Handtaka í tengslum við vinsælt hlaðvarp Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. desember 2018 07:34 Síðast sást til Lynette Dawson árið 1982. Ástralska lögreglan hefur handtekið karlmann í tengslum við hvarf konu árið 1982. Þrátt fyrir að næstum 40 ár séu liðin frá því að síðast spurðist til Lynette Dawson hefur hvarf hennar verið mörgum netverjum hugleikið með tilkomu hlaðvarpsins The Teacher's Pet, sem notið hefur töluverðra vinsælda. Maðurinn sem um ræðir var eiginmaður hennar, Chris Dawson, sem nú er sjötugur. Heimildir ástralska fjölmiðla herma jafnframt að hann verði ákærður fyrir að hafa ráðið eiginkonu sinni bana. Hann hefur ætíð neitað að haft nokkuð með hvarf eiginkonu sinnar að gera. Þau áttu saman tvö börn, sem hann segir að Lynette hafi skilið eftir hjá sér þegar hún ákvað að stinga af og ganga til liðs við sértrúarsöfnuð. Bróðir konunnar, Greg Simms, segist í samtali við þarlenda fjölmiðla vera hæstánægður með þessar nýjustu vendingar í málinu. „Við höfum alltaf verið ákveðin í að leita sannleikans og er það ástæðan fyrir því að við höfum haldið nafni Lyn[ette] á lofti,“ segir Simms. Tvívegis á síðustu áratugum hefur verið reynt að sækja einstaklinga til saka fyrir að hafa myrt konuna. Saksóknarar hafa hins vegar verið tregir til þess að gefa út ákærur í málinu vegna skorts á sönnunargögnum. Til að mynda hafi lík hennar aldrei fundist.Enn ófundin Framkvæmd var húsleit á fyrrverandi heimili þeirra Dawson-hjóna fyrr á þessu ári sem er ekki sögð hafa skilað neinum nýjum vísbendingum. Engu að síður segist ástralska lögreglan verið nokkuð viss í sinni sök. Nýju lífi hafi verið blásið í rannsóknina fyrir um þremur árum síðan og hafi það komið þeim á sporið. Lík Lynette Dawson sé þó enn ekki fundið en segir talsmaður lögreglunnar að leitinni verði framhaldið til að hægt verði að ljúka málinu fyrir fullt og allt. Frá því að fyrrnefnt hlaðvarp leit dagsins ljós í maí síðastliðnum er talið að um 27 milljón manns hafi hlýtt á sögu Dawson-hjónanna. Hlaðvarpið leggur áherslu á mistök sem gerð voru við fyrri rannsókn lögreglunnar á hvarfi konunnar. Ástralska lögreglan hefur sætt gagnrýni vegna málsins, sem hún svo brást við með opinberri afsökunarbeiðni fyrr á þessu ári. Nánar má kynna sér sögu málsins og framvindu þess í nýlegri fréttaskýringu Sydney Morning Herald. Eyjaálfa Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Ástralska lögreglan hefur handtekið karlmann í tengslum við hvarf konu árið 1982. Þrátt fyrir að næstum 40 ár séu liðin frá því að síðast spurðist til Lynette Dawson hefur hvarf hennar verið mörgum netverjum hugleikið með tilkomu hlaðvarpsins The Teacher's Pet, sem notið hefur töluverðra vinsælda. Maðurinn sem um ræðir var eiginmaður hennar, Chris Dawson, sem nú er sjötugur. Heimildir ástralska fjölmiðla herma jafnframt að hann verði ákærður fyrir að hafa ráðið eiginkonu sinni bana. Hann hefur ætíð neitað að haft nokkuð með hvarf eiginkonu sinnar að gera. Þau áttu saman tvö börn, sem hann segir að Lynette hafi skilið eftir hjá sér þegar hún ákvað að stinga af og ganga til liðs við sértrúarsöfnuð. Bróðir konunnar, Greg Simms, segist í samtali við þarlenda fjölmiðla vera hæstánægður með þessar nýjustu vendingar í málinu. „Við höfum alltaf verið ákveðin í að leita sannleikans og er það ástæðan fyrir því að við höfum haldið nafni Lyn[ette] á lofti,“ segir Simms. Tvívegis á síðustu áratugum hefur verið reynt að sækja einstaklinga til saka fyrir að hafa myrt konuna. Saksóknarar hafa hins vegar verið tregir til þess að gefa út ákærur í málinu vegna skorts á sönnunargögnum. Til að mynda hafi lík hennar aldrei fundist.Enn ófundin Framkvæmd var húsleit á fyrrverandi heimili þeirra Dawson-hjóna fyrr á þessu ári sem er ekki sögð hafa skilað neinum nýjum vísbendingum. Engu að síður segist ástralska lögreglan verið nokkuð viss í sinni sök. Nýju lífi hafi verið blásið í rannsóknina fyrir um þremur árum síðan og hafi það komið þeim á sporið. Lík Lynette Dawson sé þó enn ekki fundið en segir talsmaður lögreglunnar að leitinni verði framhaldið til að hægt verði að ljúka málinu fyrir fullt og allt. Frá því að fyrrnefnt hlaðvarp leit dagsins ljós í maí síðastliðnum er talið að um 27 milljón manns hafi hlýtt á sögu Dawson-hjónanna. Hlaðvarpið leggur áherslu á mistök sem gerð voru við fyrri rannsókn lögreglunnar á hvarfi konunnar. Ástralska lögreglan hefur sætt gagnrýni vegna málsins, sem hún svo brást við með opinberri afsökunarbeiðni fyrr á þessu ári. Nánar má kynna sér sögu málsins og framvindu þess í nýlegri fréttaskýringu Sydney Morning Herald.
Eyjaálfa Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira