„Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. desember 2018 20:50 Inga Björk Margrétar og Bjarnadóttir á Austurvelli í dag. Mynd/Aðsend Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir sagði engan af Klaustursþingmönnunum sex hafa „séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ í ræðu sem hún hélt við mótmælin á Austurvelli í dag. Þá lagði hún áherslu á að fatlaðar konur væru sérstaklega viðkvæmur hópur, og í Klaustursupptökunum kæmi skýrt fram kerfislægt hatur gegn þeim. Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í upptökunum. Samkvæmt frétt DV sem skrifuð var upp úr þeim hæddust þingmenn Miðflokksins og Fólks flokksins að Freyju er þeir sátu að sumbli á Klaustri í síðustu viku og heyrist einn þeirra herma eftir sel.Sjá einnig: „Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Inga var afar harðorð í garð þingmannanna á Austurvelli í dag og sagði engan þeirra hafa beðið Freyju afsökunar. „Ég er glöð að þessar upptökur komu fram því þær varpa ljósi á þetta kerfisbundna vandamál. Við megum hins vegar aldrei, -aldrei- gleyma að á bakvið þessi ummæli eru einstaklingar og hópar af holdi og blóði. Niðurlægir og smættaðir einstaklingar sem báðu aldrei um þetta og gerðu ekkert rangt. Í fjölmiðlum óma nú fréttir um að fólk í valdamesta hópi landsins hafi kallað þig heimska, kuntu, tík, líkami þinn og útlit smánað, fötlun þín gerð að aðhlátursefni,“ sagði Inga. „Og vitiði hvað? Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar. Ekki eitt þeirra. Iðrunin er ekki meiri en svo!“Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður og baráttukona.Vísir/FreyjaInga lagði jafnframt áherslu á að fatlaðar konur væru sérstaklega viðkvæmur hópur, og í upptökunum kæmi skýrt fram kerfislægt hatur gegn þeim. Þá sagði Inga að ummælin sem viðhöfð væru um Freyju væru svo gróf að hún gæti ekki haft þau eftir. Að síðustu spurði Inga viðstadda hvað þeir hygðust gera til að styðja þær konur sem verði fyrir hatrinu. „Hér sjáum við valdamikla einstaklinga í samfélaginu fara fram af fullri hörku. Þeir virðast aumir og bera fyrir sig gríni, að ekkert megi lengur, að allir tali svona — en við, sem trúum á jafnrétti og mannúð, megum ekki leyfa því að gerast að þetta hafi engar afleiðingar. Fyrir einstaklingana sem urðu fyrir hatrinu og fyrir alla þá hópa sem þau standa í forsvari fyrir. Hatrið má ekki sigra.“ Freyja tjáði sig sjálf um ummæli þingmannanna í pistli á Facebook-síðu sinni í vikunni. Hún sagði ummælin eiga sér djúpar sögulegar rætur og endurspegla ævagömul viðhorf til fatlaðs fólks sem dýra, og þannig óæðri manneskjum. Þá væri það sérstaklega alvarlegt þegar gerendur eru valdhafar, líkt og í umræddu tilviki. Ræðu Ingu má nálgast í heild hér. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ömurlegt að horfa upp á tilraunir þeirra til réttlætingar“ Albertína Friðbjörg þingkona Samfylkingarinnar opnar sig um Klaustursupptökurnar svokölluðu. 1. desember 2018 17:04 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 „Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, fulltrúi Druslugöngunnar í mótmælum dagsins á Austurvelli, kallaði eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér í ræðu sem hún hélt við mótmælin. 1. desember 2018 19:11 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir sagði engan af Klaustursþingmönnunum sex hafa „séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ í ræðu sem hún hélt við mótmælin á Austurvelli í dag. Þá lagði hún áherslu á að fatlaðar konur væru sérstaklega viðkvæmur hópur, og í Klaustursupptökunum kæmi skýrt fram kerfislægt hatur gegn þeim. Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í upptökunum. Samkvæmt frétt DV sem skrifuð var upp úr þeim hæddust þingmenn Miðflokksins og Fólks flokksins að Freyju er þeir sátu að sumbli á Klaustri í síðustu viku og heyrist einn þeirra herma eftir sel.Sjá einnig: „Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Inga var afar harðorð í garð þingmannanna á Austurvelli í dag og sagði engan þeirra hafa beðið Freyju afsökunar. „Ég er glöð að þessar upptökur komu fram því þær varpa ljósi á þetta kerfisbundna vandamál. Við megum hins vegar aldrei, -aldrei- gleyma að á bakvið þessi ummæli eru einstaklingar og hópar af holdi og blóði. Niðurlægir og smættaðir einstaklingar sem báðu aldrei um þetta og gerðu ekkert rangt. Í fjölmiðlum óma nú fréttir um að fólk í valdamesta hópi landsins hafi kallað þig heimska, kuntu, tík, líkami þinn og útlit smánað, fötlun þín gerð að aðhlátursefni,“ sagði Inga. „Og vitiði hvað? Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar. Ekki eitt þeirra. Iðrunin er ekki meiri en svo!“Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður og baráttukona.Vísir/FreyjaInga lagði jafnframt áherslu á að fatlaðar konur væru sérstaklega viðkvæmur hópur, og í upptökunum kæmi skýrt fram kerfislægt hatur gegn þeim. Þá sagði Inga að ummælin sem viðhöfð væru um Freyju væru svo gróf að hún gæti ekki haft þau eftir. Að síðustu spurði Inga viðstadda hvað þeir hygðust gera til að styðja þær konur sem verði fyrir hatrinu. „Hér sjáum við valdamikla einstaklinga í samfélaginu fara fram af fullri hörku. Þeir virðast aumir og bera fyrir sig gríni, að ekkert megi lengur, að allir tali svona — en við, sem trúum á jafnrétti og mannúð, megum ekki leyfa því að gerast að þetta hafi engar afleiðingar. Fyrir einstaklingana sem urðu fyrir hatrinu og fyrir alla þá hópa sem þau standa í forsvari fyrir. Hatrið má ekki sigra.“ Freyja tjáði sig sjálf um ummæli þingmannanna í pistli á Facebook-síðu sinni í vikunni. Hún sagði ummælin eiga sér djúpar sögulegar rætur og endurspegla ævagömul viðhorf til fatlaðs fólks sem dýra, og þannig óæðri manneskjum. Þá væri það sérstaklega alvarlegt þegar gerendur eru valdhafar, líkt og í umræddu tilviki. Ræðu Ingu má nálgast í heild hér.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ömurlegt að horfa upp á tilraunir þeirra til réttlætingar“ Albertína Friðbjörg þingkona Samfylkingarinnar opnar sig um Klaustursupptökurnar svokölluðu. 1. desember 2018 17:04 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 „Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, fulltrúi Druslugöngunnar í mótmælum dagsins á Austurvelli, kallaði eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér í ræðu sem hún hélt við mótmælin. 1. desember 2018 19:11 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
„Ömurlegt að horfa upp á tilraunir þeirra til réttlætingar“ Albertína Friðbjörg þingkona Samfylkingarinnar opnar sig um Klaustursupptökurnar svokölluðu. 1. desember 2018 17:04
Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26
„Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, fulltrúi Druslugöngunnar í mótmælum dagsins á Austurvelli, kallaði eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér í ræðu sem hún hélt við mótmælin. 1. desember 2018 19:11
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent