Segið af ykkur Stjórn Uppreisnar og ungliðahreyfingar Viðreisnar. skrifa 1. desember 2018 13:07 Kvenfyrirlitningin, fötlunarfordómarnir og hommahatrið sem sex þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins sýndu þriðjudaginn 20. nóvember s.l. brýtur gegn siðareglum alþingismanna. Uppreisn skorar á Miðflokksmennina Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Braga Sveinsson, Bergþór Ólason og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur ásamt Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni úr Flokki fólksins að segja af sér þingmennsku hið snarasta og biðja viðkomandi sem þau særðu og þjóðina afsökunar. Í aldanna rás hafa konur þurft að upplifa ofbeldi, kúgun og niðurlægingu af höndum karla og þá sérstaklega valdamikilla karla. Sárt er að horfa upp á þingmenn og fyrrverandi ráðherra kalla kvenkyns þingmenn „húrrandi klikkaða kuntu,“ „helvítis tík“ sem „spilar á karlmenn eins og kvenfólk kann“ og því miður margt viðurstyggilegt fleira. Þær konur sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins hafa dregið í viðbjóðslegt níð eiga að sjálfsögðu ekkert af þessu skilið. Freyja Haraldsdóttir hefur verið ötul baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks í mörg ár. Íslenskt samfélag kann henni margt að þakka. Það er með ólíkindum að þingmenn skuli bera hana saman við dýr, þegar þeir eru hinir einu sem sýna fram á vanþróað villidýraeðli. Í mörgum löndum er hinsegin fólk jaðarsett, útskúfað úr samfélaginu og jafnvel drepið. Ráðamenn Íslands eiga að kappkosta við að búa til samfélag þar sem hinsegin fólki líður vel. Það er hræðilegt að heyra þingmenn tala til þessa hóps á niðrandi máta. Það er gríðarlega mikilvægt að samfélagsþegnar taki ábyrgð á orðum sínum og þingmenn eru engin undantekning þar á. Nauðgunarmenning, kvenfyrirlitning og fordómar þrífast í samfélagi þar sem einstaklingar komast upp með talsmáta sem þennan án afleiðinga. Það er óásættanlegt að ráðamenn þjóðarinnar tali fyrir feminískum gildum og jafnrétti út á við en grafi undan því í einrúmi. Þið eruð hluti af vandamálinu. Hvernig ætlið þið að leysa það? Stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Sjá meira
Kvenfyrirlitningin, fötlunarfordómarnir og hommahatrið sem sex þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins sýndu þriðjudaginn 20. nóvember s.l. brýtur gegn siðareglum alþingismanna. Uppreisn skorar á Miðflokksmennina Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Braga Sveinsson, Bergþór Ólason og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur ásamt Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni úr Flokki fólksins að segja af sér þingmennsku hið snarasta og biðja viðkomandi sem þau særðu og þjóðina afsökunar. Í aldanna rás hafa konur þurft að upplifa ofbeldi, kúgun og niðurlægingu af höndum karla og þá sérstaklega valdamikilla karla. Sárt er að horfa upp á þingmenn og fyrrverandi ráðherra kalla kvenkyns þingmenn „húrrandi klikkaða kuntu,“ „helvítis tík“ sem „spilar á karlmenn eins og kvenfólk kann“ og því miður margt viðurstyggilegt fleira. Þær konur sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins hafa dregið í viðbjóðslegt níð eiga að sjálfsögðu ekkert af þessu skilið. Freyja Haraldsdóttir hefur verið ötul baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks í mörg ár. Íslenskt samfélag kann henni margt að þakka. Það er með ólíkindum að þingmenn skuli bera hana saman við dýr, þegar þeir eru hinir einu sem sýna fram á vanþróað villidýraeðli. Í mörgum löndum er hinsegin fólk jaðarsett, útskúfað úr samfélaginu og jafnvel drepið. Ráðamenn Íslands eiga að kappkosta við að búa til samfélag þar sem hinsegin fólki líður vel. Það er hræðilegt að heyra þingmenn tala til þessa hóps á niðrandi máta. Það er gríðarlega mikilvægt að samfélagsþegnar taki ábyrgð á orðum sínum og þingmenn eru engin undantekning þar á. Nauðgunarmenning, kvenfyrirlitning og fordómar þrífast í samfélagi þar sem einstaklingar komast upp með talsmáta sem þennan án afleiðinga. Það er óásættanlegt að ráðamenn þjóðarinnar tali fyrir feminískum gildum og jafnrétti út á við en grafi undan því í einrúmi. Þið eruð hluti af vandamálinu. Hvernig ætlið þið að leysa það? Stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar