Vann hugu og hjörtu allra í Keflavík og endurtekur nú leikinn hjá Dallas Mavericks Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2018 16:30 Jennifer Boucek á bekknum hjá Dallas Mavericks. Vísir/Getty Fyrsta konan sem starfar sem aðstoðarþjálfari hjá NBA-félaginu Dallas Mavericks endaði körfuboltaferill sinn á Íslandi fyrir tuttugu árum síðan. FOX Sports fjallaði um þennan mikla Íslandsvin. Bandaríska körfuboltakonan Jennifer Boucek sló í gegn í íslenska körfuboltanum veturinn 1997-98 og hefur haldið góðum tengslum við Ísland síðan. Jennifer Boucek heillaði alla upp úr skónum í Keflavík, ekki aðeins með frammistöðu sinni inn á vellinum (20,7 stig, 4,4 stoðsendingar og 5,3 stolnir boltar að meðaltali í leik í deildinni) heldur einnig með viðmóti sínu og gefandi framkomu. Ævintýri hennar í körfuboltanum voru þó bara rétt að byrja þótt að ferill hennar sem leikmanns hafi endað sem tvöfaldur meistari með Keflavíkurliðinu vorið 1998. Jennifer Boucek fór í framhaldinu að vinna við þjálfun í WNBA-deildinni, fyrst sem aðstoðarþjálfari en seinna sem aðalþjálfari hjá bæði Sacramento Monarchs og Seattle Storm. Hún færði sig síðan yfir í NBA-deildina og gerðist aðstoðarmaður hjá Sacramento Kings. Hún vann við uppbyggingu leikmanna liðsins. Boucek var aðeins þriðja konan til að vera í þjálfarateymi í NBA-deildinni en í sumar hélt hún áfram að skrifa nýjan kafla í NBA-sögunni. Boucek réði sig þá sem aðstoðarþjálfari Rick Carlisle hjá Dallas Mavericks á sama tíma og hún var ófrísk af sínu fyrsta barni. Dallas Mavericks var tilbúið að vinna með henni þannig að hún gat bæði hugsað um nýfætt barnið sitt sem og starfað sem fyrsti kvenþjálfarinn í sögu Mavericks. Það fylgir líka sögunni að Dallas Mavericks hefur staðið sig mjög vel á tímabilinu og komið mjög mörgum á óvart. FOX Sports Southwest fjallaði um Jennifer Boucek núverið og um það hvernig hún er að endurskrifa NBA-söguna. Það má sjá þessa skemmtilegu umfjöllun hér fyrir neðan..@jboucek is helping forge the way for females in the @NBA after she became the first female coach in @dallasmavs history. #MFFLpic.twitter.com/b8KsY72RKH — FOX Sports Southwest (@FOXSportsSW) December 5, 2018 NBA Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Sport „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Fleiri fréttir Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Sjá meira
Fyrsta konan sem starfar sem aðstoðarþjálfari hjá NBA-félaginu Dallas Mavericks endaði körfuboltaferill sinn á Íslandi fyrir tuttugu árum síðan. FOX Sports fjallaði um þennan mikla Íslandsvin. Bandaríska körfuboltakonan Jennifer Boucek sló í gegn í íslenska körfuboltanum veturinn 1997-98 og hefur haldið góðum tengslum við Ísland síðan. Jennifer Boucek heillaði alla upp úr skónum í Keflavík, ekki aðeins með frammistöðu sinni inn á vellinum (20,7 stig, 4,4 stoðsendingar og 5,3 stolnir boltar að meðaltali í leik í deildinni) heldur einnig með viðmóti sínu og gefandi framkomu. Ævintýri hennar í körfuboltanum voru þó bara rétt að byrja þótt að ferill hennar sem leikmanns hafi endað sem tvöfaldur meistari með Keflavíkurliðinu vorið 1998. Jennifer Boucek fór í framhaldinu að vinna við þjálfun í WNBA-deildinni, fyrst sem aðstoðarþjálfari en seinna sem aðalþjálfari hjá bæði Sacramento Monarchs og Seattle Storm. Hún færði sig síðan yfir í NBA-deildina og gerðist aðstoðarmaður hjá Sacramento Kings. Hún vann við uppbyggingu leikmanna liðsins. Boucek var aðeins þriðja konan til að vera í þjálfarateymi í NBA-deildinni en í sumar hélt hún áfram að skrifa nýjan kafla í NBA-sögunni. Boucek réði sig þá sem aðstoðarþjálfari Rick Carlisle hjá Dallas Mavericks á sama tíma og hún var ófrísk af sínu fyrsta barni. Dallas Mavericks var tilbúið að vinna með henni þannig að hún gat bæði hugsað um nýfætt barnið sitt sem og starfað sem fyrsti kvenþjálfarinn í sögu Mavericks. Það fylgir líka sögunni að Dallas Mavericks hefur staðið sig mjög vel á tímabilinu og komið mjög mörgum á óvart. FOX Sports Southwest fjallaði um Jennifer Boucek núverið og um það hvernig hún er að endurskrifa NBA-söguna. Það má sjá þessa skemmtilegu umfjöllun hér fyrir neðan..@jboucek is helping forge the way for females in the @NBA after she became the first female coach in @dallasmavs history. #MFFLpic.twitter.com/b8KsY72RKH — FOX Sports Southwest (@FOXSportsSW) December 5, 2018
NBA Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Sport „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Fleiri fréttir Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Sjá meira