Steinsofandi á sófanum meðan þjófar létu greipar sópa í gagnaverinu Birgir Olgeirsson skrifar 6. desember 2018 09:00 Frá uppphafi aðalmeðferðar Bitcoin-málsins í Héraðsdómi Reykjaness á mánudag. FBL/Ernir Öryggisvörður sem var á vakt þegar brotist var inn í gagnaver Advania í Reykjanesbæ í janúar síðastliðnum segir að eftir á að hyggja hafi mögulega verið fylgst með ferðum hans í aðdraganda innbrotsins. Starfsmaður Rafmagnsveitna ríkisins (RARIK) sagðist hafa spjallað við ákærða Sindra Þór Stefánsson um gagnaver sem var verið að setja upp í Borgarnesi. Um var að ræða sama gagnaver og Sindri Þór hefur viðurkennt að hafa brotist inn í. Þetta kom fram við aðalmeðferð Bitcoin-málsins sem var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Sjö eru ákærðir fyrir aðild að innbrotum í gagnaver í Borgarnesi og Reykjanesbæ í desember og janúar fyrir um ári. Ákærðu gáfu skýrslu í málinu á mánudag eins og Vísir fjallaði um. Verðmæti tölvubúnaðarins sem stolið var nemur hundruðum milljóna króna og er málið talið einn mesti þjófnaður Íslandssögunnar.Velti fyrir sér hvort hann hefði heilsu til að standa vaktina Öryggisvörðurinn hjá Öryggismiðstöð Íslands var kallaður til sem vitni við aðalmeðferðina í gær. Hann lýsti því fyrir dómi að hann hefði verið veikur og frá vinnu dagana fyrir innbrotið í gagnaver Advania aðfaranótt 16. janúar. Hann hefði þó ákveðið að harka af sér og mæta á næturvaktina. Hann sagðist hafa velt því fyrir sér hvort hann væri orðinn nægjanlega heilsuhraustur til að standa umrædda vakt. Mikil mannekla hefði verið á þessum tíma að sögn öryggisvarðarins og hann því ákveðið að mæta. Öll dekk bílsins loftlaus þegar hann vaknaði Öryggisvörðurinn sagði að á vaktinni sjálfri hefði hann fundið til verks í maga og farið heim til að fara á salernið. Eftir salernisferðina lagðist hann út af í sófa og reyndi að gera upp hug sinn hvort hann ætti að hringja og tilkynna að hann gæti ekki haldið vaktinni áfram. Hann sofnaði út frá þeim hugsanagangi. Hann vaknaði svo rétt fyrir klukkan sjö að morgni 16. janúar. Hann sagði engin útköll hafa borist á þeim tíma sem hann svaf. Hann fór út á bílastæði fyrir utan heimili sitt og sá að dekkin á bílnum sem Öryggismiðstöðin skaffaði voru loftlaus svo hann komst ekkert. Síðar kom í ljós að skorið hafði verið á dekkin. Öryggisvörðurinn sofnaði aftur en vaknaði svo um hádegisbil þegar nokkrir lögreglumenn bönkuðu á dyrnar til að spyrja spurninga og skoða heimili hans.Alls eru sjö ákærðir vegna málsins en hér má sjá einn þeirra ganga inn í réttarsal.FBL/ERNIRHundurinn urraði að næturlagi Alda Hrönn Jóhannsdóttir, saksóknar embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum, spurði öryggisvörðinn hvort hann hefði tekið eftir því að fylgst hefði verið með honum í aðdraganda innbrotsins. Hann sagðist ekki hafa tekið eftir því í aðdragandanum en eftir á að hyggja hafi rifjast upp fyrir honum skrýtnir atburðir sem hann upplifði með konu sinni. Um var að ræða þriggja vikna tímabil þar sem þau urðu vör við mannaferðir í kringum íbúð þeirra að næturlagi.Búið að opna svaladyrnar Hundurinn á heimili þeirra hafi urrað þegar hann starði út um gluggann sem var óvenjulegt. Eitt skiptið var búið að opna svaladyrnar á heimili þeirra. Öryggisvörðurinn fór ekki út en smellti fingrum og hundurinn rauk út. Öryggisvörðurinn sagðist hafa blístrað á hundinn því hann vildi ekki að hann færi að ráðast á einhverja manneskju. Sagði öryggisvörðurinn að augljóst hefði verið að einhver hefði reynt að fara inn í íbúðina að næturlagi. Spurður hvort hann hefði saknað fatnaðar frá Öryggismiðstöðinni eftir þetta svaraði hann því neitandi. Annar öryggisvörður hjá Öryggismiðstöðinni er einn ákærðu í málinu. Sá heitir Ívar Gylfason og er sakaður um að hafa skaffað mönnunum sem brutust inn í Advania-gagnaverið öryggiskóða, teikningar af verinu og fatnað frá Öryggismiðstöðinni. Ívar neitar sök og segist aðeins hafa veitt þeim almennar upplýsingar um gagnaverið eftir að honum hafi verið hótað.Mætti vegna manneklu Öryggisvörðurinn sem bar vitni í gær var spurður af verjanda Ívars hvort það væri venjan að fara að sofa á vaktinni án þess að tilkynna það. Öryggisvörðurinn svaraði að svo væri ekki, venjan væri að láta vita af veikindum og bíða eftir að einhver tæki við. Verjandi Ívars sagði að það óneitanlega einkennilega tilviljun að öryggisvörðurinn hefði verið veikur fjóra daga í röð fyrir innbrotið en mætt á vaktina sömu nótt og innbrotið var framið. Sagði verjandi Ívars að öryggisvörðurinn hefði verið sá eini sem vissi að gagnaverið væri ómannað þessa nótt.Þorgils Þorgilsson lögmaður ásamt Sindra Þór Stefánssyni.FBL/ERNIRVið aðalmeðferðina á mánudag sagði Sindri Þór Stefánsson að hans hlutverk í innbrotinu í Advania-gagnaverið hefði verið að koma öryggiskerfi í Grindavík af stað umræddda nótt. Þannig átti að draga athyglina frá gagnaveri Advania á meðan öryggisverðir mættu til Grindavíkur. Öryggisvörðurinn sagðist hafa fengið að heyra það frá Öryggismiðstöðinni að kerfið hefði farið í gang, en hann fékk þær upplýsingar eftir að fjallað hafði verið um vitnisburð Sindra við aðalmeðferðina.Sagði þörf á öryggiskóða og aðgangskorti Dómarinn spurði öryggisvörðinn hvort hann starfaði enn á þessu svæði, og sagði öryggisvörðurinn svo vera. Öryggisvörðurinn sagði að öryggiskóðanum hefði verið breytt eftir innbrotið og gæslan aukin til muna á svæðinu. Dómarinn spurði hvort öryggisvörðurinn myndi kóðann sem væri notaður í dag en öryggisvörðurinn sagði svo ekki vera. Öryggisvörðurinn sagði ekki nóg að hafa bara kóðann til að komast inn í gagnaverið, heldur þyrfti einnig aðgangskort sem opnaði talnaspjald til að stimpla inn tölur. Hann sagði kortið hafa verið í bílnum þegar hann fór heim á salernið og það hefði verið ennþá í bílnum þegar hann sneri aftur í hann.Sagðist ekki hafa notað aðgangskort við innbrotið Matthías Jón Karlsson hefur ásamt Sindra Þór viðurkennt að hafa farið inn í gagnaver Advania en þeir neita báðir að hafa skipulagt, lagt á ráðin eða undirbúið innbrotið. Matthías gaf skýrslu fyrir dómi við aðalmeðferð málsins á mánudag en hringt var aftur í hann í gær til til að spyrja hvernig hann fór inn í gagnaverið. Matthías sagðist ekki hafa þurft að notast við aðgangskort, það hefði dugað að slá inn öryggiskóðann inn. Hann sagðist hafa farið inn í gagnaverið og borið tölvubúnaðinn til tveggja manna sem sáu um að raða honum í bíl. Hann neitaði að gefa upp hverjir samverkamenn hans voru við innbrotið en sagði Ívar Gylfason hafa skaffað sér öryggiskóða og fatnað merktan Öryggismiðstöðinni.Hringdi í Sindra til að spyrja um Bitcoin Við aðalmeðferðina í gær var kallaður til starfsmaður Rafmagnsveitna ríkisins (RARIK) sem sagðist þekkja Sindra Þór og Hafþór Loga Hlynsson, sem sömuleiðis er ákærður fyrir aðild að þjófnaðinum, frá fornu fari. Hann hefði ekki verið í miklum samskiptum við þá síðastliðin ár.Byggingin í Borgarnesi sem hýsti gagnaverið þar.FBL/ERNIRHann hringdi hins vegar í Sindra Þór í desember í fyrra til að spyrja hvernig Bitcoin-rafmyntin virkaði, en þá hafði virði rafmyntarinnar verið í hæstu hæðum og lék honum forvitni á að vita hvernig „gröftur“ á henni færi fram. Starfsmaðurinn sagðist hafa fengið þær útskýringar frá Sindra að Bitcoin-tölvur sæju um að reyna að leysa flóknar reikniformúlur og væru verðlaunaðar með Bitcoin-rafmynt ef þeim tækist að leysa þær.Kom að lagningu heimtaugar í gagnaverið Starfsmaðurinn sagðist hafa vitað að verið væri að setja upp Bitcoin-ver í Borgarnesi. Um er að ræða gagnaver AVK ehf. sem Sindri hefur viðurkennt að hafa brotist inn 15. desember í fyrra, um mánuði áður en brotist var inn í gagnaver Advania. Tölvurnar í gagnaverinu voru nýuppsettar og höfðu aðeins verið í gangi í sex daga þegar þeim var stolið. Starfsmaður RARIK sagði að sjálfur hefði hann ekki komið að uppsetningu gagnaversins en hefði sem starfsmaður RARIK lagt heimtaug, sem er lögn heim í hús frá rafveitukerfi. Starfsmaðurinn sagðist aldrei hafa farið inn í gagnaverið en farið inn í kjallara húsnæðisins að Sólbakka í Borgarnesi til að leggja heimtaugina.Grunaði ekki að Sindri ætlaði að brjótast inn Sagðist starfsmaðurinn hafa tjáð Sindra að verið væri að setja upp gagnaver í Borgarnesi en í skilaboðum þeirra á milli sagði starfsmaðurinn að gagnaverið væri staðsett að Sólbakka 6. Rannsókn lögreglu á símagögnum leiddi í ljós að í samskiptum starfsmannsins við Sindra kom fram hvar gagnaverið gæti mögulega verið staðsett í húsinu. Starfsmaðurinn tók fram við aðalmeðferð málsins í gær að hann hefði ekki grunað að Sindri væri að leggja á ráðin um innbrot. Hann lagði áherslu á að það hefði verið hann sem hringdi í Sindra því hann vissi að hann gæti haft vit á Bitcoin, þar sem Sindri Þór væri menntaður tölvunarfræðingur. Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra, spurði starfsmanninn hvort hann hefði litið á þetta samtal sem einhverskonar skipulagningu á innbroti. Starfsmaðurinn sagði að hann hefði ekki litið svo á.Alda Hrönn Jóhannsdóttir saksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum sækir málið af hálfu ákæruvaldsins.Fréttablaðið/Ernir„Opin bók“ Sindri Þór gaf skýrslu fyrir dómi á mánudag en hringt var í hann aftur úr dómsal í dag þar sem hann var spurður hvernig hann hefði brotist inn í gagnaverið í Borgarnesi í desember. Dómarinn minnti Sindra á að hann þyrfti að segja satt og rétt frá samkvæmt lögum. Sindri svaraði því með því að segja:„Ég er opin bók.“ Sindri sagðist hafa brotist inn með því að brjóta upp glugga á gagnaverinu sem sé vinstra megin við stóru innkeyrsluna. Eigandi gagnaversins sagði fyrir dómi á mánudag að hún væri mjög forvitin að vita hvernig þjófarnir hefðu farið inn í húsið sem sé rammgert og með glugga í sjö til átta metra hæð. Rannsóknarlögreglumaður staðfesti fyrir dómi í dag að rannsókn lögreglu hefði ekki leitt í ljós hvernig farið var inn í húsið. Dómarinn spurði starfsmanninn hvort hann hefði gefið Sindra upplýsingar um hvernig væri best að komast inn í húsið. Starfsmaðurinn svaraði því neitandi. Sindri er sagður hafa spurt starfsmanninn hvort hann gæti séð orkunotkun í húsinu. Starfsmaðurinn sagðist ekki hafa getað veitt þær upplýsingar og sagðist ekki hafa velt því fyrir sér á þeim tíma hvort það hefði verið einkennileg fyrirspurn hjá Sindra. Vinkona kölluð til vitnis Viktor Ingi Jónasson er einn þeirra sem er ákærður fyrir að brjótast inn í gagnaverið í Borgarnesi 15. desember síðastliðinn. Hann neitar sök. Verjandi Viktors Inga kallaði vinkonu Viktors Inga fyrir dóm. Húnsagði þau góða vini og fullyrti að hann hefði gist heima hjá henni aðfaranótt 15. desember. Hún sagði hann hafa komið heim til sín um miðnætti að kvöldi 14. desember og gist heima hjá henni aðfaranótt 15. desember. Þegar hún vaknaði var hann enn þar. Sagðist vinkonan geta sýnt fram á þetta með því að leggja fram skilaboð sem fóru á milli þeirra umrætt sinn, eftir að saksóknari hafði beðið um þau gögn. Fyrir dóm var einnig kallaður maður af erlendum uppruna sem hafði keypt bláan Transit-sendiferðabíl sem talið er að hafi verið notaður við innbrotið í Borgarnesi. Lögreglan gerði bílinn upptækan 22. desember síðastliðinn en maðurinn sem mætti fyrir dóm sagðist hafa keypt hann af íslenskum manni í eldri kantinum sem var með skegg og grá hár. Hann sagðist hvorki muna hver maðurinn væri né hvað hann borgaði fyrir bílinn. Sagði spjótin hafa beinst að Viktori vegna bílkaupa Helgi Pétur Ottesen, rannsóknarlögreglumaður á Vesturlandi, mætti fyrir dóm og var spurður af Öldu Hrönn hvers vegna sjónir lögreglu hefðu beinst að Viktori Inga vegna innbrotsins í Borgarnesi. Matthías Jón Karlsson og Viktor neita sök en Sindri hefur játað að hafa brotist inn en neitar að hafa lagt á ráðin, skipulagt og undirbúið innbrotið.Mynd náðist af manni í bláum sendiferðabíl greiða gjald í Hvalfjarðargöng nóttina sem brotist var inn í gagnaverið í Borgarnesi. Hann rétti fram pening með vinstri hönd þar sem sást húðflúr og leðuról.Vísir/VilhelmHelgi Pétur sagði að grunur hefði vaknað vegna þess að Viktor Ingi fór með Matthíasi að kaupa bláa Transit-sendiferðabílinn. Viktor sagðist sjálfur fyrir dómi einungis hafa skoðað ástand bílsins en ekki tekið þátt í kaupunum. Matthías sagðist hafa keypt bílinn að beiðni Sindra Þórs á áttatíu þúsund krónur og skilið hann eftir í Grafarholti þar sem hann fannst síðar.Húðflúr á úlnliði og leðuról Helgi sagði lögreglu einnig hafa stuðst við upptöku úr eftirlitsmyndavélakerfi í Hvalfjarðargöngunum umrædda aðfaranótt 15. desember. Þar hefði karlmaður sést á sendiferðabílnum en ekki sást í andlit hans vegna hæðar bílsins. Hann sást hins vegar greiða veggjaldið í göngin með peningum og rétti þá út vinstri höndina. Þar sást húðflúr á úlnlið ásamt leðuról. Helgi Pétur sagði lögreglu hafa fundið mynd af Viktori á Facebook þar sem hann var með húðflúr og úr með leðuról. Erlendi maðurinn sem kallaður var fyrir dóm og keypti að eigin sögn umræddan bláan Transit af eldri íslenskum manni, sagðist ekki hafa verið búinn að ljúka eigandaskiptum á bílnum þegar lögreglan gerði hann upptækan. Sagði hann eigendapappírana hafa verið í bílnum. Hann sagðist hvorki þekkja Matthías né Sindra Þór, hann þekkti í raun fáa Íslendinga. Verjandi Viktors Inga veitti því eftirtekt að erlendi maðurinn var með húðflúr á vinstri hendi sem hann var beðinn um að sýna dómnum. Helgi Pétur sagði fyrir dómi að honum hefði ekki verið kunnugt að vitnið væri með húðflúr á vinstri hendi eins og Viktor Ingi. Einnig vísaði Helgi Pétur í Snapchat og Messenger-samskipti á milli Matthíasar og Viktors Inga 15. desember en Matthías er sagður hafa farið upp á Kjalarnes að sækja aðila þessa nótt. Matthías neitaði að gefa upp fyrir dóm hvern hann sótti.Ekki hægt að sjá hvenær skilaboðin voru send Verjandi Viktors Inga spurði hvort það væri eitthvað sem gæfi til kynna á hvaða tíma sólarhrings þessi skilaboð hefðu verið send. Helgi Pétur svaraði að svo væri ekki, það sæist einungis að skilaboðin hefði verið send 15. desember. Spurður hvort vitað væri hvenær tölvurnar í Borgarnesi voru teknar úr sambandi, sagði Helgi Pétur að rannsókn lögreglu hefði leitt í ljós að það hefði verið um klukkan 02:30 umrædda nótt, en ekki væri hægt að segja nákvæmlega á hvaða mínútu. Makar og ættingjar ákærðu voru kallaðir fyrir dóm sem vitni en allir báru fyrir sig 117. grein laga um meðferð sakamála. Samkvæmt henni geta núverandi og fyrrverandi makar skorast undan því að gefa vitnaskýrslu að öllu leyti eða einhverju. Einnig skyldmenni ákærða í beinan legg, systkini og þeir sem tengjast ákærðu vegna ættleiðingar. Þetta á jafnframt við um stjúpforeldri, stjúpbörn og tengdaforeldra og tengdabörn.Tveir af ákærðu í málinu.FBL/ERNIRVarð ekki vör við breytingar á hegðun Barnsmóðir Ívars Gylfasonar, sem er ákærður í málinu, kaus að gefa skýrslu í málinu. Hún sagðist ekki hafa orðið vör við breytingar á háttalagi Ívars í janúar í aðdraganda innbrotsins í Advania-gagnaverið. Hún sagðist ekki hafa orðið vör við breytingar á notkun hans á farsíma eða samfélagsmiðlum. Hann hafi ekki rætt við hana um óeðlileg samskipti, ekki orðið var við heimsóknir manna og sagðist ekki hafa orðið vör við að fatnaður Ívars merktur Öryggismiðstöðinni hefði horfið af heimilinu. Hún sagði hann hafa verið undir mjög miklu álagi í vinnunni mánuðina fyrir umrætt innbrot. Sagði hún það hafa haft áhrif á líðan hans og þess vegna hefði hún mögulega ekki tekið eftir breytingu á hegðun hans. Aðalmeðferð málsins verður framhaldið á föstudag þar sem munnlegur málflutningur saksóknara og verjenda sakborninganna sjö fer fram. Eftir það verður málið lagt fyrir dóm og má þá búast við niðurstöðu dómara að fjórum vikum liðnum. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Skildi ekki hvers vegna Sindri var að segja honum frá upplýsingaþjófnaði í ótal skilaboðum Aðalmeðferð hófst í Bitcoin-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 3. desember 2018 13:45 Sindri Þór segist hræddur: „Ég segi ekki nei við hann“ Þetta var mitt hlutverk, að sjá fyrir heimilinu, að sjá um peninga, og ég var að klúðra því, sagði Sindri Þór Stefánsson. 3. desember 2018 15:09 Reyfarakennd aðalmeðferð í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Sakborningar hræddir við menn sem voru ekki í dómsalnum og vildu ekki gefa upp hlut annarra í málinu, nema öryggisvarðarins sem er sakaður um að aðstoða þá. 5. desember 2018 13:15 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Öryggisvörður sem var á vakt þegar brotist var inn í gagnaver Advania í Reykjanesbæ í janúar síðastliðnum segir að eftir á að hyggja hafi mögulega verið fylgst með ferðum hans í aðdraganda innbrotsins. Starfsmaður Rafmagnsveitna ríkisins (RARIK) sagðist hafa spjallað við ákærða Sindra Þór Stefánsson um gagnaver sem var verið að setja upp í Borgarnesi. Um var að ræða sama gagnaver og Sindri Þór hefur viðurkennt að hafa brotist inn í. Þetta kom fram við aðalmeðferð Bitcoin-málsins sem var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Sjö eru ákærðir fyrir aðild að innbrotum í gagnaver í Borgarnesi og Reykjanesbæ í desember og janúar fyrir um ári. Ákærðu gáfu skýrslu í málinu á mánudag eins og Vísir fjallaði um. Verðmæti tölvubúnaðarins sem stolið var nemur hundruðum milljóna króna og er málið talið einn mesti þjófnaður Íslandssögunnar.Velti fyrir sér hvort hann hefði heilsu til að standa vaktina Öryggisvörðurinn hjá Öryggismiðstöð Íslands var kallaður til sem vitni við aðalmeðferðina í gær. Hann lýsti því fyrir dómi að hann hefði verið veikur og frá vinnu dagana fyrir innbrotið í gagnaver Advania aðfaranótt 16. janúar. Hann hefði þó ákveðið að harka af sér og mæta á næturvaktina. Hann sagðist hafa velt því fyrir sér hvort hann væri orðinn nægjanlega heilsuhraustur til að standa umrædda vakt. Mikil mannekla hefði verið á þessum tíma að sögn öryggisvarðarins og hann því ákveðið að mæta. Öll dekk bílsins loftlaus þegar hann vaknaði Öryggisvörðurinn sagði að á vaktinni sjálfri hefði hann fundið til verks í maga og farið heim til að fara á salernið. Eftir salernisferðina lagðist hann út af í sófa og reyndi að gera upp hug sinn hvort hann ætti að hringja og tilkynna að hann gæti ekki haldið vaktinni áfram. Hann sofnaði út frá þeim hugsanagangi. Hann vaknaði svo rétt fyrir klukkan sjö að morgni 16. janúar. Hann sagði engin útköll hafa borist á þeim tíma sem hann svaf. Hann fór út á bílastæði fyrir utan heimili sitt og sá að dekkin á bílnum sem Öryggismiðstöðin skaffaði voru loftlaus svo hann komst ekkert. Síðar kom í ljós að skorið hafði verið á dekkin. Öryggisvörðurinn sofnaði aftur en vaknaði svo um hádegisbil þegar nokkrir lögreglumenn bönkuðu á dyrnar til að spyrja spurninga og skoða heimili hans.Alls eru sjö ákærðir vegna málsins en hér má sjá einn þeirra ganga inn í réttarsal.FBL/ERNIRHundurinn urraði að næturlagi Alda Hrönn Jóhannsdóttir, saksóknar embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum, spurði öryggisvörðinn hvort hann hefði tekið eftir því að fylgst hefði verið með honum í aðdraganda innbrotsins. Hann sagðist ekki hafa tekið eftir því í aðdragandanum en eftir á að hyggja hafi rifjast upp fyrir honum skrýtnir atburðir sem hann upplifði með konu sinni. Um var að ræða þriggja vikna tímabil þar sem þau urðu vör við mannaferðir í kringum íbúð þeirra að næturlagi.Búið að opna svaladyrnar Hundurinn á heimili þeirra hafi urrað þegar hann starði út um gluggann sem var óvenjulegt. Eitt skiptið var búið að opna svaladyrnar á heimili þeirra. Öryggisvörðurinn fór ekki út en smellti fingrum og hundurinn rauk út. Öryggisvörðurinn sagðist hafa blístrað á hundinn því hann vildi ekki að hann færi að ráðast á einhverja manneskju. Sagði öryggisvörðurinn að augljóst hefði verið að einhver hefði reynt að fara inn í íbúðina að næturlagi. Spurður hvort hann hefði saknað fatnaðar frá Öryggismiðstöðinni eftir þetta svaraði hann því neitandi. Annar öryggisvörður hjá Öryggismiðstöðinni er einn ákærðu í málinu. Sá heitir Ívar Gylfason og er sakaður um að hafa skaffað mönnunum sem brutust inn í Advania-gagnaverið öryggiskóða, teikningar af verinu og fatnað frá Öryggismiðstöðinni. Ívar neitar sök og segist aðeins hafa veitt þeim almennar upplýsingar um gagnaverið eftir að honum hafi verið hótað.Mætti vegna manneklu Öryggisvörðurinn sem bar vitni í gær var spurður af verjanda Ívars hvort það væri venjan að fara að sofa á vaktinni án þess að tilkynna það. Öryggisvörðurinn svaraði að svo væri ekki, venjan væri að láta vita af veikindum og bíða eftir að einhver tæki við. Verjandi Ívars sagði að það óneitanlega einkennilega tilviljun að öryggisvörðurinn hefði verið veikur fjóra daga í röð fyrir innbrotið en mætt á vaktina sömu nótt og innbrotið var framið. Sagði verjandi Ívars að öryggisvörðurinn hefði verið sá eini sem vissi að gagnaverið væri ómannað þessa nótt.Þorgils Þorgilsson lögmaður ásamt Sindra Þór Stefánssyni.FBL/ERNIRVið aðalmeðferðina á mánudag sagði Sindri Þór Stefánsson að hans hlutverk í innbrotinu í Advania-gagnaverið hefði verið að koma öryggiskerfi í Grindavík af stað umræddda nótt. Þannig átti að draga athyglina frá gagnaveri Advania á meðan öryggisverðir mættu til Grindavíkur. Öryggisvörðurinn sagðist hafa fengið að heyra það frá Öryggismiðstöðinni að kerfið hefði farið í gang, en hann fékk þær upplýsingar eftir að fjallað hafði verið um vitnisburð Sindra við aðalmeðferðina.Sagði þörf á öryggiskóða og aðgangskorti Dómarinn spurði öryggisvörðinn hvort hann starfaði enn á þessu svæði, og sagði öryggisvörðurinn svo vera. Öryggisvörðurinn sagði að öryggiskóðanum hefði verið breytt eftir innbrotið og gæslan aukin til muna á svæðinu. Dómarinn spurði hvort öryggisvörðurinn myndi kóðann sem væri notaður í dag en öryggisvörðurinn sagði svo ekki vera. Öryggisvörðurinn sagði ekki nóg að hafa bara kóðann til að komast inn í gagnaverið, heldur þyrfti einnig aðgangskort sem opnaði talnaspjald til að stimpla inn tölur. Hann sagði kortið hafa verið í bílnum þegar hann fór heim á salernið og það hefði verið ennþá í bílnum þegar hann sneri aftur í hann.Sagðist ekki hafa notað aðgangskort við innbrotið Matthías Jón Karlsson hefur ásamt Sindra Þór viðurkennt að hafa farið inn í gagnaver Advania en þeir neita báðir að hafa skipulagt, lagt á ráðin eða undirbúið innbrotið. Matthías gaf skýrslu fyrir dómi við aðalmeðferð málsins á mánudag en hringt var aftur í hann í gær til til að spyrja hvernig hann fór inn í gagnaverið. Matthías sagðist ekki hafa þurft að notast við aðgangskort, það hefði dugað að slá inn öryggiskóðann inn. Hann sagðist hafa farið inn í gagnaverið og borið tölvubúnaðinn til tveggja manna sem sáu um að raða honum í bíl. Hann neitaði að gefa upp hverjir samverkamenn hans voru við innbrotið en sagði Ívar Gylfason hafa skaffað sér öryggiskóða og fatnað merktan Öryggismiðstöðinni.Hringdi í Sindra til að spyrja um Bitcoin Við aðalmeðferðina í gær var kallaður til starfsmaður Rafmagnsveitna ríkisins (RARIK) sem sagðist þekkja Sindra Þór og Hafþór Loga Hlynsson, sem sömuleiðis er ákærður fyrir aðild að þjófnaðinum, frá fornu fari. Hann hefði ekki verið í miklum samskiptum við þá síðastliðin ár.Byggingin í Borgarnesi sem hýsti gagnaverið þar.FBL/ERNIRHann hringdi hins vegar í Sindra Þór í desember í fyrra til að spyrja hvernig Bitcoin-rafmyntin virkaði, en þá hafði virði rafmyntarinnar verið í hæstu hæðum og lék honum forvitni á að vita hvernig „gröftur“ á henni færi fram. Starfsmaðurinn sagðist hafa fengið þær útskýringar frá Sindra að Bitcoin-tölvur sæju um að reyna að leysa flóknar reikniformúlur og væru verðlaunaðar með Bitcoin-rafmynt ef þeim tækist að leysa þær.Kom að lagningu heimtaugar í gagnaverið Starfsmaðurinn sagðist hafa vitað að verið væri að setja upp Bitcoin-ver í Borgarnesi. Um er að ræða gagnaver AVK ehf. sem Sindri hefur viðurkennt að hafa brotist inn 15. desember í fyrra, um mánuði áður en brotist var inn í gagnaver Advania. Tölvurnar í gagnaverinu voru nýuppsettar og höfðu aðeins verið í gangi í sex daga þegar þeim var stolið. Starfsmaður RARIK sagði að sjálfur hefði hann ekki komið að uppsetningu gagnaversins en hefði sem starfsmaður RARIK lagt heimtaug, sem er lögn heim í hús frá rafveitukerfi. Starfsmaðurinn sagðist aldrei hafa farið inn í gagnaverið en farið inn í kjallara húsnæðisins að Sólbakka í Borgarnesi til að leggja heimtaugina.Grunaði ekki að Sindri ætlaði að brjótast inn Sagðist starfsmaðurinn hafa tjáð Sindra að verið væri að setja upp gagnaver í Borgarnesi en í skilaboðum þeirra á milli sagði starfsmaðurinn að gagnaverið væri staðsett að Sólbakka 6. Rannsókn lögreglu á símagögnum leiddi í ljós að í samskiptum starfsmannsins við Sindra kom fram hvar gagnaverið gæti mögulega verið staðsett í húsinu. Starfsmaðurinn tók fram við aðalmeðferð málsins í gær að hann hefði ekki grunað að Sindri væri að leggja á ráðin um innbrot. Hann lagði áherslu á að það hefði verið hann sem hringdi í Sindra því hann vissi að hann gæti haft vit á Bitcoin, þar sem Sindri Þór væri menntaður tölvunarfræðingur. Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra, spurði starfsmanninn hvort hann hefði litið á þetta samtal sem einhverskonar skipulagningu á innbroti. Starfsmaðurinn sagði að hann hefði ekki litið svo á.Alda Hrönn Jóhannsdóttir saksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum sækir málið af hálfu ákæruvaldsins.Fréttablaðið/Ernir„Opin bók“ Sindri Þór gaf skýrslu fyrir dómi á mánudag en hringt var í hann aftur úr dómsal í dag þar sem hann var spurður hvernig hann hefði brotist inn í gagnaverið í Borgarnesi í desember. Dómarinn minnti Sindra á að hann þyrfti að segja satt og rétt frá samkvæmt lögum. Sindri svaraði því með því að segja:„Ég er opin bók.“ Sindri sagðist hafa brotist inn með því að brjóta upp glugga á gagnaverinu sem sé vinstra megin við stóru innkeyrsluna. Eigandi gagnaversins sagði fyrir dómi á mánudag að hún væri mjög forvitin að vita hvernig þjófarnir hefðu farið inn í húsið sem sé rammgert og með glugga í sjö til átta metra hæð. Rannsóknarlögreglumaður staðfesti fyrir dómi í dag að rannsókn lögreglu hefði ekki leitt í ljós hvernig farið var inn í húsið. Dómarinn spurði starfsmanninn hvort hann hefði gefið Sindra upplýsingar um hvernig væri best að komast inn í húsið. Starfsmaðurinn svaraði því neitandi. Sindri er sagður hafa spurt starfsmanninn hvort hann gæti séð orkunotkun í húsinu. Starfsmaðurinn sagðist ekki hafa getað veitt þær upplýsingar og sagðist ekki hafa velt því fyrir sér á þeim tíma hvort það hefði verið einkennileg fyrirspurn hjá Sindra. Vinkona kölluð til vitnis Viktor Ingi Jónasson er einn þeirra sem er ákærður fyrir að brjótast inn í gagnaverið í Borgarnesi 15. desember síðastliðinn. Hann neitar sök. Verjandi Viktors Inga kallaði vinkonu Viktors Inga fyrir dóm. Húnsagði þau góða vini og fullyrti að hann hefði gist heima hjá henni aðfaranótt 15. desember. Hún sagði hann hafa komið heim til sín um miðnætti að kvöldi 14. desember og gist heima hjá henni aðfaranótt 15. desember. Þegar hún vaknaði var hann enn þar. Sagðist vinkonan geta sýnt fram á þetta með því að leggja fram skilaboð sem fóru á milli þeirra umrætt sinn, eftir að saksóknari hafði beðið um þau gögn. Fyrir dóm var einnig kallaður maður af erlendum uppruna sem hafði keypt bláan Transit-sendiferðabíl sem talið er að hafi verið notaður við innbrotið í Borgarnesi. Lögreglan gerði bílinn upptækan 22. desember síðastliðinn en maðurinn sem mætti fyrir dóm sagðist hafa keypt hann af íslenskum manni í eldri kantinum sem var með skegg og grá hár. Hann sagðist hvorki muna hver maðurinn væri né hvað hann borgaði fyrir bílinn. Sagði spjótin hafa beinst að Viktori vegna bílkaupa Helgi Pétur Ottesen, rannsóknarlögreglumaður á Vesturlandi, mætti fyrir dóm og var spurður af Öldu Hrönn hvers vegna sjónir lögreglu hefðu beinst að Viktori Inga vegna innbrotsins í Borgarnesi. Matthías Jón Karlsson og Viktor neita sök en Sindri hefur játað að hafa brotist inn en neitar að hafa lagt á ráðin, skipulagt og undirbúið innbrotið.Mynd náðist af manni í bláum sendiferðabíl greiða gjald í Hvalfjarðargöng nóttina sem brotist var inn í gagnaverið í Borgarnesi. Hann rétti fram pening með vinstri hönd þar sem sást húðflúr og leðuról.Vísir/VilhelmHelgi Pétur sagði að grunur hefði vaknað vegna þess að Viktor Ingi fór með Matthíasi að kaupa bláa Transit-sendiferðabílinn. Viktor sagðist sjálfur fyrir dómi einungis hafa skoðað ástand bílsins en ekki tekið þátt í kaupunum. Matthías sagðist hafa keypt bílinn að beiðni Sindra Þórs á áttatíu þúsund krónur og skilið hann eftir í Grafarholti þar sem hann fannst síðar.Húðflúr á úlnliði og leðuról Helgi sagði lögreglu einnig hafa stuðst við upptöku úr eftirlitsmyndavélakerfi í Hvalfjarðargöngunum umrædda aðfaranótt 15. desember. Þar hefði karlmaður sést á sendiferðabílnum en ekki sást í andlit hans vegna hæðar bílsins. Hann sást hins vegar greiða veggjaldið í göngin með peningum og rétti þá út vinstri höndina. Þar sást húðflúr á úlnlið ásamt leðuról. Helgi Pétur sagði lögreglu hafa fundið mynd af Viktori á Facebook þar sem hann var með húðflúr og úr með leðuról. Erlendi maðurinn sem kallaður var fyrir dóm og keypti að eigin sögn umræddan bláan Transit af eldri íslenskum manni, sagðist ekki hafa verið búinn að ljúka eigandaskiptum á bílnum þegar lögreglan gerði hann upptækan. Sagði hann eigendapappírana hafa verið í bílnum. Hann sagðist hvorki þekkja Matthías né Sindra Þór, hann þekkti í raun fáa Íslendinga. Verjandi Viktors Inga veitti því eftirtekt að erlendi maðurinn var með húðflúr á vinstri hendi sem hann var beðinn um að sýna dómnum. Helgi Pétur sagði fyrir dómi að honum hefði ekki verið kunnugt að vitnið væri með húðflúr á vinstri hendi eins og Viktor Ingi. Einnig vísaði Helgi Pétur í Snapchat og Messenger-samskipti á milli Matthíasar og Viktors Inga 15. desember en Matthías er sagður hafa farið upp á Kjalarnes að sækja aðila þessa nótt. Matthías neitaði að gefa upp fyrir dóm hvern hann sótti.Ekki hægt að sjá hvenær skilaboðin voru send Verjandi Viktors Inga spurði hvort það væri eitthvað sem gæfi til kynna á hvaða tíma sólarhrings þessi skilaboð hefðu verið send. Helgi Pétur svaraði að svo væri ekki, það sæist einungis að skilaboðin hefði verið send 15. desember. Spurður hvort vitað væri hvenær tölvurnar í Borgarnesi voru teknar úr sambandi, sagði Helgi Pétur að rannsókn lögreglu hefði leitt í ljós að það hefði verið um klukkan 02:30 umrædda nótt, en ekki væri hægt að segja nákvæmlega á hvaða mínútu. Makar og ættingjar ákærðu voru kallaðir fyrir dóm sem vitni en allir báru fyrir sig 117. grein laga um meðferð sakamála. Samkvæmt henni geta núverandi og fyrrverandi makar skorast undan því að gefa vitnaskýrslu að öllu leyti eða einhverju. Einnig skyldmenni ákærða í beinan legg, systkini og þeir sem tengjast ákærðu vegna ættleiðingar. Þetta á jafnframt við um stjúpforeldri, stjúpbörn og tengdaforeldra og tengdabörn.Tveir af ákærðu í málinu.FBL/ERNIRVarð ekki vör við breytingar á hegðun Barnsmóðir Ívars Gylfasonar, sem er ákærður í málinu, kaus að gefa skýrslu í málinu. Hún sagðist ekki hafa orðið vör við breytingar á háttalagi Ívars í janúar í aðdraganda innbrotsins í Advania-gagnaverið. Hún sagðist ekki hafa orðið vör við breytingar á notkun hans á farsíma eða samfélagsmiðlum. Hann hafi ekki rætt við hana um óeðlileg samskipti, ekki orðið var við heimsóknir manna og sagðist ekki hafa orðið vör við að fatnaður Ívars merktur Öryggismiðstöðinni hefði horfið af heimilinu. Hún sagði hann hafa verið undir mjög miklu álagi í vinnunni mánuðina fyrir umrætt innbrot. Sagði hún það hafa haft áhrif á líðan hans og þess vegna hefði hún mögulega ekki tekið eftir breytingu á hegðun hans. Aðalmeðferð málsins verður framhaldið á föstudag þar sem munnlegur málflutningur saksóknara og verjenda sakborninganna sjö fer fram. Eftir það verður málið lagt fyrir dóm og má þá búast við niðurstöðu dómara að fjórum vikum liðnum.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Skildi ekki hvers vegna Sindri var að segja honum frá upplýsingaþjófnaði í ótal skilaboðum Aðalmeðferð hófst í Bitcoin-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 3. desember 2018 13:45 Sindri Þór segist hræddur: „Ég segi ekki nei við hann“ Þetta var mitt hlutverk, að sjá fyrir heimilinu, að sjá um peninga, og ég var að klúðra því, sagði Sindri Þór Stefánsson. 3. desember 2018 15:09 Reyfarakennd aðalmeðferð í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Sakborningar hræddir við menn sem voru ekki í dómsalnum og vildu ekki gefa upp hlut annarra í málinu, nema öryggisvarðarins sem er sakaður um að aðstoða þá. 5. desember 2018 13:15 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Skildi ekki hvers vegna Sindri var að segja honum frá upplýsingaþjófnaði í ótal skilaboðum Aðalmeðferð hófst í Bitcoin-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 3. desember 2018 13:45
Sindri Þór segist hræddur: „Ég segi ekki nei við hann“ Þetta var mitt hlutverk, að sjá fyrir heimilinu, að sjá um peninga, og ég var að klúðra því, sagði Sindri Þór Stefánsson. 3. desember 2018 15:09
Reyfarakennd aðalmeðferð í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Sakborningar hræddir við menn sem voru ekki í dómsalnum og vildu ekki gefa upp hlut annarra í málinu, nema öryggisvarðarins sem er sakaður um að aðstoða þá. 5. desember 2018 13:15