selfoss Janus Daði Smárason, ÁlaborgHægri skyttur: Arnar Birkir Hálfdánsson, SönderjyskE Ómar Ingi Magnússon, Álaborg Rúnar Kárason, Ribe-EsbjergHægra horn: Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer Sigvaldi Guðjónsson, ElverumLínumenn: Arnar Freyr Arnarsson, Kristianstad Ágúst Birgisson, FH Ýmir Örn Gíslason, ValurVarnarmenn: Ólafur Gústafsson, KIF Kolding Daníel Þór Ingason, HaukarÞessir voru á 28 manna listanum en komust ekki í æfingahópinnMarkmenn: Ágúst Elí Björgvinsson, Sävehof Daníel Freyr Andrésson, ValVinstra horn: Bjarki Már Elísson, Füchse BerlinVinstri skytta: Róbert Aron Hostert, ValHægri skytta: Teitur Örn Einarsson, KristianstadHægra horn: Óðinn Þór Ríkharðsson, GOGLínumenn: Heimir Óli Heimisson, Haukum Sveinn Jóhannsson, ÍR
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira