Segir langstærsta sönnunargagn Bitcoin-málsins ómarktækt Birgir Olgeirsson skrifar 9. desember 2018 07:00 Þorgils Þorgilsson lögmaður ásamt Sindra Þór Stefánssyni. FBL/ERNIR „Við erum ekki hér til að búa til einhverjar yfirlýsingar með hörðum refsingum til að sýna að svona nokkuð verði liðið,“ sagði Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, við munnlegan málflutning Bitcoin-málsins svokallaða í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, sem sækir málið fyrir embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum, fór fram á að Sindri yrði dæmdur að lágmarki til fimm ára fangelsisvistar. Mæltist hún til þess að það yrði metið Sindra til refsiþyngingar að hann hafi ekki aðstoðað lögreglu við rannsókn málsins, hann hafi reynt að villa um fyrir lögreglu, neitað að tjá sig um atriði máls en Alda Hrönn sagði málið hafa skaðað orðspor Íslands á alþjóðavísu sem álitlegan gagnaversstað, og vísaði þar í orð forsvarsmann BDC-Mining, sem er eitt af gagnaverunum sem var brotist inn í. Þorgils sagði kröfu Öldu Hrannar um fimm ára óskilorðsbundna fangelsisvist yfir Sindra vera fáránlega harða refsingu og sagði það fásinnu að ætla að beita refsingum til að gera fordæmi úr sakborningum svo ekki verði brotist inn í fleiri gagnaver. Hann sagði að dæma ætti eftir lögum og út frá dómafordæmum, ekki eftir því hversu einstakt málið er. Hann sagði refsikröfu ákæruvaldsins ekki í neinum takti við raunveruleikann. Þó svo að þetta væri mögulega í fyrsta skiptið sem brotist hefur verið inn í Bitcoin-gagnaver, eða reikniver eins og Þorgils og Sindri kjósa að kalla þau, þá sé þetta ekki fyrsta skiptið hér á landi sem tölvum sé stolið í innbroti. Hann sagði fjárhæðina ekki heldur þá hæstu sem hefur komið fram í þjófnaðarmálum.Sagði sérfræðinginn vanta Þorgils sagði langstærsta sönnunargagn ákæruvaldsins, símagögn þar sem lögreglan hefur farið yfir símanotkun ákærðu, vera ómarktækt sönnunargagn vegna þess að alvöru sérfræðingur, með yfirgripsmikla þekkingu á símagögnum og eðli þeirra, hefði ekki komið fyrir dóm og gefið skýrslu. Í stað þess hefði starfsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gefið skýrslu en sá er félagsfræðingur að mennt með áherslu á afbrotafræði. Þorgils sagði að það sem lægi til grundvallar í málinu væri einungis ritvinnsla upp úr gögnunum sjálfum, sem hefðu átt að liggja fyrir. Alda Hrönn sagði það hafa verið vendipunkt í rannsókn lögreglu þegar símagögn Sindra Þórs fengust. Sakborningarnir eru margir hverjir vinir og sögðust til að mynda Hafþór Logi og Sindri Þór deila öllu sín á milli.FBL/ERNIRSindri Þór er ákærður fyrir stórfelldan þjófnað með því að hafa brotist inn í gagnaver Algrim Consulting og BDC Mining við Heiðartröð á Ásbrú. Á innbrotið að hafa átt sér stað frá klukkan 20:20 5. desember og til klukkan 09 morguninn eftir 6. desember. Hann er einnig ákærður fyrir tilraun til stórfellds þjófnaðar þegar reynt var að brjótast inn í gagnaver BDC Mining á tímabilinu 5. desember til 10. desember í fyrra.„Er verjandi að taka á sig sök?“ Þorgils sagði að það væri arða af sönnunargögnum um sekt Sindra er varðar innbrotið í BDC Mining og Algrim Consulting, annað en að hann fór til Keflavíkur að kvöldi 5. desember, en Sindri sagðist þar hafa verið að skila búslóð. Þorgils sagði að eigendur gagnaversins hefðu bent á nokkra aðila sem þeir töldu grunsamlega en Þorgils sagði þá hafa verið rétt skoðaða af lögreglu og lítið sem ekkert rannsakaða. Um leið og nafn Sindra Þórs kom fram var hann sá eini sem var grunaður. Einn af starfsmönnum Algrim Consulting taldi að þjófarnir hefðu farið inn um gat í gagnaverinu, sem var svo til nýreist. Gatið var af stærðinni 30 X 50 sentímetrar. Starfsmaðurinn taldi sig ekki geta komist inn um gatið en taldi verjandann Þorgils, sem er frekar grannvaxinn, geta komist þar inn. Þorgils benti á að Sindri Þór væri tæpir tveir metrar á hæð og seint talinn horaður einstaklingur. Hann sagði þá sem eru grunaða um að brjótast inn í gagnaverið vera allir töluvert vöðvameiri og eftir atvikum feitari. Dómarinn í málinu, Ingimundur Einarsson, spurði þá á gamansaman hátt: „Ekki er verjandi að taka á sig sök?“ Þorgils hló og neitaði því en sagðist aðallega argur að hafa ekki nýtt kortið sitt í líkamsræktarstöðinni World Class betur. Límband á hreyfiskynjara Um tilraunina til innbrots í gagnaver BDC Mining á tímabilinu 5. – 10. desember sagði Þorgils að ekki væri snefill af sönnunargögnum fyrir þeirri ákæru. Engin símagögn sýni fram á grunsamlegan verknað og engar upptökur úr myndavélum. Eina sem lægi fyrir varðandi þá ákæru sé að starfsmenn gagnaversins höfðu tekið eftir því að búið var að líma fyrir einn hreyfiskynjara og sagði Þorgils að það væri einkennilegt að þetta hafi ratað í ákæru. Sindri er einnig grunaður um að hafa reynt að brjótast aftur inn í gagnaver BDC Mining aðfaranótt annars dags jóla í fyrra. Sindri þó var á ferðinni á Reykjanesi á þeim tíma en hann segist hafa fengið pallbíl bróður síns lánaðan til að fara með búslóð í geymslu á Ásbrú. Hann neitar sök er varðar þennan ákærulið en Alda Hrönn sagði það athyglisvert að Sindri hafi ekki viljað gefa upp hvert hann fór með búslóðina í geymslu.Fjórtán svipaðir pallbílar, ekki tveir Alda Hrönn sagði við aðalmeðferð málsins að samkvæmt svörum Samgöngustofu væru aðeins til tveir bílar á Íslandi af þeirri tegund pallbíls sem bróðir Sindra á. Sá bíll hefði sést á eftirlitsmyndavél nærri gagnaverinu á þeim tíma sem innbrotstilraunin átti sér stað. Þorgils setti sig sjálfur í samband við Samgöngustofu og orðaði fyrirspurnina öðruvísi. Hann spurði ekki bara hvað væru til margir bílar af þeirri tegund sem Sindri var á og nákvæmlega þeirri árgerð, heldur spurði Þorgils hversu margir pallbílar af sömu gerð væru til á Íslandi sem hefðu verið framleiddir á tímabili sem næði yfir fleiri ár, því tegundin hélt sama útlit í nokkur ár. Svaraði Samgöngustofa að þeir væru fjórtán hér á landi. Hann sagði að það væri ekkert sem sýndi fram á að bifreiðin sem sást nærri gagnaverinu væri sú sem Sindri ók og ekki hafið yfir allan vafa að Sindri hafi verið þar. Sindri Þór hefur viðurkennt að hafa farið inn í gagnaverið í Borgarnesi þann 15. desember síðastliðinn og stolið þaðan tölvubúnaði sem átti að nota til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Hann neitar þó að hafa skipulagt og undirbúið ránið. Þorgils sagði ákæruvaldinu ekki hafa tekist að sanna hlutdeild Sindra í skipulagningu innbrotsins.Ingimundur Einarsson héraðsdómari dæmir í málinu.fblSagði önnur og stærri öfl að verki Sindri hefur einnig viðurkennt að hafa brotist inn í gagnaver Advania 16. janúar síðastliðinn en neitar að hafa skipulagt innbrotið, undirbúið það og lagt á ráðin um það. Sagðist Sindri við aðalmeðferð málsins ekki vilja gefa upp skipuleggjandann því hann óttaðist öryggi sitt og fjölskyldu sinnar. Nóttina sem brotist var inn í gagnaver Advania sagðist Sindri hafa fengið það verkefni að fara til Grindavíkur og koma öryggiskerfi í gang svo öryggisverðir færu þangað og beindi þannig sjónum frá gagnaveri Advania. Það virkaði ekki sem skyldi og var Sindra sagt að fara að gagnaveri Advania, en við aðalmeðferð málsins sagðist hann ekki geta sagt nei við manninn sem sagði honum að fara þangað. Þorgils sagði þessa frásögn Sindra fullkomlega studda af gögnum málsins, þetta væri lýsing á manni sem ætti hlutdeild í málinu en væri ekki skipuleggjandi. Þorgils sagði bersýnilega ljóst að einhver önnur og stærri öfl væru að verki þegar kom að skipulagningu innbrotanna. Hann sagði lögreglu sjálfa hafa greint frá því í samtali við fjölmiðla þegar rannsókn málsins stóð sem hæst, að mögulega væru alþjóðleg glæpasamtök viðriðin málið. Alda Hrönn sagði ekkert í gögnum benda til þess, gögnin bentu til þess að Sindri hefði átt stærsta þáttinn í skipulagningu innbrotanna.Taldi um ályktanir að ræða, ekki sannanir Einn af ákærðu er Matthías Jón Karlsson en Alda Hrönn fór fram á að hann yrði dæmdur að lágmarki til þriggja ára fangelsisvistar óskilorðsbundið og að meta bæri til refsiþyngingar Matthíasar sömu sjónarmið og ættu við Sindra. Guðni Jósep Einarsson, verjandi Matthíasar krafðist sýknu í málinu. Matthías hefur játað að hafa farið inn í gagnaver Advania en neitar sök í ákæru þar sem honum er gefið að sök innbrot í BDC Mining, AVK gagnaverið í Borgarnesi og tvær tilraunir til innbrots í BDC Mining. Guðni Jósep sagði að Matthías hefði dregist inn í þetta mál að ósekju eftir að hafa keypt bláan Transit-sendiferðabíl fyrir Sindra sem notaður var við innbrotið í Borgarnesi. Var Matthías handtekinn vegna Borgarness-innbrotsins og sagðist í kjölfarið hafa dregist inn í Advania-innbrotið til að reyna að koma sér út úr peningavandræðum sem Borgarnes-málið hafði skapað honum. Sagðist hann hafa misst vinnuna í kjölfar handtökunnar. Sagði Guðni að Matthías hefði vissulega neitað að tjá sig um ýmsa hluti en það gerði hann ekki sekan. Sagði Guðni að símanotkun Matthíasar hefði verið gerð tortryggileg við rannsókn málsins en það væri engin sönnun á sekt í málinu. Sagði Guðni að mál ákæruvaldsins virtist bera þess merki að þar væri mikið um ályktanir, af því einhver hefði tengst einhverju einhvern tímann, þá teldist það sönnun. Hann sagði um nokkurskonar smitsönnun að ræða hjá ákæruvaldinu en ekki beinar sannanir. Ekkert sýndi til að mynda fram á að hann hefði verið í Borgarnesinnbrotinu. Eina sem hann hefði unnið sér til saka var að hjálpa félaga sínum Sindra Þór að kaupa sendiferðabíl og sótt mann upp á Kjalarnes nóttina sem innbrotið var framið. Það sanni ekki sekt.Sex af sjö sakborninum í málinu huldu andlit sitt þegar aðalmeðferð í málinu hófst á mánudaginn.FBL/ErnirSagði ferð til Akureyrar ekki sanna aðild Bróðir Matthíasar er Pétur Stanislav Karlsson sem er ákærður fyrir að brjótast inn í gagnaver BDC Mining og Algrim Consultin, tilraun til innbrots í BDC Mining og að brjótast inn í gagnaver Advania. Alda Hrönn fór fram á að hann yrði dæmdur til tveggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar og að dómari mætti íhuga refsþyngingu. Guðmundur St. Ragnarsson er verjandi Péturs í málinu en hann fór hörðum orðum um mál ákæruvaldsins gegn Pétri. Hann sagði eina sem ákæruvaldið hefði til að tengja Pétur við innbrotið í Algrim Consulting og BDC Mining væri bílferð sem Pétur fór til Akureyrar ásamt bróður sínum eftir innbrotið. Guðmundur sagði engan vafa á því að bræðurnir hefðu farið í þessa bílferð, en þeir neituðu báðir að gefa upp ástæðu hennar við aðalmeðferð málsins. Þeir sögðu ferðina hafa verið á gráu svæði lagalega séð en tengdist málinu ekki á nokkurn hátt. Guðmundur sagði lögreglu væntanlega álykta að þeir hafi farið með tölvubúnaðinn til Akureyrar, en það sanni á engan hátt aðkomu Péturs eða sekt í málinu, því lögreglan hafi ekki sýnt fram á það með beinum sönnunargögnum.Lýsti eftir sönnunargögnum Við munnlegan málflutning lýsti Guðmundur hreinlega eftir sönnunargögnum sem sýndu fram á að Pétur væri aðili máls. Sagðist Guðmundur hafa lesið gögn máls fram og til baka en ekkert fundið. Í gögnum málsins er því haldið fram að Pétur hafi fengið svokallaðan Burner-síma sem Sindri átti að hafa afhent honum og bróður hans Matthíasi. Rannsóknarlögreglumaður sagði við aðalmeðferð málsins að aðeins væri um ályktun lögreglu að ræða sem hefði verið dregin út frá líkindum því Sindri hefði fjárfest í þremur Burner-símum og síðan vitað til þess að hann hafi hitt þá Matthías og Pétur. Ekki var þú um beina sönnun að ræða. Burner-síminn hefði verið notaður til að tengja Pétur við innbrot en það hefði aldrei verið sannað með beinum hætti að hann hefði verið með hann.Sagði engan mæta á spariskóm í innbrot að vetri til Lögreglan fann skófar á vettvangi eins innbrotsins sem Pétur er sakaður um. Guðmundur sagði að lögreglan hefði komist að þeirri niðurstöðu að skófarið sem um ræðir væri líkt því fari sem spariskór sem eru í eigu Péturs skilja eftir sig. Guðmundur sagði skóförin vissulega svipuð, en alls ekki þau sömu og því ekki sannað að um sama skó væri að ræða. Auk þess velti Guðmundur fyrir sér af hverju í ósköpunum einhver ætti að fara í spariskóm í innbrot í desember á Íslandi. Þá sagði hann öryggisvörðinn Ívar Gylfason, sem er ákærður í málinu, ekki kannast við Pétur og viðurkennt bæði við rannsókn málsins og við aðalmeðferð málsins að hann hefði aldrei séð Pétur áður. Rannsókn lögreglu sýndi fram á að hringt hafði verið í Ívar úr síma Péturs. Guðmundur St. benti hins vegar á við munnlegan málflutning að Ívar hefði lýst röddinni í símanum sem rámri og brotinni en Pétur hefði fremur mjúka og ljúfa rödd. Þá kom nafnið „petur“ fram í Telegram-samskiptum á milli Sindra Þórs Stefánssonar og Hafþórs Loga Hlynssonar við rannsókn á símagögnum en Guðmundur sagði að það gæti verið hvaða Pétur sem er og ekki vitað í hvaða samhengi það hefði verið sagt.Fangelsið á Hólmsheiði þar sem Sindri Þór Stefánsson sat í gæsluvarðhaldi áður en hann var fluttur á Sogn.vísir/vilhelmEnginn yfirheyrður jafn oft og öryggisvörðurinn Ívar Gylfason er ákærður fyrir að aðild að skipulagningu, undirbúning innbrotsins í Advania. Ívar var öryggisvörður hjá Öryggismiðstöðinni og er sakaður um að hafa látið innbrotsþjófana öryggiskóða til að komast inn í gagnaverið, teikningu af gagnaverinu og fatnað frá Öryggismiðstöðinni. Alda Hrönn fór fram á að Ívar yrði dæmdur til að lágmarki tveggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Sagði hún ábyrgð Ívars mikla í innbrotinu, hann hefði brotið trúnað í starfi sem öryggisvörður, hann hefði verið óstöðugur í framburði og ekki greint satt og rétt frá sínum hlut málsins þegar rannsókn þess stóð yfir. Jón Halldór Sigurðsson, sem stjórnaði rannsókn málsins, sagði við aðalmeðferð málsins að enginn hefði verið yfirheyrður jafn oft og Ívar og sagði hann hafa „þvælt út og suður“ og sagði engan hafa verið eins ótrúverðugan í framburði og Ívar við rannsókn málsins. Verjandi Ívars er Halldóra Aðalsteinsdóttir en hún sagði Ívar ávallt hafa neitað því að hafa veitt þeim sem brutust inn í gagnaver Advania öryggiskóða, teikningar og fatnað. Hún sagði Ívar hafa veitt mönnunum almennar upplýsingar um gagnaverið eftir að hafa verið hótað.Taldi framburðinn ótrúverðugan Alda Hrönn sagði þennan framburð Ívars vera ótrúverðugan. Hann hefði að fúsum og frjálsum vilja mætt til fundar þar sem honum var boðin þóknun fyrir upplýsingar. Ívar sagðist hafa neitað því en ákveðið að veita almennar upplýsingar eftir að hafa verið hótað. Sagði Ívar að mennirnir hefðu geta fengið öryggiskóðann, teikningar og fatnað annars staðar frá og sagði fleiri en hann hafa aðgang að slíku. Alda Hrönn sagði við munnlegan málflutning að allir sem voru á vakt við gagnaver Advania hefðu verið ýmist yfirheyrðir eða legið undir grun. Öryggisvörðurinn sem var á vakt hefði til að mynda verið handtekinn en allur grunur lögreglu hefði að lokum fallið á Ívar. Gögn málsins sýni fram á mörg samskipti Ívars við mennina, alveg fram að 15. desember, eða daginn fyrir innbrotið. Báðir þeir sem hafa viðurkennt að hafa brotist inn í gagnaverið, Sindri Þór og Matthías, hafa báðir sagst hafa fengið upplýsingar frá Ívar. Teikningar að gagnaverinu fundust í vasa á gallabuxum Sindra sem Sindri sagðist hafa fengið frá Ívari. Matthías Jón sagðist hafa fengið aðgangskóða og úlpu merkta Öryggismiðstöðinni frá Ívari. Sagðist Matthías hafa farið inn á heimili Ívars til að sækja úlpuna en Ívar hefur neitað því og barnsmóðir Ívars sagðist ekki hafa orðið vör við neinn sem kom inn á heimili þeirra til að sækja úlpu.Sagði saksóknara vitna í Ívar en samt ekki trúa honum Halldóra sagði bæði Sindra og Matthías ekki hafa gefið þetta upp við rannsókn málsins en eftir að hafa játað aðild við upphaf aðalmeðferðarinnar hafi þeir sagt til um hlut Ívars í málinu. Halldóra sagði Ívar hafa farið í myndsakbendingu við rannsókn málsins og ákæruvaldið kjósi að vitna í hann til að styrkja mál sitt fyrir dómi. Engu að síður ákveði ákæruvaldið að segja hann margsaga og ekki trúanlegan. Halldóra benti á að ákæruvaldið hefði einnig metið Sindra og Matthías ótrúverðuga í sinni frásögn, en þeir hafi borið sem mest sök á Ívar. Halldóra sagði að annað hvort væru menn trúverðugir eða ekki, ekki bara þegar hentar.Grunur vaknaði vegna bílkaupa og húðflúrs Viktor Ingi Jónasson er ákærður fyrir að brjótast inn í gagnaverið í Borgarnesi, tilraun til innbrots í gagnaver BDC Mining aðfaranótt annars dags jóla og fyrir skipulagningu og undirbúning innbrotsins í Advania- gagnaverið. Alda Hrönn hefur farið fram á að hann verði dæmdur til tveggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar og vill að refsiþynging komi til álita. Áslaug Lára Lárusdóttir, verjandi Viktors, segir Viktor neita staðfastlega sök um þátttöku og aðild. Sagði hún sannanir ákæruvaldsins um þátttöku Viktors í innbrotinu í Borgarnesi rýrar. Hann hefði verið metinn grunsamlegur af því hann hefði ástandsskoðað sendiferðabílinn sem notaður var við innbrotið í Borgarnesi og að hann væri með húflúr á vinstri hendi og hefði einu sinni verið með leðuról á sömu hendi. Lögreglan byggir á því að maður sem greiddi veggjald í Hvalfjarðargöng á bláa sendiferðabílnum hafi rétt út vinstri hönd og þar hafi sést húðflúr og leðuról. Hún sagði ákaflega hæpið að hægt væri að sjá að húðflúrið sem sást við Hvalfjarðargöng væri það sama og Viktor er með. Sá þáttur hafi ekki verið rannsakaður nægjanlega vel að mati Áslaugar.Alda Hrönn Jóhannsdóttir saksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum sækir málið af hálfu ákæruvaldsins.Fréttablaðið/ErnirVinkonan talin ótrúverðug Við aðalmeðferð málsins kallaði Áslaug til vitnis konu sem sagðist vera góð vinkona Viktors. Sagði hann margoft hafa gist heima hjá henni og hann hefði verið hjá henni umrædda nótt sem innbrotið á Borgarnesi hefði átt sér stað. Sagðist konan geta framvísað Facebook-skilaboð því til sönnunar en Alda Hrönn sagði vitnið ótrúverðugt og að skilaboðin sönnuðu á engan hátt að Viktor hefði verið hjá henni umrædda nótt. Gagnrýndi Alda Hrönn að þetta hefði ekki komið fram fyrr við meðferð málsins. Áslaug sagði að það hefði komið í ljós fyrr en við afhendingu gagna máls að símagögn sýndu fram á að Viktor hefði verið í Grafarholti rétt fyrir miðnætti 14. desember, en innbrotið er talið hafa verið framið aðfaranótt 15. desember. Var frásögn Viktors því dregin í efa að hann hefði verið heima sofandi og var því ákveðið að hafa samband við vinkonu hans til að staðfesta það.Byggt á líkindum Áslaug sagði engar einustu sannanir að finna í gögnum máls um sekt hans. Einungis væri byggt á líkindum út frá símagögnum. Sýndu þau til að mynda fram á að símar Viktors og Sindra hefðu ferðast saman eftir Reykjanesbraut aðfaranótt annars dags jóla. Viktor starfaði á bílaleigu og hefði vinnu sinnar vegna oft þurft að keyra á milli Reykjavíkur og Reykjaness öllum stundum sólarhringsins til að sækja bíla sem höfðu verið í útleigu. Varðandi aðkomu hans að innbrotinu í Advania er Viktor sagður hafa hjálpa til við að útvega og setja upp eftirfararbúnað, eða „tracker“, til að setja á bifreið öryggismiðstöðvarinnar. Hún sagði engin gögn málsins sanna þá aðkomu Viktors að málinu.Vill Hafþór í þriggja ára fangelsi Hafþór Logi Hlynsson er ákærður fyrir að hafa skipulagt, undirbúið og lagt á ráðin varðandi innbrotið í Advania-gagnaverið. Fór Alda Hrönn fram á þriggja ára óskilorðsbundna fangelsisvist yfir Hafþóri og sagði að líta yrði til þess að hann hefði langan afbrotaferil að baki sem vöruðu ofbeldis- og fíkniefnalagabrot. Nú síðast var hann dæmdur árið 2018. Er Hafþór Logi sakaður um að hafa verið viðstaddur símleiðis á fundum þar sem innbrotið var skipulagt. Sagði Alda Hrönn það sjást í framburði Ívars Gylfasonar sem sagðist hafa heyrt nafnið „Haffi“ á einum fundinum og séð á farsímaskjá Sindra Þórs þar sem símanúmer hafði verið merkt sem XYZ en Sindri hafði nefnt Hafþór það í síma sínum. Hafþór hefur neitað staðfastlega sök en hann sagði hann og Sindra Þór hafa verið vini frá sex ára aldri. Þeir deildu öllu sem þeir lentu í og lánuðu hvor öðrum pening. Ef einhver þeirra lenti í vandræðum í einkalífinu þá ræddu þeir það sín á milli og Hafþór sagði Sindra hafa sagt sér frá því að hann ætti að fá greiðslu fyrir þjófnað á upplýsingum. Hafþór sagði Sindra hafa greint sér frá framgangi þess máls í skilaboðum þeirra á milli nóttina sem innbrotið í gagnaverið í Advania fór fram. Sagðist Hafþór ekki hafa skilið hvers vegna Sindri sagði sér frá því og af svörum hans til Sindra mætti greina að hann hefði einungis verið að samgleðjast með honum þegar Sindri sagði að það væri að ganga upp.Kom á samskiptum við öryggisvörð til að losna úr klípu Kjartan Sveinarsson er ákærður í málinu fyrir að hafa komið á samskiptum á milli Matthíasar Jóns og Hafþórs Loga við Ívar Gylfason. Fór Alda Hrönn fram á sex mánaða fangelsisvist yfir Hirti og lagði það í mat dómara hvort að skilorðsbinda ætti þá refsingu eða ekki. Kjartan sagði fyrir dómi að hann hefði verið í peningavandræðum vegna skuldar og honum hefði verið lofað að vextir yrðu felldir niður af þeirri skuld, sem hann að eigin sögn hafð greitt upp að mestu, ef hann myndi útvega öryggisvörð af Suðurnesjum. Hann setti sig í samband við Ívar Gylfason og þeir mælt sér mót við Sambíóin í Álfabakka þar sem Kjartan á að hafa rétt Ívar síma og gengið í burtu. Kjartan sagði að hann vildi ekki vita hvað kæmi fram í símtalinu og hefði ekki viljað tengjast málinu á nokkurn hátt. Hann hafi verið að bjarga sér úr peningavandræðum með því að gera þetta. Aðalmeðferð málsins lauk í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag og málið hefur nú verið lagt í dóm. Reikna má með að dómur verði kveðinn upp á fyrstu vikum nýs árs. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Skildi ekki hvers vegna Sindri var að segja honum frá upplýsingaþjófnaði í ótal skilaboðum Aðalmeðferð hófst í Bitcoin-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 3. desember 2018 13:45 Sindri Þór segist hræddur: „Ég segi ekki nei við hann“ Þetta var mitt hlutverk, að sjá fyrir heimilinu, að sjá um peninga, og ég var að klúðra því, sagði Sindri Þór Stefánsson. 3. desember 2018 15:09 Krefst fimm ára fangelsis yfir Sindra Þór Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum vill Sindra Þór Stefánsson í fimm ára fangelsi fyrir innbrot í gagnaver í desember og janúar síðastliðnum. 7. desember 2018 13:15 Steinsofandi á sófanum meðan þjófar létu greipar sópa í gagnaverinu Öryggisvörður segist hafa farið af vakt í gagnaveri Advania og heim til sín á klósettið vegna magaverks. Þar hafi hann sofnað. Sömu nótt var glænýjum tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Advania. 6. desember 2018 09:00 Krefjast 56 milljóna í skaðabætur í Bitcoin-málinu Advania Datacenter lagði fram 56 milljóna króna skaðabótakröfu á hendur sakborningum við aðalmeðferð í Bitcoin-málinu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 7. desember 2018 14:03 Rannsakandi segir mynstrið kýrskýrt dæmi um skipulagða brotastarfsemi Starfsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði símanotkun ákærðu í Bitcoin-málinu gefa vísbendingar um að innbrotin í gagnaverunum hafi verið nokkuð skipulögð. 7. desember 2018 11:10 Reyfarakennd aðalmeðferð í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Sakborningar hræddir við menn sem voru ekki í dómsalnum og vildu ekki gefa upp hlut annarra í málinu, nema öryggisvarðarins sem er sakaður um að aðstoða þá. 5. desember 2018 13:15 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Sjá meira
„Við erum ekki hér til að búa til einhverjar yfirlýsingar með hörðum refsingum til að sýna að svona nokkuð verði liðið,“ sagði Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, við munnlegan málflutning Bitcoin-málsins svokallaða í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, sem sækir málið fyrir embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum, fór fram á að Sindri yrði dæmdur að lágmarki til fimm ára fangelsisvistar. Mæltist hún til þess að það yrði metið Sindra til refsiþyngingar að hann hafi ekki aðstoðað lögreglu við rannsókn málsins, hann hafi reynt að villa um fyrir lögreglu, neitað að tjá sig um atriði máls en Alda Hrönn sagði málið hafa skaðað orðspor Íslands á alþjóðavísu sem álitlegan gagnaversstað, og vísaði þar í orð forsvarsmann BDC-Mining, sem er eitt af gagnaverunum sem var brotist inn í. Þorgils sagði kröfu Öldu Hrannar um fimm ára óskilorðsbundna fangelsisvist yfir Sindra vera fáránlega harða refsingu og sagði það fásinnu að ætla að beita refsingum til að gera fordæmi úr sakborningum svo ekki verði brotist inn í fleiri gagnaver. Hann sagði að dæma ætti eftir lögum og út frá dómafordæmum, ekki eftir því hversu einstakt málið er. Hann sagði refsikröfu ákæruvaldsins ekki í neinum takti við raunveruleikann. Þó svo að þetta væri mögulega í fyrsta skiptið sem brotist hefur verið inn í Bitcoin-gagnaver, eða reikniver eins og Þorgils og Sindri kjósa að kalla þau, þá sé þetta ekki fyrsta skiptið hér á landi sem tölvum sé stolið í innbroti. Hann sagði fjárhæðina ekki heldur þá hæstu sem hefur komið fram í þjófnaðarmálum.Sagði sérfræðinginn vanta Þorgils sagði langstærsta sönnunargagn ákæruvaldsins, símagögn þar sem lögreglan hefur farið yfir símanotkun ákærðu, vera ómarktækt sönnunargagn vegna þess að alvöru sérfræðingur, með yfirgripsmikla þekkingu á símagögnum og eðli þeirra, hefði ekki komið fyrir dóm og gefið skýrslu. Í stað þess hefði starfsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gefið skýrslu en sá er félagsfræðingur að mennt með áherslu á afbrotafræði. Þorgils sagði að það sem lægi til grundvallar í málinu væri einungis ritvinnsla upp úr gögnunum sjálfum, sem hefðu átt að liggja fyrir. Alda Hrönn sagði það hafa verið vendipunkt í rannsókn lögreglu þegar símagögn Sindra Þórs fengust. Sakborningarnir eru margir hverjir vinir og sögðust til að mynda Hafþór Logi og Sindri Þór deila öllu sín á milli.FBL/ERNIRSindri Þór er ákærður fyrir stórfelldan þjófnað með því að hafa brotist inn í gagnaver Algrim Consulting og BDC Mining við Heiðartröð á Ásbrú. Á innbrotið að hafa átt sér stað frá klukkan 20:20 5. desember og til klukkan 09 morguninn eftir 6. desember. Hann er einnig ákærður fyrir tilraun til stórfellds þjófnaðar þegar reynt var að brjótast inn í gagnaver BDC Mining á tímabilinu 5. desember til 10. desember í fyrra.„Er verjandi að taka á sig sök?“ Þorgils sagði að það væri arða af sönnunargögnum um sekt Sindra er varðar innbrotið í BDC Mining og Algrim Consulting, annað en að hann fór til Keflavíkur að kvöldi 5. desember, en Sindri sagðist þar hafa verið að skila búslóð. Þorgils sagði að eigendur gagnaversins hefðu bent á nokkra aðila sem þeir töldu grunsamlega en Þorgils sagði þá hafa verið rétt skoðaða af lögreglu og lítið sem ekkert rannsakaða. Um leið og nafn Sindra Þórs kom fram var hann sá eini sem var grunaður. Einn af starfsmönnum Algrim Consulting taldi að þjófarnir hefðu farið inn um gat í gagnaverinu, sem var svo til nýreist. Gatið var af stærðinni 30 X 50 sentímetrar. Starfsmaðurinn taldi sig ekki geta komist inn um gatið en taldi verjandann Þorgils, sem er frekar grannvaxinn, geta komist þar inn. Þorgils benti á að Sindri Þór væri tæpir tveir metrar á hæð og seint talinn horaður einstaklingur. Hann sagði þá sem eru grunaða um að brjótast inn í gagnaverið vera allir töluvert vöðvameiri og eftir atvikum feitari. Dómarinn í málinu, Ingimundur Einarsson, spurði þá á gamansaman hátt: „Ekki er verjandi að taka á sig sök?“ Þorgils hló og neitaði því en sagðist aðallega argur að hafa ekki nýtt kortið sitt í líkamsræktarstöðinni World Class betur. Límband á hreyfiskynjara Um tilraunina til innbrots í gagnaver BDC Mining á tímabilinu 5. – 10. desember sagði Þorgils að ekki væri snefill af sönnunargögnum fyrir þeirri ákæru. Engin símagögn sýni fram á grunsamlegan verknað og engar upptökur úr myndavélum. Eina sem lægi fyrir varðandi þá ákæru sé að starfsmenn gagnaversins höfðu tekið eftir því að búið var að líma fyrir einn hreyfiskynjara og sagði Þorgils að það væri einkennilegt að þetta hafi ratað í ákæru. Sindri er einnig grunaður um að hafa reynt að brjótast aftur inn í gagnaver BDC Mining aðfaranótt annars dags jóla í fyrra. Sindri þó var á ferðinni á Reykjanesi á þeim tíma en hann segist hafa fengið pallbíl bróður síns lánaðan til að fara með búslóð í geymslu á Ásbrú. Hann neitar sök er varðar þennan ákærulið en Alda Hrönn sagði það athyglisvert að Sindri hafi ekki viljað gefa upp hvert hann fór með búslóðina í geymslu.Fjórtán svipaðir pallbílar, ekki tveir Alda Hrönn sagði við aðalmeðferð málsins að samkvæmt svörum Samgöngustofu væru aðeins til tveir bílar á Íslandi af þeirri tegund pallbíls sem bróðir Sindra á. Sá bíll hefði sést á eftirlitsmyndavél nærri gagnaverinu á þeim tíma sem innbrotstilraunin átti sér stað. Þorgils setti sig sjálfur í samband við Samgöngustofu og orðaði fyrirspurnina öðruvísi. Hann spurði ekki bara hvað væru til margir bílar af þeirri tegund sem Sindri var á og nákvæmlega þeirri árgerð, heldur spurði Þorgils hversu margir pallbílar af sömu gerð væru til á Íslandi sem hefðu verið framleiddir á tímabili sem næði yfir fleiri ár, því tegundin hélt sama útlit í nokkur ár. Svaraði Samgöngustofa að þeir væru fjórtán hér á landi. Hann sagði að það væri ekkert sem sýndi fram á að bifreiðin sem sást nærri gagnaverinu væri sú sem Sindri ók og ekki hafið yfir allan vafa að Sindri hafi verið þar. Sindri Þór hefur viðurkennt að hafa farið inn í gagnaverið í Borgarnesi þann 15. desember síðastliðinn og stolið þaðan tölvubúnaði sem átti að nota til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Hann neitar þó að hafa skipulagt og undirbúið ránið. Þorgils sagði ákæruvaldinu ekki hafa tekist að sanna hlutdeild Sindra í skipulagningu innbrotsins.Ingimundur Einarsson héraðsdómari dæmir í málinu.fblSagði önnur og stærri öfl að verki Sindri hefur einnig viðurkennt að hafa brotist inn í gagnaver Advania 16. janúar síðastliðinn en neitar að hafa skipulagt innbrotið, undirbúið það og lagt á ráðin um það. Sagðist Sindri við aðalmeðferð málsins ekki vilja gefa upp skipuleggjandann því hann óttaðist öryggi sitt og fjölskyldu sinnar. Nóttina sem brotist var inn í gagnaver Advania sagðist Sindri hafa fengið það verkefni að fara til Grindavíkur og koma öryggiskerfi í gang svo öryggisverðir færu þangað og beindi þannig sjónum frá gagnaveri Advania. Það virkaði ekki sem skyldi og var Sindra sagt að fara að gagnaveri Advania, en við aðalmeðferð málsins sagðist hann ekki geta sagt nei við manninn sem sagði honum að fara þangað. Þorgils sagði þessa frásögn Sindra fullkomlega studda af gögnum málsins, þetta væri lýsing á manni sem ætti hlutdeild í málinu en væri ekki skipuleggjandi. Þorgils sagði bersýnilega ljóst að einhver önnur og stærri öfl væru að verki þegar kom að skipulagningu innbrotanna. Hann sagði lögreglu sjálfa hafa greint frá því í samtali við fjölmiðla þegar rannsókn málsins stóð sem hæst, að mögulega væru alþjóðleg glæpasamtök viðriðin málið. Alda Hrönn sagði ekkert í gögnum benda til þess, gögnin bentu til þess að Sindri hefði átt stærsta þáttinn í skipulagningu innbrotanna.Taldi um ályktanir að ræða, ekki sannanir Einn af ákærðu er Matthías Jón Karlsson en Alda Hrönn fór fram á að hann yrði dæmdur að lágmarki til þriggja ára fangelsisvistar óskilorðsbundið og að meta bæri til refsiþyngingar Matthíasar sömu sjónarmið og ættu við Sindra. Guðni Jósep Einarsson, verjandi Matthíasar krafðist sýknu í málinu. Matthías hefur játað að hafa farið inn í gagnaver Advania en neitar sök í ákæru þar sem honum er gefið að sök innbrot í BDC Mining, AVK gagnaverið í Borgarnesi og tvær tilraunir til innbrots í BDC Mining. Guðni Jósep sagði að Matthías hefði dregist inn í þetta mál að ósekju eftir að hafa keypt bláan Transit-sendiferðabíl fyrir Sindra sem notaður var við innbrotið í Borgarnesi. Var Matthías handtekinn vegna Borgarness-innbrotsins og sagðist í kjölfarið hafa dregist inn í Advania-innbrotið til að reyna að koma sér út úr peningavandræðum sem Borgarnes-málið hafði skapað honum. Sagðist hann hafa misst vinnuna í kjölfar handtökunnar. Sagði Guðni að Matthías hefði vissulega neitað að tjá sig um ýmsa hluti en það gerði hann ekki sekan. Sagði Guðni að símanotkun Matthíasar hefði verið gerð tortryggileg við rannsókn málsins en það væri engin sönnun á sekt í málinu. Sagði Guðni að mál ákæruvaldsins virtist bera þess merki að þar væri mikið um ályktanir, af því einhver hefði tengst einhverju einhvern tímann, þá teldist það sönnun. Hann sagði um nokkurskonar smitsönnun að ræða hjá ákæruvaldinu en ekki beinar sannanir. Ekkert sýndi til að mynda fram á að hann hefði verið í Borgarnesinnbrotinu. Eina sem hann hefði unnið sér til saka var að hjálpa félaga sínum Sindra Þór að kaupa sendiferðabíl og sótt mann upp á Kjalarnes nóttina sem innbrotið var framið. Það sanni ekki sekt.Sex af sjö sakborninum í málinu huldu andlit sitt þegar aðalmeðferð í málinu hófst á mánudaginn.FBL/ErnirSagði ferð til Akureyrar ekki sanna aðild Bróðir Matthíasar er Pétur Stanislav Karlsson sem er ákærður fyrir að brjótast inn í gagnaver BDC Mining og Algrim Consultin, tilraun til innbrots í BDC Mining og að brjótast inn í gagnaver Advania. Alda Hrönn fór fram á að hann yrði dæmdur til tveggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar og að dómari mætti íhuga refsþyngingu. Guðmundur St. Ragnarsson er verjandi Péturs í málinu en hann fór hörðum orðum um mál ákæruvaldsins gegn Pétri. Hann sagði eina sem ákæruvaldið hefði til að tengja Pétur við innbrotið í Algrim Consulting og BDC Mining væri bílferð sem Pétur fór til Akureyrar ásamt bróður sínum eftir innbrotið. Guðmundur sagði engan vafa á því að bræðurnir hefðu farið í þessa bílferð, en þeir neituðu báðir að gefa upp ástæðu hennar við aðalmeðferð málsins. Þeir sögðu ferðina hafa verið á gráu svæði lagalega séð en tengdist málinu ekki á nokkurn hátt. Guðmundur sagði lögreglu væntanlega álykta að þeir hafi farið með tölvubúnaðinn til Akureyrar, en það sanni á engan hátt aðkomu Péturs eða sekt í málinu, því lögreglan hafi ekki sýnt fram á það með beinum sönnunargögnum.Lýsti eftir sönnunargögnum Við munnlegan málflutning lýsti Guðmundur hreinlega eftir sönnunargögnum sem sýndu fram á að Pétur væri aðili máls. Sagðist Guðmundur hafa lesið gögn máls fram og til baka en ekkert fundið. Í gögnum málsins er því haldið fram að Pétur hafi fengið svokallaðan Burner-síma sem Sindri átti að hafa afhent honum og bróður hans Matthíasi. Rannsóknarlögreglumaður sagði við aðalmeðferð málsins að aðeins væri um ályktun lögreglu að ræða sem hefði verið dregin út frá líkindum því Sindri hefði fjárfest í þremur Burner-símum og síðan vitað til þess að hann hafi hitt þá Matthías og Pétur. Ekki var þú um beina sönnun að ræða. Burner-síminn hefði verið notaður til að tengja Pétur við innbrot en það hefði aldrei verið sannað með beinum hætti að hann hefði verið með hann.Sagði engan mæta á spariskóm í innbrot að vetri til Lögreglan fann skófar á vettvangi eins innbrotsins sem Pétur er sakaður um. Guðmundur sagði að lögreglan hefði komist að þeirri niðurstöðu að skófarið sem um ræðir væri líkt því fari sem spariskór sem eru í eigu Péturs skilja eftir sig. Guðmundur sagði skóförin vissulega svipuð, en alls ekki þau sömu og því ekki sannað að um sama skó væri að ræða. Auk þess velti Guðmundur fyrir sér af hverju í ósköpunum einhver ætti að fara í spariskóm í innbrot í desember á Íslandi. Þá sagði hann öryggisvörðinn Ívar Gylfason, sem er ákærður í málinu, ekki kannast við Pétur og viðurkennt bæði við rannsókn málsins og við aðalmeðferð málsins að hann hefði aldrei séð Pétur áður. Rannsókn lögreglu sýndi fram á að hringt hafði verið í Ívar úr síma Péturs. Guðmundur St. benti hins vegar á við munnlegan málflutning að Ívar hefði lýst röddinni í símanum sem rámri og brotinni en Pétur hefði fremur mjúka og ljúfa rödd. Þá kom nafnið „petur“ fram í Telegram-samskiptum á milli Sindra Þórs Stefánssonar og Hafþórs Loga Hlynssonar við rannsókn á símagögnum en Guðmundur sagði að það gæti verið hvaða Pétur sem er og ekki vitað í hvaða samhengi það hefði verið sagt.Fangelsið á Hólmsheiði þar sem Sindri Þór Stefánsson sat í gæsluvarðhaldi áður en hann var fluttur á Sogn.vísir/vilhelmEnginn yfirheyrður jafn oft og öryggisvörðurinn Ívar Gylfason er ákærður fyrir að aðild að skipulagningu, undirbúning innbrotsins í Advania. Ívar var öryggisvörður hjá Öryggismiðstöðinni og er sakaður um að hafa látið innbrotsþjófana öryggiskóða til að komast inn í gagnaverið, teikningu af gagnaverinu og fatnað frá Öryggismiðstöðinni. Alda Hrönn fór fram á að Ívar yrði dæmdur til að lágmarki tveggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Sagði hún ábyrgð Ívars mikla í innbrotinu, hann hefði brotið trúnað í starfi sem öryggisvörður, hann hefði verið óstöðugur í framburði og ekki greint satt og rétt frá sínum hlut málsins þegar rannsókn þess stóð yfir. Jón Halldór Sigurðsson, sem stjórnaði rannsókn málsins, sagði við aðalmeðferð málsins að enginn hefði verið yfirheyrður jafn oft og Ívar og sagði hann hafa „þvælt út og suður“ og sagði engan hafa verið eins ótrúverðugan í framburði og Ívar við rannsókn málsins. Verjandi Ívars er Halldóra Aðalsteinsdóttir en hún sagði Ívar ávallt hafa neitað því að hafa veitt þeim sem brutust inn í gagnaver Advania öryggiskóða, teikningar og fatnað. Hún sagði Ívar hafa veitt mönnunum almennar upplýsingar um gagnaverið eftir að hafa verið hótað.Taldi framburðinn ótrúverðugan Alda Hrönn sagði þennan framburð Ívars vera ótrúverðugan. Hann hefði að fúsum og frjálsum vilja mætt til fundar þar sem honum var boðin þóknun fyrir upplýsingar. Ívar sagðist hafa neitað því en ákveðið að veita almennar upplýsingar eftir að hafa verið hótað. Sagði Ívar að mennirnir hefðu geta fengið öryggiskóðann, teikningar og fatnað annars staðar frá og sagði fleiri en hann hafa aðgang að slíku. Alda Hrönn sagði við munnlegan málflutning að allir sem voru á vakt við gagnaver Advania hefðu verið ýmist yfirheyrðir eða legið undir grun. Öryggisvörðurinn sem var á vakt hefði til að mynda verið handtekinn en allur grunur lögreglu hefði að lokum fallið á Ívar. Gögn málsins sýni fram á mörg samskipti Ívars við mennina, alveg fram að 15. desember, eða daginn fyrir innbrotið. Báðir þeir sem hafa viðurkennt að hafa brotist inn í gagnaverið, Sindri Þór og Matthías, hafa báðir sagst hafa fengið upplýsingar frá Ívar. Teikningar að gagnaverinu fundust í vasa á gallabuxum Sindra sem Sindri sagðist hafa fengið frá Ívari. Matthías Jón sagðist hafa fengið aðgangskóða og úlpu merkta Öryggismiðstöðinni frá Ívari. Sagðist Matthías hafa farið inn á heimili Ívars til að sækja úlpuna en Ívar hefur neitað því og barnsmóðir Ívars sagðist ekki hafa orðið vör við neinn sem kom inn á heimili þeirra til að sækja úlpu.Sagði saksóknara vitna í Ívar en samt ekki trúa honum Halldóra sagði bæði Sindra og Matthías ekki hafa gefið þetta upp við rannsókn málsins en eftir að hafa játað aðild við upphaf aðalmeðferðarinnar hafi þeir sagt til um hlut Ívars í málinu. Halldóra sagði Ívar hafa farið í myndsakbendingu við rannsókn málsins og ákæruvaldið kjósi að vitna í hann til að styrkja mál sitt fyrir dómi. Engu að síður ákveði ákæruvaldið að segja hann margsaga og ekki trúanlegan. Halldóra benti á að ákæruvaldið hefði einnig metið Sindra og Matthías ótrúverðuga í sinni frásögn, en þeir hafi borið sem mest sök á Ívar. Halldóra sagði að annað hvort væru menn trúverðugir eða ekki, ekki bara þegar hentar.Grunur vaknaði vegna bílkaupa og húðflúrs Viktor Ingi Jónasson er ákærður fyrir að brjótast inn í gagnaverið í Borgarnesi, tilraun til innbrots í gagnaver BDC Mining aðfaranótt annars dags jóla og fyrir skipulagningu og undirbúning innbrotsins í Advania- gagnaverið. Alda Hrönn hefur farið fram á að hann verði dæmdur til tveggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar og vill að refsiþynging komi til álita. Áslaug Lára Lárusdóttir, verjandi Viktors, segir Viktor neita staðfastlega sök um þátttöku og aðild. Sagði hún sannanir ákæruvaldsins um þátttöku Viktors í innbrotinu í Borgarnesi rýrar. Hann hefði verið metinn grunsamlegur af því hann hefði ástandsskoðað sendiferðabílinn sem notaður var við innbrotið í Borgarnesi og að hann væri með húflúr á vinstri hendi og hefði einu sinni verið með leðuról á sömu hendi. Lögreglan byggir á því að maður sem greiddi veggjald í Hvalfjarðargöng á bláa sendiferðabílnum hafi rétt út vinstri hönd og þar hafi sést húðflúr og leðuról. Hún sagði ákaflega hæpið að hægt væri að sjá að húðflúrið sem sást við Hvalfjarðargöng væri það sama og Viktor er með. Sá þáttur hafi ekki verið rannsakaður nægjanlega vel að mati Áslaugar.Alda Hrönn Jóhannsdóttir saksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum sækir málið af hálfu ákæruvaldsins.Fréttablaðið/ErnirVinkonan talin ótrúverðug Við aðalmeðferð málsins kallaði Áslaug til vitnis konu sem sagðist vera góð vinkona Viktors. Sagði hann margoft hafa gist heima hjá henni og hann hefði verið hjá henni umrædda nótt sem innbrotið á Borgarnesi hefði átt sér stað. Sagðist konan geta framvísað Facebook-skilaboð því til sönnunar en Alda Hrönn sagði vitnið ótrúverðugt og að skilaboðin sönnuðu á engan hátt að Viktor hefði verið hjá henni umrædda nótt. Gagnrýndi Alda Hrönn að þetta hefði ekki komið fram fyrr við meðferð málsins. Áslaug sagði að það hefði komið í ljós fyrr en við afhendingu gagna máls að símagögn sýndu fram á að Viktor hefði verið í Grafarholti rétt fyrir miðnætti 14. desember, en innbrotið er talið hafa verið framið aðfaranótt 15. desember. Var frásögn Viktors því dregin í efa að hann hefði verið heima sofandi og var því ákveðið að hafa samband við vinkonu hans til að staðfesta það.Byggt á líkindum Áslaug sagði engar einustu sannanir að finna í gögnum máls um sekt hans. Einungis væri byggt á líkindum út frá símagögnum. Sýndu þau til að mynda fram á að símar Viktors og Sindra hefðu ferðast saman eftir Reykjanesbraut aðfaranótt annars dags jóla. Viktor starfaði á bílaleigu og hefði vinnu sinnar vegna oft þurft að keyra á milli Reykjavíkur og Reykjaness öllum stundum sólarhringsins til að sækja bíla sem höfðu verið í útleigu. Varðandi aðkomu hans að innbrotinu í Advania er Viktor sagður hafa hjálpa til við að útvega og setja upp eftirfararbúnað, eða „tracker“, til að setja á bifreið öryggismiðstöðvarinnar. Hún sagði engin gögn málsins sanna þá aðkomu Viktors að málinu.Vill Hafþór í þriggja ára fangelsi Hafþór Logi Hlynsson er ákærður fyrir að hafa skipulagt, undirbúið og lagt á ráðin varðandi innbrotið í Advania-gagnaverið. Fór Alda Hrönn fram á þriggja ára óskilorðsbundna fangelsisvist yfir Hafþóri og sagði að líta yrði til þess að hann hefði langan afbrotaferil að baki sem vöruðu ofbeldis- og fíkniefnalagabrot. Nú síðast var hann dæmdur árið 2018. Er Hafþór Logi sakaður um að hafa verið viðstaddur símleiðis á fundum þar sem innbrotið var skipulagt. Sagði Alda Hrönn það sjást í framburði Ívars Gylfasonar sem sagðist hafa heyrt nafnið „Haffi“ á einum fundinum og séð á farsímaskjá Sindra Þórs þar sem símanúmer hafði verið merkt sem XYZ en Sindri hafði nefnt Hafþór það í síma sínum. Hafþór hefur neitað staðfastlega sök en hann sagði hann og Sindra Þór hafa verið vini frá sex ára aldri. Þeir deildu öllu sem þeir lentu í og lánuðu hvor öðrum pening. Ef einhver þeirra lenti í vandræðum í einkalífinu þá ræddu þeir það sín á milli og Hafþór sagði Sindra hafa sagt sér frá því að hann ætti að fá greiðslu fyrir þjófnað á upplýsingum. Hafþór sagði Sindra hafa greint sér frá framgangi þess máls í skilaboðum þeirra á milli nóttina sem innbrotið í gagnaverið í Advania fór fram. Sagðist Hafþór ekki hafa skilið hvers vegna Sindri sagði sér frá því og af svörum hans til Sindra mætti greina að hann hefði einungis verið að samgleðjast með honum þegar Sindri sagði að það væri að ganga upp.Kom á samskiptum við öryggisvörð til að losna úr klípu Kjartan Sveinarsson er ákærður í málinu fyrir að hafa komið á samskiptum á milli Matthíasar Jóns og Hafþórs Loga við Ívar Gylfason. Fór Alda Hrönn fram á sex mánaða fangelsisvist yfir Hirti og lagði það í mat dómara hvort að skilorðsbinda ætti þá refsingu eða ekki. Kjartan sagði fyrir dómi að hann hefði verið í peningavandræðum vegna skuldar og honum hefði verið lofað að vextir yrðu felldir niður af þeirri skuld, sem hann að eigin sögn hafð greitt upp að mestu, ef hann myndi útvega öryggisvörð af Suðurnesjum. Hann setti sig í samband við Ívar Gylfason og þeir mælt sér mót við Sambíóin í Álfabakka þar sem Kjartan á að hafa rétt Ívar síma og gengið í burtu. Kjartan sagði að hann vildi ekki vita hvað kæmi fram í símtalinu og hefði ekki viljað tengjast málinu á nokkurn hátt. Hann hafi verið að bjarga sér úr peningavandræðum með því að gera þetta. Aðalmeðferð málsins lauk í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag og málið hefur nú verið lagt í dóm. Reikna má með að dómur verði kveðinn upp á fyrstu vikum nýs árs.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Skildi ekki hvers vegna Sindri var að segja honum frá upplýsingaþjófnaði í ótal skilaboðum Aðalmeðferð hófst í Bitcoin-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 3. desember 2018 13:45 Sindri Þór segist hræddur: „Ég segi ekki nei við hann“ Þetta var mitt hlutverk, að sjá fyrir heimilinu, að sjá um peninga, og ég var að klúðra því, sagði Sindri Þór Stefánsson. 3. desember 2018 15:09 Krefst fimm ára fangelsis yfir Sindra Þór Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum vill Sindra Þór Stefánsson í fimm ára fangelsi fyrir innbrot í gagnaver í desember og janúar síðastliðnum. 7. desember 2018 13:15 Steinsofandi á sófanum meðan þjófar létu greipar sópa í gagnaverinu Öryggisvörður segist hafa farið af vakt í gagnaveri Advania og heim til sín á klósettið vegna magaverks. Þar hafi hann sofnað. Sömu nótt var glænýjum tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Advania. 6. desember 2018 09:00 Krefjast 56 milljóna í skaðabætur í Bitcoin-málinu Advania Datacenter lagði fram 56 milljóna króna skaðabótakröfu á hendur sakborningum við aðalmeðferð í Bitcoin-málinu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 7. desember 2018 14:03 Rannsakandi segir mynstrið kýrskýrt dæmi um skipulagða brotastarfsemi Starfsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði símanotkun ákærðu í Bitcoin-málinu gefa vísbendingar um að innbrotin í gagnaverunum hafi verið nokkuð skipulögð. 7. desember 2018 11:10 Reyfarakennd aðalmeðferð í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Sakborningar hræddir við menn sem voru ekki í dómsalnum og vildu ekki gefa upp hlut annarra í málinu, nema öryggisvarðarins sem er sakaður um að aðstoða þá. 5. desember 2018 13:15 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Sjá meira
Skildi ekki hvers vegna Sindri var að segja honum frá upplýsingaþjófnaði í ótal skilaboðum Aðalmeðferð hófst í Bitcoin-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 3. desember 2018 13:45
Sindri Þór segist hræddur: „Ég segi ekki nei við hann“ Þetta var mitt hlutverk, að sjá fyrir heimilinu, að sjá um peninga, og ég var að klúðra því, sagði Sindri Þór Stefánsson. 3. desember 2018 15:09
Krefst fimm ára fangelsis yfir Sindra Þór Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum vill Sindra Þór Stefánsson í fimm ára fangelsi fyrir innbrot í gagnaver í desember og janúar síðastliðnum. 7. desember 2018 13:15
Steinsofandi á sófanum meðan þjófar létu greipar sópa í gagnaverinu Öryggisvörður segist hafa farið af vakt í gagnaveri Advania og heim til sín á klósettið vegna magaverks. Þar hafi hann sofnað. Sömu nótt var glænýjum tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Advania. 6. desember 2018 09:00
Krefjast 56 milljóna í skaðabætur í Bitcoin-málinu Advania Datacenter lagði fram 56 milljóna króna skaðabótakröfu á hendur sakborningum við aðalmeðferð í Bitcoin-málinu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 7. desember 2018 14:03
Rannsakandi segir mynstrið kýrskýrt dæmi um skipulagða brotastarfsemi Starfsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði símanotkun ákærðu í Bitcoin-málinu gefa vísbendingar um að innbrotin í gagnaverunum hafi verið nokkuð skipulögð. 7. desember 2018 11:10
Reyfarakennd aðalmeðferð í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Sakborningar hræddir við menn sem voru ekki í dómsalnum og vildu ekki gefa upp hlut annarra í málinu, nema öryggisvarðarins sem er sakaður um að aðstoða þá. 5. desember 2018 13:15