Ekki stætt á því að vera áfram Alþingismenn vegna Klausturshneykslisins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. desember 2018 15:36 „Þegar litið er til þeirra kvenna á þingi sem þeir töluðu um, þeirra kvenna úti í þjóðfélaginu, minnihlutahópa, þjóðarinnar allrar og virðingu Alþingis þá sé ég ekki, persónulega, að þessum mönnum sé stætt áfram á Alþingi.“ Vísir/Ernir Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar telur þeim þingmönnum sem tóku þátt í slæmu umtali á Klausturbar 20. nóvember síðastliðinn ekki lengur stætt á því að starfa áfram á Alþingi. Þetta sagði hún í Silfrinu á RÚV í morgun. „Þegar litið er til þeirra kvenna á þingi sem þeir töluðu um, þeirra kvenna úti í þjóðfélaginu, minnihlutahópa, þjóðarinnar allrar og virðingu Alþingis þá sé ég ekki, persónulega, að þessum mönnum sé stætt áfram á Alþingi.“ Hanna Katrín segist gera sér grein fyrir því að enginn annar en þingmennirnir sjálfir geti tekið ákvörðun um að víkja en þetta sé hennar persónulega skoðun. Hanna Katrín segir það skjóta skökku við að hlusta á kvenfyrirlitningartal á Klaustursupptökunum á sama tíma og þjóðin hefur verið glöð og stolt yfir því að vera í fararbroddi í jafnréttismálum.„Þetta er bara rothögg“ „Við höfum verið að leiða „He for She“. Þetta hefur verið flaggskipið í íslensku utanríkisþjónustunni undanfarin ár og við hlotið lof fyrir. Þarna ætluðu karlmenn að standa upp og yfirgefa ef þeir heyrðu aðra karlmenn tala svona. Þetta er bara rothögg. Það er bara ekkert hægt að lýsa því öðruvísi,“ segir Hanna Katrín. Orðræðan hafi verið kynferðisleg með ofbeldisívafi Hann Katrín segir að orðræðan á Klaustursupptökunum hefði verið „kynferðisleg og með einhverju ofbeldisívafi“. Orðræðan væri alvarlegt og þyrfti að stoppa. „Í þessu tilfelli og við þær aðstæður sem voru uppi og þau orð sem voru látin falla; þessi særandi, meiðandi, ljóta orðræða um samþingmenn, um konur almennt, um minnihlutahópa af hálfu fólks sem eru kjörnir fulltrúar, sama fólks og á að vera að gæta hagsmuna þess, sem á að leiða þjóðina, sem eru að kalla eftir virðingu og kvarta undan virðingarleysi,“ segir Hanna Katrín sem lýsir upplifun sinni af atburðunum. Kristallast þörfin fyrir #Metoo Hún hafi verið algjörlega uppgefin eftir að hafa marglesið allar fréttirnar um málið. Hanna Katrín sagði þá talsmáta þingmannanna sex sem sátu að sumbli á Klausturbarnum kristalla þörfina fyrir #Metoo byltinguna. Hanna Katrín segist hafa unnið vel með öllum þeim þingmönnum sem eiga í hlut í Klaustursupptökunum og því sé það enn erfiðara fyrir hana að segja sína meiningu sem er sú að þingmönnunum sé ekki stætt á því að halda áfram á Alþingi. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Forseta Íslands ofbauð ummæli sexmenninganna „Auðvitað ofbauð mér, eins og öllu fólki sem á þetta hlustaði.“ 2. desember 2018 13:08 Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu. 2. desember 2018 12:27 Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: „Þetta er einhver lágkúrulegasta tilraun til yfirklórs sem ég hef orðið vitni að“ Gunnar Gíslason þykir ekki mikið til orðræðu sexmenninganna í Klaustursupptökunum koma. 2. desember 2018 11:41 Sum ummæli þingmannanna á Klaustri komu Sigurði Inga ekki á óvart Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. 2. desember 2018 10:38 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar telur þeim þingmönnum sem tóku þátt í slæmu umtali á Klausturbar 20. nóvember síðastliðinn ekki lengur stætt á því að starfa áfram á Alþingi. Þetta sagði hún í Silfrinu á RÚV í morgun. „Þegar litið er til þeirra kvenna á þingi sem þeir töluðu um, þeirra kvenna úti í þjóðfélaginu, minnihlutahópa, þjóðarinnar allrar og virðingu Alþingis þá sé ég ekki, persónulega, að þessum mönnum sé stætt áfram á Alþingi.“ Hanna Katrín segist gera sér grein fyrir því að enginn annar en þingmennirnir sjálfir geti tekið ákvörðun um að víkja en þetta sé hennar persónulega skoðun. Hanna Katrín segir það skjóta skökku við að hlusta á kvenfyrirlitningartal á Klaustursupptökunum á sama tíma og þjóðin hefur verið glöð og stolt yfir því að vera í fararbroddi í jafnréttismálum.„Þetta er bara rothögg“ „Við höfum verið að leiða „He for She“. Þetta hefur verið flaggskipið í íslensku utanríkisþjónustunni undanfarin ár og við hlotið lof fyrir. Þarna ætluðu karlmenn að standa upp og yfirgefa ef þeir heyrðu aðra karlmenn tala svona. Þetta er bara rothögg. Það er bara ekkert hægt að lýsa því öðruvísi,“ segir Hanna Katrín. Orðræðan hafi verið kynferðisleg með ofbeldisívafi Hann Katrín segir að orðræðan á Klaustursupptökunum hefði verið „kynferðisleg og með einhverju ofbeldisívafi“. Orðræðan væri alvarlegt og þyrfti að stoppa. „Í þessu tilfelli og við þær aðstæður sem voru uppi og þau orð sem voru látin falla; þessi særandi, meiðandi, ljóta orðræða um samþingmenn, um konur almennt, um minnihlutahópa af hálfu fólks sem eru kjörnir fulltrúar, sama fólks og á að vera að gæta hagsmuna þess, sem á að leiða þjóðina, sem eru að kalla eftir virðingu og kvarta undan virðingarleysi,“ segir Hanna Katrín sem lýsir upplifun sinni af atburðunum. Kristallast þörfin fyrir #Metoo Hún hafi verið algjörlega uppgefin eftir að hafa marglesið allar fréttirnar um málið. Hanna Katrín sagði þá talsmáta þingmannanna sex sem sátu að sumbli á Klausturbarnum kristalla þörfina fyrir #Metoo byltinguna. Hanna Katrín segist hafa unnið vel með öllum þeim þingmönnum sem eiga í hlut í Klaustursupptökunum og því sé það enn erfiðara fyrir hana að segja sína meiningu sem er sú að þingmönnunum sé ekki stætt á því að halda áfram á Alþingi.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Forseta Íslands ofbauð ummæli sexmenninganna „Auðvitað ofbauð mér, eins og öllu fólki sem á þetta hlustaði.“ 2. desember 2018 13:08 Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu. 2. desember 2018 12:27 Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: „Þetta er einhver lágkúrulegasta tilraun til yfirklórs sem ég hef orðið vitni að“ Gunnar Gíslason þykir ekki mikið til orðræðu sexmenninganna í Klaustursupptökunum koma. 2. desember 2018 11:41 Sum ummæli þingmannanna á Klaustri komu Sigurði Inga ekki á óvart Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. 2. desember 2018 10:38 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Forseta Íslands ofbauð ummæli sexmenninganna „Auðvitað ofbauð mér, eins og öllu fólki sem á þetta hlustaði.“ 2. desember 2018 13:08
Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu. 2. desember 2018 12:27
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: „Þetta er einhver lágkúrulegasta tilraun til yfirklórs sem ég hef orðið vitni að“ Gunnar Gíslason þykir ekki mikið til orðræðu sexmenninganna í Klaustursupptökunum koma. 2. desember 2018 11:41
Sum ummæli þingmannanna á Klaustri komu Sigurði Inga ekki á óvart Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. 2. desember 2018 10:38