Miðflokksmennirnir ofbeldismenn sem eigi ekki að stýra ferðinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2018 20:17 Lilja Dögg Alfreðsdóttir starfaði með þeim Gunnari Braga og Sigmundi Davíð þegar þeir voru í Framsóknarflokknum. vísir/vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason þingmenn Miðflokksins séu ofbeldismenn. Hún hafi bognað er hún las þau orð sem þingmennirnir notuðu til að lýsa henni er þeir sátu saman að sumbli á barnum Klaustri. Hún upplifir samtal þeirra sem árás á sig en ætlar ekki að láta orð þingmannana brjóta sig.Lilja var gestur í Kastljósi á RÚV í kvöld en hún hefur þangað til nú ekkert tjáð sig ummæli þingmannanna ef frá er talin stutt færsla á Facebook fyrir viku síðan er hún fordæmdi orð þingmannanna og sagði trúnaðarbrest hafa átt sér stað á milli þeirra, þings og þjóðar. Í færslu á Facebook eftir að viðtalið var birt útskýrði Lilja af hverju hún ákvað að samþykkja að fara í viðtalið. Segja má að grófustu ummælin sem látin voru falla á barnum Klaustri umrætt kvöld hafi verið um Lilju, en Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og og Lilja eru fyrrverandi samflokksmenn úr Framsóknarflokknum, áður en að stofnað var til Miðflokksins. Af umræðum þeirra má ráða að þeir virðast vera ósáttir við Lilju, og kvarta þeir yfir því að hún hafi ekki fylgt þeim yfir í Miðflokkinn á sínum tíma. Lilja hóf stjórnmálaferil sinn árið 2016 er hún var skipuð utanríkisráðherra eftir að Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra í kjölfar uppljóstrana úr Panama-skjölunum.Sjá einnig: Niðrandi ummæli Miðflokksmanna um Lilju Alfreðsdóttur Gunnar Bragi Sveinsson kallaði hana helvítis tík. Sigmundur Davíð sagði henni ekki treystandi og Bergþór sagði enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hefði ekki fengið að ríða. Svo mörg og fleiri voru orð þriggja þingmanna Miðflokksins um Lilju.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir í stúdíói Bylgjunnar í morgun.vísir/vilhelmOfbeldismenn hafi ekki dagskrárvaldið „Mér fannst það skelfilegt. Það kom mér alveg ofboðslega á óvart að þeir gætu talað með svona hætti. Ég upplifi þetta sem algjört ofbeldi. Þeir eru ofbeldismenn og ég segi bara, þetta er alveg skýrt í mínum huga, ofbeldismenn hafa ekki dagskrárvald í íslensku samfélagi,“ sagði Lilja í viðtali í Kastljósi í kvöld aðspurð um fyrstu viðbrögð hennar við upptökunum. Lilja var stödd í Osló er fréttir brutust út af upptökunum og segir hún að í fyrstu hafi hún ákveðið að láta málið ekki á sig fá, hún hafi haft skyldum að gegna sem ráðherra um helgina. „Ég get sagt þér það að á mánudaginn, þegar frekari upptökur koma fram og það allra grófasta, þá bognaði ég. Ég bara trúði þessu ekki að menn gætu talað með þessum hætti. Ég vek athygli á því að þetta er algjört ofbeldi,“ sagði Lilja. Sagðist hún hafa tekið ummælin nærri sér og að hún hafi sofið lítið aðfaranótt þriðjudags, í mesta lagi einn til tvo tíma áður en hún mætti á ríkisstjórnarfund sem hún sagði hafa verið erfiðan fyrir alla í ríkisstjórninni. „Ég vil líka að það sé alveg skýrt að þetta er óboðlegt og óafsakanlegt og við viljum ekki að íslenskt samfélag, að því sé stýrt af svona fólki,“ sagði Lilja.Miðflokksmennirnir þrír sem Lilja er hvað ósáttust með.Gramir út í Framsóknarflokkinn Spurð að því hvort að ummælin hafi komið henni á óvart í ljósi þess að um fyrrverandi samstarfsmenn væri að ræða sagði Lilja að henni hafi aðallega komið á óvart hversu gróf sum ummælin hafi verið. Var hún einnig spurð út í það hvort að hún hafi rætt eitthvað við Sigmund Davíð, Gunnar Braga og Bergþór eftir að málið kom upp. „Enginn þeirra hefur hringt í mig. Bergþór Ólason hefur ekki einu reynt að hafa samband við mig. Ég hef auðvitað sagt að þetta sé óafsakanlegt og ég hef fengið skilaboð frá Sigmundi Davíð og Gunnari Braga og rætt reyndar við, ég talaði við Gunnar Braga. Þeir hafa ekki sett sig í samband, símleiðis, við mig. Ekkert af þessu fólki,“ sagði Lilja. Var hún þá spurð að því hvort að skilaboðin frá Sigmundi Davíð hafi falið í sér einlæga afsökunarbeiðni. „Hann reynir að gera það en ég segi, sterkur einstaklingur fer ekki í svona vegferð gagnvart sínum samborgurum. Sterkur einstaklingur, hann biðst afsökunar og biðst fyrirgefningar en hann reynir ekki að dreifa málinu eins og menn hafa gert, að dreifa ábyrgðinni. Þarna á bara að biðjast fyrirgefningar og gera það og meina það,“ sagði Lilja og vísaði þar til orða Sigmundar Davíðs í fjölmiðlum eftir að málið kom upp þar sem hann sagðist hafa verið vitni að áíka ummælum í einkasamtölum á milli þingmanna.Sjá einnig: Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sagðist hún einnig telja að rekja mætti ummæli þremenninganna að einhverju leyti til gremju yfir því að Framsóknarflokkurinn sæti í ríkisstjórn. „Þeim bara gremst að Framsóknarflokkurinn sitji í ríkisstjórn og fólkið í landinu hefur verið að kalla eftir stöðugleika í stjórnmálum. Það sem þessir ofbeldismenn eru að bjóða upp á er allt annað en stöðugleiki og vinsemd og að bera virðingu fyrir samborgurum sínum,“ sagði Lilja.Lilja tók við lyklunum að utanríkisráðuneytinu frá Gunnari Braga árið 2016 þegar ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við og Sigmundur Davíð hrökklaðist frá völdum.vísirÆtlar ekki að láta málið brjóta sig Lilja og Sigmundur voru samstarfsmenn á sínum tíma innan Framsóknarflokksins og sagði Lilja að málið væri sérstaklega erfitt þar sem þau hafi unnið saman að mörgum góðum verkefnum. Henni blöskraði að þetta væru þakkirnar fyrir það samstarf. Hún sagði að málið hafi reynst sér erfitt og að ummæli þingmannanna væru óafsakanleg. Hún ætlar þó ekki að láta þau hafa áhrif á sig og segir hún ummælin til þess fallin að efla hana enn frekar í starfi. „Ég viðurkenni það líka að ég bara bognaði en ég ætla ekki að láta þetta brjóta mig. Ég ætla að halda áfram að sinna mínum störfum og mínum skyldum. Þetta fær mig bara enn frekar til þess að vera mjög ákveðin í því sem ég er að gera og hrinda framfaramálum af stað.“Horfa má á viðtalið í heild sinni hér. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilbúinn að mæta eiðsvarinn fyrir siðanefnd og segja frá því sem hann hefur heyrt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að ef siðanefnd vilji kalla eftir upptökum til að taka fyrir segist hann skilja það sem svo að nefndin vilji fá allar upptökur af samtölum þingmanna sem til eru. 5. desember 2018 09:09 Spyr hvaða fordómum sá býr yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um selahljóðið og Freyju Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustur bar, er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag en hún hefur lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla frá því að byrjað var að fjalla um upptökurnar af barnum fyrir viku síðan. 5. desember 2018 07:34 Siðanefndarinnar bíður meiri vinna en búist var við Vinna siðanefndar Alþingis vegna Klaustursmálsins svokallaða er umfangsmeiri en formaður nefndarinnar gerði ráð fyrir. 5. desember 2018 15:48 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason þingmenn Miðflokksins séu ofbeldismenn. Hún hafi bognað er hún las þau orð sem þingmennirnir notuðu til að lýsa henni er þeir sátu saman að sumbli á barnum Klaustri. Hún upplifir samtal þeirra sem árás á sig en ætlar ekki að láta orð þingmannana brjóta sig.Lilja var gestur í Kastljósi á RÚV í kvöld en hún hefur þangað til nú ekkert tjáð sig ummæli þingmannanna ef frá er talin stutt færsla á Facebook fyrir viku síðan er hún fordæmdi orð þingmannanna og sagði trúnaðarbrest hafa átt sér stað á milli þeirra, þings og þjóðar. Í færslu á Facebook eftir að viðtalið var birt útskýrði Lilja af hverju hún ákvað að samþykkja að fara í viðtalið. Segja má að grófustu ummælin sem látin voru falla á barnum Klaustri umrætt kvöld hafi verið um Lilju, en Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og og Lilja eru fyrrverandi samflokksmenn úr Framsóknarflokknum, áður en að stofnað var til Miðflokksins. Af umræðum þeirra má ráða að þeir virðast vera ósáttir við Lilju, og kvarta þeir yfir því að hún hafi ekki fylgt þeim yfir í Miðflokkinn á sínum tíma. Lilja hóf stjórnmálaferil sinn árið 2016 er hún var skipuð utanríkisráðherra eftir að Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra í kjölfar uppljóstrana úr Panama-skjölunum.Sjá einnig: Niðrandi ummæli Miðflokksmanna um Lilju Alfreðsdóttur Gunnar Bragi Sveinsson kallaði hana helvítis tík. Sigmundur Davíð sagði henni ekki treystandi og Bergþór sagði enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hefði ekki fengið að ríða. Svo mörg og fleiri voru orð þriggja þingmanna Miðflokksins um Lilju.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir í stúdíói Bylgjunnar í morgun.vísir/vilhelmOfbeldismenn hafi ekki dagskrárvaldið „Mér fannst það skelfilegt. Það kom mér alveg ofboðslega á óvart að þeir gætu talað með svona hætti. Ég upplifi þetta sem algjört ofbeldi. Þeir eru ofbeldismenn og ég segi bara, þetta er alveg skýrt í mínum huga, ofbeldismenn hafa ekki dagskrárvald í íslensku samfélagi,“ sagði Lilja í viðtali í Kastljósi í kvöld aðspurð um fyrstu viðbrögð hennar við upptökunum. Lilja var stödd í Osló er fréttir brutust út af upptökunum og segir hún að í fyrstu hafi hún ákveðið að láta málið ekki á sig fá, hún hafi haft skyldum að gegna sem ráðherra um helgina. „Ég get sagt þér það að á mánudaginn, þegar frekari upptökur koma fram og það allra grófasta, þá bognaði ég. Ég bara trúði þessu ekki að menn gætu talað með þessum hætti. Ég vek athygli á því að þetta er algjört ofbeldi,“ sagði Lilja. Sagðist hún hafa tekið ummælin nærri sér og að hún hafi sofið lítið aðfaranótt þriðjudags, í mesta lagi einn til tvo tíma áður en hún mætti á ríkisstjórnarfund sem hún sagði hafa verið erfiðan fyrir alla í ríkisstjórninni. „Ég vil líka að það sé alveg skýrt að þetta er óboðlegt og óafsakanlegt og við viljum ekki að íslenskt samfélag, að því sé stýrt af svona fólki,“ sagði Lilja.Miðflokksmennirnir þrír sem Lilja er hvað ósáttust með.Gramir út í Framsóknarflokkinn Spurð að því hvort að ummælin hafi komið henni á óvart í ljósi þess að um fyrrverandi samstarfsmenn væri að ræða sagði Lilja að henni hafi aðallega komið á óvart hversu gróf sum ummælin hafi verið. Var hún einnig spurð út í það hvort að hún hafi rætt eitthvað við Sigmund Davíð, Gunnar Braga og Bergþór eftir að málið kom upp. „Enginn þeirra hefur hringt í mig. Bergþór Ólason hefur ekki einu reynt að hafa samband við mig. Ég hef auðvitað sagt að þetta sé óafsakanlegt og ég hef fengið skilaboð frá Sigmundi Davíð og Gunnari Braga og rætt reyndar við, ég talaði við Gunnar Braga. Þeir hafa ekki sett sig í samband, símleiðis, við mig. Ekkert af þessu fólki,“ sagði Lilja. Var hún þá spurð að því hvort að skilaboðin frá Sigmundi Davíð hafi falið í sér einlæga afsökunarbeiðni. „Hann reynir að gera það en ég segi, sterkur einstaklingur fer ekki í svona vegferð gagnvart sínum samborgurum. Sterkur einstaklingur, hann biðst afsökunar og biðst fyrirgefningar en hann reynir ekki að dreifa málinu eins og menn hafa gert, að dreifa ábyrgðinni. Þarna á bara að biðjast fyrirgefningar og gera það og meina það,“ sagði Lilja og vísaði þar til orða Sigmundar Davíðs í fjölmiðlum eftir að málið kom upp þar sem hann sagðist hafa verið vitni að áíka ummælum í einkasamtölum á milli þingmanna.Sjá einnig: Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sagðist hún einnig telja að rekja mætti ummæli þremenninganna að einhverju leyti til gremju yfir því að Framsóknarflokkurinn sæti í ríkisstjórn. „Þeim bara gremst að Framsóknarflokkurinn sitji í ríkisstjórn og fólkið í landinu hefur verið að kalla eftir stöðugleika í stjórnmálum. Það sem þessir ofbeldismenn eru að bjóða upp á er allt annað en stöðugleiki og vinsemd og að bera virðingu fyrir samborgurum sínum,“ sagði Lilja.Lilja tók við lyklunum að utanríkisráðuneytinu frá Gunnari Braga árið 2016 þegar ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við og Sigmundur Davíð hrökklaðist frá völdum.vísirÆtlar ekki að láta málið brjóta sig Lilja og Sigmundur voru samstarfsmenn á sínum tíma innan Framsóknarflokksins og sagði Lilja að málið væri sérstaklega erfitt þar sem þau hafi unnið saman að mörgum góðum verkefnum. Henni blöskraði að þetta væru þakkirnar fyrir það samstarf. Hún sagði að málið hafi reynst sér erfitt og að ummæli þingmannanna væru óafsakanleg. Hún ætlar þó ekki að láta þau hafa áhrif á sig og segir hún ummælin til þess fallin að efla hana enn frekar í starfi. „Ég viðurkenni það líka að ég bara bognaði en ég ætla ekki að láta þetta brjóta mig. Ég ætla að halda áfram að sinna mínum störfum og mínum skyldum. Þetta fær mig bara enn frekar til þess að vera mjög ákveðin í því sem ég er að gera og hrinda framfaramálum af stað.“Horfa má á viðtalið í heild sinni hér.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilbúinn að mæta eiðsvarinn fyrir siðanefnd og segja frá því sem hann hefur heyrt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að ef siðanefnd vilji kalla eftir upptökum til að taka fyrir segist hann skilja það sem svo að nefndin vilji fá allar upptökur af samtölum þingmanna sem til eru. 5. desember 2018 09:09 Spyr hvaða fordómum sá býr yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um selahljóðið og Freyju Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustur bar, er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag en hún hefur lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla frá því að byrjað var að fjalla um upptökurnar af barnum fyrir viku síðan. 5. desember 2018 07:34 Siðanefndarinnar bíður meiri vinna en búist var við Vinna siðanefndar Alþingis vegna Klaustursmálsins svokallaða er umfangsmeiri en formaður nefndarinnar gerði ráð fyrir. 5. desember 2018 15:48 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Tilbúinn að mæta eiðsvarinn fyrir siðanefnd og segja frá því sem hann hefur heyrt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að ef siðanefnd vilji kalla eftir upptökum til að taka fyrir segist hann skilja það sem svo að nefndin vilji fá allar upptökur af samtölum þingmanna sem til eru. 5. desember 2018 09:09
Spyr hvaða fordómum sá býr yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um selahljóðið og Freyju Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustur bar, er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag en hún hefur lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla frá því að byrjað var að fjalla um upptökurnar af barnum fyrir viku síðan. 5. desember 2018 07:34
Siðanefndarinnar bíður meiri vinna en búist var við Vinna siðanefndar Alþingis vegna Klaustursmálsins svokallaða er umfangsmeiri en formaður nefndarinnar gerði ráð fyrir. 5. desember 2018 15:48