„Þetta er svo galið, herra forseti“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2018 18:17 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. Fréttablaðið/Ernir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, gagnrýndi harðlega ákvörðun meirihlutans á þingi að lána Íslandspósti 1,5 milljarð króna. Hann gagnrýnir það að við umræðu um fjárlög hafi skyndilega fundist fjármunir „til að hella í gjaldþrota ohf“. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis afgreiddi í vikunni tillögu um að ríkissjóður fái heimild til að lána Íslandspósti einn og hálfan milljarð til að mæta fjárhagsvanda fyrirtækisins. Á lánið að vera háð því að fyrirtækið standi við fjárhagslega endurskipulagningu og haldi þingheimi upplýstum um framgang mála, að því er kom fram á vef RÚV í vikunni. „En á meðan fátækasta fólk á Íslandi þarf enn um hríð að bíða eftir réttlæti af hálfu þessarar ríkisstjórnar finna menn 1.500 milljónir sem á að hella, við 3. umræðu fjárlaga, í Íslandspóst ohf. án nokkurrar athugunar eða nokkurrar kröfu um að gerð verði úttekt á þessum rekstri. Það er engin krafa um það, það á bara að afhenda þessar 1.500 milljónir úr ríkissjóði,“ sagði Þorsteinn í ræðu á Alþingi í dag. Sagðist hann hafa áhyggjur af því að ákvörðun um lánveitinguna væri tekin „gagnrýnislaust“ á sama tíma og Íslandspóstur væri sakað um að hafa brotið gegn sátt á milli Íslandspóst og Samkeppniseftirlitsins varðandi rekstur dótturfélagsins ePósts. „Þetta er svo galið, herra forseti,“ sagði Þorsteinn um hina fyrirhugðu lánveitingu. Íslandspóstur Tengdar fréttir Tapi á samkeppnisrekstri mætt með greiðslum úr einkarétti Ekki liggur fyrir hjá Íslandspósti hve stóran hluta taps félagsins af samkeppni innan alþjónustu má rekja til innanlandsmarkaðar. Samkvæmt opinberum gögnum hefur viðvarandi tap verið á ákveðnum liðum innanlands. Samkeppnisaðila grunar a 3. desember 2018 07:00 Pósturinn hóf samruna í trássi við samkomulag Samruni Íslandspósts og dótturfélagsins ePósts var langt á veg kominn þegar eftirlitsnefnd um framkvæmd sáttar fyrirtækisins við Samkeppniseftirlitið var tilkynnt um hann. Lán Póstsins til ePósts hefur enn ekki verið látið bera vexti. 5. desember 2018 06:00 Pósturinn sýndi þinginu tölur sem hafði áður verið hafnað 28. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, gagnrýndi harðlega ákvörðun meirihlutans á þingi að lána Íslandspósti 1,5 milljarð króna. Hann gagnrýnir það að við umræðu um fjárlög hafi skyndilega fundist fjármunir „til að hella í gjaldþrota ohf“. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis afgreiddi í vikunni tillögu um að ríkissjóður fái heimild til að lána Íslandspósti einn og hálfan milljarð til að mæta fjárhagsvanda fyrirtækisins. Á lánið að vera háð því að fyrirtækið standi við fjárhagslega endurskipulagningu og haldi þingheimi upplýstum um framgang mála, að því er kom fram á vef RÚV í vikunni. „En á meðan fátækasta fólk á Íslandi þarf enn um hríð að bíða eftir réttlæti af hálfu þessarar ríkisstjórnar finna menn 1.500 milljónir sem á að hella, við 3. umræðu fjárlaga, í Íslandspóst ohf. án nokkurrar athugunar eða nokkurrar kröfu um að gerð verði úttekt á þessum rekstri. Það er engin krafa um það, það á bara að afhenda þessar 1.500 milljónir úr ríkissjóði,“ sagði Þorsteinn í ræðu á Alþingi í dag. Sagðist hann hafa áhyggjur af því að ákvörðun um lánveitinguna væri tekin „gagnrýnislaust“ á sama tíma og Íslandspóstur væri sakað um að hafa brotið gegn sátt á milli Íslandspóst og Samkeppniseftirlitsins varðandi rekstur dótturfélagsins ePósts. „Þetta er svo galið, herra forseti,“ sagði Þorsteinn um hina fyrirhugðu lánveitingu.
Íslandspóstur Tengdar fréttir Tapi á samkeppnisrekstri mætt með greiðslum úr einkarétti Ekki liggur fyrir hjá Íslandspósti hve stóran hluta taps félagsins af samkeppni innan alþjónustu má rekja til innanlandsmarkaðar. Samkvæmt opinberum gögnum hefur viðvarandi tap verið á ákveðnum liðum innanlands. Samkeppnisaðila grunar a 3. desember 2018 07:00 Pósturinn hóf samruna í trássi við samkomulag Samruni Íslandspósts og dótturfélagsins ePósts var langt á veg kominn þegar eftirlitsnefnd um framkvæmd sáttar fyrirtækisins við Samkeppniseftirlitið var tilkynnt um hann. Lán Póstsins til ePósts hefur enn ekki verið látið bera vexti. 5. desember 2018 06:00 Pósturinn sýndi þinginu tölur sem hafði áður verið hafnað 28. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Tapi á samkeppnisrekstri mætt með greiðslum úr einkarétti Ekki liggur fyrir hjá Íslandspósti hve stóran hluta taps félagsins af samkeppni innan alþjónustu má rekja til innanlandsmarkaðar. Samkvæmt opinberum gögnum hefur viðvarandi tap verið á ákveðnum liðum innanlands. Samkeppnisaðila grunar a 3. desember 2018 07:00
Pósturinn hóf samruna í trássi við samkomulag Samruni Íslandspósts og dótturfélagsins ePósts var langt á veg kominn þegar eftirlitsnefnd um framkvæmd sáttar fyrirtækisins við Samkeppniseftirlitið var tilkynnt um hann. Lán Póstsins til ePósts hefur enn ekki verið látið bera vexti. 5. desember 2018 06:00