Vonar að páfinn „sjái villu síns vegar“ vegna ummæla um samkynhneigð Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2018 22:37 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Vísir/vilhelm Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra sárnar ummæli um samkynhneigð sem nýlega voru höfð eftir Frans páfa. Guðmundur, sem sjálfur er samkynhneigður, beinir því til páfans að kynhneigð sé hvorki lífsstíll né val og vonar að hann sjái villu síns vegar. Í viðtali vegna nýrrar bókar sagði Frans að samkynhneigð meðal kaþólskra presta væri„alvarlegt mál“ sem hann hefði áhyggjur af. Þá sagði hann samkynhneigð jafnframt vera „í tísku“ og hvatti presta til að standa við skírlífseið sinn. Guðmundur sagði í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í kvöld að hann hefði orðið dapur að heyra það sem haft var eftir Frans páfa í bókinni. Því hafi hann ákveðið að birta fyrstu drög af „rafrænu bréfi“ til páfans. „Kæri Francis. Kynhneigð er ekki lífsstíll. Kynhneigð er ekki val og ekki kynvitund heldur. Hún bara er. Líka kynhneigð hinsegin fólks. Kynhneigð okkar er ekki tískufyrirbrigði sem við skiptum út með nýrri vorlínu. Við bara erum svona,“ skrifar Guðmundur. Þá greinir hann frá því að hann hafi eitt sinn íhugað að verða munkur og dvaldi í kaþólsku klaustri þegar hann var 21 árs. „Ég veit að það að ganga í klaustur er nokkurra ára strangt lærdómsferli og ég veit að það þarf að gera kröfur til þeirra sem ákveða að gerast kirkjunnar þjónar. En það kemur kynhneigð ekkert við. Bara ekki neitt. Ég verð dapur að heyra að þú sem ég hef annars haft ágætis mætur á sjáir ekkert rými fyrir hinsegin fólk á meðal presta, munka og nunna.“Sjá einnig: Frans páfi um samkynhneigð: „Guð skapaði þig í þessari mynd og elskar þig eins og þú ert“ Að lokum biðlar Guðmundur til Frans páfa að vera meðvitaður um að orðunum fylgi ábyrgð. „Kæri Francis. Þú gerir stór mistök með því að útiloka framlag hinsegin fólks. Eftir því sem þú hefur fjölbreyttari hóp í vinnu hjá þér, eru meiri líkur á að kirkjan þín geti betur rækt hlutverk sitt – að vera boðberi kærleika, friðar og ástar. Það verður meiri skilningur innan hennar. Kæri Francis. Maður í jafn valdamikilli stöðu og þú hefur áhrif á fjölda fólks um allan heim. Orðum þínum fylgir ábyrgð. Mikil ábyrgð. Ég vona að þú sjáir villu þíns vegar. Gangi þér vel. Kærar kveðjur frá Íslandi, Mummi.“ Alþingi Evrópa Trúmál Tengdar fréttir Frans páfi um samkynhneigð: „Guð skapaði þig í þessari mynd og elskar þig eins og þú ert“ Haft var eftir Frans páfa að kynhneigð fólks skipti ekki máli hvað varðar ást guðs. 21. maí 2018 16:52 Páfinn hefur áhyggjur af samkynhneigð presta Frans páfi segir ekki rétt að samkynhneigt fólk verði prestar eða nunnur. 2. desember 2018 17:56 Frans páfi: "Afhverju ætti ég að dæma samkynhneigða?“ Frans páfi sagði á blaðamannafundi í dag að hann dæmdi ekki samkynhneigða. 29. júlí 2013 14:35 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra sárnar ummæli um samkynhneigð sem nýlega voru höfð eftir Frans páfa. Guðmundur, sem sjálfur er samkynhneigður, beinir því til páfans að kynhneigð sé hvorki lífsstíll né val og vonar að hann sjái villu síns vegar. Í viðtali vegna nýrrar bókar sagði Frans að samkynhneigð meðal kaþólskra presta væri„alvarlegt mál“ sem hann hefði áhyggjur af. Þá sagði hann samkynhneigð jafnframt vera „í tísku“ og hvatti presta til að standa við skírlífseið sinn. Guðmundur sagði í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í kvöld að hann hefði orðið dapur að heyra það sem haft var eftir Frans páfa í bókinni. Því hafi hann ákveðið að birta fyrstu drög af „rafrænu bréfi“ til páfans. „Kæri Francis. Kynhneigð er ekki lífsstíll. Kynhneigð er ekki val og ekki kynvitund heldur. Hún bara er. Líka kynhneigð hinsegin fólks. Kynhneigð okkar er ekki tískufyrirbrigði sem við skiptum út með nýrri vorlínu. Við bara erum svona,“ skrifar Guðmundur. Þá greinir hann frá því að hann hafi eitt sinn íhugað að verða munkur og dvaldi í kaþólsku klaustri þegar hann var 21 árs. „Ég veit að það að ganga í klaustur er nokkurra ára strangt lærdómsferli og ég veit að það þarf að gera kröfur til þeirra sem ákveða að gerast kirkjunnar þjónar. En það kemur kynhneigð ekkert við. Bara ekki neitt. Ég verð dapur að heyra að þú sem ég hef annars haft ágætis mætur á sjáir ekkert rými fyrir hinsegin fólk á meðal presta, munka og nunna.“Sjá einnig: Frans páfi um samkynhneigð: „Guð skapaði þig í þessari mynd og elskar þig eins og þú ert“ Að lokum biðlar Guðmundur til Frans páfa að vera meðvitaður um að orðunum fylgi ábyrgð. „Kæri Francis. Þú gerir stór mistök með því að útiloka framlag hinsegin fólks. Eftir því sem þú hefur fjölbreyttari hóp í vinnu hjá þér, eru meiri líkur á að kirkjan þín geti betur rækt hlutverk sitt – að vera boðberi kærleika, friðar og ástar. Það verður meiri skilningur innan hennar. Kæri Francis. Maður í jafn valdamikilli stöðu og þú hefur áhrif á fjölda fólks um allan heim. Orðum þínum fylgir ábyrgð. Mikil ábyrgð. Ég vona að þú sjáir villu þíns vegar. Gangi þér vel. Kærar kveðjur frá Íslandi, Mummi.“
Alþingi Evrópa Trúmál Tengdar fréttir Frans páfi um samkynhneigð: „Guð skapaði þig í þessari mynd og elskar þig eins og þú ert“ Haft var eftir Frans páfa að kynhneigð fólks skipti ekki máli hvað varðar ást guðs. 21. maí 2018 16:52 Páfinn hefur áhyggjur af samkynhneigð presta Frans páfi segir ekki rétt að samkynhneigt fólk verði prestar eða nunnur. 2. desember 2018 17:56 Frans páfi: "Afhverju ætti ég að dæma samkynhneigða?“ Frans páfi sagði á blaðamannafundi í dag að hann dæmdi ekki samkynhneigða. 29. júlí 2013 14:35 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Frans páfi um samkynhneigð: „Guð skapaði þig í þessari mynd og elskar þig eins og þú ert“ Haft var eftir Frans páfa að kynhneigð fólks skipti ekki máli hvað varðar ást guðs. 21. maí 2018 16:52
Páfinn hefur áhyggjur af samkynhneigð presta Frans páfi segir ekki rétt að samkynhneigt fólk verði prestar eða nunnur. 2. desember 2018 17:56
Frans páfi: "Afhverju ætti ég að dæma samkynhneigða?“ Frans páfi sagði á blaðamannafundi í dag að hann dæmdi ekki samkynhneigða. 29. júlí 2013 14:35