Minni hætta á snjóflóðum þökk sé stöðugum veðurskilyrðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. desember 2018 17:26 Harpa Grímsdóttir, forstöðumaður snjóflóðaseturs Vestfjarða. Vísir Harpa Grímsdóttir, forstöðumaður snjóflóðaseturs Vestfjarða, segir snjóinn sem kyngt hefur niður á Vestfjörðum vera nokkuð stöðugan og því minni hætta á snjóflóðum en ella. Eins og Vísir greindi frá féll snjóflóð á Flateyrarvegi á Hvilftarströnd í gær. Tveir bílar með samtals fimm farþega lentu í flóðinu, en farþegarnir sluppu allir ómeiddir úr flóðinu. „Þessi snjór sem hefur verið að koma undanfarna daga er kannski stöðugur miðað við hvað hann hefur þó verið mikill, og það er vegna þess að hann kemur á auða jörð. Hann hefur komið allur í svona svipuðu veðri, það er búin að vera svipuð vindátt allan tímann og svipaður vindstyrkur og þá er hann svona stöðugri heldur en ef það hefði verið mikill snjór fyrir. Þá hefðum við líklega verið farin að sjá fleiri flóð úti á vegi og svoleiðis“ Harpa segir að í veðri eins og því sem gengið hefur yfir að undanförnu væri dæmigert að sjá flóð í Súðavíkurhlíð en á því hefur ekki borið enn þá. Hún segir þó að lélegt skyggni til fjalla valdi því að ekki sé hægt að segja til með fullri vissu um hvort fleiri flóð hafi fallið á svæðinu. „Menn hafa verið að reyna að rýna í fjöll í dag. Við erum líka með sjálfvirka snjódýptarmæla sem við fylgjumst vel með, auk veðurmæla sem mæla úrkomu og vind. Við teljum ekki að það sé snjóflóðahætta í byggð en við fylgjumst vel með á snjóflóðavakt veðurstofunnar.“Óvissustig í Súðavík og ÓlafsfirðiAðspurð hvort hætta vofi yfir einhverjum landshlutum segir Harpa ekki svo vera en sagði þó óvissustig ríkja á tveimur stöðum á landinu. „Það er óvissustig í Súðavíkurhlíðinni en hún er opin, sem þýðir að það er einhver snjóflóðahætta til staðar og það sama gildir um Ólafsfjarðarveg fyrir norðan, þar er óvissustig vegna snjóflóðahættu.“ Þá segir Harpa ástandið vera nokkuð stöðugt annars staðar á landinu, hvergi væri snjóflóðahætta í byggð.Ekki verið hægt að kanna stöðuna sökum veðursHarpa segir að fannferginu á Vestfjörðum myndi að öllum líkindum ljúka seint í kvöld eða nótt og veðrið á svæðinu yrði heldur skaplegra á morgun. Þá hefði snjóað talsvert á Austfjörðum, en sá snjór sem hefði fallið væri að mestu leyti stöðugur. „Það kom talsvert mikill snjór í vikunni en hann kom að hluta til sem rigning á láglendi þannig það er svolítill snjór til fjalla en lítill á láglendi, og snjórinn talinn frekar stöðugur.“ Harpa segir að þegar mikill snjór falli á stuttum tíma sé alltaf hætta á flóðum, þó hættan sé ekki talin mikil í byggð. Þó verði að hafa í huga að fari fólk til fjalla stuttu eftir mikla snjókomu, til að mynda á skíði eða sleða, sé hætta á því að flóð fari af stað af mannavöldum. Kanna þurfi aðstæður áður en fólk fari af stað. „Snjórinn getur þurft smá tíma til að setjast, við höfum ekki haft tækifæri út af veðri til að kanna stöðugleikann á snjónum og gera prófanir til að kanna hvort það sé möguleiki að fólk setji af stað flóð.“ Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Fimm sluppu ómeiddir þegar snjóflóð féll á bíla við Flateyri Björgunarsveitir og viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út vegna flóðsins sem féll á Flateyrarveg. 30. nóvember 2018 20:00 „Hrikalegt að finna snjóflóðið taka bílinn með sér“ Fjölskylda í bílnum sem snjóflóðið hreif með sér slapp á ótrúlegan hátt út úr flóðinu. Bílinn er mikið skemmdur 30. nóvember 2018 21:52 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Harpa Grímsdóttir, forstöðumaður snjóflóðaseturs Vestfjarða, segir snjóinn sem kyngt hefur niður á Vestfjörðum vera nokkuð stöðugan og því minni hætta á snjóflóðum en ella. Eins og Vísir greindi frá féll snjóflóð á Flateyrarvegi á Hvilftarströnd í gær. Tveir bílar með samtals fimm farþega lentu í flóðinu, en farþegarnir sluppu allir ómeiddir úr flóðinu. „Þessi snjór sem hefur verið að koma undanfarna daga er kannski stöðugur miðað við hvað hann hefur þó verið mikill, og það er vegna þess að hann kemur á auða jörð. Hann hefur komið allur í svona svipuðu veðri, það er búin að vera svipuð vindátt allan tímann og svipaður vindstyrkur og þá er hann svona stöðugri heldur en ef það hefði verið mikill snjór fyrir. Þá hefðum við líklega verið farin að sjá fleiri flóð úti á vegi og svoleiðis“ Harpa segir að í veðri eins og því sem gengið hefur yfir að undanförnu væri dæmigert að sjá flóð í Súðavíkurhlíð en á því hefur ekki borið enn þá. Hún segir þó að lélegt skyggni til fjalla valdi því að ekki sé hægt að segja til með fullri vissu um hvort fleiri flóð hafi fallið á svæðinu. „Menn hafa verið að reyna að rýna í fjöll í dag. Við erum líka með sjálfvirka snjódýptarmæla sem við fylgjumst vel með, auk veðurmæla sem mæla úrkomu og vind. Við teljum ekki að það sé snjóflóðahætta í byggð en við fylgjumst vel með á snjóflóðavakt veðurstofunnar.“Óvissustig í Súðavík og ÓlafsfirðiAðspurð hvort hætta vofi yfir einhverjum landshlutum segir Harpa ekki svo vera en sagði þó óvissustig ríkja á tveimur stöðum á landinu. „Það er óvissustig í Súðavíkurhlíðinni en hún er opin, sem þýðir að það er einhver snjóflóðahætta til staðar og það sama gildir um Ólafsfjarðarveg fyrir norðan, þar er óvissustig vegna snjóflóðahættu.“ Þá segir Harpa ástandið vera nokkuð stöðugt annars staðar á landinu, hvergi væri snjóflóðahætta í byggð.Ekki verið hægt að kanna stöðuna sökum veðursHarpa segir að fannferginu á Vestfjörðum myndi að öllum líkindum ljúka seint í kvöld eða nótt og veðrið á svæðinu yrði heldur skaplegra á morgun. Þá hefði snjóað talsvert á Austfjörðum, en sá snjór sem hefði fallið væri að mestu leyti stöðugur. „Það kom talsvert mikill snjór í vikunni en hann kom að hluta til sem rigning á láglendi þannig það er svolítill snjór til fjalla en lítill á láglendi, og snjórinn talinn frekar stöðugur.“ Harpa segir að þegar mikill snjór falli á stuttum tíma sé alltaf hætta á flóðum, þó hættan sé ekki talin mikil í byggð. Þó verði að hafa í huga að fari fólk til fjalla stuttu eftir mikla snjókomu, til að mynda á skíði eða sleða, sé hætta á því að flóð fari af stað af mannavöldum. Kanna þurfi aðstæður áður en fólk fari af stað. „Snjórinn getur þurft smá tíma til að setjast, við höfum ekki haft tækifæri út af veðri til að kanna stöðugleikann á snjónum og gera prófanir til að kanna hvort það sé möguleiki að fólk setji af stað flóð.“
Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Fimm sluppu ómeiddir þegar snjóflóð féll á bíla við Flateyri Björgunarsveitir og viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út vegna flóðsins sem féll á Flateyrarveg. 30. nóvember 2018 20:00 „Hrikalegt að finna snjóflóðið taka bílinn með sér“ Fjölskylda í bílnum sem snjóflóðið hreif með sér slapp á ótrúlegan hátt út úr flóðinu. Bílinn er mikið skemmdur 30. nóvember 2018 21:52 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Fimm sluppu ómeiddir þegar snjóflóð féll á bíla við Flateyri Björgunarsveitir og viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út vegna flóðsins sem féll á Flateyrarveg. 30. nóvember 2018 20:00
„Hrikalegt að finna snjóflóðið taka bílinn með sér“ Fjölskylda í bílnum sem snjóflóðið hreif með sér slapp á ótrúlegan hátt út úr flóðinu. Bílinn er mikið skemmdur 30. nóvember 2018 21:52