Ræða hvort vísa skuli Karli Gauta og Ólafi úr flokknum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 14:48 Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn Flokks fólksins. vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður og þingmaður Flokks fólksins, segir að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins, eigi að segja af sér. Stjórn flokksins situr nú á fundi sem hófst klukkan 14 en Guðmundur Ingi sagði í samtali við Heimi Má Pétursson áður en fundur hófst að þar verði rætt hvort vísa skuli þeim Karli Gauta og Ólafi úr flokknum. Til þess er heimild í samþykktum flokksins en þar segir: „Sé félagsmaður staðinn að því, að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins, skal hann sviptur félagsaðild og skal það gert á stjórnarfundi með auknum meirihluta atkvæða og félagsmanni tilkynnt það formlega.“ Guðmundur Ingi segist vera orðlaus yfir því sem gekk á á Klaustur bar fyrr í mánuðinum þar sem nokkrir þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins komu saman og ræddu á niðrandi hátt um samstarfsmenn sína á þingi, þar á meðal Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. „Það sem fór þarna fram er gjörsamlega langt út fyrir allt siðferði. Ég vil bara segja að það sem kemur þar gagnvart konum, fötluðu fólki og samkynhneigðum og samstarfsfólki er þeim til háborinnar skammar. Þeir verða bara að segja af sér, það er ekkert annað hægt,“ segir Guðmundur Ingi.Klippa: Segir þingmennina eiga að segja af sér Aðspurður hvort það væri ekki til tjóns fyrir flokkinn ef þingmönnum hans myndi fækka um tvo svarar Guðmundur því játandi. „Jú, að vísu en það er betra að við séum tvö og heiðarleg að vinna í þeim málefnum sem við erum að vinna fyrir sem eru eldri borgarar, öryrkjar og láglaunafólk og að við séum heiðarleg í þeirri baráttu. En ég tel svona málflutning sem þar fór fram skaðar flokkinn.“ Ólafur og Karl Gauti telja að ekki hafi verið löglega staðið að því að boða til stjórnarfundar hjá flokknum í gær en þar var samþykkt áskorun á þá Ólaf og Karl Gauta um að segja af sér. Guðmundur Ingi segir að löglega hafi verið boðað til fundarins. „Hann var ekki ólöglega boðaður og þeir mættu á fundinn og það kom engin athugasemd frá þeim um það væri eitthvað ólöglegt í gangi með boðun fundarins þannig að þetta er alveg fullkomlega löglegur fundur.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49 Héldu að uppljóstrarinn væri erlendur ferðamaður Upptökurnar eru rúmlega þrjár klukkustundir að lengd, í sjö hlutum og gæðin misjöfn. 30. nóvember 2018 08:02 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður og þingmaður Flokks fólksins, segir að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins, eigi að segja af sér. Stjórn flokksins situr nú á fundi sem hófst klukkan 14 en Guðmundur Ingi sagði í samtali við Heimi Má Pétursson áður en fundur hófst að þar verði rætt hvort vísa skuli þeim Karli Gauta og Ólafi úr flokknum. Til þess er heimild í samþykktum flokksins en þar segir: „Sé félagsmaður staðinn að því, að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins, skal hann sviptur félagsaðild og skal það gert á stjórnarfundi með auknum meirihluta atkvæða og félagsmanni tilkynnt það formlega.“ Guðmundur Ingi segist vera orðlaus yfir því sem gekk á á Klaustur bar fyrr í mánuðinum þar sem nokkrir þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins komu saman og ræddu á niðrandi hátt um samstarfsmenn sína á þingi, þar á meðal Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. „Það sem fór þarna fram er gjörsamlega langt út fyrir allt siðferði. Ég vil bara segja að það sem kemur þar gagnvart konum, fötluðu fólki og samkynhneigðum og samstarfsfólki er þeim til háborinnar skammar. Þeir verða bara að segja af sér, það er ekkert annað hægt,“ segir Guðmundur Ingi.Klippa: Segir þingmennina eiga að segja af sér Aðspurður hvort það væri ekki til tjóns fyrir flokkinn ef þingmönnum hans myndi fækka um tvo svarar Guðmundur því játandi. „Jú, að vísu en það er betra að við séum tvö og heiðarleg að vinna í þeim málefnum sem við erum að vinna fyrir sem eru eldri borgarar, öryrkjar og láglaunafólk og að við séum heiðarleg í þeirri baráttu. En ég tel svona málflutning sem þar fór fram skaðar flokkinn.“ Ólafur og Karl Gauti telja að ekki hafi verið löglega staðið að því að boða til stjórnarfundar hjá flokknum í gær en þar var samþykkt áskorun á þá Ólaf og Karl Gauta um að segja af sér. Guðmundur Ingi segir að löglega hafi verið boðað til fundarins. „Hann var ekki ólöglega boðaður og þeir mættu á fundinn og það kom engin athugasemd frá þeim um það væri eitthvað ólöglegt í gangi með boðun fundarins þannig að þetta er alveg fullkomlega löglegur fundur.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49 Héldu að uppljóstrarinn væri erlendur ferðamaður Upptökurnar eru rúmlega þrjár klukkustundir að lengd, í sjö hlutum og gæðin misjöfn. 30. nóvember 2018 08:02 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45
Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49
Héldu að uppljóstrarinn væri erlendur ferðamaður Upptökurnar eru rúmlega þrjár klukkustundir að lengd, í sjö hlutum og gæðin misjöfn. 30. nóvember 2018 08:02