Ökumenn leggi ekki af stað nema bíllinn sé búinn til vetraraksturs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2018 07:34 Frá umferðinni í snjónum síðastliðinn vetur. Það er ekki alveg snjóþungt núna í morgunsárið en engu að síður ættu ökumenn að huga að færðinni. vísir/hanna Það er snjór yfir öllu á höfuðborgarsvæðinu en snjómokstursmenn hafa verið á ferð síðan í nótt við að moka götur bæjarins fyrir morgunumferðina. Á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru ökumenn minntir á að leggja ekki af stað nema bíllinn sé búinn til vetraraksturs. Færð og aðstæður á vegum um landið eru þessar samkvæmt vef Vegagerðarinnar:Suðurland: Snjóþekja er mjög víða en þæfingsfærð milli Víkur og Steina en þar er unnið að hreinsun.Suðvesturland: Hálkublettir eru á Reykjnesbraut og Kjalarnesi, hálka á Hellisheiði en annars víða snjóþekja.Höfuðborgarsvæðið: Hálkublettir á flestum leiðum.Vesturland: Þar er snjóþekja á flestum leiðum en ófært á Fróðárheiði. Þæfingsfærð er á Vatnaleið og í Staðarsveit en unnið að hreinsun. Þungfært er á milli Búða og Hellna á Snæfellsnesi. Vestfirðir: Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum og éljagangur á stöku stað. Þungfært er frá Drangsnesi yfir í Bjarnarfjörð og ófært norður í Árneshrepp.Norðurland: Víða er snjóþekja eða hálka á vegum en þæfingsfærð er úr Hrútafirði og austur að Víðidal og einnig þæfingsfærð á Vatnsskarði en unnið að hreinsun. Norðausturland: Þar er hálka á flestum leiðum en þungfært í Bárðardal. Dettifossvegur er lokaður. Austurland: Hálka er víðast hvar á vegum en lokað er um Breiðdalsheiði og Öxi.Suðausturland: Greiðfært er frá Reyðarfirði að Hvalnesi en þar eru hálkublettir vestur að Skeiðarársandi og snjóþekja í Eldhrauni og á Mýrdalssandi. Veður Tengdar fréttir Snjór í dag en hvassviðri handan við hornið Líkur á snjókomu eða éljum í flestum landshlutum í dag. 4. desember 2018 06:58 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Sjá meira
Það er snjór yfir öllu á höfuðborgarsvæðinu en snjómokstursmenn hafa verið á ferð síðan í nótt við að moka götur bæjarins fyrir morgunumferðina. Á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru ökumenn minntir á að leggja ekki af stað nema bíllinn sé búinn til vetraraksturs. Færð og aðstæður á vegum um landið eru þessar samkvæmt vef Vegagerðarinnar:Suðurland: Snjóþekja er mjög víða en þæfingsfærð milli Víkur og Steina en þar er unnið að hreinsun.Suðvesturland: Hálkublettir eru á Reykjnesbraut og Kjalarnesi, hálka á Hellisheiði en annars víða snjóþekja.Höfuðborgarsvæðið: Hálkublettir á flestum leiðum.Vesturland: Þar er snjóþekja á flestum leiðum en ófært á Fróðárheiði. Þæfingsfærð er á Vatnaleið og í Staðarsveit en unnið að hreinsun. Þungfært er á milli Búða og Hellna á Snæfellsnesi. Vestfirðir: Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum og éljagangur á stöku stað. Þungfært er frá Drangsnesi yfir í Bjarnarfjörð og ófært norður í Árneshrepp.Norðurland: Víða er snjóþekja eða hálka á vegum en þæfingsfærð er úr Hrútafirði og austur að Víðidal og einnig þæfingsfærð á Vatnsskarði en unnið að hreinsun. Norðausturland: Þar er hálka á flestum leiðum en þungfært í Bárðardal. Dettifossvegur er lokaður. Austurland: Hálka er víðast hvar á vegum en lokað er um Breiðdalsheiði og Öxi.Suðausturland: Greiðfært er frá Reyðarfirði að Hvalnesi en þar eru hálkublettir vestur að Skeiðarársandi og snjóþekja í Eldhrauni og á Mýrdalssandi.
Veður Tengdar fréttir Snjór í dag en hvassviðri handan við hornið Líkur á snjókomu eða éljum í flestum landshlutum í dag. 4. desember 2018 06:58 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Sjá meira
Snjór í dag en hvassviðri handan við hornið Líkur á snjókomu eða éljum í flestum landshlutum í dag. 4. desember 2018 06:58