Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. desember 2018 14:39 Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Ólafur Ísleifsson óháður þingmaður en áður þingmaður Flokks fólksins segir að ákvörðun stjórnar flokksins að reka Karl Gauta Hjaltason og hann sjálfan hafi komið honum á óvart. Hann segist þó ekki gera lítið úr þeim mistökum hans að sitja þegjandi undir ljótum orðum sem féllu kvöldið 20. nóvember á bar skammt frá Alþingishúsinu og náðust á upptöku. „Ég vek hins vegar athygli á því að í umfjöllun fjölmiðla hafa ekki verið rakin til mín orð sem hægt er að túlka sem siðferðislega ámælisverð eða neikvæð í garð nokkurs manns. Ég yfirgaf þetta samkvæmi þegar ég sá að í óefni stefndi,“ sagði Ólafur í yfirlýsingu sem hann sendi til fjölmiðla landsins. „Kemur spánskt fyrir sjónir að nærvera mín, en um leið hjáseta í hnífaköstum þessa orðljóta samkvæmis, þyki gild ástæða til brottreksturs úr stjórnmálaflokki.“ Ólafur og Karl Gauti, fyrrverandi flokksmenn Flokks fólksins voru á stjórnarfundi flokksins í gær reknir. Atkvæði voru greidd um ákvörðunina. Átta greiddu atkvæði með tillögunni en einn greiddi atkvæði á móti. „Með þessari stjórnarákvörðun sýnast ný viðmið vera sett í Flokki fólksins. Vonandi er að þeir sem eftir eru standist þær siðferðiskröfur sem til þeirra hljóta héðan í frá að vera gerðar. Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð,“ segir Ólafur. Ólafur segist ekki vera viss um að framtíðarhagsmunir flokksins hafi verið hafðir að leiðarljósi þegar ákvörðun stjórnarinnar um brottrekstur þeirra Ólafs og Karls Gauta var tekin. „Á þeirri ákvörðun ber ég enga ábyrgð en stjórnin alla.“ Ólafur hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 16:43 Bæjarstjóranum ekki borist nein afsökunarbeiðni Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum hefur ekki fengið neina afsökunarbeiðni vegna hinna svokölluðu Klaustursupptaka. 1. desember 2018 12:14 Tveir í leyfi og tveir reknir til áhrifaleysis Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. 1. desember 2018 08:15 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Ólafur Ísleifsson óháður þingmaður en áður þingmaður Flokks fólksins segir að ákvörðun stjórnar flokksins að reka Karl Gauta Hjaltason og hann sjálfan hafi komið honum á óvart. Hann segist þó ekki gera lítið úr þeim mistökum hans að sitja þegjandi undir ljótum orðum sem féllu kvöldið 20. nóvember á bar skammt frá Alþingishúsinu og náðust á upptöku. „Ég vek hins vegar athygli á því að í umfjöllun fjölmiðla hafa ekki verið rakin til mín orð sem hægt er að túlka sem siðferðislega ámælisverð eða neikvæð í garð nokkurs manns. Ég yfirgaf þetta samkvæmi þegar ég sá að í óefni stefndi,“ sagði Ólafur í yfirlýsingu sem hann sendi til fjölmiðla landsins. „Kemur spánskt fyrir sjónir að nærvera mín, en um leið hjáseta í hnífaköstum þessa orðljóta samkvæmis, þyki gild ástæða til brottreksturs úr stjórnmálaflokki.“ Ólafur og Karl Gauti, fyrrverandi flokksmenn Flokks fólksins voru á stjórnarfundi flokksins í gær reknir. Atkvæði voru greidd um ákvörðunina. Átta greiddu atkvæði með tillögunni en einn greiddi atkvæði á móti. „Með þessari stjórnarákvörðun sýnast ný viðmið vera sett í Flokki fólksins. Vonandi er að þeir sem eftir eru standist þær siðferðiskröfur sem til þeirra hljóta héðan í frá að vera gerðar. Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð,“ segir Ólafur. Ólafur segist ekki vera viss um að framtíðarhagsmunir flokksins hafi verið hafðir að leiðarljósi þegar ákvörðun stjórnarinnar um brottrekstur þeirra Ólafs og Karls Gauta var tekin. „Á þeirri ákvörðun ber ég enga ábyrgð en stjórnin alla.“ Ólafur hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 16:43 Bæjarstjóranum ekki borist nein afsökunarbeiðni Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum hefur ekki fengið neina afsökunarbeiðni vegna hinna svokölluðu Klaustursupptaka. 1. desember 2018 12:14 Tveir í leyfi og tveir reknir til áhrifaleysis Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. 1. desember 2018 08:15 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45
Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 16:43
Bæjarstjóranum ekki borist nein afsökunarbeiðni Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum hefur ekki fengið neina afsökunarbeiðni vegna hinna svokölluðu Klaustursupptaka. 1. desember 2018 12:14
Tveir í leyfi og tveir reknir til áhrifaleysis Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. 1. desember 2018 08:15