Múlakaffi og Jói kaupa Blackbox Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. desember 2018 09:37 Hluti hins nýja eigendahóps á Blackbox í Borgartúni. Aðsend Gleðipinnar, rekstraraðilar Keiluhallarinnar og Hamborgarafabrikkunnar, hafa keypt ráðandi hlut í pizzastaðnum Blackbox í Borgartúni. Hinn nýja eigendahóp skipa stofnendur staðarins, Karl Viggó Vigfússon og Jón Gunnar Geirdal auk fulltrúa Gleðipinna, þeim Jóhannesi Stefánssyni og fjölskyldu í Múlakaffi og Jóhannesi Ásbjörnssyni. Aðspurður gefur Jón Gunnar ekki upp nákvæma skiptingu eignarhaldsins, eins og hversu stóran hlut Gleðipinnar keyptu í Blackbox. Aðeins að um ráðandi hlut sé að ræða eins og fyrr segir. Fram kemur í tilkynningu frá eigendahópnum að markmið þeirra sé að fjölga Blackbox-stöðum á næstu misserum og styrkja félagið til framtíðar. „Við fögnum því að fá til liðs við okkur öfluga aðila með mikla reynslu úr veitingageiranum. Frá upphafi hefur framtíðarsýn Blackbox verið mjög skýr og þessari sýn deila nýir hluthafar með okkur. Framundan er skemmtilegt ferðalag og fjölbreyttar Blackbox fréttir væntanlegar,” segir Jón Gunnar Geirdal, einn stofnenda Blackbox. Blackbox Pizzeria opnaði 22. janúar síðastliðinn í Borgartúni 26. Staðurinn sérhæfir sig í eldbökuðum pizzum með súrdeigsbotni. Blackbox stærir sig af „byltingarkenndum snúningsofni,“ sem nær að baka pizzur á aðeins tveimur mínútum. „Blackbox er virkilega spennandi vörumerki sem hefur náð miklum árangri á skömmum tíma. Gæði pizzanna eru frábær, afgreiðsluhraðinn einstakur og það, ásamt skemmtilegu andrúmslofti staðarins, fellur vel að þörfum markaðarins í dag“, segir Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda og framkvæmdastjóri Hamborgara-fabrikkunnar. Gleðipinnar ehf. er félag í veitinga- og afþreyingarekstri. Félagið á og rekur Keiluhöllina í Egilshöll og Shake&Pizza og á meirihluta í Hamborgara-fabrikkunni sem starfrækir 3 veitingastaði. Veitingastaðir Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Gleðipinnar, rekstraraðilar Keiluhallarinnar og Hamborgarafabrikkunnar, hafa keypt ráðandi hlut í pizzastaðnum Blackbox í Borgartúni. Hinn nýja eigendahóp skipa stofnendur staðarins, Karl Viggó Vigfússon og Jón Gunnar Geirdal auk fulltrúa Gleðipinna, þeim Jóhannesi Stefánssyni og fjölskyldu í Múlakaffi og Jóhannesi Ásbjörnssyni. Aðspurður gefur Jón Gunnar ekki upp nákvæma skiptingu eignarhaldsins, eins og hversu stóran hlut Gleðipinnar keyptu í Blackbox. Aðeins að um ráðandi hlut sé að ræða eins og fyrr segir. Fram kemur í tilkynningu frá eigendahópnum að markmið þeirra sé að fjölga Blackbox-stöðum á næstu misserum og styrkja félagið til framtíðar. „Við fögnum því að fá til liðs við okkur öfluga aðila með mikla reynslu úr veitingageiranum. Frá upphafi hefur framtíðarsýn Blackbox verið mjög skýr og þessari sýn deila nýir hluthafar með okkur. Framundan er skemmtilegt ferðalag og fjölbreyttar Blackbox fréttir væntanlegar,” segir Jón Gunnar Geirdal, einn stofnenda Blackbox. Blackbox Pizzeria opnaði 22. janúar síðastliðinn í Borgartúni 26. Staðurinn sérhæfir sig í eldbökuðum pizzum með súrdeigsbotni. Blackbox stærir sig af „byltingarkenndum snúningsofni,“ sem nær að baka pizzur á aðeins tveimur mínútum. „Blackbox er virkilega spennandi vörumerki sem hefur náð miklum árangri á skömmum tíma. Gæði pizzanna eru frábær, afgreiðsluhraðinn einstakur og það, ásamt skemmtilegu andrúmslofti staðarins, fellur vel að þörfum markaðarins í dag“, segir Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda og framkvæmdastjóri Hamborgara-fabrikkunnar. Gleðipinnar ehf. er félag í veitinga- og afþreyingarekstri. Félagið á og rekur Keiluhöllina í Egilshöll og Shake&Pizza og á meirihluta í Hamborgara-fabrikkunni sem starfrækir 3 veitingastaði.
Veitingastaðir Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira