Smith Jr tryggði Mavericks sigur þrátt fyrir brotna framtönn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. desember 2018 07:30 Tannlaus Smith Jr. bítur frá sér alveg eins og drekinn Tannlaus vísir/getty Dennis Smith Jr. lét brotna framtönn ekki trufla sig frá því að tryggja Dallas Mavericks sigurinn á Los Angeles Clippers í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöld. Hægri framtönn Smith Jr. flaug nærri öll út úr munninum á honum seint í þriðja leikhluta þegar olnbogi Patrick Beverley small í andlitinu á honum í baráttu um lausan bolta. Smith settist á bekkinn í smá stund en snéri svo aftur í fjórða leikhluta og átti stóran þátt í 114-110 sigri Mavericks. Í stöðunni 110-112 með 12 sekúndur á klukkunni varði Smith Jr. skot frá Tobias Harris, tók varnarfrákast nokkrum sekúndum síðar og sótti villu. Hann setti niður vítaskotin sín tvö og leiktíminn rann út. DeAndre Jordan fór mikinn í liði Mavericks, en þetta var hans fyrsti leikur gegn gömlu félögunum í Clippers. Jordan tók 23 fráköst, meira en helmingi meira en nokkur annar á vellinum, og skoraði 16 stig. Beverly gerði meira en losa menn við tennur í leiknum, hann kastaði bolta í stuðningsmann Clippers og var rekinn úr húsi fyrir það. Beverley segist hafa brugðist svona við því að stuðningsmaðurinn blótaði móður leikmannsins. „Ég sagði dómaranum og öryggisgæslunni frá þessu. Ég hef aldrei verið rekinn út úr húsi á ferlinum í NBA deildinni. Ég spila fast en innan reglanna. Ég er fullorðinn maður en ég hef mínar sannfæringar. Guð kemur fyrstur en fjölskyldan þar strax á eftir og ég stend á bak við það,“ sagði Beverley eftir leikinn.Dennis Smith Jr. stands strong defensively to secure the @dallasmavs W! #MFFLpic.twitter.com/dkKFdZthQ9 — NBA (@NBA) December 3, 2018 Í Los Angeles unnu heimamenn í Lakers sinn þriðja sigur í röð þegar liðið rúllaði yfir Phoenix Suns 120-96. Rétt áður en flautað var til leiksloka fögnuðu Lakersmenn ógurlega þegar þýski nýliðinn Moritz Wagner skoraði sína fyrstu körfu í NBA deildinni. „Hann var að læra að hjóla. Þetta var það augnablik á hans ferli. Að sjálfsögðu erum við spenntir,“ sagði LeBron James eftir leikinn. James skoraði 22 stig fyrir Lakers en hvíldi þó allan fjórða leikhlutann líkt og Kyle Kuzma sem skoraði 23 stig. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu er Los Angeles á flugi og hefur unnið 12 af síðustu 16 leikjum sínum.The @Lakers go to 14-9 on the season behind strong performances from LeBron James (22 PTS, 8 AST, 6 REB) & Kyle Kuzma (23 PTS)! #LakeShowpic.twitter.com/5Qg9NFj5UG — NBA (@NBA) December 2, 2018Úrslit næturinnar: Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 120-96 Charlotte Hornets - New Orleans Pelicans 109-119 Miami Heat - Utah Jazz 102-100 Philadelphia 76ers - Memphis Grizzlies 103-95 Dallas Mavericks - LA Clippers 114-110 San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 131-118 NBA Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Dennis Smith Jr. lét brotna framtönn ekki trufla sig frá því að tryggja Dallas Mavericks sigurinn á Los Angeles Clippers í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöld. Hægri framtönn Smith Jr. flaug nærri öll út úr munninum á honum seint í þriðja leikhluta þegar olnbogi Patrick Beverley small í andlitinu á honum í baráttu um lausan bolta. Smith settist á bekkinn í smá stund en snéri svo aftur í fjórða leikhluta og átti stóran þátt í 114-110 sigri Mavericks. Í stöðunni 110-112 með 12 sekúndur á klukkunni varði Smith Jr. skot frá Tobias Harris, tók varnarfrákast nokkrum sekúndum síðar og sótti villu. Hann setti niður vítaskotin sín tvö og leiktíminn rann út. DeAndre Jordan fór mikinn í liði Mavericks, en þetta var hans fyrsti leikur gegn gömlu félögunum í Clippers. Jordan tók 23 fráköst, meira en helmingi meira en nokkur annar á vellinum, og skoraði 16 stig. Beverly gerði meira en losa menn við tennur í leiknum, hann kastaði bolta í stuðningsmann Clippers og var rekinn úr húsi fyrir það. Beverley segist hafa brugðist svona við því að stuðningsmaðurinn blótaði móður leikmannsins. „Ég sagði dómaranum og öryggisgæslunni frá þessu. Ég hef aldrei verið rekinn út úr húsi á ferlinum í NBA deildinni. Ég spila fast en innan reglanna. Ég er fullorðinn maður en ég hef mínar sannfæringar. Guð kemur fyrstur en fjölskyldan þar strax á eftir og ég stend á bak við það,“ sagði Beverley eftir leikinn.Dennis Smith Jr. stands strong defensively to secure the @dallasmavs W! #MFFLpic.twitter.com/dkKFdZthQ9 — NBA (@NBA) December 3, 2018 Í Los Angeles unnu heimamenn í Lakers sinn þriðja sigur í röð þegar liðið rúllaði yfir Phoenix Suns 120-96. Rétt áður en flautað var til leiksloka fögnuðu Lakersmenn ógurlega þegar þýski nýliðinn Moritz Wagner skoraði sína fyrstu körfu í NBA deildinni. „Hann var að læra að hjóla. Þetta var það augnablik á hans ferli. Að sjálfsögðu erum við spenntir,“ sagði LeBron James eftir leikinn. James skoraði 22 stig fyrir Lakers en hvíldi þó allan fjórða leikhlutann líkt og Kyle Kuzma sem skoraði 23 stig. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu er Los Angeles á flugi og hefur unnið 12 af síðustu 16 leikjum sínum.The @Lakers go to 14-9 on the season behind strong performances from LeBron James (22 PTS, 8 AST, 6 REB) & Kyle Kuzma (23 PTS)! #LakeShowpic.twitter.com/5Qg9NFj5UG — NBA (@NBA) December 2, 2018Úrslit næturinnar: Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 120-96 Charlotte Hornets - New Orleans Pelicans 109-119 Miami Heat - Utah Jazz 102-100 Philadelphia 76ers - Memphis Grizzlies 103-95 Dallas Mavericks - LA Clippers 114-110 San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 131-118
NBA Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira