Vann hugu og hjörtu allra í Keflavík og endurtekur nú leikinn hjá Dallas Mavericks Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2018 16:30 Jennifer Boucek á bekknum hjá Dallas Mavericks. Vísir/Getty Fyrsta konan sem starfar sem aðstoðarþjálfari hjá NBA-félaginu Dallas Mavericks endaði körfuboltaferill sinn á Íslandi fyrir tuttugu árum síðan. FOX Sports fjallaði um þennan mikla Íslandsvin. Bandaríska körfuboltakonan Jennifer Boucek sló í gegn í íslenska körfuboltanum veturinn 1997-98 og hefur haldið góðum tengslum við Ísland síðan. Jennifer Boucek heillaði alla upp úr skónum í Keflavík, ekki aðeins með frammistöðu sinni inn á vellinum (20,7 stig, 4,4 stoðsendingar og 5,3 stolnir boltar að meðaltali í leik í deildinni) heldur einnig með viðmóti sínu og gefandi framkomu. Ævintýri hennar í körfuboltanum voru þó bara rétt að byrja þótt að ferill hennar sem leikmanns hafi endað sem tvöfaldur meistari með Keflavíkurliðinu vorið 1998. Jennifer Boucek fór í framhaldinu að vinna við þjálfun í WNBA-deildinni, fyrst sem aðstoðarþjálfari en seinna sem aðalþjálfari hjá bæði Sacramento Monarchs og Seattle Storm. Hún færði sig síðan yfir í NBA-deildina og gerðist aðstoðarmaður hjá Sacramento Kings. Hún vann við uppbyggingu leikmanna liðsins. Boucek var aðeins þriðja konan til að vera í þjálfarateymi í NBA-deildinni en í sumar hélt hún áfram að skrifa nýjan kafla í NBA-sögunni. Boucek réði sig þá sem aðstoðarþjálfari Rick Carlisle hjá Dallas Mavericks á sama tíma og hún var ófrísk af sínu fyrsta barni. Dallas Mavericks var tilbúið að vinna með henni þannig að hún gat bæði hugsað um nýfætt barnið sitt sem og starfað sem fyrsti kvenþjálfarinn í sögu Mavericks. Það fylgir líka sögunni að Dallas Mavericks hefur staðið sig mjög vel á tímabilinu og komið mjög mörgum á óvart. FOX Sports Southwest fjallaði um Jennifer Boucek núverið og um það hvernig hún er að endurskrifa NBA-söguna. Það má sjá þessa skemmtilegu umfjöllun hér fyrir neðan..@jboucek is helping forge the way for females in the @NBA after she became the first female coach in @dallasmavs history. #MFFLpic.twitter.com/b8KsY72RKH — FOX Sports Southwest (@FOXSportsSW) December 5, 2018 NBA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Grindavík | Ná heimamenn fjórum í röð? Í beinni: Keflavík - Haukar | Lítil hindrun úr Hafnarfirði Í beinni: Stjarnan - Höttur | Nær Stjarnan toppsætinu á ný? Í beinni: Valur - KR | Tekst KR að auka þjáningar meistaranna? Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Sjá meira
Fyrsta konan sem starfar sem aðstoðarþjálfari hjá NBA-félaginu Dallas Mavericks endaði körfuboltaferill sinn á Íslandi fyrir tuttugu árum síðan. FOX Sports fjallaði um þennan mikla Íslandsvin. Bandaríska körfuboltakonan Jennifer Boucek sló í gegn í íslenska körfuboltanum veturinn 1997-98 og hefur haldið góðum tengslum við Ísland síðan. Jennifer Boucek heillaði alla upp úr skónum í Keflavík, ekki aðeins með frammistöðu sinni inn á vellinum (20,7 stig, 4,4 stoðsendingar og 5,3 stolnir boltar að meðaltali í leik í deildinni) heldur einnig með viðmóti sínu og gefandi framkomu. Ævintýri hennar í körfuboltanum voru þó bara rétt að byrja þótt að ferill hennar sem leikmanns hafi endað sem tvöfaldur meistari með Keflavíkurliðinu vorið 1998. Jennifer Boucek fór í framhaldinu að vinna við þjálfun í WNBA-deildinni, fyrst sem aðstoðarþjálfari en seinna sem aðalþjálfari hjá bæði Sacramento Monarchs og Seattle Storm. Hún færði sig síðan yfir í NBA-deildina og gerðist aðstoðarmaður hjá Sacramento Kings. Hún vann við uppbyggingu leikmanna liðsins. Boucek var aðeins þriðja konan til að vera í þjálfarateymi í NBA-deildinni en í sumar hélt hún áfram að skrifa nýjan kafla í NBA-sögunni. Boucek réði sig þá sem aðstoðarþjálfari Rick Carlisle hjá Dallas Mavericks á sama tíma og hún var ófrísk af sínu fyrsta barni. Dallas Mavericks var tilbúið að vinna með henni þannig að hún gat bæði hugsað um nýfætt barnið sitt sem og starfað sem fyrsti kvenþjálfarinn í sögu Mavericks. Það fylgir líka sögunni að Dallas Mavericks hefur staðið sig mjög vel á tímabilinu og komið mjög mörgum á óvart. FOX Sports Southwest fjallaði um Jennifer Boucek núverið og um það hvernig hún er að endurskrifa NBA-söguna. Það má sjá þessa skemmtilegu umfjöllun hér fyrir neðan..@jboucek is helping forge the way for females in the @NBA after she became the first female coach in @dallasmavs history. #MFFLpic.twitter.com/b8KsY72RKH — FOX Sports Southwest (@FOXSportsSW) December 5, 2018
NBA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Grindavík | Ná heimamenn fjórum í röð? Í beinni: Keflavík - Haukar | Lítil hindrun úr Hafnarfirði Í beinni: Stjarnan - Höttur | Nær Stjarnan toppsætinu á ný? Í beinni: Valur - KR | Tekst KR að auka þjáningar meistaranna? Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Sjá meira