Blöskrar ummæli Önnu Kolbrúnar sem séu henni ekki til sóma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2018 09:07 Jón Steindór er ekki sáttur við orð þingkonu Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, segir orð Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingkonu Miðflokksins, um að starfsmenn Alþingis séu hluti af bagalegum kúltúr á Alþingi afar ósmekkleg og henni ekki til sóma. Anna Kolbrún sagði í viðtali í Bítinu í gær, þangað sem hún mætti ásamt formanni Miðflokksins Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, að starfsfólk Alþingis væri hluti af kúltúr á þinginu sem tengja mætti umræðuna á Klaustri við. Hún hefði þó aldrei kynnst eins almennilegu og hjálpsömu starfsfólki. „Það er þannig að þegar fólk byrjar á nýjum vinnustað þá sogast það inn í kúltúrinn sem fyrir er. Við höfum stundum haldið að þetta séu alþingismenn sem skapa þennan kúltúr,“ sagði Anna Kolbrún. Það væru hins vegar ekki aðeins þingmenn. „Það er ábyggilega mjög óáþreifanlegt. Það eru allir að vinna vel. Ég get ekki sagt einhverjar persónur eða eitthvað slíkt. En það er alveg klárt mál að við þurfum, ég veit ekki hvort það misskilst ef ég segi að við þurfum að hjálpast að, ég er að tala um stofnunina Alþingi. Starfsmennirnir eru líka mannlegir. Þeir fara líka inn í þennan kúltúr því þeir eru líka mannlegir,“ sagði Anna Kolbrún. Bætti hún við að hún hefði aldrei kynnst jafn almennilegum og hjálpsömum starfsmönnum og þeim á skrifstofu Alþingis. Þetta væri eitthvað óáþreifanlegt í kúltúr Alþingis. Sigmundur Davíð hefur sagt ummæli þingmannanna á Klaustri alls ekkert einsdæmi. Hann hafi margoft heyrt alþingismenn tala illa um náungann og sjálfur hafi hann þurft að ganga út ásamt eiginkonu sinni. Þingmönnum virðist upp til hópa blöskra þessi orðræða Miðflokksmanna um kúltúrinn á Alþingi. Hætti Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, við ræðu sína um öryrkja á þinginu í gær til þess að fara hörðum orðum um ummæli Sigmundar Davíðs. Jón Steindór virðist sama sinnis um orð Önnu Kolbrúnar í Bítinu.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir í hljóðveri Bítisins í morgun.Vísir/vilhelm„Þar fór hún meðal annars orðum um Alþingi og starfsmenn þess sem fólu í sér afar ósmekklega aðdróttun um að starfsmenn Alþingis væru með einhverjum hætti hluti af einhverjum kúltúr sem umræðan á Klaustri væri sprottin af,“ segir Jón Steindór. „Ég held að varla finnist betri hópur af samviskusömu, kláru og hjálpsömu fólki sem gætir þess í hvívetna að vega hvorki að virðingu þings né þingmanna,“ segir Jón Steindór.Klippa: Bítið - Upptökur til af fleiri ráðamönnum að segja verri hluti? Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tekur undir þetta. „Ég hef ekkert nema gott um starfsfólk þingsins að segja. Ég veit að þau eru öll að gera sitt besta og gera það svo sannarlega vel. Það eru örfá atriði sem mega betur fara en það er þá stjórnmálunum að kenna, ekki starfsfólki þingsins,“ segir Björn Leví. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, er sama sinnis. „Ég einmitt dáist daglega að því hvað starfsfólkið á endalausa þolinmæði til að umbera stressið og vitleysuna sem er stundum í kringum okkur.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, þakkar Jóni Steindóri fyrir að vekja athygli á þessu. „Aðdróttanirnar að starfsfólki Alþingis eru forkastanlegar. Starfsfólk Alþingis er einstaklega faglegt og þjónustar þingmenn, hvar í flokki sem þeir standa, af miklum metnaði og virðingu.“Fréttin var uppfærð klukkan 10:22 með nánari ummælum Önnu Kolbrúnar úr Bítinu. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Spyr hvaða fordómum sá býr yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um selahljóðið og Freyju Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustur bar, er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag en hún hefur lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla frá því að byrjað var að fjalla um upptökurnar af barnum fyrir viku síðan. 5. desember 2018 07:34 Vill afsögn Gunnars Braga og Bergþórs en segir Sigmund hafa vaxið sem manneskja Formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi vaxið sem manneskja eftir að Klaustursmálið kom upp. 5. desember 2018 12:45 Segist læra af Klaustursmálinu með því að sitja áfram á þingi Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna sem sátu á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn og töluðu á óviðeigandi hátt meðal annars um samþingmenn sína, segir að sér finnist það ekki skrýtið að fólk vilji að hún segi af sér þingmennsku vegna málsins. 5. desember 2018 08:47 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, segir orð Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingkonu Miðflokksins, um að starfsmenn Alþingis séu hluti af bagalegum kúltúr á Alþingi afar ósmekkleg og henni ekki til sóma. Anna Kolbrún sagði í viðtali í Bítinu í gær, þangað sem hún mætti ásamt formanni Miðflokksins Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, að starfsfólk Alþingis væri hluti af kúltúr á þinginu sem tengja mætti umræðuna á Klaustri við. Hún hefði þó aldrei kynnst eins almennilegu og hjálpsömu starfsfólki. „Það er þannig að þegar fólk byrjar á nýjum vinnustað þá sogast það inn í kúltúrinn sem fyrir er. Við höfum stundum haldið að þetta séu alþingismenn sem skapa þennan kúltúr,“ sagði Anna Kolbrún. Það væru hins vegar ekki aðeins þingmenn. „Það er ábyggilega mjög óáþreifanlegt. Það eru allir að vinna vel. Ég get ekki sagt einhverjar persónur eða eitthvað slíkt. En það er alveg klárt mál að við þurfum, ég veit ekki hvort það misskilst ef ég segi að við þurfum að hjálpast að, ég er að tala um stofnunina Alþingi. Starfsmennirnir eru líka mannlegir. Þeir fara líka inn í þennan kúltúr því þeir eru líka mannlegir,“ sagði Anna Kolbrún. Bætti hún við að hún hefði aldrei kynnst jafn almennilegum og hjálpsömum starfsmönnum og þeim á skrifstofu Alþingis. Þetta væri eitthvað óáþreifanlegt í kúltúr Alþingis. Sigmundur Davíð hefur sagt ummæli þingmannanna á Klaustri alls ekkert einsdæmi. Hann hafi margoft heyrt alþingismenn tala illa um náungann og sjálfur hafi hann þurft að ganga út ásamt eiginkonu sinni. Þingmönnum virðist upp til hópa blöskra þessi orðræða Miðflokksmanna um kúltúrinn á Alþingi. Hætti Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, við ræðu sína um öryrkja á þinginu í gær til þess að fara hörðum orðum um ummæli Sigmundar Davíðs. Jón Steindór virðist sama sinnis um orð Önnu Kolbrúnar í Bítinu.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir í hljóðveri Bítisins í morgun.Vísir/vilhelm„Þar fór hún meðal annars orðum um Alþingi og starfsmenn þess sem fólu í sér afar ósmekklega aðdróttun um að starfsmenn Alþingis væru með einhverjum hætti hluti af einhverjum kúltúr sem umræðan á Klaustri væri sprottin af,“ segir Jón Steindór. „Ég held að varla finnist betri hópur af samviskusömu, kláru og hjálpsömu fólki sem gætir þess í hvívetna að vega hvorki að virðingu þings né þingmanna,“ segir Jón Steindór.Klippa: Bítið - Upptökur til af fleiri ráðamönnum að segja verri hluti? Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tekur undir þetta. „Ég hef ekkert nema gott um starfsfólk þingsins að segja. Ég veit að þau eru öll að gera sitt besta og gera það svo sannarlega vel. Það eru örfá atriði sem mega betur fara en það er þá stjórnmálunum að kenna, ekki starfsfólki þingsins,“ segir Björn Leví. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, er sama sinnis. „Ég einmitt dáist daglega að því hvað starfsfólkið á endalausa þolinmæði til að umbera stressið og vitleysuna sem er stundum í kringum okkur.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, þakkar Jóni Steindóri fyrir að vekja athygli á þessu. „Aðdróttanirnar að starfsfólki Alþingis eru forkastanlegar. Starfsfólk Alþingis er einstaklega faglegt og þjónustar þingmenn, hvar í flokki sem þeir standa, af miklum metnaði og virðingu.“Fréttin var uppfærð klukkan 10:22 með nánari ummælum Önnu Kolbrúnar úr Bítinu.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Spyr hvaða fordómum sá býr yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um selahljóðið og Freyju Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustur bar, er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag en hún hefur lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla frá því að byrjað var að fjalla um upptökurnar af barnum fyrir viku síðan. 5. desember 2018 07:34 Vill afsögn Gunnars Braga og Bergþórs en segir Sigmund hafa vaxið sem manneskja Formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi vaxið sem manneskja eftir að Klaustursmálið kom upp. 5. desember 2018 12:45 Segist læra af Klaustursmálinu með því að sitja áfram á þingi Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna sem sátu á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn og töluðu á óviðeigandi hátt meðal annars um samþingmenn sína, segir að sér finnist það ekki skrýtið að fólk vilji að hún segi af sér þingmennsku vegna málsins. 5. desember 2018 08:47 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Spyr hvaða fordómum sá býr yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um selahljóðið og Freyju Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustur bar, er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag en hún hefur lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla frá því að byrjað var að fjalla um upptökurnar af barnum fyrir viku síðan. 5. desember 2018 07:34
Vill afsögn Gunnars Braga og Bergþórs en segir Sigmund hafa vaxið sem manneskja Formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi vaxið sem manneskja eftir að Klaustursmálið kom upp. 5. desember 2018 12:45
Segist læra af Klaustursmálinu með því að sitja áfram á þingi Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna sem sátu á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn og töluðu á óviðeigandi hátt meðal annars um samþingmenn sína, segir að sér finnist það ekki skrýtið að fólk vilji að hún segi af sér þingmennsku vegna málsins. 5. desember 2018 08:47