Sigmundur segir Ingu fara með rangt mál Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. desember 2018 21:30 Sigmundur Davíð segist ekki hafa sagt þá Karl Gauta og Ólaf hafa átt frumkvæði að hinum svokallaða fundi að Klaustri. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur brugðist við ummælum Ingu Sæland þess efnis að hann hafi sagt Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson, fyrrum þingmenn Flokks fólksins, hafa átt frumkvæði að fundinum sem þeir þrír, ásamt þremur þingmönnum Miðflokksins, áttu að barnum Klaustri 20. nóvember síðastliðinn. Orðin á Sigmundur að hafa látið falla á fundi formanna stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi.Í samskiptum við fréttastofu sagðist Sigmundur geta staðfest að hann hafi ekki sagt Karl Gauta og Ólaf hafa átt frumkvæði að hinum svokallaða fundi þingmannanna sex. Hann segist hins vegar hafa haft orð á því að hann vissi af óánægju Karls Gauta og Ólafs við „margt í Flokki fólksins.“ Sigmundur sagðist þó ekki hafa tekið fram um hvað óánægja þingmannanna tveggja snerist.Inga stendur við orðin og bendir á aðra formenn Fréttastofa hafði samband við Ingu Sæland til þess að fá viðbrögð við ummælum Sigmundar um málið. Þar sagðist hún standa við orð sín og benti fréttastofu á að hafa samband við formenn annarra stjórnarandstöðuflokka máli hennar til stuðnings. Þegar fréttastofa hafði samband við Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, vildi hann í fyrstu ekki tjá sig um málið, en sagði að í ljósi þess að bæði Inga og Sigmundur hafi tjáð sig við fjölmiðla mætti koma fram að Logi hefði túlkað orð Sigmundar á svipuðum nótum og Inga. Þá hefur fréttastofa heimildir fyrir því að aðrir formenn stjórnarandstöðuflokka hafi ekki getað skilið orð Sigmundar á annan hátt en svo að Karl Gauti og Ólafur hafi átt frumkvæði að fundinum að Klaustri. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Ólaf og Karl Gauta hafa átt frumkvæðið að fundinum á Klaustri Tilefni fundarins hafi verið áhugi tvímenninganna á að ganga til liðs við Miðflokkinn. 7. desember 2018 18:45 Þingkonur gengu út undir ræðu Sigmundar: „Þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða“ Halla Signý Kristjánsdóttir, ein þingkvennanna sem gekk út, segir að ákvörðunin hafi verið byggð á tilfinningu sem vaknaði í þingsal og þurfti að hlýða. 7. desember 2018 18:28 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur brugðist við ummælum Ingu Sæland þess efnis að hann hafi sagt Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson, fyrrum þingmenn Flokks fólksins, hafa átt frumkvæði að fundinum sem þeir þrír, ásamt þremur þingmönnum Miðflokksins, áttu að barnum Klaustri 20. nóvember síðastliðinn. Orðin á Sigmundur að hafa látið falla á fundi formanna stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi.Í samskiptum við fréttastofu sagðist Sigmundur geta staðfest að hann hafi ekki sagt Karl Gauta og Ólaf hafa átt frumkvæði að hinum svokallaða fundi þingmannanna sex. Hann segist hins vegar hafa haft orð á því að hann vissi af óánægju Karls Gauta og Ólafs við „margt í Flokki fólksins.“ Sigmundur sagðist þó ekki hafa tekið fram um hvað óánægja þingmannanna tveggja snerist.Inga stendur við orðin og bendir á aðra formenn Fréttastofa hafði samband við Ingu Sæland til þess að fá viðbrögð við ummælum Sigmundar um málið. Þar sagðist hún standa við orð sín og benti fréttastofu á að hafa samband við formenn annarra stjórnarandstöðuflokka máli hennar til stuðnings. Þegar fréttastofa hafði samband við Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, vildi hann í fyrstu ekki tjá sig um málið, en sagði að í ljósi þess að bæði Inga og Sigmundur hafi tjáð sig við fjölmiðla mætti koma fram að Logi hefði túlkað orð Sigmundar á svipuðum nótum og Inga. Þá hefur fréttastofa heimildir fyrir því að aðrir formenn stjórnarandstöðuflokka hafi ekki getað skilið orð Sigmundar á annan hátt en svo að Karl Gauti og Ólafur hafi átt frumkvæði að fundinum að Klaustri.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Ólaf og Karl Gauta hafa átt frumkvæðið að fundinum á Klaustri Tilefni fundarins hafi verið áhugi tvímenninganna á að ganga til liðs við Miðflokkinn. 7. desember 2018 18:45 Þingkonur gengu út undir ræðu Sigmundar: „Þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða“ Halla Signý Kristjánsdóttir, ein þingkvennanna sem gekk út, segir að ákvörðunin hafi verið byggð á tilfinningu sem vaknaði í þingsal og þurfti að hlýða. 7. desember 2018 18:28 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Segir Ólaf og Karl Gauta hafa átt frumkvæðið að fundinum á Klaustri Tilefni fundarins hafi verið áhugi tvímenninganna á að ganga til liðs við Miðflokkinn. 7. desember 2018 18:45
Þingkonur gengu út undir ræðu Sigmundar: „Þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða“ Halla Signý Kristjánsdóttir, ein þingkvennanna sem gekk út, segir að ákvörðunin hafi verið byggð á tilfinningu sem vaknaði í þingsal og þurfti að hlýða. 7. desember 2018 18:28