Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 09:31 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að samræður þingmannanna séu uppfullar af fordómum, kvenfyrirlitningu og óheilbrigðum viðhorfum til stjórnmála. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að mikilvægt sé að Alþingi fari yfir Klausturmálið og grípi til aðgerða vegna þess. Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. Á upptökunni heyrast þingmennirnir tala á afar niðrandi um ýmsa samstarfsmenn sína sem og aðra, og ekki hvað síst um konur. Katrín segir að samræður þingmannanna séu uppfullar af fordómum, kvenfyrirlitningu og óheilbrigðum viðhorfum til stjórnmála. „Þau orð sem komu úr munni þingmannana eru ótrúleg og dapurleg. Ég hélt satt að segja að við værum komin lengra á veg í raunverulegri viðhorfsbreytingu, núna ári eftir #églíka-byltinguna. Forsætisnefnd Alþingis mun fara yfir málið. Það er mikilvægt að Alþingi fari vel yfir málið og grípi til aðgerða. Það er samt ekki nóg því við sem samfélag þurfum að taka sameiginlega á því meini sem svona orðræða skapar; þeim ótta og þeirri vanlíðan sem hún veldur,“ segir Katrín í færslunni en fer ekki frekar yfir það til hvaða aðgerða Alþingi eigi að grípa vegna málsins. „Nú þegar við fögnum hundrað ára afmæli fullveldisins eigum við að hugsa um þau gildi sem við viljum hafa að leiðarljósi í samfélagi okkar. Þar hljótum við að vilja að hafa gildi á borð við jafnrétti og virðingu í hávegum. Sú orðræða sem við höfum lesið um í fjölmiðlum er því miður í fullkominni andstöðu við slík gildi. Sem samfélag eigum við að hafna slíkri orðræðu,“ segir Katrín jafnframt en færslu hennar má sjá hér fyrir neðan. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Forsætisráðherra er ekki viðriðinn málið í þetta skiptið, hún er nefnilega kona“ Norska ríkisútvarpið fjallar um Klaustursupptökurnar í dag. 30. nóvember 2018 07:30 Ekki annarra að draga lærdóm af þessu „viðurstyggilega samkvæmi“ Þeir hafa ekki litið í spegil lengi sjálfir, segir Inga Sæland. 30. nóvember 2018 07:00 Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að mikilvægt sé að Alþingi fari yfir Klausturmálið og grípi til aðgerða vegna þess. Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. Á upptökunni heyrast þingmennirnir tala á afar niðrandi um ýmsa samstarfsmenn sína sem og aðra, og ekki hvað síst um konur. Katrín segir að samræður þingmannanna séu uppfullar af fordómum, kvenfyrirlitningu og óheilbrigðum viðhorfum til stjórnmála. „Þau orð sem komu úr munni þingmannana eru ótrúleg og dapurleg. Ég hélt satt að segja að við værum komin lengra á veg í raunverulegri viðhorfsbreytingu, núna ári eftir #églíka-byltinguna. Forsætisnefnd Alþingis mun fara yfir málið. Það er mikilvægt að Alþingi fari vel yfir málið og grípi til aðgerða. Það er samt ekki nóg því við sem samfélag þurfum að taka sameiginlega á því meini sem svona orðræða skapar; þeim ótta og þeirri vanlíðan sem hún veldur,“ segir Katrín í færslunni en fer ekki frekar yfir það til hvaða aðgerða Alþingi eigi að grípa vegna málsins. „Nú þegar við fögnum hundrað ára afmæli fullveldisins eigum við að hugsa um þau gildi sem við viljum hafa að leiðarljósi í samfélagi okkar. Þar hljótum við að vilja að hafa gildi á borð við jafnrétti og virðingu í hávegum. Sú orðræða sem við höfum lesið um í fjölmiðlum er því miður í fullkominni andstöðu við slík gildi. Sem samfélag eigum við að hafna slíkri orðræðu,“ segir Katrín jafnframt en færslu hennar má sjá hér fyrir neðan.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Forsætisráðherra er ekki viðriðinn málið í þetta skiptið, hún er nefnilega kona“ Norska ríkisútvarpið fjallar um Klaustursupptökurnar í dag. 30. nóvember 2018 07:30 Ekki annarra að draga lærdóm af þessu „viðurstyggilega samkvæmi“ Þeir hafa ekki litið í spegil lengi sjálfir, segir Inga Sæland. 30. nóvember 2018 07:00 Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
„Forsætisráðherra er ekki viðriðinn málið í þetta skiptið, hún er nefnilega kona“ Norska ríkisútvarpið fjallar um Klaustursupptökurnar í dag. 30. nóvember 2018 07:30
Ekki annarra að draga lærdóm af þessu „viðurstyggilega samkvæmi“ Þeir hafa ekki litið í spegil lengi sjálfir, segir Inga Sæland. 30. nóvember 2018 07:00
Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49