Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2018 10:52 Stuðningsmaður aðildar að ESB mótmælir fyrir utan breska þinghúsið í London. Vísir/EPA Þingmenn á breska þinginu samþykktu fordæmalitla ályktun þess efnis að ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra hefði lítilsvirt þingið þegar hún neitaði að birta lögfræðilega ráðgjöf um útgönguna úr Brexit. Þingið ræðir nú Brexit-samning May sem samþykkt var í gær að þingið fengið lokaorðið um. Ríkisstjórn May varð fyrir miklum skakkaföllum í þinginu í gær. Meirihluti þingmanna samþykkti ályktun um að hún hefði lítilsvirt þingið þegar hún hunsaði fyrri ályktun neðri deildarinnar þar sem þess var krafist að ríkisstjórnin birti lögfræðilegt álit sem hún lét vinna um Brexit-samninginn við Evrópusambandið. Í annarri atkvæðagreiðslu í gær gerðu þingmenn breytingar á þinglegri meðferð Brexit-samnings May verði honum hafnað í þinginu í næstu viku. Samþykktu þingmennirnir að þingið fengi að gera breytingatillögur við álit ríkisstjórnarinnar og hafa áhrif á hvaða skref yrðu tekin næst. Með þeirri breytingu gæti þingið tekið völdin af ráðherrum ef samningnum verður hafnað og komið í veg fyrir að þeir dragi Bretland úr ESB án samnings. Alls hafa fimm dagar verið teknir frá til að ræða Brexit-samninginn í þinginu og er annar dagur umræðnanna í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að öryggismál verði rædd í dag eftir að þingfundur í gær dróst langt fram á nótt. May er nú sögð róa að því öllum árum að sannfæra hóp eigin þingmanna til að styðja samninginn sem hún geri við Evrópusambandið um útgönguna. Búist er við að ríkisstjórnin birti lögfræðilegu álitin sem þingið snupraði hana fyrir klukkan 11:30 í dag. Bretland Brexit Evrópa Evrópusambandið Tengdar fréttir Efnahagur Bretlands verður minni utan ESB Ríkisstjórn Bretlands áætlar að verg landsframleiðsla Bretlands verði minni eftir fimmtán ár, samanborið við hver landsframleiðslan yrði ef Bretlandi yrði áfram í Evrópusambandinu. 28. nóvember 2018 12:15 Þarf að snúa 85 þingmönnum Leiðtogar Evrópusambandsríkja samþykktu Brexit-plöggin í gær. Segja betri samning ekki mögulegan fyrir Breta. Stærðfræðin á breska þinginu erfið fyrir forsætisráðherra sem þarf að snúa 85 þingmönnum. 26. nóvember 2018 06:30 Hætta á kreppu gangi Bretar úr ESB án samnings Pundið myndi falla og húsnæðiverð hrynja ef Bretar ganga úr Evrópusambandinu án samnings. 28. nóvember 2018 17:54 Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Þingmenn á breska þinginu samþykktu fordæmalitla ályktun þess efnis að ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra hefði lítilsvirt þingið þegar hún neitaði að birta lögfræðilega ráðgjöf um útgönguna úr Brexit. Þingið ræðir nú Brexit-samning May sem samþykkt var í gær að þingið fengið lokaorðið um. Ríkisstjórn May varð fyrir miklum skakkaföllum í þinginu í gær. Meirihluti þingmanna samþykkti ályktun um að hún hefði lítilsvirt þingið þegar hún hunsaði fyrri ályktun neðri deildarinnar þar sem þess var krafist að ríkisstjórnin birti lögfræðilegt álit sem hún lét vinna um Brexit-samninginn við Evrópusambandið. Í annarri atkvæðagreiðslu í gær gerðu þingmenn breytingar á þinglegri meðferð Brexit-samnings May verði honum hafnað í þinginu í næstu viku. Samþykktu þingmennirnir að þingið fengi að gera breytingatillögur við álit ríkisstjórnarinnar og hafa áhrif á hvaða skref yrðu tekin næst. Með þeirri breytingu gæti þingið tekið völdin af ráðherrum ef samningnum verður hafnað og komið í veg fyrir að þeir dragi Bretland úr ESB án samnings. Alls hafa fimm dagar verið teknir frá til að ræða Brexit-samninginn í þinginu og er annar dagur umræðnanna í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að öryggismál verði rædd í dag eftir að þingfundur í gær dróst langt fram á nótt. May er nú sögð róa að því öllum árum að sannfæra hóp eigin þingmanna til að styðja samninginn sem hún geri við Evrópusambandið um útgönguna. Búist er við að ríkisstjórnin birti lögfræðilegu álitin sem þingið snupraði hana fyrir klukkan 11:30 í dag.
Bretland Brexit Evrópa Evrópusambandið Tengdar fréttir Efnahagur Bretlands verður minni utan ESB Ríkisstjórn Bretlands áætlar að verg landsframleiðsla Bretlands verði minni eftir fimmtán ár, samanborið við hver landsframleiðslan yrði ef Bretlandi yrði áfram í Evrópusambandinu. 28. nóvember 2018 12:15 Þarf að snúa 85 þingmönnum Leiðtogar Evrópusambandsríkja samþykktu Brexit-plöggin í gær. Segja betri samning ekki mögulegan fyrir Breta. Stærðfræðin á breska þinginu erfið fyrir forsætisráðherra sem þarf að snúa 85 þingmönnum. 26. nóvember 2018 06:30 Hætta á kreppu gangi Bretar úr ESB án samnings Pundið myndi falla og húsnæðiverð hrynja ef Bretar ganga úr Evrópusambandinu án samnings. 28. nóvember 2018 17:54 Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Efnahagur Bretlands verður minni utan ESB Ríkisstjórn Bretlands áætlar að verg landsframleiðsla Bretlands verði minni eftir fimmtán ár, samanborið við hver landsframleiðslan yrði ef Bretlandi yrði áfram í Evrópusambandinu. 28. nóvember 2018 12:15
Þarf að snúa 85 þingmönnum Leiðtogar Evrópusambandsríkja samþykktu Brexit-plöggin í gær. Segja betri samning ekki mögulegan fyrir Breta. Stærðfræðin á breska þinginu erfið fyrir forsætisráðherra sem þarf að snúa 85 þingmönnum. 26. nóvember 2018 06:30
Hætta á kreppu gangi Bretar úr ESB án samnings Pundið myndi falla og húsnæðiverð hrynja ef Bretar ganga úr Evrópusambandinu án samnings. 28. nóvember 2018 17:54
Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51