Einhugur um að hætta við kaupin á WOW air Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 30. nóvember 2018 06:30 Hlutabréfaverð Icelandair lækkaði um 12,66 prósent í Kauphöllinni í gær vegna málsins. Fréttablaðið/Ernir „Annars vegar var ljóst að skilyrðin yrðu ekki uppfyllt og hins vegar teiknaðist upp sú staða að það var töluvert meiri áhætta en menn töldu þegar þeir lögðu af stað. Þegar þetta tvennt lagðist saman þá var niðurstaðan augljós,“ segir Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair, í samtali við Fréttablaðið. Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á WOW air en Icelandair greindi frá því fyrr í vikunni að ólíklegt væri að allir fyrirvarar í kaupsamningnum, sem var undirritaður 5. nóvember, yrðu uppfylltir fyrir hluthafafund félagsins sem haldinn verður í dag. Aðspurður segir Úlfar að einhugur hafi verið á meðal stjórnarmanna Icelandair um ákvörðunina. „Við sáum fram á að fyrirvararnir yrðu ekki uppfylltir og þurftum því að komast til enda í þessu máli. Við erum að reka Icelandair og þurfum að sinna því. Fyrst og síðast þurfum við að hugsa um hagsmuni félagsins,“ segir Úlfar en á meðal fyrirvaranna var áreiðanleikakönnun sem var framkvæmd af Deloitte. „Við höfðum ekki séð áreiðanleikakönnunina sem slíka af því að það var ekki búið að klára hana formlega en við heyrðum atriði úr henni á síðustu dögum.“Ekki búið að semja um afskriftir Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefðu skuldabréfaeigendur WOW air getað þurft að samþykkja tugprósenta afskriftir af höfuðstól sínum til að kaup Icelandair á WOW air næðu fram að ganga. Úlfar segist ekki vita hvernig viðræðum á milli skuldabréfaeigenda og WOW um afskriftir hafi miðað. „Það var algjörlega á forræði WOW air og við vitum ekki stöðuna á því. Við vitum bara að það var ekki búið að klára það,“ segir Úlfar og Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair, hafði sömu sögu að segja í samtali við Fréttablaðið. „Nei, það var ekki komið á hreint,“ sagði Bogi. Eins var ekki komið á hreint hversu stóran hlut Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, fengi í Icelandair en samkvæmt kaupsamningnum gat Skúli fengið á bilinu 1,8 til 6,6 prósent hlutafjár í Icelandair. Það réðist af niðurstöðu áreiðanleikakönnunarinnar. „Það var heldur ekki komin niðurstaða í það enda hluti af heildarmyndinni. Þess vegna vorum við að miða við það að endanleg niðurstaða gæti ráðist á föstudagsmorgni en síðan var þessi sameiginlega ákvörðun tekin af því að staðan á fyrirvörunum var með þeim hætti sem hún er,“ segir Úlfar.Lítil áhrif á hótelsöluna Icelandair hóf nýlega formlegt söluferli á dótturfélagi sínu, Icelandair Hotels, en stefnt er að því að ljúka sölunni á fyrsta fjórðungi næsta árs. Aðspurður segir Úlfar að vissulega hafi verið rætt innan fyrirtækisins hver áhrifin yrðu ef allt fer á versta veg hjá WOW air. „Hver sem niðurstaðan verður með WOW air þá verða einver áhrif til skemmri tíma en til lengri tíma eru þau minni og það liggur alveg ljóst fyrir að þeir aðilar sem hafa verið að skoða hótelin eru ekki að velta fyrir sér næstu mánuðum heldur næstu árum og áratugum. Þetta er stór fjárfesting.“ Þá þvertekur Úlfar fyrir að Icelandair hafi komið upplýsingum varðandi fjárhagsstöðu WOW air á framfæri við Samgöngustofu eins og fullyrt var við Fréttablaðið. „Samgöngustofa hefur aðgang að öllum upplýsingum sem hún þarf með beinum hætti þannig að hún þarf ekki milligöngu Icelandair eða nokkurs annars til að fá upplýsingar,“ sagði Úlfar. Fréttablaðið spurði Boga Nils sömu spurninga og hann svaraði í svipuðum dúr. „Ég held að Samgöngustofa sé í sambandi við flugrekendur og geti kallað eftir gögnum en Samgöngustofa myndi aldrei kalla eftir gögnum frá þriðja aðila. Samgöngustofa er í beinu sambandi við WOW air með þeirra mál alveg eins og hún er í beinu sambandi við okkur um okkar mál,“ sagði Bogi Nils. Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Tengdar fréttir Hluthafi í Wizz air fjárfestir í WOW air Bandarískt eignastýringarfélag er sagt fjárfesta í Wow air. 29. nóvember 2018 22:18 Icelandair og Festi hrundu eftir WOW-tíðindin Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. 29. nóvember 2018 16:12 Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 Bjartsýnn á að önnur flugfélög fylli í skarðið Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segist bjartsýnn á að höggið á efnahagslífið við mögulegt brotthvarf félagsins yrði viðráðanlegt og að ferðaþjónustan og hagkerfið myndu rétta úr kútnum fyrr en seinna. 30. nóvember 2018 06:15 Starfsfólk WOW Air „jákvætt og bjartsýnt“ eftir fundinn Svanhvít segir rekstur félagsins tryggðan en ekki sé búið að taka ákvörðun um uppsagnir hjá félaginu. 29. nóvember 2018 11:30 Skúli útilokar ekki að segja þurfi upp starfsfólki Þá segir Skúli fjársterka aðila skoða kaup á félaginu, að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. 29. nóvember 2018 11:04 Mikilvægt að eyða óvissu því WOW air flytur fjóra af hverjum tíu farþegum Airport Associates sem þjónustar WOW air sagði upp 237 starfsmönnum í dag en það er nær helmingur starfsfólks fyrirtækisins. Forstjórinn segir það varúðarráðstöfun. Hagfræðingar í greiningardeildum bankanna segja að það sé mikilvægt að eyða óvissu um framtíð WOW air sem fyrst. 29. nóvember 2018 20:15 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Sjá meira
„Annars vegar var ljóst að skilyrðin yrðu ekki uppfyllt og hins vegar teiknaðist upp sú staða að það var töluvert meiri áhætta en menn töldu þegar þeir lögðu af stað. Þegar þetta tvennt lagðist saman þá var niðurstaðan augljós,“ segir Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair, í samtali við Fréttablaðið. Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á WOW air en Icelandair greindi frá því fyrr í vikunni að ólíklegt væri að allir fyrirvarar í kaupsamningnum, sem var undirritaður 5. nóvember, yrðu uppfylltir fyrir hluthafafund félagsins sem haldinn verður í dag. Aðspurður segir Úlfar að einhugur hafi verið á meðal stjórnarmanna Icelandair um ákvörðunina. „Við sáum fram á að fyrirvararnir yrðu ekki uppfylltir og þurftum því að komast til enda í þessu máli. Við erum að reka Icelandair og þurfum að sinna því. Fyrst og síðast þurfum við að hugsa um hagsmuni félagsins,“ segir Úlfar en á meðal fyrirvaranna var áreiðanleikakönnun sem var framkvæmd af Deloitte. „Við höfðum ekki séð áreiðanleikakönnunina sem slíka af því að það var ekki búið að klára hana formlega en við heyrðum atriði úr henni á síðustu dögum.“Ekki búið að semja um afskriftir Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefðu skuldabréfaeigendur WOW air getað þurft að samþykkja tugprósenta afskriftir af höfuðstól sínum til að kaup Icelandair á WOW air næðu fram að ganga. Úlfar segist ekki vita hvernig viðræðum á milli skuldabréfaeigenda og WOW um afskriftir hafi miðað. „Það var algjörlega á forræði WOW air og við vitum ekki stöðuna á því. Við vitum bara að það var ekki búið að klára það,“ segir Úlfar og Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair, hafði sömu sögu að segja í samtali við Fréttablaðið. „Nei, það var ekki komið á hreint,“ sagði Bogi. Eins var ekki komið á hreint hversu stóran hlut Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, fengi í Icelandair en samkvæmt kaupsamningnum gat Skúli fengið á bilinu 1,8 til 6,6 prósent hlutafjár í Icelandair. Það réðist af niðurstöðu áreiðanleikakönnunarinnar. „Það var heldur ekki komin niðurstaða í það enda hluti af heildarmyndinni. Þess vegna vorum við að miða við það að endanleg niðurstaða gæti ráðist á föstudagsmorgni en síðan var þessi sameiginlega ákvörðun tekin af því að staðan á fyrirvörunum var með þeim hætti sem hún er,“ segir Úlfar.Lítil áhrif á hótelsöluna Icelandair hóf nýlega formlegt söluferli á dótturfélagi sínu, Icelandair Hotels, en stefnt er að því að ljúka sölunni á fyrsta fjórðungi næsta árs. Aðspurður segir Úlfar að vissulega hafi verið rætt innan fyrirtækisins hver áhrifin yrðu ef allt fer á versta veg hjá WOW air. „Hver sem niðurstaðan verður með WOW air þá verða einver áhrif til skemmri tíma en til lengri tíma eru þau minni og það liggur alveg ljóst fyrir að þeir aðilar sem hafa verið að skoða hótelin eru ekki að velta fyrir sér næstu mánuðum heldur næstu árum og áratugum. Þetta er stór fjárfesting.“ Þá þvertekur Úlfar fyrir að Icelandair hafi komið upplýsingum varðandi fjárhagsstöðu WOW air á framfæri við Samgöngustofu eins og fullyrt var við Fréttablaðið. „Samgöngustofa hefur aðgang að öllum upplýsingum sem hún þarf með beinum hætti þannig að hún þarf ekki milligöngu Icelandair eða nokkurs annars til að fá upplýsingar,“ sagði Úlfar. Fréttablaðið spurði Boga Nils sömu spurninga og hann svaraði í svipuðum dúr. „Ég held að Samgöngustofa sé í sambandi við flugrekendur og geti kallað eftir gögnum en Samgöngustofa myndi aldrei kalla eftir gögnum frá þriðja aðila. Samgöngustofa er í beinu sambandi við WOW air með þeirra mál alveg eins og hún er í beinu sambandi við okkur um okkar mál,“ sagði Bogi Nils.
Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Tengdar fréttir Hluthafi í Wizz air fjárfestir í WOW air Bandarískt eignastýringarfélag er sagt fjárfesta í Wow air. 29. nóvember 2018 22:18 Icelandair og Festi hrundu eftir WOW-tíðindin Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. 29. nóvember 2018 16:12 Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 Bjartsýnn á að önnur flugfélög fylli í skarðið Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segist bjartsýnn á að höggið á efnahagslífið við mögulegt brotthvarf félagsins yrði viðráðanlegt og að ferðaþjónustan og hagkerfið myndu rétta úr kútnum fyrr en seinna. 30. nóvember 2018 06:15 Starfsfólk WOW Air „jákvætt og bjartsýnt“ eftir fundinn Svanhvít segir rekstur félagsins tryggðan en ekki sé búið að taka ákvörðun um uppsagnir hjá félaginu. 29. nóvember 2018 11:30 Skúli útilokar ekki að segja þurfi upp starfsfólki Þá segir Skúli fjársterka aðila skoða kaup á félaginu, að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. 29. nóvember 2018 11:04 Mikilvægt að eyða óvissu því WOW air flytur fjóra af hverjum tíu farþegum Airport Associates sem þjónustar WOW air sagði upp 237 starfsmönnum í dag en það er nær helmingur starfsfólks fyrirtækisins. Forstjórinn segir það varúðarráðstöfun. Hagfræðingar í greiningardeildum bankanna segja að það sé mikilvægt að eyða óvissu um framtíð WOW air sem fyrst. 29. nóvember 2018 20:15 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Sjá meira
Hluthafi í Wizz air fjárfestir í WOW air Bandarískt eignastýringarfélag er sagt fjárfesta í Wow air. 29. nóvember 2018 22:18
Icelandair og Festi hrundu eftir WOW-tíðindin Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. 29. nóvember 2018 16:12
Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07
Bjartsýnn á að önnur flugfélög fylli í skarðið Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segist bjartsýnn á að höggið á efnahagslífið við mögulegt brotthvarf félagsins yrði viðráðanlegt og að ferðaþjónustan og hagkerfið myndu rétta úr kútnum fyrr en seinna. 30. nóvember 2018 06:15
Starfsfólk WOW Air „jákvætt og bjartsýnt“ eftir fundinn Svanhvít segir rekstur félagsins tryggðan en ekki sé búið að taka ákvörðun um uppsagnir hjá félaginu. 29. nóvember 2018 11:30
Skúli útilokar ekki að segja þurfi upp starfsfólki Þá segir Skúli fjársterka aðila skoða kaup á félaginu, að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. 29. nóvember 2018 11:04
Mikilvægt að eyða óvissu því WOW air flytur fjóra af hverjum tíu farþegum Airport Associates sem þjónustar WOW air sagði upp 237 starfsmönnum í dag en það er nær helmingur starfsfólks fyrirtækisins. Forstjórinn segir það varúðarráðstöfun. Hagfræðingar í greiningardeildum bankanna segja að það sé mikilvægt að eyða óvissu um framtíð WOW air sem fyrst. 29. nóvember 2018 20:15