Heiður himinn fram undan Davíð Þorláksson skrifar 5. desember 2018 07:00 Þau eru ekki mörg lengur sem neita að loftslag sé að hlýna af mannavöldum og að öll ríki heims verði að taka höndum saman til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á sama tíma og við öll þurfum að gera okkur grein fyrir alvarleika stöðunnar er margt jákvætt að gerast sem vert er að vekja athygli á. Auk þess sem ríkisstjórnin hefur samþykkt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum til 2030, og sett fjármagn í hana, hefur atvinnulífið ekki látið sitt eftir liggja. Lítum til þriggja stærstu atvinnugreinanna. Sjávarútvegurinn hefur dregið úr útblæstri fiskiskipa á gróðurhúsalofttegundum um 30% frá 1990. Stóriðjan er sífellt að þróa nýja tækni til að draga úr losun. Þannig hefur losun á hvert framleitt tonn hjá álverinu í Straumsvík t.d. minnkað um 76% frá 1990. Í ferðaþjónustu hefur Icelandair hafið innleiðingu á Boeing 737 vélum sem brenna 37% minna eldsneyti en Boeing 757 vélarnar sem Icelandair hefur að meginstefnu notað hingað til. WOW air notast eingöngu við nýlegar og sparneytnar vélar. En mikilvægasta framlag íslensks atvinnulífs til loftslagsmála er líklega vinna Arctic Green Energy við innleiðingu á hitaveitu til húshitunar í Kína. Allt að 50% loftmengunar í heiminum má rekja til brennslu kola og olíu til hitunar eða kælingar á húsum. Fleira má nefna. Bílaframleiðendur eru að þróa bíla sem eru sparneytnari og nota nýja orkugjafa. Í samstarfi við bændur og aðra landeigendur mætti endurheimta votlendi og fjórfalda skógrækt. Hnattrænar áskoranir eins og þessar verða bara leystar með áframhaldandi góðu samstarfi atvinnulífs og hins opinbera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Loftslagsmál Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Sjá meira
Þau eru ekki mörg lengur sem neita að loftslag sé að hlýna af mannavöldum og að öll ríki heims verði að taka höndum saman til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á sama tíma og við öll þurfum að gera okkur grein fyrir alvarleika stöðunnar er margt jákvætt að gerast sem vert er að vekja athygli á. Auk þess sem ríkisstjórnin hefur samþykkt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum til 2030, og sett fjármagn í hana, hefur atvinnulífið ekki látið sitt eftir liggja. Lítum til þriggja stærstu atvinnugreinanna. Sjávarútvegurinn hefur dregið úr útblæstri fiskiskipa á gróðurhúsalofttegundum um 30% frá 1990. Stóriðjan er sífellt að þróa nýja tækni til að draga úr losun. Þannig hefur losun á hvert framleitt tonn hjá álverinu í Straumsvík t.d. minnkað um 76% frá 1990. Í ferðaþjónustu hefur Icelandair hafið innleiðingu á Boeing 737 vélum sem brenna 37% minna eldsneyti en Boeing 757 vélarnar sem Icelandair hefur að meginstefnu notað hingað til. WOW air notast eingöngu við nýlegar og sparneytnar vélar. En mikilvægasta framlag íslensks atvinnulífs til loftslagsmála er líklega vinna Arctic Green Energy við innleiðingu á hitaveitu til húshitunar í Kína. Allt að 50% loftmengunar í heiminum má rekja til brennslu kola og olíu til hitunar eða kælingar á húsum. Fleira má nefna. Bílaframleiðendur eru að þróa bíla sem eru sparneytnari og nota nýja orkugjafa. Í samstarfi við bændur og aðra landeigendur mætti endurheimta votlendi og fjórfalda skógrækt. Hnattrænar áskoranir eins og þessar verða bara leystar með áframhaldandi góðu samstarfi atvinnulífs og hins opinbera.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar