Týnda prinsessan af Dúbaí hafði skipulagt flótta í sjö ár Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2018 23:15 Talið er að Sheikha hafi reynt að flýja Dubai til þess að öðlast meira frjálsræði erlendis Vísir Týnda prinsessan Sheikha Latifa, dóttir Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, hafði skipulagt flótta sinn frá Dúbaí í sjö ár áður en hún hvarf. Ekkert hefur spurst til hennar frá því í mars á þessu ári.Talið er að hin 32 ára gamla prinsessa hafi verið handsömuð er hún reyndi að flýja en vitni segja að yfirvöld í Dubai hafi sótt hana um borð í snekkju undan ströndum Indlands þann 4. mars síðastliðinn, og komið henni aftur til Dubai.Í nýrri heimildamynd BBCer sagt frá flóttatilraun hennar og meðal þess sem kemur þar fram er að hún hafi eytt sjö árum í að skipuleggja flóttann. Í myndinni er rætt við franskan mann sem starfaði sem njósnari sem og finnskan dansþjálfara sem segjast hafa aðstoðað hana í flóttatilrauninni.Ferðaðist 40 kílómetra á uppblásnum bát og sæþotu Ástæða þess að Latifa tók sér svo mikinn tíma í að skipuleggja flóttann er sögð vera sú að hún hafi reynt að flýja er hún var sextán ára. Þá var hún hins vegar handsömuð og látin dúsa í fangelsi í þrjú ár. Í myndbandi sem Latifa birti skömmu áður en hún hvarf greindi hún frá því að hún hafi mátt þola pyntingar í fangelsinu.Systir hennar var einnig handsömuð árið 2000 eftir að hún reyndi að flýja og því var Latifa vör um sig. Reyndi hún að skipuleggja flóttann eins vel og hún gat. Hafði hún samband við franska njósnarann fyrrverandi, Hervé Jaubert, árið 2011, þar sem hún hafði heyrt að honum hafi tekist að komast undan yfirvöldum í Dúbaí. Jaubert hjálpaði henni svo að skipuleggja flóttatilraunina.Í heimildarmyndinni segir að Latifa hafi, ásamt finnska danskennaranum Tiina Jauhiainen, keyrt til nágrannaríkisins Óman, daginn sem flóttatilraunin hófst. Því næst var áætlað að ferðast á uppblásnum bát og sæþotum um 40 kílómetra leið að snekkju á Indlandshafi þar sem Jaubert beið.Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna og faðir Latifa.Getty/ Francois NelKomust þau að bátnum en þar var Latifa handtekinn eftir að sérsveitarmenn gerðu áhlaup á snekkjuna. Síðan þá hefur ekkert spurst til Latifa og hafa vinir hennar miklar áhyggjur af henni.Í umræddu myndbandi ræðir hún um hvað muni gerast ef hún yrði handsömuð á ný.„Ef þú ert að horfa á þetta myndband þá er það ekki gott. Það þýðir að ég er annað hvort dáin eða í mjög, mjög slæmum aðstæðum,“ sagði Latifa en myndbandið átti einungis að birta ef hún yrði handsömuð.Í frétt Guardian segir að yfirvöld í Dúbaí hafi ekki í hyggju að bregðast við heimildarmyndinni. Þá er einnig vitnað í frétt frá apríl þar sem haft er eftir talsmanni fjölskyldunnar að Latifa sé í faðmi fjölskyldunnar og „hafi það mjög gott“. Indland Mið-Austurlönd Óman Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Vilja vita hvað varð um týnda prinsessu Ekkert hefur spurst til hennar frá því í mars. 5. maí 2018 22:42 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Týnda prinsessan Sheikha Latifa, dóttir Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, hafði skipulagt flótta sinn frá Dúbaí í sjö ár áður en hún hvarf. Ekkert hefur spurst til hennar frá því í mars á þessu ári.Talið er að hin 32 ára gamla prinsessa hafi verið handsömuð er hún reyndi að flýja en vitni segja að yfirvöld í Dubai hafi sótt hana um borð í snekkju undan ströndum Indlands þann 4. mars síðastliðinn, og komið henni aftur til Dubai.Í nýrri heimildamynd BBCer sagt frá flóttatilraun hennar og meðal þess sem kemur þar fram er að hún hafi eytt sjö árum í að skipuleggja flóttann. Í myndinni er rætt við franskan mann sem starfaði sem njósnari sem og finnskan dansþjálfara sem segjast hafa aðstoðað hana í flóttatilrauninni.Ferðaðist 40 kílómetra á uppblásnum bát og sæþotu Ástæða þess að Latifa tók sér svo mikinn tíma í að skipuleggja flóttann er sögð vera sú að hún hafi reynt að flýja er hún var sextán ára. Þá var hún hins vegar handsömuð og látin dúsa í fangelsi í þrjú ár. Í myndbandi sem Latifa birti skömmu áður en hún hvarf greindi hún frá því að hún hafi mátt þola pyntingar í fangelsinu.Systir hennar var einnig handsömuð árið 2000 eftir að hún reyndi að flýja og því var Latifa vör um sig. Reyndi hún að skipuleggja flóttann eins vel og hún gat. Hafði hún samband við franska njósnarann fyrrverandi, Hervé Jaubert, árið 2011, þar sem hún hafði heyrt að honum hafi tekist að komast undan yfirvöldum í Dúbaí. Jaubert hjálpaði henni svo að skipuleggja flóttatilraunina.Í heimildarmyndinni segir að Latifa hafi, ásamt finnska danskennaranum Tiina Jauhiainen, keyrt til nágrannaríkisins Óman, daginn sem flóttatilraunin hófst. Því næst var áætlað að ferðast á uppblásnum bát og sæþotum um 40 kílómetra leið að snekkju á Indlandshafi þar sem Jaubert beið.Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna og faðir Latifa.Getty/ Francois NelKomust þau að bátnum en þar var Latifa handtekinn eftir að sérsveitarmenn gerðu áhlaup á snekkjuna. Síðan þá hefur ekkert spurst til Latifa og hafa vinir hennar miklar áhyggjur af henni.Í umræddu myndbandi ræðir hún um hvað muni gerast ef hún yrði handsömuð á ný.„Ef þú ert að horfa á þetta myndband þá er það ekki gott. Það þýðir að ég er annað hvort dáin eða í mjög, mjög slæmum aðstæðum,“ sagði Latifa en myndbandið átti einungis að birta ef hún yrði handsömuð.Í frétt Guardian segir að yfirvöld í Dúbaí hafi ekki í hyggju að bregðast við heimildarmyndinni. Þá er einnig vitnað í frétt frá apríl þar sem haft er eftir talsmanni fjölskyldunnar að Latifa sé í faðmi fjölskyldunnar og „hafi það mjög gott“.
Indland Mið-Austurlönd Óman Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Vilja vita hvað varð um týnda prinsessu Ekkert hefur spurst til hennar frá því í mars. 5. maí 2018 22:42 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Vilja vita hvað varð um týnda prinsessu Ekkert hefur spurst til hennar frá því í mars. 5. maí 2018 22:42