Sindri Þór segist hræddur: „Ég segi ekki nei við hann“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. desember 2018 15:09 Sindri sést hér á Keflavíkurflugvelli þegar hann flúði land þann 17. apríl. Lögreglan á Suðurnesjum Sindri Þór Stefánsson játaði sök í tveimur innbrotum í gagnaversmálinu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Hann neitaði hins vegar aðkomu í öðrum innbrotum og sagðist ekki hafa skipulagt innbrotin sem hann játaði aðild að. Hann sagðist einungis hafa verið að fylgja skipunum í þeim málum. Sindri Þór er einn sjö ákærðra í málinu og sá eini sem huldi ekki höfuð sitt þegar hann mætti í dómsal í morgun. Hann gaf skýrslu eftir hádegishlé. Þegar hann var spurður hver það var sem gaf honum skipanir sagðist hann ekki geta tjáð sig um það af ótta við viðkomandi manneskju.Tveir ákærðu mæta í dómsal í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.Vísir/VilhelmSegist hafa fengið skipun Sindri sagði í morgun að hann hefði einungis ætlað að hjálpa til við innbrotið í Advania. Hann hafi átt að fara til Grindavíkur til að setja öryggiskerfi af stað til að fá öryggisverði til að fara þangað á meðan farið var inn í Advania. Það gerðist hins vegar ekki og sagðist Sindri hafa fengið símtal þar sem honum var tjáð að allt væri komið í rugl. Honum var skipað að fara að Advania-gagnaverinu og hann sagðist ekki hafa geta sagt nei. „Ég segi ekki nei við hann. Ég gat ekki sagt nei,“ sagði Sindri sem neitaði að tjá sig frekar um þessa manneskju, „Þetta var bara gengið of langt. Ég hafði ekkert val lengur að bakka út úr þessu,“ sagði Sindri.Sindri Þór Stefánsson sést hér fyrir miðri mynd þar sem hann kemur í Héraðsdóm Reykjaness í morgun.Ekki að benda á neinn annan Dómarinn greip inn í málflutning Sindra og spurði hvort það mætti skilja sem svo að Sindri væri hræddur við þennan einstakling. Sindri sagðist vera hræddur. Dómarinn spurði hvort hann væri að taka á sig sök fyrir þennan einstakling sem hann sagðist vera hræddur við. Sindri sagðist ekki vilja tjá sig um það. „Þá ertu að taka á þig sök,“ sagði dómarinn en Sindri sagðist ekki geta farið að benda fingur á einhvern annan. „Þá getur þú heldur betur verið að bíta úr nálinni vegna þessa,“ sagði dómarinn. Sindri sagði svo vera. Sindri sagðist skilja að það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir sig að segja ekki frá. „Það hefur miklu verri afleiðingar fyrir mig og mitt fólk ef ég geri það,“ sagði Sindri.Byggingin í Borgarnesi þar sem brotist var inn um nótt til að stela tölvum úr gagnaveri.Fréttablaðið/ErnirSegist aldrei hafa fengið borgað Fyrir innbrotið í Advania átti Sindri að fá 50 þúsund evrur. Hann sagðist hafa staðið illa fjárhagslega á þessum tíma. Hann hafði ekki lengur efni á að borga af húsinu á Íslandi og hann var nýbúinn að leggja út fyrir útborgun á húsnæði úti á Spáni. Hann hafði einnig greitt fyrir flugnám eiginkonu sinnar í heilt ár. Búið var að fara í árangurslaust fjárnám á sér. „Þetta var mitt hlutverk, að sjá fyrir heimilinu, að sjá um peninga, og ég var að klúðra því,“ sagði Sindri. Hann sagðist aldrei hafa fengið greitt fyrir innbrotið í Advania. Sindri tók fram að munur væri á gagnaveri og rafmyntarnámu, eða Bitmine. Gagnaver hýsir gögn og rafmyntarnáma reikna út erfiðar formúlur. Hver tölva fær ákveðin verðlaun ef hún getur reiknað út erfiðar formúlur. Verjandi Sindra spurði hann hvort það liti ekki einkennilega út að það hefði verið innbrotafaraldur í Bitcoin-ver á þessu tímabili en hann einungis viðriðin tvö þeirra. Sindri sagði stærri hóp hafa verið í gangi hér á landi og hann hafi ekki verið sá eini sem var haft samband við. Hann sagðist ekki hafa hitt skipuleggjandann. Hann hefði verið að leita að fjárfesti erlendis til að setja upp Bitcoin-námu og þá hefði það komið upp í umræðunni um að „ræna þetta lið“ frekar og taka samkeppnina út. Því fleiri sem stunda „gröft“ á rafmyntum því minni eru verðlaunin.Alda Hrönn Jóhannsdóttir saksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum sækir málið af hálfu ákæruvaldsins.Fréttablaðið/ErnirEkki hræddur við öryggisvörðinn Spurður hvort hann hefði sogast inn í þetta ferli segist hann alfarið bera ábyrgð á því sjálfur. Í máli Matthíasar Jóns Karlssonar, sem er einn af ákærðu, var gert að því skóna að einn af ákærðu, Ívar Gylfason sem var öryggisvörður hjá gagnaverinu í Reykjanesbæ hefði komið að skipulagningu innbrotsins í Advania. Verjandi Sindra spurði Sindra hvort Ívar væri þessi maður sem Sindri væri hræddur við. „Ég er ekki hræddur við hann,“ sagði Sindri. „Ef hann væri þessi einstaklingur þá myndi ég ekki tjá mig.“ Sindri sagði að líf hans hefði umturnast eftir að hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar málsins. „Ég er ekki sá sami eftir það,“ sagði Sindri og sagðist óljóst muna eftir að hafa verið fluttur á geðdeild.Hafþór Logi Hlynsson (til vinstri) ásamt Sindra Þór (til hægri) í Amsterdam, en Hafþór setti þessa mynd á samfélagsmiðilinn á meðan lögregla leitaði Sindra sem hafði strokið frá fangelsinu að Sogni. Hafþór Logi er einn hinna ákærðu í Bitcoin-málinu svokallaða.Instagram @haffilogiDulkóðuð símagögn Sindri sagði að þegar innbrotin voru komin í ferli hafi hann fengið senda Crypto-síma, sem notast við dulkóðuð símagögn. Dómari spurði Sindra aftur út í þessar skipanir sem hann á að hafa fengið. Dómarinn spurði hvernig þessi fyrirmæli voru, hvort skipuleggjandinn kom heim til hans eða hvort þau fengust í gegnum síma. Sindri sagði þetta hafa farið fram í gegnum telegram og þessi gögn ekki til í dag. Dómarinn sagði að fjöldi símagagna væru að finna í gögnum málsins og þessi einstaklingur væri ekki þar að finna. „Finnst þér þetta trúverðugt að þessi maður sé ekki þarna að finna?“ spurði dómarinn. Þessi umræða virtist taka mikið á Sindra. Dómarinn spurði aftur hvort Sindri væri að taka á sig sök fyrir annan aðila eða aðra aðila. Sindri hugsaði sig um í nokkra stund og svaraði svo: „Nei.“Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaSegist ekki vita hvar tölvurnar séu Verjandi Ívars Gylfasonar spurði hvers vegna Sindri Þór hefði ekki gefið upp nafn Ívars til að auka möguleika á að komast úr einangrun. Sindri hefði greint frá því að hann hræddist hann ekki neitt og spurði verjandi Ívars hvers vegna Sindri greindi ekki frá hans aðild á meðan Sindri var í einangrun. Sindri sagðist hafa spurt lögregluna margoft hvort hann mætti fara ef hann segði frá. Lögreglan hefði svarað að ef hann segði frá því hvar tölvurnar væru mætti hann fara, annars ekki. Verjandi Ívars sagði frá því að Ívar hefði sagt frá nafni Sindra en Sindri sagði að það hefði ekki verið í sínu plani að fara að tala um aðra samverkamenn í þessu máli. Hann sagði að í dag væri hins vegar kominn tími að segja sannleikann í þessu máli og þess vegna stæðu spjótin að Ívari. Dómarinn spurði Sindra hreint út hvar tölvurnar væru? Sindri sagðist ekki vita það þó hann hefði fylgt bílunum sem ferjuðu tölvurnar frá Reykjanesi til Reykjavíkur. Dómarinn sagði að spjótin stæðu að Ívar í dag en þau hefðu ekki gert það með jafn afgerandi hætti við rannsókn málsins. Ívar lét til að mynda Sindra hafa teikningar að gagnaveri en Sindri sagði að Ívar hefði játað aðild í apríl. Skýrslutaka yfir Sindra stóð yfir í tvær klukkustundir.Aðalmeðferð heldur áfram en áætlað er að hún vari í þrjá daga. Að neðan má sjá frá því þegar sakborningar mættu í dómsal í morgun.Klippa: Sakborningar í Bitcoin-málinu mæta í héraðsdóm Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Skildi ekki hvers vegna Sindri var að segja honum frá upplýsingaþjófnaði í ótal skilaboðum Aðalmeðferð hófst í Bitcoin-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 3. desember 2018 13:45 Viðurkenna nú að hafa brotist inn í gagnaverið í Borgarnesi Sindri Þór Stefánsson, einn ákærðu í svokölluðu Bitcoin-máli, óskaði eftir því að breyta afstöðu sinni til ákærunnar þegar aðalmeðferð í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 3. desember 2018 09:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson játaði sök í tveimur innbrotum í gagnaversmálinu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Hann neitaði hins vegar aðkomu í öðrum innbrotum og sagðist ekki hafa skipulagt innbrotin sem hann játaði aðild að. Hann sagðist einungis hafa verið að fylgja skipunum í þeim málum. Sindri Þór er einn sjö ákærðra í málinu og sá eini sem huldi ekki höfuð sitt þegar hann mætti í dómsal í morgun. Hann gaf skýrslu eftir hádegishlé. Þegar hann var spurður hver það var sem gaf honum skipanir sagðist hann ekki geta tjáð sig um það af ótta við viðkomandi manneskju.Tveir ákærðu mæta í dómsal í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.Vísir/VilhelmSegist hafa fengið skipun Sindri sagði í morgun að hann hefði einungis ætlað að hjálpa til við innbrotið í Advania. Hann hafi átt að fara til Grindavíkur til að setja öryggiskerfi af stað til að fá öryggisverði til að fara þangað á meðan farið var inn í Advania. Það gerðist hins vegar ekki og sagðist Sindri hafa fengið símtal þar sem honum var tjáð að allt væri komið í rugl. Honum var skipað að fara að Advania-gagnaverinu og hann sagðist ekki hafa geta sagt nei. „Ég segi ekki nei við hann. Ég gat ekki sagt nei,“ sagði Sindri sem neitaði að tjá sig frekar um þessa manneskju, „Þetta var bara gengið of langt. Ég hafði ekkert val lengur að bakka út úr þessu,“ sagði Sindri.Sindri Þór Stefánsson sést hér fyrir miðri mynd þar sem hann kemur í Héraðsdóm Reykjaness í morgun.Ekki að benda á neinn annan Dómarinn greip inn í málflutning Sindra og spurði hvort það mætti skilja sem svo að Sindri væri hræddur við þennan einstakling. Sindri sagðist vera hræddur. Dómarinn spurði hvort hann væri að taka á sig sök fyrir þennan einstakling sem hann sagðist vera hræddur við. Sindri sagðist ekki vilja tjá sig um það. „Þá ertu að taka á þig sök,“ sagði dómarinn en Sindri sagðist ekki geta farið að benda fingur á einhvern annan. „Þá getur þú heldur betur verið að bíta úr nálinni vegna þessa,“ sagði dómarinn. Sindri sagði svo vera. Sindri sagðist skilja að það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir sig að segja ekki frá. „Það hefur miklu verri afleiðingar fyrir mig og mitt fólk ef ég geri það,“ sagði Sindri.Byggingin í Borgarnesi þar sem brotist var inn um nótt til að stela tölvum úr gagnaveri.Fréttablaðið/ErnirSegist aldrei hafa fengið borgað Fyrir innbrotið í Advania átti Sindri að fá 50 þúsund evrur. Hann sagðist hafa staðið illa fjárhagslega á þessum tíma. Hann hafði ekki lengur efni á að borga af húsinu á Íslandi og hann var nýbúinn að leggja út fyrir útborgun á húsnæði úti á Spáni. Hann hafði einnig greitt fyrir flugnám eiginkonu sinnar í heilt ár. Búið var að fara í árangurslaust fjárnám á sér. „Þetta var mitt hlutverk, að sjá fyrir heimilinu, að sjá um peninga, og ég var að klúðra því,“ sagði Sindri. Hann sagðist aldrei hafa fengið greitt fyrir innbrotið í Advania. Sindri tók fram að munur væri á gagnaveri og rafmyntarnámu, eða Bitmine. Gagnaver hýsir gögn og rafmyntarnáma reikna út erfiðar formúlur. Hver tölva fær ákveðin verðlaun ef hún getur reiknað út erfiðar formúlur. Verjandi Sindra spurði hann hvort það liti ekki einkennilega út að það hefði verið innbrotafaraldur í Bitcoin-ver á þessu tímabili en hann einungis viðriðin tvö þeirra. Sindri sagði stærri hóp hafa verið í gangi hér á landi og hann hafi ekki verið sá eini sem var haft samband við. Hann sagðist ekki hafa hitt skipuleggjandann. Hann hefði verið að leita að fjárfesti erlendis til að setja upp Bitcoin-námu og þá hefði það komið upp í umræðunni um að „ræna þetta lið“ frekar og taka samkeppnina út. Því fleiri sem stunda „gröft“ á rafmyntum því minni eru verðlaunin.Alda Hrönn Jóhannsdóttir saksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum sækir málið af hálfu ákæruvaldsins.Fréttablaðið/ErnirEkki hræddur við öryggisvörðinn Spurður hvort hann hefði sogast inn í þetta ferli segist hann alfarið bera ábyrgð á því sjálfur. Í máli Matthíasar Jóns Karlssonar, sem er einn af ákærðu, var gert að því skóna að einn af ákærðu, Ívar Gylfason sem var öryggisvörður hjá gagnaverinu í Reykjanesbæ hefði komið að skipulagningu innbrotsins í Advania. Verjandi Sindra spurði Sindra hvort Ívar væri þessi maður sem Sindri væri hræddur við. „Ég er ekki hræddur við hann,“ sagði Sindri. „Ef hann væri þessi einstaklingur þá myndi ég ekki tjá mig.“ Sindri sagði að líf hans hefði umturnast eftir að hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar málsins. „Ég er ekki sá sami eftir það,“ sagði Sindri og sagðist óljóst muna eftir að hafa verið fluttur á geðdeild.Hafþór Logi Hlynsson (til vinstri) ásamt Sindra Þór (til hægri) í Amsterdam, en Hafþór setti þessa mynd á samfélagsmiðilinn á meðan lögregla leitaði Sindra sem hafði strokið frá fangelsinu að Sogni. Hafþór Logi er einn hinna ákærðu í Bitcoin-málinu svokallaða.Instagram @haffilogiDulkóðuð símagögn Sindri sagði að þegar innbrotin voru komin í ferli hafi hann fengið senda Crypto-síma, sem notast við dulkóðuð símagögn. Dómari spurði Sindra aftur út í þessar skipanir sem hann á að hafa fengið. Dómarinn spurði hvernig þessi fyrirmæli voru, hvort skipuleggjandinn kom heim til hans eða hvort þau fengust í gegnum síma. Sindri sagði þetta hafa farið fram í gegnum telegram og þessi gögn ekki til í dag. Dómarinn sagði að fjöldi símagagna væru að finna í gögnum málsins og þessi einstaklingur væri ekki þar að finna. „Finnst þér þetta trúverðugt að þessi maður sé ekki þarna að finna?“ spurði dómarinn. Þessi umræða virtist taka mikið á Sindra. Dómarinn spurði aftur hvort Sindri væri að taka á sig sök fyrir annan aðila eða aðra aðila. Sindri hugsaði sig um í nokkra stund og svaraði svo: „Nei.“Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaSegist ekki vita hvar tölvurnar séu Verjandi Ívars Gylfasonar spurði hvers vegna Sindri Þór hefði ekki gefið upp nafn Ívars til að auka möguleika á að komast úr einangrun. Sindri hefði greint frá því að hann hræddist hann ekki neitt og spurði verjandi Ívars hvers vegna Sindri greindi ekki frá hans aðild á meðan Sindri var í einangrun. Sindri sagðist hafa spurt lögregluna margoft hvort hann mætti fara ef hann segði frá. Lögreglan hefði svarað að ef hann segði frá því hvar tölvurnar væru mætti hann fara, annars ekki. Verjandi Ívars sagði frá því að Ívar hefði sagt frá nafni Sindra en Sindri sagði að það hefði ekki verið í sínu plani að fara að tala um aðra samverkamenn í þessu máli. Hann sagði að í dag væri hins vegar kominn tími að segja sannleikann í þessu máli og þess vegna stæðu spjótin að Ívari. Dómarinn spurði Sindra hreint út hvar tölvurnar væru? Sindri sagðist ekki vita það þó hann hefði fylgt bílunum sem ferjuðu tölvurnar frá Reykjanesi til Reykjavíkur. Dómarinn sagði að spjótin stæðu að Ívar í dag en þau hefðu ekki gert það með jafn afgerandi hætti við rannsókn málsins. Ívar lét til að mynda Sindra hafa teikningar að gagnaveri en Sindri sagði að Ívar hefði játað aðild í apríl. Skýrslutaka yfir Sindra stóð yfir í tvær klukkustundir.Aðalmeðferð heldur áfram en áætlað er að hún vari í þrjá daga. Að neðan má sjá frá því þegar sakborningar mættu í dómsal í morgun.Klippa: Sakborningar í Bitcoin-málinu mæta í héraðsdóm
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Skildi ekki hvers vegna Sindri var að segja honum frá upplýsingaþjófnaði í ótal skilaboðum Aðalmeðferð hófst í Bitcoin-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 3. desember 2018 13:45 Viðurkenna nú að hafa brotist inn í gagnaverið í Borgarnesi Sindri Þór Stefánsson, einn ákærðu í svokölluðu Bitcoin-máli, óskaði eftir því að breyta afstöðu sinni til ákærunnar þegar aðalmeðferð í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 3. desember 2018 09:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira
Skildi ekki hvers vegna Sindri var að segja honum frá upplýsingaþjófnaði í ótal skilaboðum Aðalmeðferð hófst í Bitcoin-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 3. desember 2018 13:45
Viðurkenna nú að hafa brotist inn í gagnaverið í Borgarnesi Sindri Þór Stefánsson, einn ákærðu í svokölluðu Bitcoin-máli, óskaði eftir því að breyta afstöðu sinni til ákærunnar þegar aðalmeðferð í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 3. desember 2018 09:28